Morgunblaðið - 25.11.1987, Side 59

Morgunblaðið - 25.11.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 59 Ingólfur Pálmason cand. mag. - Mhming Ingólfur Pálmason er dáinn. Þessi staðreynd er ótrúleg en því miður sönn og við hin stöndum eft- ir hnípin og tóm. Það er annars undarlegt hvað við mennimir tökum dauðanum illa og látum hann alltaf slá okkur út af laginu. Þó er dauð- inn það eina sem við vitum með vissu um framtíð okkar. En að það skyldi nú henda Ing- ólf er erfítt að sætta sig við. Hann sem var svo fullur lífsgleði, hlýju og léttur á fæti síðast þegar við sáumst. Ég hef dvalist erlendis hin síðustu ár og hef því fylgst með veikindum hans úr fjarlægð. Kvaðir hins daglega lífs ollu því að ég fékk ekki tækifæri til áð hitta hann og þykir mér það miður. En ég hef minningu um mann, sem var hrein- skilinn, heiðarlegur, trúr sínum lífsskoðunum og lagði lítið upp úr veraldlegum gæðum. Hins vegar átti hann gnægðir andlegs auðs sem hann var örlátur á. Ég kynntist Ingólfí fyrir u.þ.b. tólf árum. Það var á mínum menntaskólaárum, þegar vinskapur hófst með mér og Guðrúnu dóttur hans. Mér var tekið opnum örmum af þeim Ingólfí og Huldu og hafa þau æ síðan átt í mér hvert bein. Ekki er hægt að minnast á Ingólf Jenný móðursystir mín er dáin. Þessi frétt kom sem reiðarslag, þó vissi ég að hún hafði átt við sjúk- dóm að stríða undanfarin misseri, en hún var jú kona á besta aldri. Alltaf er erfíðast að sjá á bak fólki sem er okkur hvað kærast. Margt ber á góma þegar ég rifja upp samskipti mín við Jennýju, en minningamar um hana eru allar á einn veg. Góðar og ánægjulegar, allt frá fyrstu tíð. Oft laumaðist ég lítill telpuhnokki yfir í næsta hús til Jennýjar og ömmu, sem þá bjuggu í Nökkvavoginum, til þess að leika mér. Þar var oft glatt á hjalla og margt brallað. Jenný hafði mikið og skemmtilegt skopskjm og þann eiginleika að geta hrifið alla með sér í glaðværð. Ég undi þar löngum, lærði að spila á spil, sauma og pijóna dúkkuföt og margt fleira. Alltaf var Jenný fús til þátttöku og hjálpar í þessum leikjum. Hún hafði næman skilning og gott lag á böm- um. Eftir að ég fullorðnaðist og flutti að heiman, var Jenný eftir sem áður sami góði og glaðværi félag- inn. Jenný giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Ragnari Böðvarssyni, árið 1973. Þau eignuðust einn son, Böðvar Jens, sem nú er 13 ára. Fyrstu árin bjuggu þau í Reykjavík og Kópavogi, en þar sem hugur Ragnars hneigðist til búskapar, fluttust þau að Kvistum í Ölfusi og hófu búskap þar árið 1983. Eftir að þau fluttu austur bauð Jenný syni okkar hjóna að dvelja hjá þeim um tíma í sveitinni. Við þáðum það boð með þökkum, því við vissum að hjá Jennýju færi hann hvergi á mis við kærleik, hlýju og gott atlæti, og hvers getur maður óskað bami sínu frekar þegar það er að heiman frá foreldrum sínum. Færum við austur fyrir fjall var ætíð komið við á Kvistum, svo fremi að tíminn leyfði. Tekið var á móti okkur með slíkri rausn og innilegri hlýju að naumast verður við jafnað. Við viljum senda eftirlifandi eig- inmanni og syni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við kveðjum Jennýju með sökn- uði, en minningin um hana, glað- væra og skemmtilega á góðri stund, lifir áfram í hugum okkar. Sigrún, Eddi og börn. flö PIOINIEER SJÓNVÖRP án þess að geta um Huldu konu hans í sömu andrá. Þau vom jafn- ingjar og vinir og hjá þeim ríkti gagnkvæm virðing og væntum- þykja. Ekki eru ófáar þær stundir sem ég hef dvalið á heimili þeirra, þegið mat, drykk og annan velgjöming. Ég mun alltaf minnast þeirra stunda þegar við sátum við eldhús- borðið í Hraunbænum og ræddum heimsmálin og atburði liðins dags, yfír ijúkandi „Ingólfs" ijómakaffí og kandíssykri. Við Gunna vomm að sjálfsögðu mjög spaklegar að eigin áliti og vissum allt mikið bet- ur en allir hinir, eins og títt er á þessum aldri. Ingólfur hlustaði á okkur með glimt í auga og góðlát- legum svip og hafði sjálfsagt lúmskt gaman af. Oft vom æði margir við eldhúsborðið, fólk á öllum aldri og enginn talaði um kynslóðabil. Hin seinni ár .hefur sambandið við þau Huldu og Ingólf orðið stop- ulla. Ég stofnaði eigið heimili og hafði annríkt í námi og starfi. Því fækkaði mjög heimsóknum. En allt- af þegar við Gunnar „kíktum" inn í Hraunbæinn fengum við ævinlega hjartanlegar móttökur. Síðast sá ég Ingólf í júlí á síðasta ári, þá í stuttri heimsókn á íslandi. Hann var hlýr, ljúfur og glettinn að venju og bauð upp á ijúkandi „Ingólfskaffí", sem á sér enga hlið- stæðu í mínum huga. Ekki gmnaði mig að þetta yrði í síðasta sinn sem við sæjumst. Ég er forsjóninni þakklát að hafa fengið að njóta hans og Huldu. Hulda, Gunna, Eiríkur, Gunnar og Pálmi. Við Gunnar sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Bergrún H. Gunnarsdóttir, Álaborg. CÚ HUOMTÆKI Selko, SIGURÐUR ELÍASSON OPNAR DYR í NÝJU HÚSNÆÐI AÐ SMIÐJUVEGI 9 ■.Mfy ,4 } I m /1 \ ' Á \ \ í 1 mumx ■i' X n w***‘i'i**A l .yff:. Iflhl 1 y 'lné Jý.Jr mm Wm riœðstamm <: i V SELKO SIGURÐUR ELlASSON HF. SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI SlMI: 41380-41381 Með hurðum lokum við dyrum og njótum friðhelgi og einkalífs. Með hurðum opnum við dyr og njótum samvista við aðra, Við höfum hurðir stöðugt fyrir augunum. Vönduð smíði, góður frágangur og fallegt útlit hafa verið einkunnarorð Selkó frá upphafi, enda hafa inni- hurðirnar frá Sigurði Elíassyni notið sérstaks álits um 40 ára skeið. Komið á Smiðjuveginn og kynnið ykkur verð og gæði. r'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.