Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 25.11.1987, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 HCEAAdll Wo ... að telja hjartaslög hans. TM Rag. U.S. Pat. Ott.-all rlghts resarved 01986 Los Angeles Times Syndlcate Enn ég heppinn! Því biðst ég ekki afsökunar! HÖGNI HREKKVÍSI ,pÓFFJ ... UÖG AQ LBSA." „ ÉG 'A BÓKARMEfZKl, pAKKA pÉK FyRiR Sundrung og friðarhjal Til Velvakanda. Það er skemmtileg tilviljun að nú skuli Ólafur Ragnar Grímsson vera orðinn formaður Alþýðubanda- lagsins. Ólafur Ragnar var sendur af Alþýðubandalaginu að boða frið út um lönd, svo erfitt getur reynst að halda friðartitlinum ef Alþýðu- bandalagið ætlar að halda þeirri boðuðu stefnu sinni að herða sókn flokks sem ætlar sér að standa lengst til vinstri. Ef á að stilla friðarstrengina í bijósti Ólafs Ragnars hlýtur hann að boða slökunarstefnu innan Al- þýðubandalagsins auk heldur sem hann trúir og er heillaður af slökun- arbrölti Grobachevs þess rússneska, en svo einkennilega vill til að rússn- eskur og íslenskur kommúnismi er nánast eins. Þeir hafa bara ekki völdin hér á Islandi kommamir. Ekkert bendir til að lýðræðistal það sem Alþýðubandalaginu er svo tamt að láta fram koma við flest tæki- færi sé marktækt. Við megum gera ráð fyrir mikilli Bjórinn verði ekki leyfður Ágæti Velvakandi Föstudaginn 30. október sat fyr- ir svörum í sjónvarpi Guðrún Agnarsdóttir þingmaður er fjailað var um bölvaldinn „bjór“. Þessum þingmanni vil ég þakka fyrir fram- úrskarandi góð svör og festu. Guðrún Agnarsdóttir er á móti bjómum og vona ég að þjóðin beri gæfu til að bjór verði ekki leyfður á íslandi. Hvort er betra, meiri pen- ingar í Ríkiskassanum eða velferð þjóðarinnar? Lilja Hjaltadóttir friðarbylgju innan samfélagsins hér á landi og þjóðarsátt, þar sem mað- ur friðarhreyfinganna er hér mikils ráðandi í ósættanlegasta flokki Is- lands. Eða hvað? Alþýðubandalagið hefur alltaf staðið að sundmng meðal vinnandi fólks hér á landi, en skyldi nú verða stefnubreyting með nýjum for- manni? Alþýðubandalagið ætti að vera farið að kannast við hvað sundrungin kostar og sama gildir um þjóðfélagið. Þeir dæmdu stefnu sína sjálfír tímaskekkju nú fyrir stuttu. Það er því stór spuming hvað gerist nú. Stendur Ólafur Ragnar Grímsson við friðarboðskap sinn jafnt innan- lands og utan? Friður er yfirgrips- meira hugtak en friður milli landa. Slökunarstefna Mikhael Gorba- chevs varð til vegna harðrar stefnu Bandaríkjaforseta og sá hann sér leik á borði, að sýna umheiminum að hann væri sá sem friðinn elskar, en fals og fláræði kommúnismans hefur verið svo stór þáttur í atferli þeirra, svo mikið má breytast þar, svo mark sé á takandi. Einu sinni boðaði Svavar Gests- son, fyrrverandi formaður Alþýðu- bandalagsins, nokkurra ára þrengingar til að rétta við efnahag landsmanna og var hann þá sjálfur við stjóm. Nú bregður svo við að í Póllandi eru boðaðar samskonar þrengingar sem þjóðin á að taka á sig til að forða þjóðinni frá gjald- þroti. Þær ná skammt gjafimar sem Islendingar em að senda til Pól- lands og styrkja þar með valdhafa. Sjá svo menn ekki hvað það er sem veldur efnahagslegum og stjórnar- farslegum þrengingum? Það er einfaldlega kommúnisminn. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Heiðni og náttúruspeki Til Velvakanda. Mig langar að leggja orð í belg. Menn em að velta vöngum yfir heiðindómi og kristni þessa dagana, svo heimspekilega sem þessu háttar í svo spekilegum vísindum. Forfeður okkar töldu það útilok- að að heimurinn snerist eins og skopparakringla og þeir reyndu þess vegna að bæta okkur upp þann heim sem þeir þekktu og lifðu í, með því að kenna okkur að treysta á eigið hyggjuvit við eðlilegar að- stæður. Órlögin spinna t.d. ekki einfaldan vef, örlögin bjóða upp á valkosti þar sem manni er í sjálfs- vald sett hvert verður næsta gæfuspor. En örlögin em grimm og þess vegna er mikilvægt að ná réttri fótfestu í lífínu. Kristin bænaum- leitan er leitin að fullvissu kærleik- ans og það er jákvætt þar sem síðan maður getur teflt djarft og ömggt, stundum með gamalli forskrift, stundum án forskriftar. Náttúm- speki sem sameinar dýrið og manninn í sfínx er hins vegar gátan sem aldrei verður ráðin. Heiðni og náttúmspeki em óskyld fyrirbrigði. Suma dreymir drauma og ljósin em ávallt kveikt í svefni og vöku, eðlishvötin er þá í beinni mótstöðu gegn náttúmnni og umhverfinu, miklu fremur en að vera sameinuð náttúmnni þar sem manni verður svo oft skeinuhætt. Edda Geirsdóttir Víkverji skrifar Iíslenzkri orðabók Menningar- sjóðs er orðið viðbragð meðal annars skýrt sem „andsvar líkama og sálar við utanaðkomandi áhrif- um, ertingu, snertingu, áreitni". Víkveiji hefur stundum velt því fyrir sér, hvor skammdegið og myrkrið, sem hér ráða ríkjum vetr- arlangt, oft ásamt nöpmm næðingi, hafi ekki áhrif á sálarlíf og hugar- far íslendingsins, og kalli fram annars konar „andsvar sálar og líkama" en ylur og birta. Við emm, þegar grannt er gáð, eins konar „móttakari" utanaðkom- andi áhrifa, margs konar, og bregðumst við i samræmi við þau. Það er máske ekki hendingin einber að hatramar deilur um „keisarans skegg", svokölluð „ijúpumál", hel- tekur jafnvel hæglætisfólk á þessum árstíma. Þessi „hitamál", sem við höfum með í farteski frá hausti til vors, em af margs konar toga. Einn vet- urinn deilum við um hvíta ijúpuna (sem við höfum þó á borðum hver friðar-jól), annan um bjórinn (sem náunganum er ekki treystandi fyr- ir), og þann þriðja um ráðhús (sem ekki má speglast í vatnsfleti sem fríkirkjan hefur einkarétt á). XXX • • 011 þessi „hitamál", sem við tök- um með okkur undir vetrar- feldinn, em ópólitísk. Afstaða fólks til þeirra ræðst ekki, eða ætti ekki að ráðast, af þeim meginlíum eða kjarnaviðhorfum um gerð samfé- lagsins, sem skipa okkur í stjórn- málaflokka. Menn geta — svo dæmi sé tekið — haft öndverðar skoðanir á bjór, þótt þeir deili sömu afstöðu til sósíalisma eða sjálfstæðisstefnu. Sama máli gegnir um ráðhús, jafn- vel ijúpu! Þó læðist að Víkveija gmnur um að sá maður sé ekki vandfundinn, sem horfír til þessa fyrirhugaða ráðhúss gegn um „pólitísk gler- augu". Hvorki í hópi þeirra, sem vilja að framtíðarráðhús Reykjavík- ur speglist í Tjöminni (eins og Iðnó og Fríkirkjan), né hinna, er flytja vilja það sem fjærst henni (jafnvel í grannbyggðir). Sjá menn ekki fyrir sér — svo annað dæmi sé tekið — hvem veg skriffínnar íjóðviljans hefðu slegið skjaldborg um Tjarnar-Ráðhúsið í túnfæti Ingólfs Amarsonar (og hvergi viljað það annars staðar reist) ef Davíð Oddsson og borgar- stjórnaríhaldið hefðu viljað byggja slíkt hús á öðmm stað? Engir hefðu verið betur „meðvitaðir" en þeir Þjóðviljamenn um þá „félagsfræði- legu“ nauðsyn, að staðsetja jafn þýðingarmikið hús á jafn verðmæt- um stað, enda hefði önnur afstaða þá ekki samræmst marx-lenínískum viðhorfum, einkum til fuglalífs og miðborgarstemmningar. Annað „andsvar sálar og líkama" hefði bókstaflega verið „andfélagslegt". XXX að skiptir máske engu höfuð- máli hvort skammdegisþref okkar um hin og þessi dægurmál er eðlilegt viðbragð við kringum- stæðum kulda og myrkurs eða af öðmm toga. Það virðist á hinn bóg- inn „fastur liður" í vetrardagskrá almennrar umræðu, einnig eftir að „heitu pottamir" komu til sögunn- ar. Skammdegisþref annó 1987-88 — það sem af er vetri — er ráðhús við Tjömina. Um það snýst anda- gift okkar þessar vikumar. Annar þæfíngur getur hinsvegar skotið upp kolli áður en langt um líður. Veturinn er ungur enn — og við eigum eftir að þreyja þorrann og góuna. Við verðum hinsvegar að gæta þess, hvert svo sem karpsefnið er eða verður — og enda þótt okkur hlaupi kapp í kinn — að hafa sæmi- legt taumhald á tungunni. Töluð orð, skrifuð orð og prentuð orð verða nefnilega ekki aftur tekin. Þau em og verða hluti af Iífsmunstri okkar. Það er hveijum og einum hollt að horfa á mál, sem flokkast geta undir „andsvar sálar og líkama" við kringumstæðum skammdegis, með bros í augum, enda tekur dag að lengja, strax og stytting hans hefur rannið sitt skeið. Við eigum að horfa á „ijúpumál- in“ um gleraugu kímninnar. Og forðast eins og heitan eldinn að láta þau mgla meginiínur í jafn alvarlegu fyrirbæri og flokkaskipan í landinu, jafnvel þótt einn eða tveir nýtilkomnir og meintir stjómmála- flokkar kunni í eðli sínu og upp- byggingu að vera einskonar „ijúpumál". Þeir víkja þá bara eins og önnur slík með nýju þjóðlífsvori.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.