Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 36

Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 Afganistan: Bróðir forsetans geng- inn í raðir skæruliða? Banvænn ostur Reuter Osturínn, sem konan á myndinni handfjatlar, er af tegnndinni Vacherin. Hefur ostur af þessarí tegund nýlega verið bannaður i Sviss, eftir að hættuleg baktería uppgötvaðist í honum. Talið er að rekja megi fjölda dauðsfalla í Sviss til neyslu á Vacherin- osti. Islamabad, Moskvu. Reuter. ORÐRÓMUR er á kreiki um, að Sidiq, bróðir Najibullahs Afgan- istansforseta, hafi gengið til liðs við skæruliða og segjast tals- menn þeirra í Pakistan vera að kanna sannleiksgildi þessara frétta. í grein, sem birtist í gær í Prövdu, málgagni sovéska kom- múnistaflokksins, sagði, að á legsteinum sovéskra hermanna, sem fallið hefðu f Afganistan, væri þess hvergi getið hvar þeir hefðu látið lífið. Bandaríska blaðið The New York Times sagði í fyrradag og hafði eftir heimildamönnum innan leyni- þjónustunnar og erlendum stjómar- erindrekum, að Sidiq hefði þá fyrir viku gengið til liðs við skæruliðafor- ingjann Ahmed Shah Masood en menn hans ráða stórum hluta Panjsher-dalsins fyrir norðan Kab- úl. Talsmaður Jamiat-i-Islami- hreyfingarinnar, sem Masood tilheyrir, kvaðst ekki hafa fengið frét.tir af þessu enda væru þær oft lengi að berast frá Afganistan til Pakistans. Sagði hann, að verið væri að kanna þetta nánar. Vestrænir sendimenn í Kabúl segja, að orðrómur um flótta Sidiqs hafi gengið þar fjöllunum hærra og þar að auki, að Mahmoud Bary- alai, hálfbróðir Babraks Karmal, fyrrum forseta, sé líka flúinn til skæruliða. Á því hefur heldur ekki fengist nein staðfesting. Sovéska vamarmálaráðuneytið skipaði svo fyrir um eftir að styij- öldin í Afganistan hófst, að ekki mætti koma fram á gröfum her- manna, sem þar féllu, hvar þeir hefðu látist. Sagði frá þessu í gær í Prövdu og ennfremur, að á gröfum hermannanna væri aðeins þetta letrað: „Hann dó hetjulegum dauð- daga við alþjóðleg skyldustörf." Bresk veitingahús: Martröð fyrir mat- argestina London. Reuter. AÐ fara út að borða í Bretlandi er að verða martröð líkast — ekki fyrir bragðlaukana, heldur pyngj- una. Er þessu haldið fram í síðasta hefði af GoodFood Guide, bresku tímariti um veitingahús og matargerðarlist. Drew Smith, ritstjóri tímaritsins, segir, að á sumum veitingahúsum í London hafi verðið hækkað svo rosa- lega, að algengt sé, að máltíðin kosti 50 pund, rúmar 3.300 kr., fyrir manninn. „... og þetta er heldur óskemmtileg fjárpynt," sagði hann. í ritinu einnig, að á sumum veit- ingahúsum hefðu viðskiptavinimir verið ginntir til að panta sér meira með því að hafa fyrsta skammtinn pínulítinn og reikningurinn auk þess blásinn upp með því að hafa ekkert lag á vínverðinu. Smith gagnrýndi líka ýmis kínversk veitingahús og sagði, að þar væru skammtamir þvílík hung- urlús, að þeir væm ekki upp í nös á ketti. Otto Steenholdt, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Grænlandi: Gera verður nána grein fyr- ir stöðu efnahagsmálanna Ætlar að leggja fram vantraust á landstjórnina í vor Nuuk, Grænlandi. Frá Nils Jörgen Bruun, OTTO Steenholt, leiðtogi græn- lensku stj ómarandstöðunnar, segir, að nauðsynlegt sé, að Grænlendingum verði skýrt frá slæmri stöðu efnahagsmála landsins. Hann segir, að ekki séu öll kurl komin til grafar eftir viðskilnað landstjórnarmannsins Mosesar Olsens, sem gefið hafi efnahagsnefnd landsþingsins rangar upplýsingar, áður en hann sagði af sér. Otto Steenholdt segir, að stjóm- arflokkamir sniðgangi nú lands- þingið, og því ætli hann að leggja fram vantrauststillögu á landstjóm- ina, strax og vorönn þingsins hefst. I dag fór Jonathan Motzfeldt, formaður landstjómarinnar, í frí tii Tenerife á Kanaríeyjum. Um leið og krafa Otto Steenholdt kom til afgreiðslu, var lögð fram greinargerð stjómarinnar um efna- hagsástandið. Samkvæmt henni verður lánsþörf fram til ársloka 1988 milli 1,2 og 1,4 milljarðar danskra króna (um 6,8-7,9 milljarð- fréttaritara Morgunblaðsins. ar ísl. kr.), og í greinargerðinni er viðurkennt, að of langt hafí liðið, áður en landstjómin gerði sér grein fyrir, að þörf væri fyrir lánsfé. Landstjómin hefur nýlega tekið fyrsta lánið hjá Kreditforeningen í Danmörku, að upphæð 140 milljón- ir dkr. (um 800 millj. ísl. kr.) og á næstu vikum verða tekin enn frek- ari lán, að upphæð 450 milljónir dkr. (ríflega 2,5 milljarðar ísl. kr.). Lánin fást gegn veði í fasteignum, t.d. skólum, virkjunum og íbúðar- húsum. Pólland: Lögregla leysir upp fund sósíaíistaflokks Varsjá, Reuter. LÖGREGLAN í Varsjá réðst inní íbúð í gær þar sem saman voru komnir félagar í nýstofnuðum sósíalistaflokki. Þetta er i þriðja sinn á hálfum mánuði sem lög- regla leysir upp fundi hins nýja flokks. Eþíópía: Hjálp berst í tæka tíð Mukro, Eþíópfu, Reuter. ÞÚSUNDIR manna komu nær dauða en lífi af hungri á þriðju- dag til bæjarins Mukro í Tigre- héraði í Eþíópíu. Þar dreifðu starfsmenn hjálparstofnana mat- vælum handa fólkinu sem gengið hafði f fimm stundir í steikjandi hita. íbúar heilla þorpa komu á vett- vang á öðrum degi neyðarhjálpar hjálparstofnana. Hver og einn fékk 16.5 kfló af komi, baunum ogjurta- olíu til að fara með heim. Matvæla- aðstoðin nú er sú umfangsmesta á þessu ári. Stjóm landsins býst við að í kjölfar uppskerubrests á þessu ári muni fimm milljónir manna þurfa á matargjöfum að halda. Skömmu eftir að fundur hófst í sósíalistaflokknum kom lögregla á staðinn og rak vestræna blaðamenn sem þar voru staddir á brott. Að sögn talsmanns flokksins leitaði lögreglan í íbúðinni og handtók eig- anda hennar, Andrés Malankovskí. Sósíalistaflokkurinn var endurvak- inn 15. nóvember síðastliðinn en forveri hans var lagður niður árið 1948. Pólsk yfírvöld hafa sagt að sósíal- istaflokkurinn verði meðhöndlaður eins og hann væri bannaður, þrátt fyrir að engin lög í Póllandi banni slíkan flokk. Lögreglan í Varsjá handtók í gær fímm meðlimi fijálsu verkalýðs- hreyfingarinna Einingar, sem voru þátttakendur f mótmælaaðgerðum í bænum Wroclaw. Einum mann- anna, Vladislav Frasinjuk, var sleppt fljótlega en hinir fjórir eru enn í haldi. IMotaðir bllar til SÝNISHORIM ÚR SÖLUSKRÁ: MAZDA 323 1.3L 3 dyra árg. '82. Ekinn 90 þús. Verð 200 þús. LANCIA THEMA i.e., 4ra dyra, sj.sk., árg. '87. Ekinn 9 þús. Verð 860 þús. MAZDA 323 1.6 GTi, 4ra dyra, árg. ’86. Ekinn 30 þús. Verð 530 þús. MAZDA 323 station, 1,3L, árg. '87. Ekinn 22 þús. Verð 440 þús. MAZDA 323 GLX, 1. 5L, 4ra dyra, árg. ’87. Ekinn 5 þús. Verð 490 þús. MAZDA 626 GLX, 2 OL, 5 dyra, árg. '85. Ekinn 45 þús. Verð 500 þús. MAZDA 626 GLX, 2 OL, 4ra dyra, sj.sk., árg. '87. Ekinn 6 þús. Verð 640 þús. MAZDA 626 GLX, 2 OL, 5 dyra, sj.sk., árg. ’87. Ekinn 16 þús. Verð 640 þús. MAZDA 323 1.5 GT, 3 dyra, árg. ’81. Ekinn 86 þús. Verð 240 þús. MAZDA 626 GLX, 2 OL, 4ra dyra, sj.sk., árg. '86. Ekinn 26 þús. Verð 560 þús. FJÖLDIANNARRA BÍLA Á STAÐNUM. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 1 -5. BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.