Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 4 Akranes: Iþróttasjóð ríkis- ins þarf að efla - segir Magnús Oddsson formaður Iþróttabandalags Akraness Akranesi. Á AKRANESI er nú að risa nýtt og glæsilegt íþróttahús sem er eign íþróttabandalags Akraness. Það eru i sjálfu sér ekki miklar fréttir þó reist sé íþróttahús í stórum byggðarkjarna, en á staðnum er fyr- ir ein glæsilegasta íþróttahúsbygging landsins. Það sem vakið hefur sérstaka mun betur en bjartsýnustu menn athygli við byggingu þessa húss er þorðu að vona. Bjartsýni og sam- hve vel hefur gengið að byggja það, aðeins eru rösk tvö ár liðin frá því fyrsta skóflustungan var tekin. Þá hefur það ekki síður þótt athygl- isvert hve ódýrt og hagkvæmt það er í byggingu. Til að fræðast um þetta nýja hús og annað sem snert- ir byggingu þess ræddi Morgun- blaðið við Magnús Oddsson, formann íþróttabandalags Akra- ness, en þetta framlag íþróttafólks á Akranesi hefur ekki síst hvílt á herðum hans. Við báðum Magnús fyrst að lýsa fyrir okkur hinni nýju byggingu. Þessi bygging okkar er bogamann- virki með límtréssperrum. Húsið er 50X24 metrar að flatarmáli. íþróttasalurinn verður 20X40 metr- ar að stærð og auk hans verða í öðrum enda hússins geymslur og 180 fm félagsaðstaða sem er á annarri hæð hússins og mun sú aðstaða síðar tengjast alhliða íþróttamiðstöð sem mun rísa í ná- inni framtíð. Byggt verður búnings- klefahús og starfsmannaaðstaða fyrir öll íþróttamannvirkin á svæð- inu; íþróttavellina, íþróttahúsið og sundlaug. Bjartsýni og samtaka- máttur aðalvopnið Og hvemig hafa svo byggingar- framkvæmdir gengið? „Þær hafa gengið mjög vel og takamáttur fólks á Akranesi er okkar sterkasta vopn. Magnús seg- ir, að þeir hafi í raun aldrei ráðið yfír neinu flármagni sem heitið getur og þess vegna höfum við þurft að hafa tölvert mikið fyrir hlutunum. Við áttum í sjóði 800 þúsund krónur þegar við hófum framkvæmdir og §órum mánuðum síðar gerðum við fyrsta uppgjörið og klæðning að innan er frágengin, búið er að steypa gólfíð og koma fyrir bráðabirgðaupphitun og lýs- ingu.“ Magnús segist vonast til að hús- ið verði tekið í takmarkaða notkun eftir áramótin, sú notkun verður þá að miðast við iðkun á steyptu gólfi. Það er þegar ljóst að húsið er verulega ódýrara í stofnkostnaði en ámóta íþróttahús sem byggð eru með hefðbundnum hætti. En verður húsið dýrt í rekstri? Magnús segir svo ekki verða. „Húsið er ekki ódýrt í byggingu vegna þess að það sé óvandað. Þvert á móti hefur verið vandað til allra verkþátta. Oll einangrun t.d. mjög góð og það hefur sýnt sig að það er ódýrt í upphitun. í húsinu hefiir hvergi komið fram leki, þrátt Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsaon Magnús Oddsson, formaður ÍA, i hinni nýju íþróttahúsbyggingu. gólfefni, þar verður ekki valin ódýr- asta lausnin. Við höfum mestan áhuga fyrir parkettgólfi með góðri fjöðrun. Annars er það oft furðulegt að koma í íþróttahús þar sem ekk- ert virðist hafa verið sparað nema í sambandi við gólf og lýsingu, en það er oft þetta tvennt sem ræður miklu um það hvort hús verður fyrsta eða þriðja flokks hús.“ Magnús segir að vissulega sé það mikið mál að ijármagna slíka fram- kvæmd og þeir hafi farið flestar hefðbundnar leiðir til þess. Stór hluti vinnunnar er sjálfboðaliða- er vinna. „Við höfum leitað til fjöl- margra félaga og stuðningmanna okkar með fjáröflun og fengið ein- staklega góðar viðtökur. Þá hefur þróttahús ÍA. Fullfrágengið að utan en vantar herslumuninn að innan. og þá var framkvæmdakostnaður orðin 3,5 milljónir króna. í dag er kostnaðurinn orðinn 27 milljónir og húsið er langt komið. Svona einfalt er málið. Við höfum lokið öllum ytri frágangi hússins. Öll einangrun fyrir vatnsveður samfara stormi nú í haust. Við erum sannfærðir um að húsið verður ódýrt í rekstri vegna þess að til þess hefur verið vandað á allan hátt. Við munum halda áfram á sömu braut hvað varðar FIBER SEAL HREINSIKERFIÐ FYRIR HEIMILIÐ Fiber Seal hreinsikerfiö er fyrir teppi, húsgögn, gardínurog rúmteppi heimilisins. Þaö auðveldar dagleg þrif og kaffi- og gos- drykkjabletti og önnur óhreinindi sem festast í vefnaöi er auðvelt aö hreinsa sé Fiber Seal hreinsikerfið notaö. Meö Fíber Seal hreinsikerfinu haldast teppi og húsgögn sem ný lengurog ending teppaerallt aö 50% meiri. Viö bjóöum einnig teppa- og húsgagnahreinsun þar sem fagleg vinnubrögð og öflugar vélar tryggja góöan árangur og þekking okkar í faginu kemur viðskiptavinum okkartil góöa. SKULD H.F. Pósthólf 7088 127 Reykjavík Sími: 1.54.14 og 2.57.72 Bílasími 985-2.57.73. verið gerður samningur um afnot grunnskóla á Akranesi að húsinu og hefur Akranesbær nú þegar greitt hluta leigunnar fyrirfram. Það var okkur mikils virði að fá þann samning." íþróttasjóð þarf að efla Magnús segir að stjóm íþrótta- sjóðs ríkisins hafi samþykkt mannvirkið og tekið á sig þann hluta kostnaðarins sem lög og regl- ur um sjóðinn gera ráð fyrir. Við spurðum Magnús næst hvemig leggðust í hann hugmyndir um að leggja niður íþróttasjóð ríkisins og ef svo færi hvort það yrði ekki mikið áfall. „Vissulega hrakkum við hastar- lega við er við lásum um þetta í blöðunum. Við höfum rætt við fjár- veitinganefnd Alþingis og þing- menn okkar kjördæmis og eram nokkuð rólegri eftir þær viðræður. Við höfum verið fullvissaðir um það, að þær framkvæmdir sem era í gangi á vegum íþróttafélaga fái samsvarandi stuðning uns þeim verði lokið, þótt það verði ef til vill á annan hátt." En hvað finnst Magnúsi um að sveitarfélögin taki við þessu verk- efni íþróttasjóðs. M„ér líst illa á það. Þetta er til- laga frá embættismannanefnd sem fjallaði um verkaskiptingu ríkisins og sveitarfélaga. Ekkert samráð var haft við íþróttahreyfinguna. Það virðist hafa gleymst að flest fram- lög sjóðsins renna til verkefna sem íþróttahreyfingin er með á sínum vegum, enda þótt mörg slík verk- efni séu í gangi á vegum sveitarfé- laga. Að sjálfsögðu skiptir litlu hvort þeir flármunir sem renna til verkeftia sveitarfélaga koma frá þróttasjóði beint eða renna til jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga og sé svo skipt þar á sveitarfélögin, væntan- lega í samræmi við einhveija höfðatölureglu. Það er hinsvegar óeðlilegt að þeir flármunir sem ríkið leggur til framkvæmda við íþrótta- mannvirki á vegum íþróttafélaga séu látnir ganga inn í jöfnunarsjóð- inn, þaðan jrfír á sveitafélögin, og svo verði það verkefni sveitar- stjóma að skipta þeim á milli eigin framkvæmda við íþróttamannvirki og framkvæmda á vegum íþróttafé- laga.“ Magnús segist vilja benda á í þessu sambandi þann stóra mismun sem er í dag á stuðningi sveitarfé- laga við framkvæmdir á vegum íþróttafélaganna. Það eitt ætti að nægja til að fæla menn frá þessu fyrirkomulagi. „í dreifbýlinu yrði þetta enn meira vandamál. Þar starfa saman héraðssamband eða ungmennafélag í mörgum sveitarfélögum og þar þyrfti að semja um hveija fram- kvæmd við margar sveitarstjómir. Stjóm íþróttasjóðs hefur unnið sitt starf vel og ekki tekið neina þóknun fyrir störf sín. Ég get ekki séð hveiju við verðum bættari með því að láta nokkur hundrað sveitar- stjómamenn um land allt vinna sama verk. Magnús segist álíta að íþrótta- sjóður ríkisins eigi að starfa áfram eins og verið hefur og hann telur ríka ástæðu til þess að efla hann enn frekar til að takast á við það stóra verkefni, að stuðla að upp- byggingu íþróttamannvirkja bæði í dreifbýli og þéttbýli. „Með því móti veitum við æsk- unni tækifæri til að takast á við holl og áhugaverð verkefni á viðsjál- um tímum. Rannsóknir hafa þegar staðfest að unglingar sem stunda íþróttir reykja minna, drekka minna áfengi og leiðast síður út í neyslu eiturlyfja. Auk þess þarf að gefa þeim sem eldri era tækifæri til að stunda trimmíþróttir þeim til holl- ustu og heilsubótar," sagði Magnús Oddsson að lokum. — JG Glóðarkerti i urvali fyrir TOYOTA ISUZU DATSUN MERCEDES BENZ O.FL. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 -I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.