Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 31 33. þing FFSÍ sett: Þarf að skoða vel tillög- ur um stjórnun fiskveiða Verdjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins sagði hann, að varasamt væri að leggja hann niður, því reynslan af honum hefði verið góð í sveiflu- kenndu afurðaverði á loðnu, rækju og hörpudiski. Hann taldi skipta mætti sjóðnum niður á landshluta til að koma til móts við gagnrýni fiskvinnslunnar á starfsemi sjóðs- ins. Að lokinni setningu þingsins ávörpuðu gestir það. Þeir voru auk sjávarútvegsráðherra, _ Haraldur Henrýsson, forseti SVFÍ, Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri, Guðjón Armann Eyjólfsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, Sólveig Guðmundsdóttir frá Sambandi - sagði Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ við þingsetningu „ÞING FFSÍ þarf að skoða vel þær tillögur, sem i frumvarpi sjávarútvegsráðherra felast. Það er hins vegar ljóst að ekki er viyi til þess að breyta veru- lega um i fiskveiðistjórnun fyrir næstu ár. Þess vegna tel ég að þing okkar verði að leggja fram tiUögur um breytingar innan marka þeirrar heildarstefnu- mótunar, sem í frumvarpinu felst,“ sagði Guðjón A. Kristjáns- son, forseti FFSÍ, meðal annars við setningu 33. þings FFSÍ í gær. „Miklar deilur hafa verið undan- fama daga um ýmis atriði er tengjast setfnu stjómvalda í físk- veiðimálum," sagði Guðjón. „Hafa þær deilur risið hæst vegna svæða- skiptingar landsins og meðalkvóta sóknarmarkstogara eftir svæðum. Sérstaka athygli vakti að helming- ur alþingismanna sendi valdalausri ráðgefandi nefnd leiðbeiningar um æskilega niðurstöðu af nefndar- starfínu, með sérstakri ábendingu um það hvað togarar á suðursvæði hefðu lítinn þorskafla í sóknar- marki á móti hinum norðlenzku. Vissulega finnst öllum sinn hlut- ur lítill í takmörkuðum veiðiheim- ildum, en hvað mættu menn segja í þeim landshluta, sem ég kem frá, ef skoðað yrði ofan í kjölinn hvern- ig þorskafli hefur flutzt til frá viðmiðunarárunum 1981 til 1983. Ég álasa ekki því fólki, sem undir Hluti fulltrúa á 33ja þingi Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Morgunblaðið/Bjami þetta skjal ritaði fyrir að vita ekki staðreyndir málsins. Þessi mál eru flókin og það þarf mikla vinnu og þekkingu á þeim til að setja fram útfærðar tillögur, sem rök eru fyr- ir. Það á hins vegar við í þessum málum sem öðrum að það er oft gott að flýta sér hægt," sagði Guð- jón. Guðjón ræddi ennfremur ýmsa þætti, sem farmenn og fískimenn varðar svo sem öryggismál, þróun aflabragða og verðs á fiskafurðum 'og ftjálsa verðlagningu á flski. Um Guðjón A Kristjánsson formað- ur FFSÍ flytur ræðu sína á þinginu í gær. íslenzkra bankamanna og Óskar Vigfússon, formaður Sjómanna- sambands íslands. Þá voru flutt ýmis erindi um hafrannsóknir, flsk- veiðistefnuna, sjóslys og stað- greiðslukerfí skatta. Þinginu lýkur á föstudag. „Kvótamisferli“ Jökuls hf.: Niðurstaða liggur fyrir SKÚLI Alexandersson, alþingis- maður og framkvæmdastjóri Jökuls hf á Hellissandi, hefur ritað sjávarútvegsráðuneytinu bréf. Þar segir hann að ljóst sé að óhæfilegur dráttur hafi orðið á afgreiðslu kærumáls ráðuneyt- isins á hendur honum vegna meints kvótamisferlis og ségir að óneitanlega læðist að sá grun- ur að þannig sé viljandi staðið að verki. Samkvæmt upplýsing- um ráðuneytisins er rannsókn málsins lokið og verður niður- staðan send Skúla i þessari viku. Jökull var eitt fímm fyrirtækja, sem í sumar var sakað um verkum ólöglegs sjávarafla. í tilfelli Jökuls var þar um að ræða magn samsvar- andi 120 lestum af óslægðum þorski og fyrirtækinu gert að greiða and- virði hins ólöglega afla með rúm- lega 1,5 milljónum króna. Skúli Alexandersson kærði úrskurð ráðu- neytisins einn fulltrúa þeirra, sem kæru fengu og eru um þrír mánuð- ur frá því. Skúli telur drátt á afgreiðslu málsins óeðlilegan og ítrekar í bréfí til ráðuneytisins þann 20. nóvember að hann telji úrskurð þess alrangan, enda virðist ráðu- neytið ekki geta lokið málinu. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að öflun upplýsinga hefði verið tímafrek, en hann teldi öll kurl komin til grafar. Niðurstaða væri fengin í þessum málum og væri hún í samræmi við fyrri úrskurð ráðuneytisins. Enginn annar en Skúli hefði efast um rétt- mæti aðferða ráðuneytisins og yrði honum send endanleg niðurstaða í þessari viku. Fyrsta alþjóðlega let- ursamsætið hérlendis FÉLAG íslenskra bókagerðar- manna, Félag íslenska prentiðn- aðarins, ACO hf. og Samband islenskra auglýsingastofa buðu í gær í fyrsta skipti til alþjóðlegs Ietursamsætis hérlendis. Sam- sætið var haldið í Norræna húsinu, sem var fullt út úr dyr- um. Eins og nafnið ber með sér, er á letursamsæti fjallað um prentletur, ýmsar gerðir þess og hönnun. ACO hf. hafði forgöngu um að fá til landsins Adrian Frutiger, heims- þekktan svissneskan leturhönnuð sem hannað hefur 25 leturkerfi. Hélt hann erindi um letur og letur- gæði. Einnig fluttu erindi Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri, sem talaði um skreytingu á titilblöð- um, og dr. Gunnlaugur S.E. Briem, en erindi hans bar heitið „Skakka- föll prentlistar á íslandi". Morgunblaðið/BAR Leturhönnuðurinn Adrian Frutiger heimsótti Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands eins og sést hér að ofan. Með þeim á myndinni eru dr. Gunnlaugur S.E. Briem lengst til vinstri og Áki Jónsson fram- kvæmdastjóri ACO hf. „ Morgunblaðið/Sverrir Orn Jóhannsson formaður FÍP ávarpir gesti við upphaf letursamsætisins. Medal annarra á myndinni eru Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri sem flutti erindi á samkomunni, Áki Jónsson framkvæmda- stjóri ACO hf. og Adrian Frutiger leturhönnuður. Sending frá LouisFéraud PADIC " ^lfZKAN Laugavegi 71 II hæð Simi 10770
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.