Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 71

Morgunblaðið - 25.11.1987, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987 71 KNATTRSPYRNA / MEISTARAKEPPNI UEFA Liverpool afturá toppinn LIVERPOOL hendurheimti efsta sætið í ensku 1. deild- inni í gærkvöldi er liðið vann Watford 4:0 á Anfield. Ll- verpool hefur nú 37 stig eftir 15 leiki. Arsenal er í öðru sæti með 35 stig eftir 16 leiki. John Barnes var maður leiksins og lék fyrrum fólaga sína hjá Watford oft grátt. Hann lagði upp tvö marka Liverpool og skoraði eitt sjálfur. Fyrri hálfleikur var slakur að hálfu Liverpool. Watford var þá sterkari aðilinn. Grob-^, belaar markvörður varði þá oftjf vel og eins bjarg- aði Ronnie Whelan tvívegis á línu. Síðari hálfleikur var algjörlega eign Liverpool og sýndi liðið þá meistaratakta. Steve McMahon skoraði fyrsta markið á 54. mínútu eftir undir- búning Bames sem einnig var maðurinn á bak við skallamark John Aldridge. Ray Houghton skoraði þriðja markið áður en Bames bætti því fjórða við rétt _ fyrir leikslok. Pimm leikir fór fram í skosku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Úrslit urðu sem hér segir: Aberdeen—Hibemina Dundee—Motherwell Falkirk—Dundee United Hearts—Dunfermline Morton—Rangers Frá BobHennessy i Englandi morgunblaðiö/Bjarni Þorsteinn Einarsson og Valdimar Ömólfsson virðast skemmta sér vel yfír fyrir- lestri Jim Parry. ■ ÞAÐ fór heldur illa fyrir Kristni Einarssyni leikmanni Njarðvíkur í körfuknattleiknum. Hann tók sér á dögunum stutt frí frá körfuiðkun til að skreppa á síld og missti tvo leiki úr vegna þessa. Uti í hafsauga varð hins vegar það slys, að Kristinn ökklabrotnaði við störf og er ljóst að um frekari þátt- töku hans í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik verður vait að ræða á þessu tímabili. MJIM Parry, welskur kennari og fyrirlesari, hélt á laugardaginn fyr- irlsetur hér á landi á vegum fræðsluráðs olympiunefndar ís- lands. Fyrirlestur Parry fjallaði um Olympíuleikana fyrr og nú og kom hann þar meðal annars inná áhuga- mennsku í íþróttum, spuminguna um einstaklinga og ríki og mikil- vægi þess að vera með — eða vinna. Parry varpaði fram mörgum spum- ingum og það er óvnejulegt að heyra menn ræða um Olympíuleik- ana á þeim nótum sem hann gerði. Ein spurningin sem hann varpaði fram var hvort það væri óeðlilegt að íþróttamenn fengju greitt fyrir að keppa á leikunum á sama tíma og allir aðrir sem nálægt leikunum koma stórgræða. Svari hver fyrir m FORRÁÐAMENN franska- knattspymufélagsins Nice hafa freistað þess að hressa upp á daufa framlínu með því að taka Jules Bocande á leigu frá Parísarliðini St.Germain. Bocande þessi var markhæstur í 1. deildinni frönsku fyrir tveimur árum, þá leikmaður með Metz. Hann skoraði þá 23 mörk í 26 leikjum, en í fyrra skor- aði hann bara 5 mörk í sama leikjafjölda fyrir St. Germain. ■ GARÐAR Eydal var liðsstjóri GR-sveitarinnar, sem keppti í Alo- ha-mótinu í golfi á Spáni sem er nýlokið, ekki Björgúlfur Lúðvíks- son, framkvæmdastjóri GR, eins og sagði í frétt hér í blaðinu. Það leiðréttist hér með. ■ KÍNVERSKUR Lyftinga- maður að nafni He Zhouquiang setti tvö heimsmet í fluguvigt í land- skeppni í Kanton í Kína í fyrradag. Metin tvö voru í snörun og saman- lögðu. Snörunin var 117,5 kg, en samtals lyfti kempan 265 kg, eða 2,5 kg meira heldur en þriggja ára gamalt met Búlgarans Neno Terzi- iski. ■ GEIR Karlstad, skautahlaup- ari frá Noregi setti heimsmet í 5000 metra skautahlaupi á heims- bikarmótinu í Heerenven í Holl- andi í gær. Tími Karlstads var 6:45,44 mínútur, eða rúmlega sek- úndu betri tími heldur en gamla metið sem var raunar aðeins árs- gamalt, sett af Hollendingnum Leo Visser á sömu brautinni í Heeren- ven. H ÝMSIR eru nú orðnir bjart- sýnir að enskum liðum verði hleypt inn í Evrópumót félagsliða á nýjan leik eftir nokkurra ára fjarveru sem stafar af banni FIFA í kjölfarið á harmleiknum mikla í Heyssel-leik- vanginum í Brussel, er 40 manns slétu lífíð í óeirðum fyrir leik Ju- ventus og Liverpool í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða vorið 1985. Phil Carter, forseti ensku deildarinnar og Everton, sagði í gær að hann reiknaði með því að banninu yrði aflétt á einhverju eða öllu leyti fyrir næsta keppnistíma- bil. „Hvemig eða hvenær veit ég ekki, en mér hefur virts hugarfarið innan FIFA að undanförnu vera það jákvætt í garð okkar, að það sé einungis tímaspursmál hvenær okkur v erður hleypt aftur inn,“ sagði Carter. Reuter Gomes de Sousa leikmaður Porto setur hér fótinn fyrir Dennis Bergkamp leikmann Ajax í leiknum í gær- kvöldi. Slgurmarklnu fagnað. Rui Barros skoraði eina mark leiksins fyrir Porto á 5. minútu og var fögnuður sam- hetjanna mikill eins og sjá má. Barros var hetja Porto gegn Ajax - skoraði eina mark leiksins á 5. mínútu PORTO sigraði Ajax 1:0 í fyrri leik liðanna í meistarakeppni UEFA (Super Cup) þar sem Evrópumeistarar meistaraliða og bikarhafa mættust í Amst- erdam í gærkvöldi. Rui Barros skoraði eina mark leiksins strax á 5. mínútu. Seinni ieikur- inn fer fram í Porto 13. janúar. Leikurinn var frekar slakur enda veður til knattspymuiðkunnar ekki hið besta, mikill vindur og kuldi. Barros skoraði markið er iiann fékk boltann frá Sousa við miðiínu vallarins lék í átt að mark- inu og skoraði framhjá Stanley Menzo, markverði. Leikmenn Porto færðu sig aftar eftir markið og frei- stuðu þess að halda fengnum hlut og það gekk. Ajax, sem er núverandi Evrópu- meistari bikarhafa, tefldi fram frekar ungu liði og var án lykil- manna eins og Frank Rijkaard, Marco van Basten og Sonny Silooy. Liðið náði aldrei að bijóta niður sterka vörn Porto og átti aðeins eitt hættulegt marktækifæri í leikn- um sem talandi er um. Það fékk Aron Winter er hann átti skot yfir úr góðu færi um miðjan seinni hálf- leik. Porto var nær því að skora sitt annað mark en Ajax að jafna. Barros komst í gott færi á síðustu mínútu leiksins en Menzo varði frá honum. Johan Cruyff, þjálfari Ajax, var að vonum óánægður með úrslit leiks- ins. „Það er alltaf erfítt að ná upp einbeitingu gegn liði eins og Porto eftir að hafa fengið á sig mark sv^. snemma í leiknum," sagði Cruyff. „Eg er mjög ánægður með úrslitin en seinni leikurinn verður örugg- lega ekki auðveldur þótt við höfum náð hagstæðum úrslitum í kvöld," sagði Júgóslavneski þjálfarinn hjá Porto, Tomislav Ivic, eftir leikinn. Sex sundmenn reyna við Ólympíulág- SEX sundmenn, sem eru ekki langt frá því að ná Olympíulág- mörkunum - fyrir Seoul 1988, fara til Svfþjóðar upp úr miðj- um febrúar, til að reyna við lágmörkin. Sundmennirnirtaka þátt í móti í Vesteras. Þir sem fara til Svíþjóðar eru Hugrún Ólafsdóttir, Amþór Ragnarsson, Bryndís Ólafsdóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Magnús Ólafsson og Ragnar Guðmundsson. íslenskir sundmenn taka ekki þátt í Evrópubikarkeppninni sem fer við nhelður Runólfsdóttlr reynir 'lympíulágmarkið á móti í Svíþjóð. fram í Monaco 12. desember. Keppt verðúr þar í 25 metra sundlaug. Þar sem árangur í svo lítilli laug gildir ekki í sambandi við OL- lágmörk, ákvað Sundsamband íslands að senda sundmennina frek- ar til Vesteraas, þar sem keppt verður í 50 metra sundlaug. SSÍ vonast til að sundmennimir nái lágmörkunum í Svíþjóð, þannig að sundmennimir geti farið sem fyrst að undirbúa sig fyrir OL. Þeir sund- menn sem ná ekki lágmörkunum í Svíþjóð fara til Oslóar og taka þar þátt í keppni um miðjan aprfl. í kvöld Haukar og Valur leika í 1. deild kvenna í handknattleik í íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 20.00 í kvöld. Einn leikur verður í bikar- keppni meistaraflokks karla í handbolta í kvöld. Afturelding og Víkingur leika að Varmá kl. 21.20. FÉLAGSLÍF Herrakvöld hjá Haukum Herrakvöld Hauka verður haldið í Iðnaðarmannahúsinu við Lin- netstíg á föstudaginn. Húsið opnar kl. 20.00 og borðhald hefst kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verð- ur Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra og formaður heiðursnefndar HM-94. Miðar fást hjá Tryggva Ólafssyni úrsmið, Strandgötu 17, í Haukahús- inu og hjá stjómarmönnum hand- knattleiksdeildar. SUND / LANDSLIÐIÐ KNATTSPYRNA / U-18 ARA ENGLAND mörkin í Svíþjóð Piltalandslidið til ísraels Íslenska piltalandsliðið í knatt- spymu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tekur þátt í sterku móti í ísrael um áramótin. Keppt verður í tveimur 6-liða riðlum og eru íslendingar í riðli með ísra- el, Sviss, Kýpur, Ungveijalandi og Póllandi. I hinum riðlinum eru Malta, Lichtenstein, Irland, Dan- mörk, Grikkland og Rúmenía. íslendingar þurfa aðeins að greiða ferðakostnað til Kaupmannahafnar. Eftir það sjá ísraelsmenn alfarið um liðið og borga fargjöld til og frá Danmörku og einnig gistingu og uppihald í ísrael.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.