Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 60

Morgunblaðið - 25.11.1987, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 Minning’: Sveinsína „Sísí“ Tryggvadóttir Fædd 30. nóvember 1935 Dáin 19. nóvember 1987 Hún Sísí vinkona er dáin. Ein- hvem veginn er þessi staðreynd svo óraunveruleg. Sísí stendur mér svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, full af lífsorku, með hlýja brosið sitt og opinn faðminn. Þannig mót- tökur fékk ég alltaf þegar ég kom í heimsókn til hennar. Betri trúnað- arvin var ekki hægt að hugsa sér. Á erfíðum stundum fólst lausnin í að leita til Sísíar. Erfíðleikar, sem virtust nær óyfírstíganlegir þegar ég lagði af stað til hennar, voru ýmist horfnir úr huga mér eða orðn- ir að spennandi verkefhi að glíma við þegar ég fór aftur heim. Sísí tókst alltaf að ýta burt úr huga manns neikvæðum hugsunum og fínna einhvem jákvæðan flöt á öll- um málum. Þannig leiddi hún mann svo áreynslulaust út úr öllum erfíð- leikum. Þegar við kvöddumst sagði hún gjaman þessa setningu: „Mundu að vera góð við sjálfa þig.“ Enginn kenndi mér betur en Sísí, gildi þess að hlúa að eigin sál, til þess að geta gefíð öðrum af sjálfum sér. Það var því ekki að ástæðu- lausu, að Sísí var mér líka ofarlega í huga á hamingjustundum. Það var svo sjálfsagt að deila gleðinni með henni, bæði tók hún svo einlægan þátt í henni og einnig átti hún svo dijúgan þátt í vellíðan minni. En nú er Sísí horfín af sjónarsvið- inu. Farin þangað, sem hún fær enn betur notið allra þeirra stórkostlegu eiginleika, sem hún þroskaði með sér í lifanda lífí. Sísí hafði þá trú, að erfíðleikam- ir, sem á hana voru lagðir undanfar- ið ár, hefðu ákveðinn tilgang og myndu reynast henni gott vega- nesti á því þroskastigi, sem við tæki eftir dauðann. Slíkt var æðru- leysi hennar og kjarkur. Ég kveð Sísí vinkonu mína með sárum söknuði, en um leið full af þakklæti fyrir allt það, sem hún gaf mér. Ég veit að ég á eftir að njóta þess svo lengi sem ég lifí að hafa kynnst Sísí. Elsku Lára, Fífa, Jóhann Gunnar og fjölskyldur. Guð styrki ykkur og gefí ykkur æðruleysi á þessari erf- ^ iðu stund í lífí ykkar._ Anna Ólafsdóttir Hún Sísí mín er dáin — og það er gott. En mér líður samt svo ein- kennilega innan í mér — það er eins og einhver þrúgandi þyngsli sitji þar föst. Ég man fyrst eftir henni Sísí, þegar við vomm báðar í Gaggó Aust. Þá strax vom hún og Stefán orðin par, falleg og áhyggjulaus að byija lífíð. Ómeðvituð um alla þá erfíðleika, sem þau áttu eftir að ganga í gegnum, en þeirra hjóna- band endaði með skilnaði fyrir nokkrum ámm. Við kynntumst síðan þegar við bjuggum hlið við hlið á Sjafnargöt- unni fyrir tæpum 30 ámm. Á þessum ámm byijaði vinskapur okkar Sísíar, fyrst í gegnum dætur okkar, sem léku sér saman, og óku dúkkunum sínum í dúkkuvögnum, en em báðar löngu famar að aka dætmm sínum í bamavögnum. Þetta vom góð ár með böm og basl, eins og gengur, og við höfum oft rifjað þau upp okkur til ánægju. Við stóðum svo í okkar fyrstu íbúðarkaupum á sama tíma, og „fluttum um svipað leyti af Sjafnar- götunni. Sísí og Stefán inn í Safamýri, en við Rúnar inn í Laug- ames. Við Sísí héldum kunnings- skap til að byija með, en svo var eins og það fjaraði út, og ég held að hvomg okkar hafí gert sér grein fyrir hvers vegna, á þeim tíma, þó að við skildum það síðar. -. - En fyrir tæpum níu ámm lágu leiðir okkar saman á ný, þegar ég stóð á tímamótum í mínu lífí, og leitaði til hennar, þá brást hún skjótt og vel við, og ég veit hrein- lega ekki hvemig ég hefði farið að án hennar á þessum tíma. Hún var svo róleg og yfírveguð og hafði svo góð áhrif á mig þegar mér leið sem verst. Síðan hefur vinskapur okkar ver- ið að þróast og oft er ég búin að leita til hennar. Meðal annars var það hún sem hvatti mig til að taka við sínu starfí sem fjölskylduráð- gjafí, þegar hún fluttist austur að Sogni í ráðgjöf fyrir alkóhólista, þar sem hún hefur starfað við góðan orðstír síðastliðin 8 ár, að undan- skildum nokkmm mánuðum sem hún tók að sér að vera dagskrár- stjóri á Staðarfelli. í rúmt ár hef ég fylgst með hetju- legri baráttu hennar við ógnvekj- andi sjúkdóm. Og það er óhætt að segja að hún stóð á meðan stætt var, og jafnvel lengur. Sísí elskaði ferðalög og ferðaðist mikið, sérstaklega eftir að hún var orðin ein. Hún var einmitt á ferð í kringum landið, með henni Sigurbjörgu, vin- konu okkar beggja, þegar fyrstu sjúkdómseinkennin fóm að segja til sín, fætur hennar byijuðu að gefa sig. Ég maii vel hvað henni Sigur- björgu var bmgðið þegar þær komu úr þessari ferð, hún gerði sér strax grein fyrir, að þetta væri eitthvað alvarlegt. Síðan em aðeins liðnir 15 mánuðir. í febrúar sl. fór hún með okkur hjónunum í ferðalag. Við byijuðum og enduðum ferðina í Lúxemborg, þar sem við gistum hjá góðum vin- um við frábærar móttökur. Tókum síðan bílaleigubíl og ókum til Sviss, og hún ók bílnum til jafns við okk- ur. Það var gaman að ferðast með henni Sísí, þá var hún virkilega í essinu sínu. Við sungum mikið og skröfuðum ennþá meira. Ommubar- nið okkar hjónanna, hún Binna mín, var með í þessari ferð, og þær löðuðust hvor að annarri, enda deildu þær saman herbergi allan tímann. Ég er þakklát fyrir minn- ingamar úr þessu ferðalagi, þær munu ylja mér um ókomna framtíð. Fyrir tæpum tveim mánuðum fóm bömin hennar, Fífa og Jói, með henni til Grikklands, þá var hún löngu komin í hjólastól, og þurfti á mikilli umönnun að halda, sem þau létu henni fúslega í té, og kannski var stærsti punkturinn í ferðinni að hafa þau hjá sér allan sólarhringinn, því hún vissi að hveiju dró. En þrátt fyrir allt og allt er lífíð fagurt og dauðinn fagur. Guð hefur engan fært til starfsins á þessari jörð til að lifa í myrkri. En enginn þroski verður til án erfíðleika, og það er nú svo, að erfiðleikamir veita okkur öllum víðara útsýni, er nær út yfír gröf og dauða. Við hjónin þökkum Sísí fyrir sam- vemna og biðjum henni allrar blessunar á hinni nýju þroskabraut. Elsku Lára, Fífa og Jóhann, Guð styrki ykkur í móðurmissinum. Og þig, Magnfríður mín, sem missir einkabamið þitt, það er þyngra en orð fá lýst. Guð veri með ykkur öllum og fjölskyldum ykkar. Dunna Guð gefí mér æðmleysi til þess að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til þess að greina þar á milli. Mér finnst við hæfí að nota þessa fallegu bæn heilags Frans frá Ass- isi, sem inngang minningarorða um Sísí frænku mína og besta vin, því hún öðmm fremur lifði samkvæmt þeim. Hún fæddist 30. nóvember 1935, eina bam Tryggva B. Kristjánsson- ar, sem látinn er fyrir rúmum 20 ámm, og Magnfríðar Sigurbjam- ardóttur, sem lifir dóttur sína. Vegna vanheilsu móður sinnar var Sísí send í fóstur að Reykjum í Mosfellssveit, þar sem hún átti gott atlæti nokkur af fyrstu ámm ævi sinnar. Hún giftst ung Stefáni Jó- hannssyni og eignuðust þau þtjú böm, Láru, Fríði Bimu og Jóhann Gunnar, en þau slitu síðan sam- vistum. Hún starfaði lengi á skrif- stofum Reykjavíkurborgar, en fljótlega eftir stofnun SÁA hóf hún störf þar sem ráðgjafi, fyrst við fjöl- skyldudeild, en síðan á meðferðar- stofnuninni að Sogni. Em þeir því orðnir margir.sem þakka henni það líf, sem þeir lifa í dag. Sjö ára aldursmunur er mikill á bams- og unglingsárum. Því horfði ég sem bam á hina glæsilegu og tígulegu frænku mína úr fjarlægð. En aldur er afstætt hugtak, og þegar báðar vom orðnar fullorðnar, lágu leiðir okkar saman og þá skiptu sjö ár allt í einu ekki neinu máli. Við nálguðumst hvor aðra og tengdumst æ sterkari böndum eftir því sem árin liðu, og í Sísí fann ég systurina, sem ég aldrei átti. Hún fékk eins og aðrir bæði meðlæti og mótlæti í lífinu, en kunni þá list að nota mótlætið til að læra af því og auka sér styrk, sem kom best í ljós, þegar sjúkdómur sá, er að lokum sigraði, hóf að heija á hana. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir þessa stoltu, tignarlegu konu að þurfa að beygja sig fyrir þeim örlögum, að líkaminn hætti að lúta boðum viljans og þurfa að verða öðmm háð með aðstoð við allt það, sem okkur fínnst sjálfsagt og eðli- legt að geta sjálf. Þrátt fyrir hraðfara ásókn sjúkdómsins, átti hún óbilandi bjartsýni og kjark og alltaf átti hún styrk til að gefa öðmm, styrk og kjark, sem hlýtur að verða minnisstæður öllum þeim, sem fylgdust með henni síðasta spölinn og verða þeim leiðarljós í framtíðinni. Hún vissi vel, hvert stefndi, en hún notaði tímann vel tilað undirbúa sína nánustu undir það sem koma skyldi, og hæst reis styrkur hennar og æðruleysi, þegar hún sat með ellefu ára dótturdóttur sinni, til að útskýra fyrir henni, hvað í vændum væri. Síðasta kvöld- ið átti hún yndislega kvöldstund með. bömunum sínum, gekk frá öll- um sínum málum, kvaddi þau, lagðist til svefns, sátt við allt og vaknaði ekki aftur, alveg eins og hún hafði óskað sér að það yrði. Maggý mín og elsku Lára, Fífa og Jói, sem öll hafíð misst svo mik- ið. Ég vona, að Guð gefí ykkur styrk til þess að lifa samkvæmt því, sem hún hefði óskað. Með því móti hald- ið þið minningu henþar best í heiðri. Gunna frænka Hún opnaði fyrir mér dyrnar einn haustdag fyrir mörgum árum þegar örlögin vildu kynna okkur. Við átt- um að fara saman í námsferð til Bandaríkjanna daginn eftir, deila herbergi og vera samvistum dag og nótt um tveggja vikna skeið. Þama stóð hún, hávaxin, björt og glæsileg, eilítið alvarleg á svip og horfði á mig rannsakandi. Við ræddum mest daginn og veginn og þetta fyrirhugaða ferðalag sem hvorug okkar vissi of mikið um. Síðar höfðum við oft orð á hve ein- kennilegar tilviljanimar gætu verið; við hefðum allt eins getað staðið andspænis því að eiga ekki skap saman og ferðin hefði breyst í leið- inda fjarrænu milli okkar. Reyndin varð önnur. Ferðin reyndist aðeins upphaf á annarri lengri, sem stóð órofín til hennar hinsta dags. Það var ferð um slóðir vináttu og vænt- umþykju, órofa trúnaður í smáu sem stóru; ferðalag þar sem sam- ferðamennimir deildu súru og sætu í fullkomnu trausti hvor til annars. Slíkur vinur var Sísí. Það mætti ugglaust rita langt mál um ævi Sísíar, starfsferil og lífsreynslu hvers konar, því hún dansaði ekki frekar en aðrir á rósum í gegnum lífíð. En efst hlýtur mér að vera í huga persónan sjálf. Hún fór ekki í manngreinarálit, en var heldur ekki reiðubúin þeyta lífí sínu upp á gátt við fyrstu kynni. Enda kynntust vinir hennar stöðugt nýj- um og nýjum þáttum í fari hennar, og fór það allt á einn veg. Hver ný innsýn sem hún gaf í hugsanir sínar, tilfínningar og skoðanir, jók enn á virðingu og væntumþykju í hennar gerð. Slík kona var Sísí. Sísí vann síðastliðin átta ár að margs konar störfum er tengdust mannlegum samskiptum og fjallaði þar oftar en ekki um kviku mann- legs sársauka. Það traust og sú reisn, sem geislaði af henni, veitti skjólstæðingunum styrk og þeir eru ófáir sem fóru af hennar fundi með endurnýjaða von og kjark til að horfast á ný í augu við lífíð. Ráð- gjöf nefndu margir starf hennar, en ráð gaf hún ekki. Fremur veitti hún heilbrigðan, undirbragðalausan og hlýjan stuðning til raunsæis og eflingar baráttuþreki hvers þess, sem til hennar leitaði. Slíkur „ráð- gjafi" var Sísí. Sísí var einkabam foreldra sinna, en sjálf eignaðist hún þijú börn með fyrrverandi eiginmanni, Láru, Fríði Birnu og Jóhann Gunnar, mannvænleg, hlý og kærleiksrík bjöm, nú uppkomin. Þegar Sísí er horfín sjónum og við lítum til barna hennar fyllumst við gleði yfír hversu verðugir fulltrúar móður sinnar þau eru. Mannskilningur þeirra, hlýja og heiðarleiki eru þættir sem hún hjálpaði þeiom að rækta í fari sínu. Þeir minnisvarðar um Sísí standa traustum fótum hér mitt á meðal okkar, sem söknum hennar. Sísí gaf börnum sínum þá stærstu gjöf sem nokkur getur gefíð, sjálfa sig. Gleggst kom það fram er hún af hlýju og ástúð, en með þeirri reisn ■ er henni var eðlislæg, kvaddi þau kvöldið fyrir andlát sitt. En börnin endurguldu henni líka sannarlega á hvem þann hátt, sem þeim var mögulegt. Á þessari sorg- arstundu getur hvert og eitt þeirra litið yfír ómældan Qársjóð af hlýj- um, einlægum minningum um tengslin við móður sína; tengsl sem mótuðust af ást, umhyggju og heið- arleika. í veikindum hennar umvöfðu þau hana með ást sinni og blíðu; á erfíðleikastundum þeirra stóð þeim enginn nær en hún. Slík móðir var Sísí. Bömum hennar, aldraðri móður og ástvinum votta ég einlæga hlut- tekningu. Megi birta og friður umlykja Sísí. Helga Ágústsdóttir Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo tiygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. (Steinn Sigurðsson) Það er með trega og sorg í hjarta að ég reyni að festa á blað örfá minningarorð um elskulega vinkonu mína og fyrrnrn mágkonu, Sveinsínu Tryggvadóttur. Sísí, en svo var hún jafnan köll- uð, kynntist ég 11—12 ára gömul, er hún ung og falleg kom með bróð- ur mínum á heimili foreldra okkar. Ég horfði með aðdáun á þessa stúlku, sem strax tók litlu systur svo vel. Fyrir mig varð Sísí eins og stóra systir, því systur átti ég ekki og ég held að þetta hafí verið gagn- kvæmt, þar sem Sísí var einkabam foreldra sinna. Þama hafði ég líka fundið einn minn besta og trygg- asta vin í gegnum árin. Það var fljótt sem ég gerði mér grein fyrir að gott væri að leita ráða hjá þessari stúlku og einnig að hægt væri að trúa henni fyrir sínum leyndustu hugsunum. Sísí kunni listina að hlusta og síðan að ráðleggja og það var svo sannarlega oft, sem ég leitaði til hennar með allt milli himins og jarðar, ekki aðeins á unglingsámnum, heldur í gegnum tíðina, og alltaf var hún hvetjandi og hafði góð ráð að gefa. í mörg ár bjuggum við í sama húsi, við unnum saman um tíma og síðar urðum við nágrannar, svo það var ekki nema eðlilegt að við tengdumst óijúfandi vináttu, sem aldrei bar skugga á. Þó að stundum liði einhver tími á milli þess að við hittumst nú síðari ár, fíindum við þó alltaf hve sterk vináttubönd okk- ar voru. Sísí og bróðir minn slitu sam- vistir fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust 3 börn, Láru, Fríður Bimu og Jóhann Gunnar, sem öll eru komin í tölu fullorðinna. Reynd- ist hún þeim mikil og góð móðir. Fyrir 15 mánuðum kenndi Sísí fyrst þess sjúkdóms, sem átti eftir að breyta öllu hennar lífí. Hún tókst á við þennan vágest af slíku æðru- leysi, að þeir sem fylgdust með, gátu ekki annað en undrast hve sterk hún var. Hvemig henni tókst að komast í gegn um þessa þolraun alla er eflaust mörgum hulið. Sísí vissi að hveiju stefndi og síðustu dagana sem hún lifði rædd- um við mikið um lífíð og dauðann. Hún var trúuð og trúði því einlæg- lega að hennar biði annað hlutverk er tilvist hennar hér lyki. Hjálpaði sú trú henni mikið. Styrkur Sísíar kom best í ljós kvöldið fyrir andlát hennar. Þá kall- aði hún til sín bömin og bjó þau undir hið óumflýjanlega. Minningin um þá stund mun geymast í þeirra vitund um alla framtíð. Eftir að bömin vom farin dvaldi ég hjá henni að hennar ósk fram yfír miðnætti. Það var margt sem hún vildi segja mér áður en yfír lyki. Þetta síðasta samtal okkar mun ég varðveita, en að verða vitni að þeim styrk, sem hún sýndi var mikil reynsla. Mun minningin um þessa stund verða mér huggun. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að eiga samleið með þessari góðu konu. Ég og fjölskylda mín vottum Magnfríði, móður Sísíar, og börnun- um samúð okkar. Megi minningin um styrk hennar verða þeim hugg- un á sorgarstund. Ingibjörg Jóhannsdóttir Ég er einn þeirra lánsömu manna sem fékk að kynnast Sísí. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir tæpum fímm árum þegar ég hafði endan- lega gefíst upp í glímunni við Bakkus. Hún var leibeinandi á Sogni í Ölfusi og vakti strax eftir- tekt mína fyrir rólegt og yfirvegað fas, hlýtt viðmót sem var laust við væmni eða látalæti og öryggi sem gerði hana trausta og trúverðuga frá fyrstu kynnum. Þetta voru dag- ar mikilla innri átaka og veröldin var að taka stakkaskiptum og átti aldrei eftir að verða söm. Þetta var tími þroska og sársauka, baráttu og nýrra vona. Við fetuðum einstigi til nýs lífs með gamalkunnugt hyl- dýpi undir fótum okkar. I brimróti þessara daga stóð Sísí sem klettur úr hafí. Fyrirlestrar hennar voru skýrir, einfaldir og komu ávallt að kjarna málsins. Hún opnaði nýja heima og lokaði göml- um. Allt sem hún sagði og gerði einkenndist af látleysi, einfaldleik og festu. Síðar, þegar ég hóf virka þátt- töku í starfi SÁA, kynntist ég Sísí betur. Hún gerðist dagskrárstjóri samtakanna á Staðarfelli í Dölum og síðar aftur leiðbeinandi á Sogni. Hún lagði hart að sér í starfí og lyfti grettistökum með þeim sjálf- sagða léttleika sem einkennir afreksfólk. Og alls staðar skildi hún eftir sig spor og í þeim sporum spruttu blóm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.