Morgunblaðið - 26.11.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.11.1987, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 7 Vigdís Grímsdóttir. Kaldaljós - nýskáldsaga Vigdísar Grímsdóttur BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvítu hefur sent frá sér skáldsöguna Kaldaijós eftir Vigdísi Grímsdóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar. Á bókarkápu segin „Við íslensk- an §örð rís fjallið Tindur yfir svörtum kofum erfíðismanna. Á skuggsælu kvöldi situr draumlynd- ur drengur við glugga þegar norn á priki ríður hjá og þau horfast í augu andartak. Hann heitir Grímur Hermunds- son. Barn í föðurhúsum teiknar hann máttugar myndir, uppkominn heldur hann til borgarinnar og nem- ur myndlist. í veröld hans virðist flest lúta dularfullum illskýranleg- um lögmálum, í sömu mund er þó fæst sem sýnist. Jafnvel fjallið sem gnæfír yfír heimi bemskunnar er ekki allt þar sem það er séð. Vigdís Grímsdóttir er að góðu kunn sem höfundur smásagnasafn- anna Tíu myndir úr lífi þínu og Eldur og regn. í skáldsögunni Kaldaljós sækir hún efnivið sinn öðrum þræði til sannsögulegra at- burða — m.a. ógæfu er eitt sinn reið yfír íslenskt sjávarpláss — auk þess sem þjóðsagan og ævintýrið eru henni óþrjótandi uppspretta. í sögunni lýsir hún óvenju fallega þversagnakenndu lífí Islendinga sem glíma jafnt við grimma náttúru sem misjöfn mannanna verk með hugarflugi sínu, draumum og skáld- skap. Ekki er vafamál að með Kaldaljósi skipar Vigdís sér á bekk þeirra samtímahöfunda okkar er best kunna að segja sögu.“ Nýtt tíma- rit fyrir karlmenn Á MORGUN, föstudag, kemur út fyrsta tölublað tímaritsins „Við karlmenn", sem nýstofnað útgáfufélag, Roðasteinn hf., gef- ur út. Að sögn Hjörleifs Hallgríms, rit- stjóra og útgefanda hins nýja tímarits, er ætlunin að „Við karl- menn“ komi út annan hvem mánuð og er ekki meiningin að fara troðn- ar slóðir í efnisvali. Tímaritið mun leggja áherslu á umfjöllun um tóm- stundaiðkanir, og annað efni um og fyrir karlmenn. Aðspurður sagði Hjörleifur að hann hefði haft hliðsjón af erlendum tímaritum á borð við „Gentlemen’s Quarterly“ og „Vi menn“, en hann sagði að það væri alls ekki stæling á þeim, heldur hugsað fyrir íslenska karlmenn. Hjörleifur lagði áherslu á að „Við karlmenn" væri ekki neitt „karlrembutímarit" eða klámrit, það væri ekki hugmyndin að gefa út „íslenskt Playboy". AUSTURRÍKI Skíðaferð er ævintýri! í Mayrhofen, Zell am See eða Kitzbuhel P.S. Meistari eða byrjandi á skíðum - það eru allir jafnir í austurrísku brekkunum! FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- Vetrarfrí í austurrísku Ölpunum, á skíðum í heimsins bestu brekkum... það er sannarlega engu líkt! í hinum dýrlegu fjallabæjum er loftið tært og heilnæmt og þar muntu kynnast heillandi stemningu sem líður þér seint úr minni. Mayrhofen, Zell am See og Kitzbiihel eru staðirnir þrír sem Flugleiðir bjóða ferðir til í vetur. Beint áætlunarflug er til Salzburg vikulega, en þaðan er stutt til allra áfangastaða. Fararstjórar verða sem fyrr hinn góðkunni Rudi Knapp, sem er innfæddur Tíróli og íslenskumælandi, og Ingunn Guðmundsdóttir. Verðdæmi: A. Kr. 32.016 á mann í tvíbýli á Landhaus Heim. Jólaferð í tvær vikur, brottför 19/12 ’87. B. Kr. 24.896 á mann, miðað við 4 saman í íbúð á Landhaus Heim. 2ja vikna ferð, brottför 2/1, 9/1, 16/1, 23/1 ’88. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingasími: 25100. JMfotgtttiMgiftfft Metsölublað á hverjum degi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.