Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Htrgi Útgefandi nnftlftftffeí Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. R .stjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Bréf frá borgarstjóra Davíð Oddsson, borgar- stjóri, hefur ritað þing- mönnum Reykjavíkur bréf í tilefni af umræðum á Alþingi um lífríki Tjarnarinnar og smíði ráðhúss fyrir höfuðborgina. Vill borgarstjóri með bréfi sínu vekja athygli þingmanna á því, að inneign borgarsjóðs hjá vegasjóði vegna framkvæmda við þjóðvegi í Reykjavík muni nema 500 milljónum króna um næstu áramót og á árinu 1988 þurfí 222,7 milljónir króna til nauðsynlegra vegafram- kvæmda í Reykjavík. Auk þess segir Davíð Oddsson, að Reykjavík eigi 285 milljónir króna inni hjá ríkinu. Framtak borgarstjóra í því skyni að minna þingmenn Reykjavíkur á að gæta hags- muna kjördæmis síns er í raun sérstakt íhugunarefni. Hér er um sjaldgæf bréfaskipti að ræða, sem minna á, að á Al- þingi er hagsmuna íbúa Reykjavíkur ekki gætt, ef þannig má orða það, með sama hætti og annarra kjördæma. Menn kjósa oft að líta fram hjá þessari staðreynd í umræðum um bil eða jafnvel hyldýpi milli höfuðborgar og landsbyggðar. í fjárveitinganefnd Alþingis sitja fulltrúar kjósenda úr öllum kjördæmum nema Reykjavík og Reykjanesi, þar sem 61% þjóðarinnar býr. Valdaaðstaða einstakra kjör- dæma við töku ákvarðana um fjárveitingar á Alþingi er ekki efni bréfs borgarstjóra, enda á hún ekki að skipta máli, þegar hlutlægt mat en ekki geðþótti eða kjördæmapot ráða ferðinni. Davíð Oddsson minnir þing- menn Reykjavíkur á það í bréfí sínu, að nauðsynlegt er að veija miklum fjármunum til vega- gerðar í Reykjavík. Allir, sem erindi þurfa að reka í höfuð- borginni, hvort sem þeir búa þar eða ekki, vita hve brýnt er að takast á við umferðarvand- ann þar. Bifreiðaumferð í Reykjavík hefur aukist um 30% síðastliðin 4 ár. Bifreiðaeign í Reykjavík nálgast nú það, sem spáð var fyrir aðeins tveimur árum, að yrði í lok aldarinnar, segir í bréfí borgarstjóra. Með öðrum orðum hafa borgaryfírvöld ekki haft fímmtán ár til að búa sig undir þennan fjölda bifreiða eins og þau ætluðu fyrir aðeins tveimur árum. Það ætti því ekki að vera sérstakt undrunar- efni, þótt oft sé erfitt að komast leiðar sinnar akandi eða skilja farkostinn við sig í borginni. Á hinn bóginn er alls ekki unnt að bera þröngina hér saman við það, sem þeir kynnast oft, er ferðast til erlendra borga — en fyrr má nú rota en dauðrota. Bréfí borgarstjóra til þing- manna Reykjavíkur fylgir annað, sem hann sendi fjárveit- inganefnd. Þar er lýst fyrir- huguðum verkefnum við vegagerð í Reykjavík á næsta ári, ef fjárveitingar fást. Sér- staka athygli vekur sú áhersla, sem lögð er á Bústaðaveginn, Miklatorg og brú á Bústaðaveg yfír Miklubraut/Hringbraut við Miklatorg. Er ráðgert að veija 157 milljónum króna af 222,7 til vegaframkvæmda í Reykjavík til þessara þriggja verkefna. Þær umferðaræðar, sem hér um ræðir, eru yfírfull- ar núna. Um þær fer verulegur hluti þeirra, sem koma til höf- uðborgarinnar frá Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Suð- umesjum, auk þess sem íbúar Bústaðahverfís og Breiðholts nota gjaman þessa leið inn í miðborg Reykjavíkur. í stuttu máli má segja, að það sé meira en tímabært að ljúka þeim framkvæmdum, sem þama em boðaðar. Guðmundur H. Garðarsson, einn af þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, hefur svarað bréfí Davíðs Oddssonar hér í blaðinu. Telur hann það réttmæta kröfu hjá borgar- stjóra, að sérstök fjárveiting komi til þjóðvega í þéttbýli í Reykjavík á næsta ári, jafn- framt því sem ráðstafanir verði gerðar til að greiða inneignir Reylgavíkur hjá vegasjóði vegna framkvæmda fyrri ára. Nú á eftir að koma í ljós, hvort bréf borgarstjóra hlýtur jafn góðar undirtektir hjá fleiri þingmönnum. Fjárveiting til endurbóta á vegakerfi Reykjavíkur er fjár- veiting til endurbóta á vegum, sem þorri landsmanna notar. Hún stuðlar ekki aðeins að bættri þjónustu og auðveldar atvinnustarfsemi heldur er síðast en ekki síst nauðsynleg til að auka örvggi og fækka slysum. Milli 200 og 300 félagar Hins ísl. bókmenntafélags sóttu kaffiboð félagsins á sunnudag- Frá þingi Málfræc inn en þá var jafnframt haldinn aðalfundur þess. erlend áhrif og st Vel sótt málþing og 1 í tilefni 200 ára afn íslenska málfræðifélagið hélt nýverið málþing í tilefni þess að 200 ár eru nú liðin frá fæðingu Rasmusar Kristjáns Rasks, sem vakti athygli íslendinga á því á 19. öld að íslenskan gæti liðið undir lok vegna danskra áhrifa ef ekkert yrði gert henni til vemdar. Hið íslenska bókmenntafélag minntist einnig þessa afmælis Rasks með afmæli- skaffi sem haldið var á Hótel Borg í Reykjavík fyrir félagsmenn. Sóttu það milli 200 og 300 manns og kvaðst Sigurður Líndal forseti fé- lagsins vera mjög ánægður með hvernig tókst til. “Að halda við íslenskunni og þjóðarinnar heiðri“ var yfírskrift málþings Málfræðifé- lagsins en hún er tekin er úr bréfi Rasks árið 1920 þar sem hann fjall- aði um nauðsyn þess að eiga góðar kennslubækur til þess ama. Tíu sérfræðingar fluttu erindi á mál- þinginu og svömðu fyrirspumum fundarmanna. Málþingið var haldið í Odda í Reykjavík og sátu það kringum 60 manns. Guðrún Kvaran, formaður ís- lenska málfræðifélagsins, setti þingið og flutti inngangsorð um Rasmus Kristján Rask. Þá talaði Magnús Fjalldal lektor um ensk tökuorð að fomu og nýju. Benti hann á að lengi hefði íslenskan tek- ið upp orð úr öðmm málum og jafnvel fyrir kristnitöku hefðu fjöl- mörg orð komið inn í málið er snertu kristni og kirkju. Síðar á miðöldum bætast syo við orð sem tengjast riddaramennsku ýmis kon- ar. Nýjasti hugarheimurinn, þar sem enskan miðlar íslensku em tækni og vísindi. Þar bregður hins vegar svo við, að við virðumst að- eins hugsa um að íslenska vel það mál sem birtist á prenti en orðfæri ýmissa starfsstétta sem notuðu oft erlend orð án þess að hafa aðhald prentmálsins. Þar mætti nefna iðn- aðarmenn, starfsfólk í flug- og ferðaþjónustu, tæknimenn og skemmtikrafta sem oft virtust hirða síðar um að vanda mál sitt. Til dæmis töluðu pipulagningamenn um “fíttings", rafvirkjar um “dim- mer“, bifvélavirkjar um “túrbó“ og leikfimikennarar um “aerobic". Sagðist Magnús vera þeirrar skoð- unar að hér þyrfti að safna miklu meiri upplýsingum en nú lægju fyr- ir til að hægt væri að meta þessi erlendu áhrif á íslenskuna. Þá benti Magnús á aðra hlið enskra áhrifa sem væru ekki eins ljós og því e.t.v. varasamari. Þar átti hann við tökuþýðingar eins og “flugvélin kom á tíma,“ (on time) “sterk mótmæli" (strong protest), “umferðin er þung“ (heavy traffic) og kveðjuna “bless, bless“, (bye, bye) og taldi hann þarna alls staðar gæta þýðingaráhrifa úr ensku þótt ekki væri um tökuorð að ræða. Magnús taldi að tökuorðin væru oft dægurflugur sem liðu fljótlega und- ir lok ef gott íslenskt orð yrði til. Nefndi hann sem dæmi enska orðið “hit“ (vinsælt dægurlag) en “smell- ur“ hefur útrýmt því gjörsamlega. Önnur orð festast t.d. “turbo“ eða “fíttings" eins og áður er getið og þau einkum notuð af einstökum starfsstéttum. Þá sagði Magnús það ljóst að Bretland: Oþekktur þorsksjúk- dómur herjar í Norðursjó St. Andrew. Frá Guðmundi Heiðari Frfmannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. VÍSINDAMENN standa ráðþrota frammi fyrir dularfullum sjúk- dómi, sem lagst hefur m.a. á þorsk í Norðursjó. Umhverfis- verndarmenn hafa brugðist hart við og segja þetta til marks um mengun Norðursjávar, og sæl- kerar eru uggandi um sinn hag. Norðursjór er eitt mengaðsta haf í veröldinni. Á þorski, sem veiddur hefur verið við árósa Thames, hafa fundist sár á roði, og kunna visinda- menn enga skýringu á þeim. Yfírvöld hafa látið rannsaka þetta fyrirbæri, en vilja ekki birta niður- stöðurnar. Nýjustu kannanir sýna, að sárin fínnast á um 11% fisks í árósunum. Grænfriðungar segja, að ástand- ið sé miklu alvarlegra en yfírvöld vilji vera láta. Þeir veiddu 3000 lúður við árósa Thames, og varð þessa sjúkdóms vart í 34% þeirra. Sérfræðingur Grænfriðunga sagði, að fískurinn væri ekki óhæfur til neyslu, en ástæða væri til að fara varlega. Ymsir matargerðarmenn hafa miklar áhyggjur af því, hve físki hefur hrakað. Þeir vilja, að gripið verði til aðgerða til að hreinsa sjó- inn við austurströnd Bretlands. Breski fískiðnaðurinn, sem fram- leiðir afurðir úr frystum físki, hefur engar áhyggjur af þessu, því að vinnslufyrirtækin kaupa allt sitt hráefni erlendis frá. í dag hefst í London ráðstefna, þar sem fjallað verður um mengun í Norðursjó, og standa að henni þær þjóðir, sem eiga lönd að þessu haf- svæði. Búist er við, að þar komi fram tillaga um bann við losun úr- gangs, og er jafnframt búist við, að Bretar muni leggjast harðlega gegn samþykkt hennar. Bretar eru einir um að losa úrgang í Norðursjó- inn — um 7,5 milljónir tonna árlega. Þykir líklegt, að stefna bresku stjómarinnar í þessu efni verði gagnrýnd harðlega á ráðstefnunni. Reuter Meðlimir úr Greenpeace-samtökunum mótmæltu losun eiturefna í Norðursjó í London í gær. Hlekkjaði fólkið sig við tunnur sem það sagði geyma geislavirkan úrgang. Lögregla handtók fólkið og reynd- ust tunnurnar ekki innihalda skaðleg efni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.