Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 45

Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 45 Þrjár litlar bæk- ur um eðli drykkj uskapar eftír Steinar Guðmundsson Sl. mánuði hefir mér tekist að koma í band þremur bókum um hugðarefni mitt, alkóhólisma. Að efni til eru bækur þessar frá- brugðnar þvi sem birtist í bók minni „Furðuheimar alkóhólismans" að því ieyti til, að þar var um fræði- lega túlkun á viðfangsefninu að ræða, en hér félagslega. Reynslan segir mér að þeir menn sem ætla má að helst þurfí að lesa sér til um eðli diykkjuskapar forðist slíkan lestur, en nái þeir að tileinka sér eitthvað pínulítið í þá áttina þá skilji þeir manna best hvað við er átt. Með þessa skoðun að leiðarljósi ákvað ég að reyna heldur að senda frá mér nokkrar handhægar litlar bækur frekar en eina stóra. En áætlun varð ég að gera, um annað var ekki að ræða, því vel gat svo farið, að ég gæti ekki stoppað. Úr þulunni tók ég því litróf regnbogans til viðmiðunar og ákvað að setja saman eina gula, eina rauða, eina græna og eina bláa. Nú eru fyrstu þtjár bækumar komnar út, en sú gula varð óvart brún og heitir „365 afréttarar" (385 bls. í sálmabókarbroti). Hér er ekki um heillega frásögn eða frásagnir að ræða, heldur svolítil skot sitt úr hverri áttinni og langt frá því að vera blaðsíðufyliir á hveiju blaði. Önnur bókin er í rauðri kápu (224 bls. í sálmabókarbroti) og heit- ir „Þú getur hætt að drekka". í þessari bók kíkti ég svolítið inn í persónulega reynslu mína af eigin viðbrögðum bæði á meðan ég var og hét, og eins þegar ég var að ná af mér grímunni eftir ballið. Sú þriðja er í grænni kápu, en allar eru j)ær hlífðarkápulausar, og heitir „Ur flötrum" (256 bls. í sálmabókarbroti), en að losna úr Qötrum er mjög sennilega ofarlega á óskalista hvers ósvikins felu- drykkjumanns. Steinar Guðmundsson Þótt sú bláa sé ekki komin út ennþá er rétt að ég geti hennar því eins og hinar þá fékk hún sinn titil þegar ég forðum leit til regnbogans í hugarheimi mínum. Hún á að heita: „Til nýliða í drykkjumanna- stétt“ og kemur út strax og aðstæður leyfa, og verður auðvitað i sama brotinu og hinar því auðveld- ara er að sofna út frá lítilli bók og líka fljótlegra að stinga henni í vasann ef svo ber undir. Vegna þess hversu lítið upplag er af hverri bók treysti ég mér ekki til að koma þeim í allar bókabúðir, en ætla mér að vera fljótur til ef einhveijir kynnu að vilja vera með, en sími minn er 24036. Ég tel að mér hafí tekist að stilla verði bók- anna í hóf með því að tölvusetja sjálfur og bijóta um og búa til prentunar, auk þess sem ég læt mig hafa það að sjá að öllu leyti um útgáfuna þótt kunnátta til þess sé af skomum skammti. Höfundur hefur unnið að ráðgjöf fyrir áfengjssjúklinga íáraraðir. Frá Áfengisvamaráði: Hvernig byrjar eyðni í Svíþjóð? Með áfengum bjór Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi frá Áfengisvarna- ráði: Sú er a.m.k. skoðun aðalritstjóra stærsta blaðs Svía, Dagens Nyhet- er. Nafn hans er Svante Nykander og hann skrifaði í sumar leiðara þar sem hann bendir á að vegna ofsahræðslu við eyðni hafi baráttan gegn bjómum fallið í skuggann. Fyrirsögn leiðarans er „Olögleg vímuefni, lauslæti og eyðni em í beinum tengslum við áfengi." Leiðarinn er ritaður vegna þess að fram er komin tillaga um að heimila að nýju sölu milliöls en hún var bönnuð 1977. (Það er víðar en á íslandi barist um bjórinn.) Tillögu- menn leggja til að milliölið verði einungis selt í áfengisverslunum og á vínveitingastöðum. Nykander telur að bmggarar sæti nú færis þar eð umræður snú- ast nú einkum um eyðni og ólögleg vímuefíii — og sjái sér nú leik á borði að auka gróða sinn. En hann bendir á að ekki er allt sem sýnist. „Óbein tengsl emu milli áfengis og eyðni,“ segir hann. „Ef fólk byijar að drekka snemma á ævinni dregur úr varfæmi í kynlífí og forvitni um önnur vímuefni eykst. Áfengi kennir fólki að leita gervigleði. Menn stökkva ekki beint frá engu yfir í heróínneyslu." Svante Nykander bendir á að þeir unglingar, sem bjnja bjór- drykkju, hverfi fljótlega að ólögleg- um vímuefnum, sleppi fram af sér beislinu í kynferðismálum og séu því tilvalin bráð fyrir eyðniveimm- ar. Hann segir: „Erfiðleikamir þessu viðvíkjandi (þ.e. vömum gegn eyðni) em þeir að kynhegðun er ekki einangrað fyrirbæri heldur hluti heildar. Lauslæti ungs fólks er yfirleitt afleiðing lífsstíls sem einnig hefur aðrar hættur í för með sér.“ TOLLSKJOL BREYTING í TOLLAMÁLUM KALLAR Á NÝJA MEÐFERÐ TOLLSKJALA í tilefni breytinga í tollamálum mun Stjórnunarfélag íslands halda námskeið um nýja meðferð tollskjala. Námskeiðin verða í tveimur hlutum: A og B. Kynningarnámskeið (yfirlitsnámskeið) í nýjungum tollamála. Fjallað er um tollalög, tollverð og tollverðsákvörðun, EUR-reglur, nýjar aðflutningsskýrslur, nýja tollskrá (H:S) o.fl. Mestur tími fer í fræðslu um nýja aðflutningsskýrslu. ÞÁTTAKENDUR: Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem þekkja til tollamála og vinna við tollskýrslugerð. LEIÐBEINENDUR: Guðrún Ásta Sigurðardóttir, lögfræðingur, Karl Garðarsson, viðskiptafræðingur og Sveinbjörn Guðmundsson,deildarstjóri. TÍMIOG STAÐUR: Námskeiðið verður haldiðþrisvar: 7. og 8. des. kl. 14.00-18.00, 9. og 10. des. kl. 8.30-12.30 og 9. og 10. des. kl.14.00-18.00 að Ánanaustum 15. 4 framhaldsnámskeið, sem skipt er niður eftir vöruflokkum. Nánar verður farið í einstaka flokka nýrrar tollskrár og H:S númerakerfið. B 1 MATVÖRUR OG KEMÍSK EFNI. T LEIÐBEINENDUR: Friðjón Margeirsson og Páll Franzson. TÍMI OG STAÐUR: 16. og 17. des. kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. ________ ____ 16.12. B-HLUTI: A-HLUTI: 7.12. B2 TEXTÍL, SKÓFATNAÐUR OG HÖFUÐFATNAÐUR. LEIÐBEINANDI: Sveinbjörn Guðmundsson. TÍMIOG STAÐUR: 16. des. kl. 14.00-18.00 að Ánanaustum 15. B3 VÉLAR OG T/fKI. LEIÐBEINENDUR: Reynir Haraldsson og Kristján Halldórs- son. TÍMI OG STAÐUR: 18. og 19. des. kl. 14.00-18.00 að Ánanaustum 15. B4 ÝMSAR VÖRUR. LEIÐBEINENDUR: Friðjón Margeirsson, Páll Franzson og Sveinbjörn Guðmundsson. TlMI OG STAÐUR: 18. og 19. des. kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. Stjórnunarfélag íslands - Ánanaustum 15 Símr 6210 66 ' c Q I c PIOIMEER 3JÓNVÖRP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.