Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.11.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 63 Hamingjusöm lyónakorn á þriðja degi hveitibrauðsdagnnna. Krúnan var ekki enn farin að skyggja á hjónabandssæluna. BRESKU KONUNGSHJÓNIN Hjónaband Karls og Díönu á sér nærtæka fyrirmynd Ameðan heimsbyggðin fylgist full áhuga með hjónabandsörðugleikum þeirra Karls Breta- prins og Díönu konu hans, halda konungshjónin bresku upp á 40 ára brúðkaupsafmæli sitt. Þegar sögusagnir um erfíðleika í hjónabandi krónprins- hjónanna ber sem hæst, minnast menn hjónabands móður Karls og sjá ýmislegt sameiginlegt þeim mæðginum. Elísabet og Filip hafa ekkert síður en arftakar þeirra þurft að þola sögusagnir og aðskiln- að og hjónaband þeirra hefur svo sannarlega átt sín góðu og slæmu tímabil. Þegar þau giftu sig í Westminster Abbey kirlq- unni árið 1947, var Elfsabet „Lillabeta" uppáhalds- prinsessa þeirra Breta og erfíngi krúnunnar. Filip var þrímenningur við hana og lautinant í Konung- lega sjóhemum. Hann er fæddur Filippos af Slésvík- ur-Holsetalandi -Sonderburg-Gltícksburg og prins af Grikklandi en var orðinn breskur þegn um það leyti sem þau giftu sig. Árið 1948 fæddist Karl og tveimur árum síðar fylgdi Anna í kjölfarið. En þeg- ar Elísabet varð drottning árið 1952, lenti Filipus í þeirri ankannalegu aðstöðu að vera drottningar- maður, án skyldna og valda. „Ég er lítið annað en amaba, bansett arnaba" sagði hann, síður en svo ánægður með hlutskipti sitt. Ekki varð komist hjá því að hjónabandið liði fyrir þetta og sögusagnir um kvennaflangs Filipusar áttu greiða leið í slúður- dálka blaðanna. Árið 1956 fór Filip í fímm mánaða ferðalag um Breska Samveldið og sá hin orðvara ^ölmiðlaskrifstofa Buckinghamhallar sig knúna til að gefa út yfírlýsingu þess efnis að „sögusagnir um ósamkomulag væm algerlega ósannar." En almennt velsæmi og ást gátu ekki leyft hjónabandinu að fara í vaskinn. Filip sneri heim og fæðing bræðranna Andrews 1960 og Edwards fjórum ámm síðar bera því órækt vitni að vel tókst að greiða úr hjúskapar- örðugleikunum. í dag sofa konungshjónin í aðskildum svefn- herbergjum, því komst umheimurinn að þegar óboðinn gestur komst alla leið inn í svefnherbergi drottningar. Þau eyða miklu af tíma sínum sitt í hvom lagi, sinna aðskiljanlegum hugðarefnum sínum og konunglegum skyldum. Samt sem áður segja kunnugir að tilfinningar „Lillubetu" gagnvart eiginmanni sínum og frænda hafí lítið breyst, „hún reiðir sig nærri algjörlega á hann, auk þess sem hún hreinlega dáir hann.“ Þeir semtil þekkjasegja samband kon- ungsþjónanna afar gott, þau kalla til dæmis hvertannað „elskuna“ heimavið, en opinberlega er hún „drottning- in“. Aðalfundur Varðar Aðalfundur Landsmálafélagsins Varðar verður haldinn fimmtudag- inn 26. nóvember nk. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Flokksstarfog fjölmiðlabylting. Jónas Kristjáns- son, ritstjóri DV. 3. Önnurmál. Stjórnin. Lögreglcm fylgist vel með þér og þú fylgist vel meo lögreglunni Lögreglunni er ætlað að hafa eftirlit með því hvemig við ökum og að við fylgjum settum reglum um löglegan ökuhráöa. Þú getur með FOX Impulse radarskynjaranum fylgst vel með lögreglunni úr öllum attum begar nun framkvæmir þetta sjálf- sagða og eðlilega eftirlit. Með gagnkvæmu eftirliti og góðu samstaríi er hægt að stjóma aksturs- hraoanum og tryggja að ávallt er ekið á löglegum hraða. Þannig verda samskipti þín og lögregíunnar byggð á gagnkvæmu trausti og vinsemd. Enginn vevt fyir en alh í einu Þó að brekkur, hæðir, hvöss húshorn, tré og runnar skilji þig og lögregluna að gætir FOX Impulse raaarskynjarinn pess að þið komið ekki hvor öðrum á óvart ogúr verði kostnaðar- söm uppákoma. Skynjun FuX Impulse er tíföld á við næmni eða svörun radarans. FOX Impulse kostar aðeins kr. 14.958,- Góð greiðslukjör eða Euro og VISA kredit- kortapjónusta. Póstsendum samdægurs. n)Pallas . < e? o PALLAS HF. UMBOÐS OG HEILDVERSLUN PÓSTHÓLF 17 220 HAFNARFJÖRÐUR REYKJAVlKURVEGUR 72 SlMI: 91-652211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.