Morgunblaðið - 26.11.1987, Síða 38

Morgunblaðið - 26.11.1987, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 39 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggssonj Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Staða Gorbatsjovs Mikil áróðursherferð hefur verið stunduð um heim allan undanfarið til að koma á framfæri bók eftir Míkhaíl Gorbatsjov, aðalritara so- véska kommúnistaflokksins. Er hér um einstaklega vel skipulagða herferð að ræða. Til dæmis er það einsdæmi hér á landi og líklega annars staðar, að utanríkisráðherra lýðræðisríkis taki þátt í blaða- mannafundi til að auglýsa bók eftir flokksleiðtoga kommún- istalands. Hvaða merkingu, sem við Islendingar leggjum í slíka þátttöku, er víst, að starfsmenn flokksleiðtogans líta á hana pólitískum augum og vafalaust annarra þjóða menn einnig. Skömmu áður en bók Gorb- atsjovs kom út og í þann mund, sem lagt var smiðs- höggið á undirbúning undir hátíðarhöldin vegna 70 ára byltingarafmælisins í Sov- étríkjunum, bárust þær fregnir frá Moskvu, að einn af helstu hugsjónabræðrum Gorbatsjovs hefði „talað af sér“ á fundi miðstjómar kommúnistaflokksins. Borís Jeltsín, sem þetta gerði, var síðan rekinn úr háum trúnað- arstörfum sínum. Eins og svo oft áður í sögu lokaðs kerfís Sovétríkjanna var honum til málamynda falið að gegna framkvæmdastöðu í stjómar- bákninu. Hvemig sem á mál þetta er litið, er ekki unnt að telja það annað en álitshnekki fyrir Gorbatsjov sjálfan. Þótt hann hafí tekið þátt í því að lækka Jeltsín í virðingarröð flokksins, getur það varla samrýmst hagsmunum Gorb- atsjovs, að maður, sem er kunnur fyrir stuðning við per- estrojku og glasnost, lykilorð- in í Gorbatsjovs-línunni, sé lítilsvirtur og rekinn út í af- kima báknsins. Innan Sovét- ríkjanna og utan er aðeins unnt að draga þann lærdóm af þessu, að Gorbatsjov sé valtari í sessi en ætlað var, áður en Jeltsín-málið kom til sögunnar. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að þeir Ronald Reagan og Gorbatsjov hittust hér í Reylg'avík hefur staða Reag- ans versnað heima fyrir. Ljóst er á embættisverkum hans, að síðustu mánuðir loka- kjörtímabils hans em hafnir. Eftirmaður Reagans verður kjörinn eftir ár. Enginn veit hvað Gorbatsjov situr lengi. Hitt er ljóst, að hann hefur ekki jafn fast land undir fótum í Kreml, þegar hann býr sig undir Washington-fundinn með Reagan og þegar hann kom óvænt til fundarins hér í Reykjavík. Um leið og þetta er sagt, skal minnt á ummæli Míkhaíls Voslenskij í samtali við Morgunblaðið þess efnis, að stjómmálaráðið í Moskvu hefði tekið fram fyrir hend- umar á Gorbatsjov, á meðan hann var hér í Reykjavík og skipað honum að setja inn fleyginn um geimvamaáætl- unina á lokadegi viðræðnanna í Höfða. Gorbatsjov veit ekki frekar en fyrirrennarar hans, hve lengi hann á eftir að vera aðalritari sovéska kommún- istaflokksins. Það fer ekki eftir vilja aðdá- enda Gorbatsjovs á Vestur- löndum, hve lengi hann situr í embætti eða hvemig honum tekst að koma því í fram- kvæmd, sem hann boðar í hinni mjög svo auglýstu bók. Vesturlandabúar hafa ekkert um það að segja, hverjir sitja við völd í Kreml. Þótt tals- mönnum sovéska kommún- istaflokksins innan og utan Sovétríkjanna sé kært að heyra lof um aðalritarann, hver sem hann er, og þótt hann sé sveipaður ímynd fíjálsl}mdis á Vesturlöndum, lýtur valdabaráttan í Kreml öðrum lögmálum. Júríj Andr- opov, KGB-foringi, var sagður drekka viskí og hlusta á djass; átti þetta að auka umburðar- lyndi gagnvart honum á Vesturlöndum. Önnur mynd hefur verið dregin upp af Gorbatsjov og áróðurinn í hans þágu, áróður sem jaðrar við persónudýrkun, snýst um perestrojku og glasnost á Vesturlöndum. Það er ein- kennandi að nota verður rússnesk orð til að lýsa stefnu Gorbatsjovs, því að hún sam- rýmist ekki lýðræðislegum stjómarháttum opinna þjóð- félaga Vesturlanda; heldur er hún leikflétta innan einræðis kommúnismans. Athafnir Þingvalla- nefndar undanfarin ár eftirHeimi Steinsson Nýlega komu fyrir almennings sjónir Drög að skipulagi Þjóðgarðs- ins á Þingvöllum eftir arkitektana Reyni Vilhjálmsson og Einar Sæ- mundsen. Drögin hafa vakið verð- skuldaða athygli, og meðal annars hefur nokkuð verið um þau fjallað í fjölmiðlum. Sýnist þar sitt hveij- um, eins og vænta má. En að mestu hefur umræðan einkennzt af þeirri hófsemi og sanngimi, sem gjöra verður ráð fyrir, þegar góðviljaðir menn skiptast á skoðunum um þjóð- arhelgidóm íslendinga og þau verk, sem þar eru unnin. Þó er þar ein- staka undantekning á. Ljóst er, að þegar skipulags- drögin nýju verða að formlegu aðalskipulagi Þjóðgarðsins á Þing- völlum, er veigamiklum áfanga náð. Tillögumar sjálfar em upphaf þeirra straumhvarfa. Þær benda vafningalaust á veginn fram, þótt enn kunni margt, sem þar er að finna, að taka breytingum. Drög af skipulagi Þjóðgarðsins á Þingvöllum em þó engan veginn einangrað fyrirbæri, né heldur em þau til orðin í skyndingu. Um margra ára bil hefur Þingvallanefnd unnið markvíst að endumýjun starfsemi og aðstöðu innan vébanda hins foma helgistaðar. Drög að skipulagi era einungis hámark um- fangsmikillar þróunar, sem birtist í sundurleitustu myndum. Þessar staðreyndir em mönnum ekki svo kunnar sem skyldi. Því er vert að hafa orð á þeim nú á þessu hausti — meðan umræðan um framtíðar- skipan mála að öðm leyti gengur sinn eðlilega gang. Fleira ber til yfirskriftar þeirrar greinar, sem hér er hafín: Um þess- ar mundir verða mannaskipti í Þingvallanefnd. Tveir þeirra al- þingismanna, er snúið hafa áleiðis framfömm undangenginna ára, láta af störfum í nefndinni. Hinn þriðji starfar áfram, og er gott til þess að hyggja. Fyllsta ástæða er til að þakka opinberlega samstarf allt, fulltingi og vegsögn þeirra, er setið hafa í Þingvallanefnd. Jafn- framt er nýrri nefnd, sem kjörin var fyrir fáum dögum, ámað heilla. Byggingamál Undanfarin sjö ár hefur Þórarinn Siguijónsson í Laugardælum verið formaður Þingvallanefndar, en hann sat á Alþingi frá árinu 1984 fram að síðustu kosningum. Hjör- leifur Guttormsson alþingismaður og fyrrverandi iðnaðarráðhera hef- ur verið samnefndarmaður Þórarins þennan tíma allan. Á ámnum 1980 til 1983 var Steinþór Gestsson á Hæli þriðji nefndarmaðurinn, en hann hafði þá verið alþingismaður frá 1967. Eftirmaður Steinþórs í Þingvallanefndinni var Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. Snemma á þessu tímabili var farið að hyggja að byggingu Þing- vallastaðar. I ljós kom, að Þing- vallabærinn gamli þarfnaðist gagngerðra endurbóta. Var hann að öllu leyti endumýjaður innan stokks á ámnum 1982 og 1983. Það var mikið verk, sem Þingvalla- nefnd réðist í af stórhug og tilþrif- um. Embætti húsameistara ríkisins hannaði hin nýju híbýli, en umsjón með verkinu hafði Hörður Bjama- son, fyirum húsameistari. Verktaki var Pétur Jóhannesson húsasmíða- meistari, en stór hópur margs konar iðnaðarmanna kom við sögu. Ár- angurinn var með eindæmum góður. Að loknum þessum önnum var ráðizt í lagfæringar á Þingvalla- kirkju. Hún er liðlega fimm aldar- fjórðunga gömul og hin mesta gersemi, en þarfnast stöðugs við- halds, ef vel á að vera. Kirkjan er mjög sótt af ferðafólki eigi síður en heimamönnum. Raunar er hún eina samkomuhúsið innan Þjóð- garðsins, sem unnt er að nýta árið um kring og verður því helzti vett- vangur móttöku og leiðsagnar, þegar illa viðrar. Viðgerð Þingvalla- kirkju fór fram árið 1983. Skipt var um gler í gluggum og tréverk end- urbætt, þar sem þess þurfti við. Þá var húsið málað utan stokks og innan. Var hið síðast greinda mikið vandaverk, enda húsið á marga lund völundarsmíð. Guðmundur Antons- son málarameistari starfaði að kirkjunni ásamt mönnum sínum. Hefur hann dyttað að húsinu af natni og listfengi á hveiju ári síðan. Með áðumefndri viðreisn Þing- vallabæjar var vel búið að þjóð- garðsverði og embætti fram- kvæmdastjóra Þingvallanefndar. Bærinn er raunar mikil gestamið- stöð árið um kring. Framan af þeim tíma, sem hér um ræðir, var og heldur ekki í önnur hús að venda, þegar vfsa þurfti öðm starfsfólki Þjóðgarðsins til sætis og að nokkru til sængur sumar og vetur. Neýttu allir verkamenn máltíða í eldhúsi þjóðgarðsvarðarhjóna fram á sumar 1984. Um þær mundir reis hins vegar starfsmannahús austan við Þingvallastað. Var byggingin raun- ar ekki fullgerð fyrr en ári síðar. Um er að ræða lítið timburhús, sem nýtist vel. Tæpast er það til fram- búðar, sbr. t.d. hugmyndir arkitekta um starfsmannaþorp vestan Al- mannagjár. En húsið bætti úr afar brýnni þörf og var enn eitt dæmið um framtakssemi og skilning Þing- vallanefndar. Verktaki við starfs- mannahúsið var Samtak hf. Selfossi. Hópur iðnaðarmanna frá Samtaki starfaði að byggingunni. Var liðsafli þessi einkar velvirkur og dvaldi ítrekað á Þingvöllum, unz öllu var til skila haldið og húsið fullbúið. Árið 1985 og 1986 var enn starf- að að byggingum á Þingvöllum. Aðstaða til leiðsagnar og móttöku gesta á vegum Þjóðgarðsins í Þjón- ustumiðstöðinni á Leimm var aukin og endurbætt. Útveggir Þingvalla- bæjar og bústaðar forsætisráðherra vom málaðir að nýju. Mikil undir- búningsvinna var í frammi höfð, áður en lokaáfangi gat hafizt, þar eð veggimir vom illa famir og gluggar hið sama. Fmmkvæði þessa átaks var í höndum forsætis- ráðuneytis, en aðild Þjóðgarðsins á Þingvöllum fólst í því að hýsa mál- arahópinn og ganga fyrir beina, meða dvalið var á staðnum. Verk- taki var Finnbjöm Finnbjömsson málarameistari. Að þessu erfiði lo- knu var byggingin öll önnur utan stokks en áður hafði verið. Em Þingvallabær og kirkja nú augna- yndi gesta, eigi aðeins álengdar, heldur einnig við nánari skoðun og þegar inn er gengið, en þangað heim kemur sem fyrr greinir mikill fjöldi fólks á öllum tímum árs. Um alllangt skeið hefur salemis- aðstaða fyrir sumargesti á Þingvöll- um verið næsta takmörkuð. Vatnssalemi í þjónustumiðstöðinni á Leimm og í Hótel Valhöll em að sjálfsögðu opin daglangt að sumr- inu og fram undir miðnætti. En endranær og annars staðar í Þjóð- garðinum hefur ekki verið í önnur hús að venda fyrir tjaldbúa og aðra næturgesti, er dvelja á útivistar- svæðunum, en til nokkurra þurrsal- ema á víð og dreif um garðinn. Viðleitni þjóðgarðsstarfsmanna til að halda þessum þurrsalemum í sómasamlegu ástandi hefur verið mikið verk og tímafrekt, en ekki að sama skapi árangursríkt. Hafa gestir eðlilega kvartað undan þessu aðstöðuleysi til brýnustu nauð- þurfta. Þingvallanefnd hóf hér vemlegar umbætur sumarið 1987. Tvö ný snyrtihús vom reist, annað á Leir- um, en hitt í Vatnskoti, þar sem silungsveiðimenn verða flestir í langdeginu. í hvom þessara húsa um sig em tvö vatnssalemi og fjór- ar handlaugar. Em húsin opin allan sólarhringinn. Margir tæknilegir byijunarörðugleikar komu fram á snyrtihúsinu í Vatnskoti. Unnið var að lausn þeirra vandkvæða sumar- langt, og verður vonandi að fullu úr þeim bætt að ári. Snyrtihúsið á Leimm reyndist hins vegar með ágætum og mæltist vel fyrir. Ekki er um að villast, að hér em á ferð- inni framfarir, sem boða betri þjónustu á komandi tíð. Gæzla margf ölduð Þjóðgarðurinn á Þingvöllum gegnir mörgum hlutverkum og sundurleitum. Eitt þeirra er í því fólgið að gera vel við sumardvalar- gesti á tjaldsvæðum, sbr. niðurlag síðasta kafla. Markmið starfsem- innar er, að fjölskyldur fái unað í næði við náttúm Þingvalla, sögu þeirra og helgi þann tíma ársins, er dagur og nótt ganga upp í töfra- fullri einingu, söngfuglar kveða og jörðin ilmar, meðan alkyrr fjalla- hringurinn stendur vörð um íslenzka sumarþjóð. Þetta markmið er ekki ævinlega svo auðsótt sem skyldi. Kom það t.d. berlega fram sumarið 1982, en þá vom ölvuð ungmenni einkar aðsópsmikil á tjaldsvæðum og víðar um Þjóðgarðinn. Háreysti kvað við í fjallasalnum næturlangt, og dmkknir menn þyrptust um velli. Fjölskyldufólk og aðrir kyrrlátir gestir kvörtuðu að vonum mjög undan þessu ónæði, sem tæpast getur með nokkm móti talizt sam- boðið Þingvöllum við Oxará og grenndinni þar. Þingvallanefnd tók fast og eindregið á málinu. Hélt nefndin sérstakan fund af þessu tilefni í júlíbyijun 1982. Á þeim fundi var margt það reifað, er síðar kom fram. Meðal annars var gæzla á vegum Þjóðgarðsins aukin síðari hluta sama sumars og raunar marg- földuð árið eftir bæði að því er varðaði fjölda gæzlumanna og vinnustundir þeirra á sumamóttum. Áþekk efling gæzlunnar átti sér stað1 þau ár, er eftir mnnu og allt til þessa dags. Árangur stórbættrar gæzlu er þá einnig umtalsverður orðinn. Síðustu sumurin tvö hafa þannig verið með allt öðmm brag en áður tíðkaðist. Drykkjuskapur fjölmenn- is virðist reyndar vera eins og falinn eldur, þegar fólk þyrpist saman um hásumarið á íslandi. Yfir þeirri glóð verður að vaka af ýtmstu kost- gæfni, og skal hér engu spáð um framtíðina í þessu efni. En óneitan- lega glöddust gæzlumenn á Þing- völlum, þegar dagblað eitt lét þess getið litlu fyrir verzlunarmanna- helgina síðastliðið sumar, að væri litið til suðvesturhoms landsins, mundu Þingvellir þessu sinni reyn- ast helzti griðastaður fjölskyldna og annarra þeirra, er njóta viídu íslenzkrar náttúm í friði þessa höf- uðdaga ferðamennsku á landi hér. Með mikilli ánægju skal það nefnt, að fleiri hafa komið við þá sögu, er nú var rakin. Þar ber að nefna löggæzlumenn í Ámessýslu undir forystu Jóns Guðmundssonar yfirlögregluþjóns og Andrésar Valdimarssonar sýslumanns. Einn- ig er hér getið einkar vinsamlegrar samvinnu af hálfu Jóns Ragnars- sonar, veitingamanns í Valhöll, svo og Ingólfs Péturssonar og Auðar Ingólsfdóttur, er rekið hafa hótelið á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins í tvö sumur. Allir þessir einstaklingar hafa að sínum hluta átt frumkvæði að því að vinna bug á fr amangreind- um vanda. Sama máli gegnir um hjónin Helga Guðbjömsson og Þóra Einarsdóttur á Kárastöðum í Þing- vallasveit, en þau hafa annazt sölubúðina í Þjónustumiðstöðinni á Leimm um nokkurt skeið. En mest munar um þolinmæði og þrautseigju þeirra gæzlumanna Þjóðgarðsins á Þingvöllum, er aka linnulítið milli tjaldsvæða, sem dreifð em um allan garðinn, og gefa sig á tal við óværa menn, stilla til friðar og kveða niður há- reysti með sleitulausum fortölum, loka útvarpsviðtækjum andvaka gest og hafa í frammi önnur þau leikbrögð, er við verður komið, — unz sól rís yfír austurfjöllum og allt er loksins hljótt. Ekki skal því haldið fram, að gæzlumönnum hafí ævinlega tekizt að veija alla þá, er hugðust leita friðar í faðmi fjalla á Þingvöllum. Ekki skal heldur full- yrt, að gæzlumenn hafi ætíð látið hógværar fortölur einar nægja. Mundangshallinn er oft mjór milii andstæðra úrræða, þegar margt kallar að í einni svipan. Ef einhver lesandi þessara orða telur sig eiga um sárt að binda af slíkum sökum, er hann beðinn velvirðingar. Mark- mið gæzlunnar er ljóst, og að þvímarkmiði er stefiit. Vonandi nálgast menn markmiðið á komandi ámm, — enn frekar en orðið er. Sorphreinsun og gTÓðurvernd Þegar rætt er um Þjóðgarðinn á Þingvölum, vill það iðulega gleym- ast, að hann er nú tæpast nema stekkjargötu frá Stór-Reykjavík. í þessu efni sem mörgum öðram hef- ur garðurinn algjöra sérstöðu. Verður nánar að því vikið aftar í þessu máli, í tengslum við vegabæt- ur og umferðarhætti á íslandi á nýrri öld.' Tjaldgestir á Þingvöllum skipta tugum þúsunda ár hvert. Aðrir komumenn teljast í mörgum hundr- uðum þúsunda. Þjóðgarðurinn er í ríkum mæli útivistarsvæði Reyk- víkinga. Einnig ber þangað fólk af öllu landi og útlendingar í stríðum straumi. Ekki fer hjá því, að slíkt fjöl- menni reynist nærgöngult við- kvæmri náttúm hins smágerva svæðis, sem Þjóðgarðurinn í raun og sannleika er. Þar er vart við neinn um að sakast. En óhjákvæmi- legt er að bregðast við þessum vanda eftir föngum. Kemur þá enn til kasta gæzluliðsins, sem að fram- an var getið og eflt hefur verið á allar lundir undanfarin ár. Sorphreinsun á Þingvöllum er svo viðamikið verkefni frá því snemma á vorin og langt fram á haust, að helzt má líkja við meðal- stóran íslenzkan kaupstað, og er þó varlega til orða tekið. Þessu starfí hafa gæzlumenn Þjóðgarðs- ins sinnt með þeim hætti hin síðari ár, að ferðamálaaðilar hafa ítrekað borið þá lofí fyrir bætta umgengni á svæðinu. Hér er þó næsta vand- leikið, enda vegalengdir umtals- verðar, en bifreiðakostur takmarkaður. Þingvallanefnd hefur leyst úr hinu síðast greinda og horf- ir nú sífellt betur um þau mál. Gróðurvemd er raunar í ríkum mæli undir því komin, að auðvelt sé að koma vemlegum vinnuflokki fram og aftur um Þjóðgarðinn í skyndingu. Síðustu þijú sumur hafa verið sérlega þurrviðrasöm. Gróður- eldar af manna völdum hafa þráfaldlega brotizt út, óviljandi að sjálfsögðu, en jafn alvarlegir allt að einu. Slökkvilið hefur ítrekað verið kvatt til leiks af þessum sök- um. En ævinlega hafði þjóðgarðs- gæzlunni tekizt að hefta útbreiðslu eldsins og í mörgum tilvikum að ráða niðurlögum eldsins, áður en slökkviliðið bar að garði. Ljóst er, að hér hefur gæzlan iðulega afstýrt meiri voða en auðvelt er að gera Heimir Steinsson „Ekki er um það að vill- ast, að undanfarin tvö kjörtímabil hefur Þing- vallanefnd hrundið í framkvæmd mörgum verkum, er marka þáttaskil í sögu Þing- valla hin síðari ár. A það við um allt í senn ytri umbúnað og þjón- ustu, rannsóknir og raunhæfa heildarskip- an mála. Gömul mannvirki kasta elli- belg og ný rísa af grunni. Gæzla hefur margfaldazt og önnur fyrirgreiðsla við ferða- menn verið bætt til muna. Verndun við- kvæmrar náttúru Þjóðgarðsins er gaum- ur gef inn með þeim hætti, að í því efni er sköpum skipt. Lagt hef- ur verið á ráðin um framtíðina af eindregn- ari ásetningi en fyrr. Þessar staðreyndir eru almenningi ekki ætíð svo Ijósar sem skyldi.“ sér í hugarlund. Fátt er ömurlegra tilhugsunar en óviðráðanlegur gróðureldur innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Til að stemma stigu við slíku varðar mestu að komast tafarlaust á vettvang með slökkvi- tæki og þaulæfða menn, sem reyndir em í baráttunni við vágest- inn. Þjóðgarðsgæzlan á Þingvöllum hefur aflað sér svo dijúgrar reynslu í þessum sökum, að í ágætri sam- vinnu við Branavamir Ámessýslu hefur lánast að afstýra raunvera- legum áföllum. Öðmm þáttum í umgengni við gróðurríki Þjóðgarðsins á Þingvöll- um hefur mjög verið sinnt. Gang- stígar fomir um hraunið hafa verið mddir og merktir í því skyni að beina vegfarendum um tilteknar slóðir og draga úr ónauðsynlegu traðki. Þetta er raunar aðeins upp- haf. Hér bíður stórvirki komandi ára. En nokkuð hefur verið að gert nú þegar, og annast þjóðgarðs- gæzlan þann verkþátt. Sama máli gegnir um hreinsun Bláskóga, en þar hefur verið að því unnið sumar og vetur að fjarlægja kalvið og annað það, sem lýti em að. Mestu skiptir þó baráttan við sauðkindina, en þá orrahríð hefur Þingvallanefnd tekið upp með þeim hætti, að algjör umskipti em orðin á fáum ámm. Girðingfaþáttur Sumarið 1983 var lokið við að reisa nýja girðingu norðan og aust- an við Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Skógrækt ríkisins annaðist verkið að undirlagi Þingvallanefndar. Eft- irlit með girðingunni hefur verið í höndum gæzlumanna Þjóðgarðsins. Hafa þeir einnig dyttað að minni háttar skemmdum, en Skógræktin skorizt í leikinn með sínu harðsnúna liði, þegar umtalsverðra viðgerða var þörf. Þegar þjóðgarðslandið var smal- að haustið 1982, kom í ljós, að um fimm hundmð fjár höfðu átt sér sælubú í góðgresinu innan marka garðsins. Höfðu gæzlumenn þó stuggað við fénu af öllum mætti sumarlangt, en erfiði þeirra kom fyrir lítið, þar er girðingin gamla var ekki fjárheld. Arið eftir vannst nokkuð á um að fækka fé í garðin- um, enda nýja girðingin þá að komast á leiðarenda. Smalað var í þaula haustið 1983 og næstu haust, og kvaddi Þjóðgarðurinn vana menn til þess verks, úr Þingvalla- sveit og nærsveitum. Nú er svo komið, að Þjóðgarður- inn á Þingvöllum er sauðlaus að kalla. Gæzlumaður fylgist með girð- ingum sumar og vetur. Grípur hann jafnan í skyndingu þær fáu fjallafál- ur, er stökkva inn í garðinn, og snýr þeim til betri vegar. Þessi þáttur er óvenju skýrt dæmi um vel heppnað og markvís vinnubrögð Þingvallanefndar: Nauðsynlegu mannvirki er komið upp. Fjölmenni er ítrekað kallað samari til þess að vinna þau verk, er úrslitum ráða. Að lyktum er stað- kunnugur maður ráðinn til lengri tíma í því skyni að reka varanlegt smiðshögg á verkið. Þar með er til lykta ráðið einu því vandkvæði nátt- úruvemdar, sem hvað mestri umíjöllun hefur sætt á íslandi um margra ára skeið, — og sætir enn. „Þar átti rjúpan griðland“ í „Reglum um umferð og hegðun á Þingvöllum", sem út vom gefnar 1928, en endurprentaðar 1983 og afhentar öllum þjóðgarðsgestum endurgjaldslaust æ síðan, segir m.a. á þessa leið. „Enn fremur er bann- að að drepa fugla, særa þá eða taka egg þeirra." Með því að ijúpan telst til fugla tekur þetta ákvæði að sjálfsögðu til hennar. Rjúpnaveiði er því bönn- uð innan Þjóðgarðsins á Þingvöll- um. Einu má gilda, hvaða afstöðu menn að öðm leyti hafa til þessarar íþróttar. Hún er ekki heimil hér. Svo bar þó við í upphafi þeirrar sögu, sem hér er saman tekin, að Þjóðgarðurinn fylltist af ijúpna- veiðimönnum snemmendis veiðitím- ans á hveiju hausti. Við borð lá, að drepið væri í hvert bifreiðasvæði fram með efri veginum gegnum garðinn fyrstu vikumar. Veiðimenn fóm sinna ferða, og skothvellir bergmáluðu í hamraveggjum Al- mannagjár og Hrafnagjár. Það skal skýrt tekið fram, að ijúpnaveiðimenn em upp til hópa einkar ávarpsgóðir og vel viðmæl- andi. Eigi að síður þurfti að grípa til umtalsverðra eftirgangsmuna í því skyni að leiðrétta þann misskiln- ing, sem bersýnilega var upp komin varðandi ijúpnaveiði á Þingvöllum. Ýmiss konar auglýsingar hmkku skammt. Ekki var annað ráð vænna en að aka í sífellu fram og aftur um Þjóðgarðinn og taka menn tali. Þetta hefur verið gert á hveiju haust: í fimm ár, — og nú hið sjötta. Veiðimönnum em afhentar ofan- greindar reglur. Ef þeir óska þess, er þeim bent á þau svæði utan þjóð- garðsmarkanna. sem heimil teljast til ijúpnaveiða. í seinni tíð hringja sumir, áður en þeir leggja af stað austur í Þingvallasveit, og spyija um hið síðast greinda. Sú mikla vinna, sem þetta eftir- lit felur í sér, hefur borið góðan árangur: Svo má heita, að ijúpna- veiði sé með öllu af lögð innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þó kemur það fyrir, að einn og einn veiðimaður ruglast í landafræðinni. Verður því að halda uppi ofan- skráðri gæzlu sem fyrr. Raunar em reglubundnar eftirlitsferðir iðkaðar af öðmm sökum tvisvar á dag um allan Þjóðgarðinn árið um kring, þegar vegir em færir. En um ijúpnaveiðitímann þurfti mun meira til að koma fyrir fáum ámm, — og þarf stundum enn. Niðurstaðan er hins vegar á þá lund, að sú náttúmvemd, sem um- getið ákvæði gerir ráð fyrir, hefur því nær fyllilega komið til fram- kvæmda í tíð þeirrar Þingvalla- nefndar, er nú lætur senn af störfum. Enn af umhverfis málum Mannvirki á Þingvöllum em misfríð. 'Munu menn seint verða á eitt sáttir um gerð þeirra, enda tæpast ástæða til. Þó virðist flestum hafa þótt stauravirkið mikla, er til skamms tíma bar við himin á vest- urbarmi Almannagjár, örskammt frá Hringsjánni, hafa verið vafasöm prýði í því náttúmríki, sem hér er að fínna. Allt að einu gegndi virki þetta óumdeilanlegu hlutverki. Það flutti ljós og yl öllum raftengdum húsum á Þingvöllum. Fyrri Þingvallanefnd sá ráð við þessu. Var virkið ofan tekið haustið 1984. Raflínan, sem það hafði bor- ið upp, var flutt um set. Er línan nú í jörðu hið næsta Þingvöllum. Hér var á ferð stórræði mikið, sem sérfræðir menn sýsluðu um. Hins vegar hafa gæzlumenn Þjóð- garðsins unnið hliðstæð verk í smærri stíl víðs vegar á svæðinu. Þeir hafa fjarlægt gamlar girðing- ar, sem ekki þjónuðu lengur neinum tilgangi, en vom til óprýði í kjarr- lendi Þjóðgarðsins. Þessu hefur verið þokað áleiðis smám saman, einkum á sumram, þegar á milli varð frá öðra annríki, en einnig á vetmm. Áfram verður að halda slíku erfiði. Enn er víða pottur brot- inn í þessu efni. Samtímis því, sem nú var lýst, hefur verið unnið að viðhaldi og endumýjun þeirra mannvirkja áþekkra, er gegna nokkm hlutverki og standa hljóta um óákveðinn tíma. Þjóðgarðsgæzlan hefur þenn- •g byggt upp stiga, palla og girðing- ar víðs vegar um garðinn, málað tréverk og dyttað að því, sem þarfn- aðist lagfæringar. Merkjum hefur mjög verið fjölgað hvarvetna í garð- inum. Em þau flest hver máluð og sett upp af gæzlumönnum og mæl- ast vel fyrir, enda á þau skráð ömefni og aðrar leiðbeiningar. Heima á Þingvallastað hafa vegg- hleðslur verið endumýjaðar af kunnáttumönnum, en Skáldareitur- inn var víða tekinn að falla saman og kirkjugarðsveggir signir orðnir. Kalblettir hafa verið græddir upp umhverfis staðinn og inni á Völlum og Leimm, hlöð borin fingerðum mulningi, en flatir allar slegnar reglulega og sléttaðar eftir föngum. Áður en skilizt er við umhverfís- þætti þessarar frásagnar, skal að lyktum stiklað á stómm efnum í stuttu máli, en þau eftii hafa ýmist notið umfjöllunar í öðmm stað eða munu njóta: Þingvallanefnd hefur staðið að margháttuðum rannsókn- um á náttúra Þjóðgarðsins og þeim þætti sögunnar, sem jörðin geymir. Grasafræðingar og aðrir náttúra- fræðingar hafa verið að verki, ásamt fomleifafræðingum, er dval- ið hafa á Þingvallastað um lengri eða skemmri tíma. Umræddir sér- fræðingar sinntu störfum sínum í tengslum við aðalskipulagsvinnu þeirra Rejmis Vilhjálmssonar og Einars Sæmundsen, sem sjálfír vora hálfgildings heimamenn á Þingvöll- um um skeið, höfðust við í starfs- mannahúsi og kölluðu hingað til liðs við sig verulegan hóp sundurleitra aðila, er hver um sig bjó yfir nokkm meiri þekkingu á einhveijum efnum Þingvalla en aðrir menn. A undan þessum athöfnum fór önnur vinna, sem að sínu leyti bjó í haginn fyrir skipulagsstarfið. Frá og með sumrinu 1982 fékk Þing- vallanefnd Landmælingar ríkisins til að gera loftmyndir af Þjóðgarðin- um öllum og sérstakar nákvæmnis- myndir af tilteknum svæðum garðsins. Samtímis réðist Jónas A. Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmað- ur, til nefndarinnar sem lögfræði- legur ráðunautur. Hefur Jónas gegnt störfum fyrir Þingvallanefnd síðan. í upphafi vora „aðalskipu- lagsmál" ekki á dagskrá sérstak- lega, heldur vom aðgerðir lögmanna og Landmælinga ríkisins einn af almennum verkþáttum á vegum nefndarinnar. Gaumgæfíleg úttekt á stöðu hinna ýmsu mann- virkja innan Þjóðgarðsins, ásamt kortagerð, reyndist arkitektum hins vegar einkar nytsamt veganesti, er þeir komu til sögu. Eitt stærsta umhverfísverkeftiið, sem Þingvallanefnd hefur lagt lið, er þó sú rannsókn á lífríki Þing- vallavatns, er nú hefur átt sér stað nokkuð á annan tug ára. Fyrir því verki ræður dr. Pétur M. Jónasson, prófessor við Kaupmannahafnar- háskóla. Hafa þeir dr. Pétur og samverkamenn hans iðulega kynnt störf sín í fjölmiðlum og munu enn gera. Væntanlegt er og í verkalok af þeirra hálfu vísindarit um lífríki vatnsins. Verður ekki dvalið nánar við þau efni hér en þess getið, að samskipti líffræðinganna við Þing- vallanefnd og Þjóðgarðinn hafa verið einkar góð undanfarin sjö ár sem og eflaust ætíð fyrr. Náið sam- starf hefur tekizt milli dr. Péturs og formanns Þingvallanefndar og tveir eða fleiri líffræðingar í raun verið starfsmenn Þjóðgarðsins um ára bil. Vegamál Algjör umskipti hafa orðið í vega- málum á Þingvallasvæðinu í tíð tveggja síðustu Þingvallanefnda. Að sjálfsögðu hafa fjölmargir aðilar komið við þá sögu. En atfylgi þing- vallanefndarmanna réði ævinlega miklu, þegar koma þurfti málum þessum fram. Árin 1980 og 1981 beitti Þingvallanefnd sér þannig fyrir því, að gerð var ýtarleg áætlun um nýjan veg yfir Mosfellsheiði, vel upp byggðan og með bundnu slit- lagi. Framkvæmd þessi er nú að komast á leiðarenda. Lokakafli hins nýja vegar var lagður á nýliðnu sumri. Vegurinn er allur búinn bundnu slitlagi að undanteknum þeim liðlega fjóram kílómetmm, sem risu á þessu ári. Umræddar vegabætur hafa gjörbreytt umferð til Þingvalla sumar og vetur, eins og þegar hefur verið vikið að og enn mun nánar frá greint. í annan stað hafa vegir innan Þjóðgarðsins tekið miklum stakka- skiptum. Slitlag var sett á veg milli Þjónustumiðstöðvarinnar á Leiram og Gjábakka, svo og suður með Óxará heim að Þingvallastað. Var umbúnaður þessi fullgerður sumar- ið 1984. Eftir það hefur enn verið unnið að sömu verkefnum. Er bund- ið slitlag nú komið allt að austur- mörkum Þjóðgarðsins við Amarfell, þ.e.a.s. um efri hluta Þjóðgarðsins þveran. Sama máli gegnir um veg- inn inn með Hvannabrekku að norðurhliði Þjóðgarðsins. Loks var lagt slitlag frá þjóðveginum skammt austan við Kárastaði niður að hringsjá á Hakinu, en þangað liggur leið marga þjóðgarðsgesta, er þá ber fyrst að staðnum frá Reykjavík. Bifreiðastæðum hefur verið fjölg- að til muna víðs vegar fram með vegum innan garðsins og á ijald- svæðum. Hentugir vegarspottar tengja staðinn á tjaldsvæðunum við aðalvegi. Þetta skiptir miklu fyrir þá fjölmörgu ferðamenn, er tjalda vilja hið næsta bifreið sinni, en hentar einnig vel hinum, sem búa í bifreiðinni ásamt íjölskyldu sinni og geta þá lagt bílnum á malarbor- ið stæði og stokkið þaðan út í grængrasið. Hestamennska Undanfama áratugi hefur Landssamband hestamannafélaga haft aðstöðu í Skógarhólum, vestast í Þjóðgarðinum norðanverðum. Um það leyti sem þeir tóku sæti í Þing- vallanefnd Þórarinn Siguijónsson, Steinþór Gestsson og Hjörleifur Guttormsson hafði öllum útbúnaði í Skógarhólum mjög farið aftur, og umgengnin var þar lítt til fyrir- myndar. Þetta átti sér skiljanlegar orsakir: Gamall samningur um af- not af Skógarhólum var að renna út, og ekki var á vísan að róa fyrir Landssamband hesamannafélaga um afnot af staðnum til frambúðar. Málið var tekið upp af þeirri markvísi, er einkennt hefur aðgerð- ir Þingvallanefndar á því skeiði, sem hér er lýst. Sumarið 1982 önn- uðust gæzlumenn Þjóðgarðsins sorphreinsun í Skógarhólum og bættu henni við önnur verk sín. Samtímis vom teknar upp samn- ingaviðræður við Landssamband hestmannafélaga. Lauk þeirri SJÁ BLS. 41.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.