Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 61

Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 61 Sísí var leitandi manneskja og hún trúði því aldrei eitt andartak að endanlegu marki væri náð. Hún skildi þá nauðsyn framfara og þroska, að stöðnun og sjálfsánægja væru verstu óvinir mikilla hugsjóna og varanlegs árangurs. I viðtali sem ég tók við hana í SÁÁ-blaðið 1985 sagði Sísí um starf sitt: „Það er nauðsynlegt að leita áfram. Við megum aldrei fara að trúa því að við séum búin að finna eitthvað endanlegt. Við verðum að fylgjast náið með þróuninni á sviði sjúk- dómsins alkóhólisma og vera í stöðugri endurskoðun hvað varðar starf okkar og endurskoðun." Þannig talar aðeins framsýn manneskja með mikinn þroska. Og það er einmitt fólk eins og Sísí sem hafa lagt homsteininn að nýjum skilningi á sjúkdómnum alkóhól- isma og hjálpað þúsundum Islend- inga til ljóssins og mannsæmandi lífs á nýjan leik. Ég leitaði stundum til Sísíar þeg- ar lífið kreppti að mér og mér þótti tilveran veita mér fullþung högg. Við sátum saman og hún hlustaði af þeirri athygli sem aðeins skyn- sömu og hógvæm fólki er gefið, og benti mér á leiðir af sama ör- yggi og hlýju og þegar fundum okkar bar fyrst saman á Sogni. Hollræði hennar reyndust ávallt rétt og ég mun búa að ráðum henn- ar og visku uns ég kveð þennan heim. Síðast þegar ég leitaði ráða hjá Sísí var sjúkdómur sá sem dró hana snöggt til dauða tekinn að setja mark sitt á hana. En dómgreind hennar, gjafmildi og fórnfýsi var óbreytt. Samtal okkar var opið og heiðarlegt eins og alltaf og ég spurði hana um sjúkdóm hennar sem við vissum bæði að var ban- vænn. Hún svaraði: „Ég hef oft spurt: Hvers vegna ég? Og ég fæ aðeins eitt svar: Hvers vegna ekki?“ Síðan brosti hún hlýja, æðrulausa brosinu sínu. í það bros mun ég oft sækja styrk. Ingólfur Margeirsson Sveinsína (Sísí) Tryggvadóttir lést í sjúkrahúsi í Reykjavík föstu- daginn 20. nóv. sl. langt um aldur fram, 57 ára að aldri. í ársbyrjun hafði hún tekið sjúkdóm er olli löm- un og við hann var ekkert ráðið. Foreldrar Sísíar voru þau hjónin Tryggvi Kristjánsson ættaður úr Breiðafirði og Magnfríður Sigur- bjamardóttir sem er af Snæfells- nesi, en foreldrar hennar voru ættuð af þeim slóðum. Sísí frænka mín kom til foreldra minna að Reykjum 1936 þá á öðru árinu og það ef til vill fyrir hreina tilviljun. Málið var það að móðir hennar átti við heilsuleysi að stríða og þurfti að fara til dvalar á sjúkra- húsi en faðirinn var fyrirvinnan til sjós, svo til stóð að senda litla bam- ið með motorbát vestur að Amar- stapa til ömmu sinnar. Á leiðinni til skips kom faðir hennar í hús þar sem móðir mín var stödd og þá réðist það að Sísí færi með Ingi- björgu frænku sinni að Reykjum. Þegar foreldrar okkar komu með þessa litlu telpu innúr dymnum var okkur bræðmm starsýnt á þetta litla englabam en okkur fannst að hún minnti okkur helst á þá ímynd sem við höfðum þá af englum guðs. Ekki komum við heldur að tómum kofanum er hún kvaddi sér hljóðs hún var þá altalandi og tungutakið skírt og greinilegt. Augljóst var að alúð hafði verið lögð við að leið- beina þessu skýrleiksbami að tala strax vandað mál. Orðræður hennar við frænku sína Ingibjörgu Pétursdóttur vom oft dálítið sérstæðar því báðar höfðu ákveðnar meiningar og komu öllu sínu máli vel til skila. Miklir kær- leikar vom með þeim frænkum alla tíð og Sísí hélt ávallt sambandi við heimilið á Reykjum. Hún dvaldist á Reykjum til ársins 1941, en þá bilaði heilsa frænku hennar, Ingibjargar, en ekki átti hún þess kost að fara þá til móður sinnar vegna heilsuleysis hennar. Þá fór hún um tíma til Lóu á Klömbmm. Sísí fékk almenna góða menntun eins og þá tíðkaðist og lauk gagnfræðaprófí í Reykjavík. Hún giftist manni sínum Stefáni Jóhannssyni rafvirkja 1955 og varð þeim þriggja bama auðið en þau em, Lára elst, gift og á tvö böm, Fríður Bima gift og á einnig tvö böm, en yngstur er Jóhann Gunnar fæddur 1964 og á eitt bam. Þau Stefán og Sísí slitu sam- vistum um 1980 og fluttist hann þá úr landi til starfa þar, en Sísí lagði sig nú alla fram um að sinna áhugamálum sínum, en það vom hjúkmnar- og mannúðarmál. Hún sótti námskeið og menntaði sig rækilega á þessu sviði og vann svo meðan heilsan leyfði á vegum SÁÁ við björgunarstörf til handa þeim sem á einhvem hátt höfðu orðið undir í hinni hörðu baráttu lífsins. Nú þegar Sísí hefír kvatt okkur og þetta tilvemstig þá er margs að minnast sem ekki verður rakið í stuttri kveðju sem þessari. En minn- ingin er björt og ljúfsár þegar fólk eins og Sísí kveður okkur sem eftir stöndum héma megin. Sísí verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju í dag kl. 10.30 og við ættingjar og vinir í Mosfellssveit- inni sendum aðstandendum samúð- ar kveðjur en þó einkum og sérílagi aldraðri móður er nú sér á bak stúlkunni sinni. Minningin lifír. J.M.G. Á fyrstu dögum Öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð var það stundum, þegar litið var inn í skólastofu, að svipfalleg, ljóshærð kona sat aftarlega í hurðarröðinni og lét lítið yfir sér. Birta augnanna sagði meira til um líðan hennar frá degi til dags en svipurinn, en þau urðu bjartari sem tímar liðu fram. Sveinsína Tryggvadóttir var frekar dul og virtist hafa lært að treysta á sjálfa sig og ætlast ekki til of mikils af öðmm. Hún var samvisku- söm námskona, sem vildi byggja sjálfa sig upp og efla sjálfstraust sitt og möguleika, svo hún mætti gera meira gagn í lífí og starfi. Fölskvalaus og djúp vinátta óx með okkur frá fyrstu kynnum. Við hlið skólans tók Sísf þátt í merku brautryðjendastarfi í áfeng- ismálasamtökum og þar lágu leiðir saman. Er hún gerðist starfsmaður SÁÁ kom hún í hverri námsferð til okkar í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. Var þá mikið rökrætt um innviði manneskjunnar og skipst á ritum um mannræktarleg efni. Var Sísí mjög í mun að stunda starf sitt vel og lagði því sérstaka rækt við viðtalatækni og hópefli, hvað væri líkt og ólíkt með þeim aðferðum að ógleymdum þeim fjölda mannlegra og fræðilegra þátta, sem einkenna lífsstefnu Al- ateen, Alanon og AA-samtakanna, en á henni byggir SÁÁ sitt starf öðnim fremur. Í Bandaríkjunum var hver tóm- stund nýtt til hins ýtrasta sem hér heima. Listasöfnin og leikhúsin urðu þá oft fyrir valinu. Eitt sinn kom Sísí með lest skömmu fyrir sýningu frá frænku sinni í New Jersey. Þegar á járn- brautarstöðina kom var ekkert farangurshólf laust og leigubílar engir. Hún lét það ekki á sig fá, en brá hjólagrind undir töskuna sína og hélt upp alla Broadway með hana í eftirdragi. Auðvitað náði hún leiksýningunni. Þannig var Sísí. Hún gafst ekki upp fyrr en dauðinn kvaddi dyra. í röskt ár hefur það orðið æ ljós- ar hvert stefndi, svo Sísí fór eins víða og hún gat, jafnvel eftir að kraftar voru þrotnir. Hún fór fyrir rösku ári síðan að Hellnum á Snæ- fellsnesi, þangað sem ræturnar lágu og um líkt leyti gekk hún ásamt vinkonu sinni á fjall fyrir norðan. Eftir því sem vöðvar hennar rýrn- uðu þáði hún oftar að fara með öðrum og kveðja þá staði, sem hún unni svo mjög, eins og Þingveili, Laugarvatn, Geysi, Skálholt, Eyrar- bakka, Stokkseyri, Hveragerði, Heiðmörk og fjörurnar á Álftanesi og við Gróttu. Hún lét það ekki á sig fá, þótt aðstöðuna fyrir fólk í hjólastól vantaði víðast hvar. Hún mátti lítinn tíma missa. Síðustu ferðina fór Sísí með syni sínum og yngri dóttur nú fyrir fá- einum vikum til Grikklands með viðkomu í London. Þau komu heim 2. nóvember og þá var Sísí þreytt en hress til andans. Eina viku var hún í íbúðinni í Hátúni með aðstoð heimahjúkrunar, venslamanna og vina, en svo varð hún að taka þá ákvörðun að fara á sjúkrahúsið vegna vaxandi lömunar. Þar tók hún á móti fjölda orðvana vina og ættingja, brosandi og gefandi eins og alltaf. Þetta var Sísí og nú er ævi hennar lokið, aðeins fimmtán mánuðum eftir að veikindi hennar hófust. Síðasta ævikvöldið kvaddi hún bömin sín með góðum ráðum. Næsta dag fékk hún hægt andlát. Fleiri verða ferðimar ekki út í nátt- úruna, á hljómleika, í jazzklúbbinn, á söfnin eða á fyrirlestrana, en hluti hennar í okkur lifír. Foreldrar Sísíar voru Tryggvi Bjami Kristjánsson, sjómaður, sem lést 1964, jafn gamall öldinni, og Magnfríður Sigurbjömsdóttir, sem áttræð varð sl. sunnudag. Sísí gekk ung að eiga Stefán Jóhannsson, en þau skildu fyrir nokkrum árum. Böm þeirra em Lára, Fríður Bima og Jóhann Gunn- ar. Efst í holtinu fyrir ofan Grafar- vog er húsinu á einni hæð að ljúka, sem að hluta var ætlað konu í hjóla- stól — konunni, sem fyrir fáeinum dögum vildi ekki vegg á milli eld- húss og stofu sem myndi byrgja henni sýn um gluggann til Snæfells- jökuls. Við vottum aðstandendum djúpa samúð og þökkum Sísí ómetanlega vináttu. Vilborg og Hrafn Verkfræðingafélag íslands: Lækkun fjárveitinga til rannsókna mótmælt FRAMKVÆMDASTJÓRN Verk- fræðingafélags íslands hélt fund 9. nóvember og samþykkti ályktun þar sem Alþingismenn og ráðherr- ar eru hvattir til að meta sérstak- lega þær breytingar á skipan rannsóknamála sem felast í frum- varpi til fjárlaga fyrir árið 1988. Framkvæmdastjómin bendir á í þessari ályktun að íslendingar standi að baki nágrannaþjóðunum hvað varð- ar framlög til rannsókna og lækkun fjárveitinga til hagnýtra rannsókna sem felast í frumvarpinu sé því illskilj- anleg. Forystuhlutverki íslendinga í vinnslu og nýtingu jarðvarma og virkj- un vatnsorku á eldvirkum svæðum sé stefnt í hættu vegna minni fjárveitinga til rannsókna í orkumálum á næsta ári nái frumvarpið fram að ganga. Jafnframt hafí lækkunin veruleg áhrif á rannsóknir á náttúru landsins og náttúruauðlindum og dragi úr mögu- leikum á orkusölu til stóriðju eða annarrar stómotkunar í framtíðinni. Þá segir í ályktuninni að nauðsyn- legt sé að haft verði samráð við þá aðila er sinna rannsóknum í landinu áður en skipan rannsóknamála verði breytt. Framkvæmdastjómin telji eng- in rök fyrir þeim samdrætti í fjárveit- ingum til hagnýtra rannsókna sem felist í frumvarpinu, þvert á móti sé ástæða til aukinna flárveitinga í þessu skyni. Minning: Ágúst Kristjánsson prentari Fæddur 4.júní 1921 Dáinn 16. nóvember 1987 Glaðr ok reifur skyldi guma hverr unz sinn biðr bana. Þessar braglínur úr Hávamálum koma mér í hug, er ég minnist góðvinar míns og samstarfsmanns í meira en þijá áratugi. Þessi orð Hávamála hefðu vel getað verið einkunnarorð hans í lífinu. Hann var glaður og reifur er ég sá hann í fyrsta skipti. Hann var glaður og reifur að hvaða starfi sem hann gekk og hvar sem hann var að hitta. Heilbrigð gleði var sú gjöf sem hann veitti samferðamönnum sínum hvort sem var í leik, starfi eða á heimili sínu. Á illmælgi hlust- aði hann ekki. Ofund var honum svo íjarlæg, að hann hreinlega skildi hana ekki. Það má ef til vill orða það svo, að hvemig sem vindi og veðri væri háttað, var sem Ágúst hefði nægar birgðir af sólskini með sér, sem hann gat miðlað samferða- mönnum sínum af. Ágúst fæddist 4. júní 1921 í Reykjavík. Hann var einkabam hjónanna Kristjáns A. Ágústssonar og konu hans Guðríðar Jónsdóttur. Faðir Ágústar, Kristján, var prent- ari að iðn og var einn af stofnendum Steindórsprents hf. og verkstjóri í setjarasal frá stofndegi þess 1. júlí 1934. Faðir Kristjáns var Ágúst Jósefsson prentari og formaður Hins íslenska prentarafélags 1907-1908 og 1911-1912. Heiðurs- félagi HÍP 1957. Árið 1918 er hann lét af prentstörfum gerðist hann heilbrigðisfulltrúi Reykjavíkur. Minningar og svipmyndir úr Reylqavík, sem hann skrifaði komu út 1959. Móðir Ágústar, Guðríður, var Jónsdóttir steinsmiðs og rokka- smiðs í Sauðagerði í Reykjavík Þórðarsonar. Ágúst hóf prentnám í Steindórs- prenti 1. júní 1936, en reyndist of ungur og var námssamningur hans því gerður 4. júní 1937 og lauk 4. des. 1941. Hann tók sveinspróf í setningu 8. nóv. 1942. Vann svo í Steindórsprenti samfellt þar til í febrúar 1948 er hann fluttist í prentsmiðjuna Eddu og var þar vélsetjari í nokkur ár, fluttist svo þaðan aftur til Steindórsprents og var þar vélsetjari til dánardags. Ágúst kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni 15. nóvember 1947, Sigurlaugu Jónsdóttur verkamanns í Reykjavík Friðrikssonar og konu hans Helgu Jónsdóttur. Ágústi og Sigurlaugu varð íjögurra bama auðið. Elstur er Kristján Andreas fæddur 3. des. 1948. Þá koma tvíburamir Jón Frímann og Þórður, fæddir 18. maí 1952 og svo dóttir- in Guðríður, fædd 15. maf 1958. Sigurlaug átti eina dóttur áður en hún giftist, Pálínu Osvald, fædd 25. júlí 1944. Það þurfa flestir á öllu sínu að halda til að koma svo stór- um bamahópi til manns, en samheldni og sjálfsbjargarviðleitni þeirra hjóna var traust og eftir því sem árin liðu fannst mér þau vera svo óijúfanleg sameind, sem öðmm mætti vera til fyrirmyndar. Það vissi ég af tali okkar Agústar, að hann mat konu sína umfram allt annað. „Dáinn, horfínn", sigldur yfir fljótið mikla. Þegar ég sit hér við borðið og pára niður nokkrar línur, hrannast upp í hugann minningar frá meira en þijátíu ára samstarfí okkar Ágústar, sem var svo hnökra- laust, að aldrei hallaði orði á milli okkar. Það sækir að mér einhver tómleiki og djúpur söknuður. Ágúst var í einu orði góður drengur. Hann vildi öllum vel og vildi leysa öll sín störf vel af hendi. Við öll í Stein- dórsprenti söknum góðs félaga, sem ávallt var reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd, ef á þurfti að halda og vottum eftirlifandi eiginkonu hans, Laugu, bömum, tengdabömum og öðmm aðstandendum innilega sam- úð við fráfall hans. Blessuð sé minning Ágústar Kristjánssonar. Hálfdán Steingrímsson t Þökkum auðsýnda samúö við andlát föður okkar, SIGURÐAR HANS JÓHANNESSONAR, Suðurhólum 14, Reykjavik, sem lést í Landakotsspítala 7. þ.m. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Börn hins látna. Lokað verður miðvikudaginn 25.nóvember frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar JÓNBJÖRNS MAGNÚSSONAR, blikksmiðs. Blikk og stál hf Bíldshöfða 12. Lokað Vegna útfarar ÁGÚSTAR KRISTJÁNSSONAR verður prentsmiðjan lokuð til kl. 14.00 í dag. Stejndórsprent hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.