Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 4- Guðjón Pálsson skipsijóri látinn GUÐJÓN Pálsson skipstjóri og útvegsbóndi í Vestmannaeyjum er látinn 51 árs að aldri. Hann starfaði sem skiptstjóri allt fram til hins síðasta, en háði um tveggja ára skeið harða baráttu við sjúkdóm þann, sem leiddi hann til dauða. Guðjón Pálsson fæddist 10. nóv- ember 1936 í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólan- um 1957 og fljótlega eftir það flutti hann til Vestmannaeyja þar sem hann réri á ýmsum bátum og skip- stjóri varð hann fyrst á Hafbjörg- inni hjá Ingólfi Theódórssyni. Guðjón gerðist útgerðarmaður árið 1970 og keypti þá Gullbergið frá Seyðisfírði. Hann eignaðist síðan nýtt Gullberg, 350 tonna loðnuskip í Vestmannaeyjaflotanum. Guðión VEÐUR Danska strokustúlkan fundin: Frændi hennar handtek- inn í Osló í síðustu viku Stúlkan kom í leitirnar á þriðjudagskvöld Guðjón Pálsson skípstjóri. hefur um árabil verið einn af kunn- ustu skipstjórum og aflaklóm landsins. Guðjón og eftirlifandi eiginkona hans, Elínborg Jónsdóttir, eignuð- ust tvö böm, Eyjólf skipstjóra á Gullberginu og Önnu. DANSKA stúlkan, sem strauk héðan af landinu i byijun júlí, hefur nú komið í leitimar í Osló. Þá var móðurbróðir hennar handtekinn þar i borg i siðustu viku og situr hann nú í gæslu- varðhaldi f Tönsberg, þar sem hann er búsettur. Yfirvöld þar biða nú eftir nánari upplýsingum um málið, en móðir stúlkunnar hefur haldið þvi fram að bróðir hennar hafi beitt dótturina kyn- ferðislegum þvingunum. Móðir stúlkunnar er búsett hér á landi, en faðir hennar í Danmörku. Sagt var frá því í Morgunblaðinu þann 3. júlí sl. að stúlkan, sem er nýorðin 16 ára, hefði ekki skilað sér á unglingaheimilið í Kópavogi, eftir bæjarferð þann 1. júlí. I/EÐURHORFUR / DAG, 25.11.87 YFIRLIT i hádegi í gmr. Milli Jan Mayen og Grænlands er minnk- andi 985 millibara lægð á leið norðaustur en við suövesturströnd Grænlands er heldur vaxandi 1005 millibara lægð á hreyfingu aust- norðaustur. Hiti breytist litiö. SPA: í dag Iftur út fyrir hæga sunnan- og suðvestanótt ó landinu með litilshóttar suld ó Suðvestur- og Vesturiandi en þurrt og bjart veröur noröaustan- og austanlands. Hitl 3—7 stig. VEÐURHORFUR N/ESTU DAGA FÖSTUDAGUR: Allhvass sunnan og suðaustan einkum um vestan- vert landið, en mun hægari austanlands. Á Suöur og Vesturlandi verður rigning, en að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti 3—4 stig. LAUGARDAGUR: Suðaustan hvassviðri og rigning um allt land. Hiti 4-6 stig. Heiðskírt TÁKN: o a Léttskýjað Hálfskýjað -Æ, Skýjað s, Norðan, 4 vindatlg: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r # / * r * r Slydda Alskýjað * # * * * * * Snjókoma * * * \ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V El = Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur _Skafrenningur [~^ Þrumuveður VK VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tima hHI vaður Akurayrl +3 tkýjað Raykjavík +4.B Þokumóða Bargen 3 Mttskýjað Haiainki +10 enjókoma Jan Mayen 2 súld Kaupmannah. 1 rignlng Naraaarsauaq +1 snjókoma Nuuk +2 snjókotna Oaló 3 akýjað Stokkhólmur 1 •kýjað Þórahöfn 6 alakýjað Algarve 14 léttskýjað Amatardam 6 aúld Aþona 1B8 akýjað Barcalona 10 akýjað Bariln 0 rignlng ChicaQO 0 rignlng Fanayjar 10 akýjað Frankfurt 1 elydda GlaaQow 6 Ióttskýjað Hamborg 4 aúld Laa Palmaa 21 alskýjað London 7 rlgnlng Loa Angelaa 11 lóttakýjað Lúxemborg 0 anjókoma Madríd 6 þokumóða Malaga 13 ekýjað Mallorca 13 akýjað Montreal 2 alekýjað NawYork 8 atskýjað Parla 2 alydda Róm ventar Vin 12 lóttskýjað Waahlngton 7 þokumóða Winnlpeg +2.8 akýjað Valancia 12 akýjað Skömmu síðar kom í ljós að stúlkan hafði farið héðan með flugvél til Noregs og hafði móðurbróðir henn- ar aðstoðað hana, meðal annars með því að greiða fyrir hana farseð- ilinn. Yfirvöld hér óskuðu þegar eftir aðstoð yfírvalda í Noregi við að hafa upp á stúlkunni. Móðir hennar hélt því fram að stúlkan væri illa sett hjá frænda sínum, sem beitti hana kynferðislegum þving- unum og hafa lögfræðingar hennar í Noregi lagt fram kæru á hendur manninum. Um miðjan október hafði enn ekkert til stúlkunnar spurst, fýrir utan að hún hafði hringt í föður sinn, sem býr í Danmörku. Þá vildi hún ekki gefa upp dvalarstað sinn, en sagði að sér liði ágætlega og að hún ætlaði sér að fara huldu höfði þar til hún yrði 16 ára og sjálfráða, sem var þann 12. nóvem- ber. Dómsmálaráðuneytið hér fór þess á leit að aukin áhersla yrði lögð á að finna stúlkuna og frænda hennar sem fyrst, en það var ekki fyrr en í síðustu viku sem frændinn kom í leitimar. Áge Andersen, lögreglufulltrúi í Tönsberg, sagði að lögreglan þar hefði ítrekað rejmt að ná sambandi við frændann. „Hann er með síma í bflnum sínum og í síðustu viku svaraði hann hringingu frá okkur, en þá var hann staddur í Osló,“ sagði Andersen. „Við sögðum hon- um frá því að hann yrði að gefa sig fram við lögregluna og hann skilaði sér skömmu síðar á lögreglu- stöðina í Osló. Þaðan var hann sendur hingað til Tönsberg og úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 17. desember. Hann verður yfírheyrður í dag, en við bíðum nú eftir upplýs- ingum frá yfírvöldum á Islandi varijandi kæru móðurinnar. Síðan tökum við ákvörðun um hvort ástæða er til að halda manninum áfram, en ég hef ekki rætt við stúlk- una og heyrt hennar sögu.“ Eftir nokkurt þóf gaf frændi stúlkunnar upp dvalarstað hennar, en þau höfðu búið saman í íbúð í Osló, sem hann hafði fengið að láni hjá kunningjum sínum. Stúlkan fannst seint á þriðjudagskvöld og er nú á unglingaheimili í Osló. Leila Back, lögreglufulltrúi í Osló, sem hefur haft málið á sinni könnu, neitaði í gær að ræða við blaðamann Morgunblaðsins. Hún lét koma þeim skilaboðum á fram- færi að hún vildi ekki gefa dag- blöðum neinar upplýsingar um málið. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að Rannsóknarlögreglu ríkisins hefði verið falið að ræða við móður stúlkunnar, vegna ásakana hennar um meint afbrot bróður hennar gegn stúlkunni. Yfirvöldum í Noregi yrðu síðan sendar upplýsingar um það sem fram kæmi. Reiðhöllin í Víðidal: Hægt að sækja um undanþágu frá skemmtanabanni Lögreglustjórinn í Reykjavik, Böðvar Bragason, átti á þriðju- daginn fund með forráðamönnum Reiðhallarinnar í Víðidal. Hann lýsti sig fúsan til að athuga gaumgæfilega beiðnir um undanþág- ur vegna skemmtanahalds i Reiðhöllinni, en sagði að bann við hljómleikahaldi og dansleikjum eftir kl. 19 væri enn i fullu gildi. Sigurður J. Líndal, formaður stjórnar Reiðhallarinnar hf., sagði að lögreglustjóri hefði lítið gefið eftir á fundinum. „Það var,“ sagði Böðvar, „um ekki til annars stofnað. Lögreglu- það talað að menn gætu sent inn stjóri sagði að stærsta atriðið beiðni um undanþágu frá þessu banni og er þar helst litið til skemmtana á borð við hljómleika Sinfóníuhljómsveitar íslands. Bann við hljómleikahaldi og dansleikjum er enn í fullu gildi, en við grand- skoðum umsóknir um skemmtanir sem hugsanlegt væri að leyfa," sagði Böðvar. Sigurður J. Líndal, formaður stjómar Reiðhallarinnar hf., sagði að það hefði verið „ákaflega tak- markað" sem lögreglustjóri hefði gefíð eftir á fundinum. „Þessar við- ræður," sagði Sigurður, „fóra ákaflega vinsamlega fram, enda var þessu væri staðsetningin á Reið- höllinni, hún væri að vísu í borgar- landinu, en alveg í útjaðrinum. Við vildum færa talið í það horf að rætt yrði um hvað hægt væri að gera til úrbóta várðandi höllina, t.d. samgöngulega séð. Það er hægt að gera miklar úrbætur hvað það snertir, en umræðan fór eiginlega aldrei út í þann þátt. Okkur þótti t.d. erfítt að sætta okkur við að lögreglustjóri vildi hvorki leyfa Sin- fóníuhljómsveitinni að spila í höil- inni eftir klukkan sjö, né skemmtunina sem við ætluðum að halda í höllinni sl. laugardag fyrir hestamenn," sagði Sigurður. Forsetinn til Sviss og Englands FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, fer áleiðis tii Genfar f dag. Þar verður Vigdís formað- ur dómnefndar í samkeppni Evrópubandalags útvarps- og sjónvarpsstöðva um bestu hug- myndina að sjónvarpsleikriti f ár. Hún afhendir verðlaun keppn- innar f Genf 3. desember. Frá Genf fer Vigdfs til Englands þar sem þann 4. desember er ráð- gerð dagsferð til York. Þar verður skoðað safn helgað víkingatíman- um, en í York era merkar og vel varðveittar minjar frá þeim tíma. Vigdís er vemdari safnsins ásamt þjóðhöfðingjum hinna Norðurland- anna. Vigdís dvelur síðan nokkra daga í London í einkaerindum. I fylgd með forseta íslands verð- ur Komelíus Sigmundsson forseta- ritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.