Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Siðanefnd Blaðamannfélags Islands: Fréttastjóri sjón- varps braut siða- reglur í umfjöllun um Svefneyjarmálið SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands hefur úrskurðað að Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri hafi gerst sekur um alvarlegt brot í umfjöllun sjónvarpsins um Svefneyjamálið svokallaða mánudaginn 17. ágúst 1987. Brotið varðar við 3. og 4. gr. siða- reglna blaðamanna. Siðanefnd Blaðamannafélags ís- lands barst bréf frá Sigurði G. Guðjónssyni hdl. dags. 26. ágúst 1987. Sigurður er lögmaður Bald- vins Bjömssonar auglýsingateikn- ara sem er aðili að Svefneyjamálinu. í bréfi sínu óskar hann eftir úr- skurði nefndarinnar vegna umfjöll- unar sjónvarpsins um málið í aðalfréttatíma mánudaginn 17. ágúst. í greinargerð frá siðanefnd Blaðamannafélagsins segir að nokkrir vandamenn bama sem tengdust Svefneyjarmálinu komu á fréttastofu sjónvarpsins að kvöldi laugardagsins 15. ágúst. Kváðust þeir vera að fara á fund Rannsókn- arlögreglu ríkisins til að kreQast þess „að RLR gæfí samskonar upp- lýsingar til fjölmiðla og þeir teldu sig hafa fengið hjá embættinu." Amþrúður Karlsdóttir frétta- maður fór með fólkinu til Rann- sóknarlögreglunnar að beiðni varafréttastjóra og átti viðtal við það. Rannsóknarlögreglan lét ekk- ert hafa eftir sér. Daginn eftir var ákveðið að láta málið kyrrt liggja, en á mánudag var það til umræðu á fundi fréttamanna. Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri fól þá Amþrúði að halda málinu áfram. Síðan segir orðrétt í greinargerð siðanefndarinnar: „Vandamenn bamanna fóm eftir hádegi á mánu- INNLENT dag til fundar við bæjarfógetann í Hafnarfirði í því skyni að krefjast þess, að Baldvin yrði látinn sæta gæsluvarðhaldi, þar til dómur félli. Amþrúður fór með fólkinu til Hafn- arfjarðar ásamt myndatökumönn- um og átti þar við það annað viðtal. í viðtölunum, sem send vom út að kvöldi mánudags, fullyrða viðmæl- endur fréttamannsins, að játningar og sök liggi fyrir, en málið var þá enn í rannsókn. Skv. 4. gr. siða- reglna ber blaðamönnum að virða þá meginreglu laga, að hver maður sé talinn saklaus, þar til sekt hans hefír verið sönnuð. Ljóslega hefir þessi regla verið brotin alvarlega. í 3. gr. siðareglna er blaðamanni gert skylt að „forðast allt, sem vald- ið getur saklausu fólki, sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." í fréttinni var þessi grein einnig brot.in. Amþrúður Karlsdóttir er ekki félagi í Blaðamannafélaginu. Siða- nefnd er því ekki bær um að úrskurða í máli hennar. Fréttastjóri sjónvarps, Ingvi Hrafn Jónsson, ber ábyrgð á fréttinni, enda átti hann kost á að kynna sér efni hennar og málsmeðferð, og hann sá hluta hennar, meðan hún var í vinnslu. Úrskurður siðanefndar er sá, að Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri hafí orðið sekur um alvarlegt brot í umfjöllun sjónvarpsins um „Svef- neyjamál" svo nefnt mánudags- kvöldið 17. ágúst 1987. Lögmaður Baldvins, Sigurður G. Guðjónsson, kom á fund nefndar- innar, enn fremur Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri, Helgi H. Jóns- son aðstoðarfréttastjóri og Guð- bergur Davíðsson fyrrum starfsmaður sjónvarpsins. Amþrúð- ur Karlsdóttir dvelst erlendis. Hún sendi nefndinni skriflega greinar- gerð og rætt var við hana í síma. Siðanefnd skoðaði sjónvarpsfréttina sameiginlega." Að lokum er þess getið að nefnd- in fjallaði um málið á fundum sínum fyrst þann 29. september, en úr- skurðurinn var kveðinn upp á fundi nefndarinnar 17. nóvember. Tafír urðu á afgreiðslu málsins vegna sumarleyfa nefndarmanna. Morgunblaðið/BAR Húsnæði Gunnars Ásgerissonar hf. og Veltis hf. við Suðurlandsbraut, sem er til sölu. * Húseignir Gunnars Asgeirs- sonar hf. og Veltis hf. til sölu Morgunblaðið/Bjami L6ð Gunnars Ásgeirssonar hf. við Armúla þar sem fyrirhugað er að reisa sex hæða byggingu. Nýtt hús byggt við Ármúla HÚSNÆÐI Gunnars Ásgeirs- sonar hf. og Veltis hf. við Suðurlandsbraut er til sölu og hefur verið ákveðið að byggja nýtt húsnæði við Armúla. Fyrir- hugað er að aðskilja fyrirtækin og er vörubifreiðadeildin flutt í nýtt húsnæði við Bíldshöfða 6. Bifreiðasalurinn í Skeifunni verður áfram þar til húsa. „Þama er að rætast gamall draumur um að komast í hentugt húsnæði fyrir vörubifreiðaþjón- ustu sem erfítt hefur verið að sinna við Suðurlandsbraut og að- skilja um leið fyrirtækin tvö, en það hefur lengi staðið til,“ sagði Ásgeir Gunnarsson forstjóri. Velt- ir hf. er sem stendur á fjórum stöðum í borginni, við Suðurlands- braut, á tveimur stöðum við Skeifuna og við Bíldshöfða en þar hafa verið fest kaup á húsi nr. 4 og lóð nr. 6. Ásgeir sagði að vonir stæðu til að eftir eitt ár yrði hægt að flytja Gunnar Ásgeirsson hf. í nýtt hús, sem byggt yrði á núverandi bak- lóð fyrirtækisins við Suðurlands- braut, en það hús yrði þá við Ármúla. Ráðgert er að fýrirtækið nýti sjálft þijár af sex hæðum hússins. Viðskiptin við Sovétríkin rædd í Moskvu: Óskað staðf estingar á saltsíldarsamningum NÚ STANDA yfir í Moskvu við- um framkvæmd rammasamnings milli. Samningur þessi gildir til ræður íslendinga og Sovétmanna landanna um viðskipti þeirra á ársloka 1990 og tekur til helztu viðskiptanna. I viðræðum þessum Indverjar kanna kaup á íslenskri tækni Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við Rajiv Ganhdi forsætisráð- herra Indlands og fleiri ráðamenn á heimili Ganhdis. Á veggnum eru málverk af Nehru og Indiru Ganhdi Ólafur Ragnar Grímsson átti viðræður við indverska ráðamenn STJÓRNVÖLD Indlands munu senda fulltrúa til íslands til að kynna sér nánar þær vörur og þjónustu sem íslendingar gætu boðið Indverjum til kaups. Er þar aðallega um að ræða kaup á tækniþjónustu og ýmsa ráð- gjöf á sviði sjávarútvegs, ráðgjöf við nýtingu jarðhita á Indlandi og framleiðsla á tölv- um og hugbúnaði. Þetta var niðurstaðan af viðræðum sem Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins átti við ráðamenn í Indlandi þegar hann var þar staddur á vegum alþjóðlegra þingmannasam- taka. Ólafur Ragnar var í Indlandi til að taka við Indiru Gahdhi frið- . arverðlaununum fyrir hönd Parl- iamentarians Global Action. Þessi verðlaun námu 100 þúsund bandaríkjadölum og tilkynnti Ól- afur Ragnar að verðlaununum yrði varið til að ýta úr vör nýju frumkvæði um alþjóðlegt öryggis- kerfí. Ólafur Ragnar átti viðræður við. K.R. Narayanan vísinda- og tæknimálaráðherra Indlands og Vasant Sathe orkumálaráðherra og ýmsa aðra ráðamenn um möguleika á auknum viðskiptum Indlands og ísland. í viðræðunum var einkum fjallað um kaup á vélum og tækjum í sjávarútvegi og tækniþjónustu, markaðsráð- gjöf og skipulagsaðstoð í því sambandi. Einnig var rætt um skipulega leit að jarðhita á Ind- landi og rannsóknir á að hve miklu leyti sé hægt að nýta hann til orkuframleiðslu. í þriðja lagi var rætt um framleiðslu á tölvum og kaup á hugbúnaði en til greina gæti komið að gera svipaða samn- inga við íslensk fyrirtæki á þessu sviði og gerðir hafa verið við Norsk Data. Indveijar eru nú um 800 millj- ónir talsins og er áætlað að um næstu aldamót verði þeir fjöl- mennasta þjóð heims. I samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur Ragnar að á Indlandi væri að fínna eitt af mikilvægustu mark- aðssvæðum í framtíðinni. Þar væru nú verulegar framfarir á ýmsum sviðum, og útlit fyrir að Indveijar kæmust í hóp tækni- væddustu þjóða heims áður en langt um liði. Það væri því mjög mikilvægt fyrir íslendinga að ná fótfestu á Indlandsmarkaði. Ólaf- ur Ragnar mun á næstu dögum gera þeim innlendu fyrirtækjum, stofnunum og ráðuneytum sem málið snertir nánari grein fyrir þessum möguleikum. verður meðal annars rætt um framkvæmd saltsíldarviðskipta og leitað staðfestingar Sovét- manna á lúkningu nýgerðs samnings um sölu á 200.000 tunn- um þangað. í viðræðum þessum er verið að ræða framkvæmd samninga þessa árs og þess næsta, en í þeim er ekki rædd bein samningagerð. Það er í höndum útflytjenda hér heima og kaupenda í Sovétríkjunum. í ferðinni nú eru fulltrúar viðkomandi aðilja og munu þeir nota tækifærið og ræða við kaupendur ytra. í næstu viku hefjast svo í Moskvu viðræður um kaup á olíu og bensíni frá Sovétríkjunum, en einnig á eft- ir að semja um sölu á lagmeti, frystum fiski og ull. Olía og bensín er uppistaðan í vörukaupum okkar að austan, en þaðan kaupum við einnig bíla og timbur. Nýgerðir samningar um sölu á saltsfld teljast til samninga næsta ára, þar sem síldin verður að mestu afhent eftir áramót. í þeim var samið um sölu á 200.000 tunnum, en þar af biðu 50.000 tunnur staðfestingar Sovét- manna og átti hún að liggja fyrir 15. þessa mánaðar. Hún er enn ekki komin. Þar að auki náðist sam- komulag um sölu á 20.000 tunnum til Sovétríkjanna í stað þeirra, sem fóru niður með flutningaskipinu Suðurlandi í desember í fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.