Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 Móðgun að sjá niður- stöðuna fyrst í fjölmiðli — segir Skúli Alexandersson sem hefur sagt sig úr sjávarútvegsnefnd „MÉR HEFUR ekki verið birt þessi niðurstaða sjávarútvegs- ráðuneytisins nema í hinu ágæta Sjálfstæðismenn í Byggðastof nun: Fjórir vilja en tveir fá ÞEIR þingflokkar, sem eiga að velja fulltrúa f nýja stjórn Byggðastofnunar, hafa valið sína fulltrúa nema þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sem af- greiðir málið væntanlega í dag. Fulltrúum sjálfstæðismanna i stjóm Byggðastofnunar fækkar nú úr þremur í tvo, en að minnsta kosti fjórir alþingismenn hafa lýst áhuga á því að taka sæti í stjóm Byggðastofnunar. Það em al- þingismennimir Halldór Blöndal, Ólafur G. Einarsson og Eggert Haukdal, sem sátu f síðustu stjóm, auk Pálma Jónssonar al- þingismanns. Það eru allar líkur á því að kosið verði á milli þess- ara fjögurra manna um sæti í stjóm. Auk þeirra hefur nafn Matt- híasar Bjamasonar verið nefnt í stjóm Byggðastofnunar en Morg- unblaðinu er ekki kunnugt um hvort hann gefur kost á sér í stjóm stofnunarinnar í hugsan- legri atkvæðagreiðslu í þing- flokknum í dag. Staógreiósla skattn i ogatvinnulifíó io —-1... ~ IttorjjmtMnbid W\ Stórveidið Saga Fiim f 6 blaði Morgunblaðinu. Ég er ny'ög óánægður með þessi vinnubrögð ráðuneytisins að birta svona úr- skurð í fjölmiðli áður en viðkom- andi hefur borist hann,“ sagði Skúli Alexandersson, alþingis- maður og framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi, i sam- tali við Morgunblaðið í gær. Haft er eftir Jóni B. Jónassyni, skrifstofustjóra sjávarútvegsráðu- neytisins, í Morgunblaðinu í gær að niðurstaða liggi fyrir í máli Jök- uls hf. og að hún sé í samræmi við fyrri úrskurð ráðuneytisins. Jökull hf. er eitt fimm fyrirtækja sem sak- að hefur verið um verkun ólöglegs sjávarafla. Skúli Alexandersson sagðist hafa, af þessu tilefni, sagt sig úr þingmannanefnd, sem sjávarút- vegsráðherra og ráðuneytisstjóri hafa stjómað. „Ég tel mig ekki hafa ástæðu til að vinna í nefnd með mönnum sem ekki höfðu mögu- leika á að láta mig vita um jafn sjálfsagðan hlut eins og þennan," sagði Skúli. „Mér finnst þetta bein persónuleg móðgun. Ef niðurstöð- umar em þær sem getið er um í Morgunblaðinu, sem ég reyndar efast ekki um, ef skrifstofustjórinn hefur sagt það, mun ég fara með málið fyrir dómstóla. Ég mun freista þess að koma þessu máli í gegn sem fyrst vegna þess að ég tel að hér sé um að ræða alveg sérstakan málatilbúnað. Við þetta má bæta að ráðuneytið hefur lýst því yfir að ég sé sá eini sem efast hefur um réttmæti að- ferðar ráðuneytisins í sambandi við uppbyggingu úrskurðanna. Fyrr í haust lét ráðuneytið það einnig út ganga að enginn hafí kært nema ég. Eg held að þama sé farið frjáls- lega með sannleikann og hef reyndar í höndunum gögn sem benda á annað en það sem þeir segja," sagði Skúli. Morgunblaðið/Sverrir Louisa ásamt manni sínum , Leland Bell, í sýningarsalnum við Austurvöll í gær. Kyrralífsmyndin í bakgrunni er i fölum, björtum litum. „Mála sjálfa mig þegar ég hef ekkert annað að mála,“ „Sjálfsmyndir? Já, ég mála oft sjálfsmyndir. Ég mála sjálfa mig þegar ég hef ekkert annað til að mála,“ sagði Louisa Matt- híasdóttir listmálari þar sem hún var í Galleríi Borg í gær ásamt manni sínum, Leland Bell, sem líka er málari, að ganga frá myndum á fyrstu einkasýningu sinni hér á landi. „Ég mála líka oft myndir af öðru fólki, en þá aðeins fólki sem ég þekki vel, ekki það sem kalla má hefðbundin portrett. Louisa Matthíasdóttir er ekki skrafhreifín kona í venjulegum skilningi. Hún segir það sem hún hefur til málanna að leggja í myndum sínum og er þá ekki myrk í máli. Einhveijir, sem skoð- uðu verk hennar á Listahátíð 1984, þar sem tíu íslenzkum myndlistarmönnum er getið hafa sér frægð úti í hinum stóra heimi var boðið að sýna verk sín, þykj- ast sjá mun á íslandsmyndunum sem nú prýða veggina við Austur- völl og áþekkum myndum á Kjarvalsstöðum fyrir rúmum þremur árum, þannig að meiri hreyfing sé í nýju myndunum. Þegar þetta er orðað við hana, segir hún bara: „Er það?“ Leland Bell varð fyrir tilfinnan- legu tjóni þegar kviknaði í vinnustofu hans á dögunum og nú hefur hann orðið að hætta við að halda sýningu í New York í marz. Hjónin búa og starfa f sama húsinu, en það voru aðeins mynd- ir Lelands sem fóru forgörðum í þessum eldsvoða, þar sem talið er að kviknað hafi í út frá sjón- varpstæki þegar þrumuveður skall á. „Síðan þetta gerðist hefur okkur lítið orðið úr verki því að við höfum þurft að koma því fyr- ir sem nýtilegt er eftir brunann í vinnustofu Louisu á neðri hæð,“ segir Leland, en Louisa bætir við: „Annars erum við alltaf að mála. Ég verð að geta málað.“ Á sýningunni í Galleríi Borg eru 32 olíumyndir í ýmsum stærð- um. Þar af eru tvær sjálfsmyndir listakonunnar, margar myndir af íslenzku landslagi og húsaþyrp- ingum, og nokkrar kyrralífsmynd- ir. VIÐSKIPri AMNNUIIF tegasB’ Úttektgerð á N-A tJíintslmfs- flugi Flugleiða Heitirullar- -r risinil Alafoss? Vamii ullartdiwdarinx I bnotskurn Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Sjálfstæðismenn standa að fjárlagafrumvarpinu blað B TILLÖGUR starfskjaranefndar Kennarasambands íslands, menntamálaráðuneytís og fjár- málaráðuneytís gera ráð fyrir verulegum breytíngum á ýms- um þáttíun kennarastarfsins, svo sem vinnutíma og launa- greiðslum. „Við bindum vonir við að tillög- ur starfskjaranefndar feli í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir kennara og þess vegna viljum við skoða mjög nákvæmlega hvað þama er á ferðinni," sagði Svan- hildur Kaaber, formaður Kennara- ÞORSTEINN Pálsson forsæt- isráðherra segir að Sjálfstæð- isflokkurinn standi að sambands fslands og einn þriggja fulltrúa sambandsins í neftidinni. Hún sagðist ekki geta fullyrt um það á þessari stundu hvort meiri- hluti nefndarinnar kæmist að samkomulagi um tillögur, en í væntanlegum kjarasamningum myndi Kennarasambandið leggja áherslu á hækkun launa kennara, verðtryggingu og styttri kennslu- skyldu. Starfskjaranefnd var sett á stofn í samræmi við ákvæði í kjarasamningi KI frá því í vor og hefur hún undanfamar vikur unn- ið að því að gera tillögur um fjárlagafrumvarpinu með venjulegum fyrirvara um breytingar í fjárveitinganefnd vinnutilhögun og launakerfi kenn- ara í grunn- og framhaldsskólum. Verði meirihluti nefndarinnar, sem er skipuð þremur fulltrúum KÍ, tveimur ft-á menntamálaráðu- neyti og einum frá fjármálaráðu- neýrti, sammála um tillögur til breytinga, eiga viðræður að hefj- ast í framhaldi af því. Uppsagn- arákvæði er í samningnum vegna þessa og er hann uppsegjanlegur með hálfs mánaðar fyrirvara frá og með 1. janúar. Félagar í KÍ eru um 3.200, einkum kennarar í grunnskólum landsins. og það sé út í bláinn að segja að þingmenn flokksins hafi óbundnar hendur varðandi frumvarpið. Eyjólfur Konráð Jónsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki samþykkja milljarða skattahækkanir við afgreiðslu fjárlaga, en Þor- steinn segir þingflokkinn hafa á fundi í gærkvöldi staðfest sinn skilning, og að sjálfsögðu muni Eyjólfur Konráð standa að fjárlagafrumvarpinu með ríkisstjórninni þótt hann hafi sem eðlilegt er viljað sjá skattafrumvörpin áður en þau verða afgreidd. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að það sé eðlilegur gangur mála að þingflokkar ríkisstjómarinnar fjalli um tekju- öflunarframvörp í sambandi við fjárlagaframvarpið og skrifi ekki blindandi undir útfærslu á þeim fyrr en þau hafi verið lögð fram og sýnd. Hann sagði að það hefði auðvitað komið skýrt fram í umræðum upp á síðkastið að misjafnlega mikil ánægja væri með ýmislegt í framvarpinu og það yrði vafalaust ekkert auð- velt verk að koma því saman á endasprettinum. „En af hálfu stjómarflokkanna er fullur vilji til að standa þannig að málum að það takist,“ sagði Þorsteinn. f Morgunblaðinu í gær var vitnað í upplýsingar sem Eyjólf- ur Konráð Jónsson lagði fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins um að tekjuafgangur væri af rekstri ríkissjóðs ef lán úr ýmsum ríkissjóðum væra ekki reiknuð sem óafturkræfir styrk- ir. Þessar upplýsingar vora frá nefnd sem heftir ma. skoðað með hvaða hætti sé eðlilegast að haga framsetningu á ríkisreikningum. í samtali við Morgunblaðið sagði Gunnar H. Hall, formaður nefnd- arinnar, að þessi framsetning á niðurstöðum nefndarinnar væri að sumu leyti villandi. Það sem Eyjólfur Konráð vísi til séu vangaveltur nefndarinnar um samband viðskiptahalla og ríkis- fjármála og hvort rétt sé að nota þröngar eða víðar skilgreiningar á því. Sú skilgreining sem Eyjólf- ur Konráð vísi til sé víðari en sú hefðbundna. Sjá viðtöl við Þorstein Pálsson og Gunnar H. Hall á bls. 28. Tillögur starfskjaranefndar KI og stjórnvalda: Bindum vonir við um- tals ver ðar kj arabætur - segir Svanhildur Kaaber formaður KÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.