Morgunblaðið - 26.11.1987, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 26.11.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 41 Athafnir Þingvalla- nefndar undanfarin ár samningagjörð á árunum 1984 og 1985, en þann tíma sem viðræðum- ar fóru fram hafði einkar gott samstarf tekizt milli framkvæmda- stjóra Landssambands hestmanna- félaga og gæzlumanna á Þingvöll- um um tilhögun hestamennsku á þjóðgarðssvæðinu. Samkvæmt samningnum nýja eru Skógarhólar áningarstaður, sem Landssamband hestmannafé- laga hefur forræði yfir. Meiri háttar hestamannamót eru ekki haldin þar. Hins vegar er að því stefnt að gera hestamönnum heimsóknir svo hægar sem verða má. Fastur starfs- maður er í Skógarhólum sumar- langt ár hvert. Landssambandið fær mann þennan til verka, enda er það sínum hnútum kunnugast. En Þing- vallanefnd greiðir starfsmanninum föst verklaun, og mat sinn hefur hann í mötuneyti Þjóðgarðsins. Þingvallanefnd tekur einnig nokk- um þátt í varðveizlu mannvirkja. Þessi tilhögun hefur gefízt prýði- lega. Starfsmenn í Skógarhólum eru sérlega vel verki famir. Á það við um hvort tveggja, viðhald húsa og annarra mannvirlq'a, — og um- gengni við gesti. Samstarf milli þeirra og gæzlumanna Þjóðgarðsins hefur einkennzt af þeim gagn- kvæma skilningi á mismunandi en þó náskyldum verkefnum, sem er aðalsmerki starfshópa á Þingvöll- um. Hestamenn fara nú annað hvort beint í Skógarhólar ellegar þeir ríða niður Kárastaðastíg og um Al- mannagjá að fomum sið og þá viðstöðulítið inn eftir Efri vöilum og Leirum, án þess að spretta af hestum sínum eða beita þeim í nám- unda við Þinghelgina. Þegar komið er í Skógarhóla, bíður gestanna ýmis sú þjónusta, sem þeir þarfn- ast. Þaðan em þeir og fluttir niður í Hótel Valhöll, ef um er beðið, og hefur starfsmaður í Skógarhólum ellegar þjóðgarðsgæzlan annazt það verk. Skemmst er frá því að segja, að upp til hópa virðast menn una þess- ari tilhögun vel. Hún einkennist af þeirri stefnu, sem Þingvallanefíid hefur markað á flestum sviðum og draga mætti saman í orðunum „festa og fyrirgreiðsla". Víst er um það, að ótvíræðar framfarir hafa orðið varðandi þjónustu við hesta- menn á svæðinu frá því að Þing- vallanefnd hóf bein afskipti af þeim málum. Önnur ferðamanna- þjónusta á sumrum Segja má, að meginverkefni Þingvallanefndar og Þjóðgarðsins á Þingvöllum séu af tvennum toga spunnin: Annars vegar er vemdun lands og menningarverðmæta. — Ferðamannaþjónusta er á hina hlið. Ferðamannaþjónustan er hinn rauði þráður allrar alvarlegrar orð- ræðu um Þingvelli, eins og hér hefur þegar komið fram. Hún er samofín velflestum verkþáttum Þingvallanefndar og Þjóðgarðsins. Skal nú vikið að nokkrum þeim lið- um þessarar þjónustu, er ekki hafa verið nefndir fyrr í þessu máli. Tjaldsvæði Þjóðgarðsins voru endurskipulög sumrin 1983 og 1984. Nú er einkum tjaldað í Bola- bási, undir Hvannabrekku og Fögrubrekku, á Leirum og út með Þingvailavatni. Önnur og dreifðari tjaldsvæði hafa verið lögð niður. Þetta gerir gæzlu, sorphreinsun, branavamir og aðra þónustu við tjaldbúa skilvirkari en ella. Leiðsögn hefur verið aukin. Auk hinnar hefðbundnu leiðsagnar, sem þjóðgarðsvörður býður þeim hóp- um, er þess óska árið um kring, hefur þjóðgarðsgæzlan tekið upp „lifandi leiðsögn", er í því felst, að gengið er með ferðamönnum eftir nánar auglýstum leiðum um innri hluta Þjóðgarðsins og ýmiss konar fræðsla í frammi höfð um sögu staðarins og náttúrafar. Áður er minnzt á upplýsingar um umferð og hegðun á Þingvöllum. Nýlega gaf Þjóðgarðurinn út lit- prentaðan blöðung, þar sem þýðing- armestu þættir sögu og umhverfís standa frammi. Bækling þennan er ekki aðeins að fínna á íslenzku, heldur einnig dönsku, ensku og frönsku. Hann er á sumri að fá í upplýsingadeild Þjóðgarðsins í Þjónustumiðstöðinni á Leiram, svo og í sölubúðinni á sama stað og einnig í Hótel Valhöll. Að vetrinum er blöðungurinn til reiðu á Þing- vallabæ. í Þjónustumiðstöðinni á Leirum er gæzlumaður til taks í upplýsinga- deild Þjóðgarðsins sumarlangt frá morgni til miðrar nætur alla daga. Jafnframt hefur hann náttból í hús- inu og bregzt við óvæntum tíðind- um, er þá geta orðið. Gæzlumaður selur mönnum leyfí til stangaveiði í Þingvallavatni fyrir landi Þjóð- garðsins og leyfí til næturvistar á tjaldsvæðum. Uppdrættir Þjóð- garðsins og hálendisins hér í kring prýða veggi umhverfís afgreiðslu- borð gæzlumanns. Hann ræðir við gesti um þá kosti, sem f boði era til dvalar og athafna innan Þjóð- garðsins. Einnig veitir hann upplýs- ingár um ástand vega í nágrenni Þingvalla og leysir eftir fongum úr öðra því, er ferðamönnum liggur á hjarta. Áður er minnzt á sölubúðina í Þjónustumiðstöðinni. Hún er í eigu Þjóðgarðsins og Þingvallanefndar, en leigð einkaaðilum. Þar er að fá ýmsar helztu ferðamannavörar og veiðivörar, auk góðgætis af margvíslegu tagi. Alkunn er sú þjónusta, sem Hót- el Valhöll veitir. Þau verk hafa ekki verið unnin á vegum Þingvalla- nefndar. En samstarf hefur um árabil verið einkar gott milli Þjóð- garðsins og eigenda og rekstrarað- ila Valhallar. Tæpast getur þó farið hjá því, að vel takist til um slíkt, þegar góðviljaðir einstaklingar erf- iða í nágrenni og viðfangsefni tengjast á ýmsa vegu, ásamt áhyggjum og gleði, — en hver um sig sinnir afmörkuðum verkefnum, er tæpast geta rekizt á. Ótalmörg dæmi slíkrar samvinnu mætti nefna. Með því að samantekt þessi er fram komin er vert að nota tæki- færið og þakka öllum aðstandend- um Valhallar þeirra mikla framlag til vandaðrar þjónustu á Þingvöllum undanfarin ár. Hins sama er vænzt á komandi tíð. Augljóst er, að Hót- el Valhöll hlýtur enn að gegna óbreyttu hlutverki um langa tíð — hvað sem fjarlægari framtíð kann að bera í skauti sér. Ferðamannaþjónusta á vetrum Stóraukin bifreiðaeign lands- manna og áður greindar vegabætur valda því, að vetrarferðum Reyk- víkinga til Þingvalla fjölgar mjög ört ár frá ári. Undanfama vetur hefur Mosfellsheiði verið radd með reglubundum hætti í viku hverri, — m.a. fyrir atbeina formanns Þing- vallanefndar. Veðurfar hefur og verið svo hagstætt, að með umget- inni tilstuðlan Vegagerðar ríkisins hefur heiðin nánast verið opin flesta daga vetrarins. Að vetrinum liggur öll sú þjón- usta, sem að framan var rædd, í dvala að mestu. Þetta skapar vand- kvæði, er verða sífellt tilfínnanlegri með hveiju árinu sem líður. í ná- grenni Þingvalla þyrfti að vera bifreiðaverkstæði, hjólbarðaþjón- usta, benzínsala og önnur aðstoð við ökumenn árið um kring. Sama máli gegnir um matsölu og gistingu. Hér er ekki við neinn um að sak- ast. Staðurinn býr í þessu efni að háttum fyrri tíðar og hefur ekki enn bragðizt við nýrri öld að því er til vetrarumferðar tekur. Raunar hef- ur sölubúðin á Leiram verið opnuð litlu fyrr en áður síðustu vorin, — og staðið opin í hálfa gátt nokkra lengur fram eftir hausti. En að öðra leyti er ferðamannaþjónusta á vetram takmörkuð við eftirlit með Þjóðgarðinum og þá fyrirgreiðslu, sem unnt er að veita heima á Þing- vallabæ. Famar era tvær eftirlitsferðir um alla vegu Þjóðgarðsins og nágrenni hans dag hvern vetrarlangt, hin fyrri í lýsing og hin síðar, er degi tekur að halla. Kemur þá löngum í ljós, að oft era kröggur í vetrar- ferðum og margur fer miður búinn að bifreiðakosti og fatnaði til Þing- valia en skyldi. Þeir, sem ratað hafa í nokkum vanda af þessum sökum, era feijaðir heim á Þing- vallabæ, Þar er þeim veittur beini, meðan úrlausna er leitað símleiðis um lengri vegu. Gæzla er á Þingvallabæ daga og nætur árið um kring. Er þar fylgt fyrirmælum Þingvallanefndar, en þau era reyndar næsta sjálfsögð: Húsin á Þingvallastað era þjóðar- gersemar, sem mörgum þætti eflaust sjónarsviptir að, ef út af brygði. Stöðug gæzla er nokkur trygging fyrir' því, að húsin þoli ekki hnekk. Jafnframt er viðhaldi húsa iðulega áleiðis snúið á vetram, og era iðnaðarmenn tíðir gestir þann tíma ársins. Símavarzla er hluti af gæzlunni á Þingvallabæ. Síminn er vendilega auglýstur á tveimur stöðum í síma- skrá. Númerið er 99-2677. Símhringingar verða margar á vetr- um, eigi síður en á sumram. Er þá spurt um aðstæður á Þingvalla- svæðinu og sitthvað fleira. Svörin byggjast á áðumefndum eftirlits- ferðum. Iðulega leita menn fregna af tilteknum ferðalöngum, sem þeir era famir að hafa áhyggjur af. Stundum hefur nýafstaðin eftirlits- ferð leitt það í ljós, sem eftir er leitað. í annan tíma verður að fara sérstaka ferð til frekari könnunar. Þegar veralega ber út af, era bænd- ur úr nágrenninu kvaddir til lið- veizlu, ellegar björgunarsveitir, lengra að komnar. Algengt er, að gestir leiti fót- gangandi heim að Þingvöllum á vetrardögum, þegar þeim hefur hlekkzt á í Þjóðgarðinum ellegar í fjöllunum hér í kring. Era menn þá löngum kaldir, þreyttir og soltn- ir og í stöku tilvikum aðframkomnir eftir hrakninga. Slíkum gestum sem öðram er veitt sú aðhlynning, sem framast má að gagni koma, meðan frekari úrræða er leitað og beðið. Þingvallastaður er þannig eins konar umferða- og björgunarmið- stöð að vetrinum. Þetta er ekki að undra. Svo þverstæðukennd er lega Þingvalla, að annars vegar era þeir í örskotsfæri við mesta þéttbýli ís- lands, en hins vegar kúrir staðurinn utan í hálendisbrúninni, umluktur háskalegum fjallvegum og reginör- æfum að austan og norðan. Aðdráttarafl Þingvalla virðist óþijótandi, og leita menn þangað öllum stundum, en af misjafnri fyr- irhyggju. Lítið má út af bera, ef stýra skal hjá vanda. Það er þakkar- efni, að ekki hefur orðið mannskaði á þessum leiðum með sívaxandi umferð undangenginna ára. Við þessu hefur verið bragðizt á framangreindan hátt og með dyggu fulltingi Þingvallanefndar. Enginn vafí leikur á því, að eftiriitsferðim- ar, símavarzlan og stöðug gæzla og aðhlynning á Þingvallastað hafa skilað þeirri ferðamannaþjónustu, sem við verður komið á vetram, meðan annarra og skilvirkari að- ferða er beðið. Ætíð er ánægjulegt að vera í hlutverki þess aðila, sem leysir vanda manna, þegar það tekst. En ferðamannaþjónusta að vetri til á Þingvöllum hefur að geyma fleiri gleðiefni. Leiðsögn er þá öðru frem- ur í höndum þjóðgarðsvarðar. Marga góða gesti ber að garði, opinbera aðila og aðra hópa, inn- lenda menn og útlenda. Viðurgem- ingur fer eftir aðstæðum. Þegar nepjan tekur að sverfa að hlustend- um á víðavangi, rejmist hallkvæmt að leita skjóls í kirkjunni ellegar á Þingvallabæ, er svo vel var húsaður upp fyrir fáum áram sem frá er skýrt í upphafí þessa máls. Framfaraskeið Ekki er um það að villast, að undanfarin tvö kjörtímabil hefur Þingvallanefnd hrandið í fram- kvæmd mörgum verkum, er marka þáttaskil í sögu Þingvalla hin síðari ár. Á það við um allt í senn ytri umbúnað og þjónustu, rannsóknir og raunhæfa heildarskipan mála. Gömul mannvirki kasta ellibelg og ný rísa af granni. Gæzla hefur margfaldazt og önnur fyrirgreiðsla við ferðamenn verið bætt til muna. Vemdun viðkvæmrar náttúra Þjóð- garðsins er gaumur gefínn með þeim hætti, að í þvi efni er sköpum skipt. Lagt hefur verið á ráðin um framtíðina af eindregnari ásetningi en fyrr. Þessar staðreyndir era al- menningi ekki ætíð svo ljósar sem skyldi. Því er bent á þær hér — þegar fráfarandi Þingvallanefnd býst til að skila umboði í verkalok. Staðreyndimar tala sínu máli. Hver sá, sem í sannleika ann Þingvöllum við Öxará, hlýtur að leggja hlustir við þeirri raaðu. Hinn sami lætur sér fátt um fínnast, er miður velvilj- aðir menn leita uppi vandfundna hnökra á stefnu Þingvallanefndar og tilhögun einstakra verkþátta. Mestu skiptir að leggja rækt við yfírsýn um mikið og margslungið svið, þar sem fjölþætt viðfangsefni hvíla í styrkum höndum þeirra stór- huga forystumanna, er setið hafa í Þingvallanefnd um sjö ára bil. Þingvellir era þjóðarhelgidómur Islendinga. Þeir era annar tveggja „homsteina í þjóðartilvera" okkar, eins og komizt var að orði í forystu- grein hér í Morgunblaðinu fyrir fáum áram. Jafnframt horfa Þing- vellir við öldungis nýjum tímum og gjörbreyttum vérkefnum. Tækni- framfarir og áður óþekktir um- ferðahættir valda því, að þessi heillandi fjaliasalur í útjaðri höfuð- borgarsvaeðisins hlýtur að þróast örar en áður var. Miklu varðar, að haldið sé fast við foma háttu og hefðbundin verðmæti í hveiju því efni, sem við verður komið. En ekki er minna vert um hitt, að staðurinn helgi nýtist lifandi íslenzkri þjóð á þann veg, að verði öllum lands- mönnum til hugbótar og hamingju- auka á viðsjálli öld. Að þessu hefur lengi og vel verið unnið. En verk- hraðinn eykst með áram. Nú tekur ný Þingallanefnd við boðkeflinu og ber það á veginn fram. Megi nefndinni margt að sólu ganga. Þingvöllum á Klemenzmessu 1987. Höfundur er þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og sóknnrprestur. Hnnn er einnig fromkvæmd&siji: i Þingvallamefndar. Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi: Aðalfundur á Stykkishólmi Morgunblaðið/Gréta Friðriksdóttir Systurnar Jóhanna og Elisabet Benediktsdætur eigendur verslunar- innar og Anna Á. Helgadóttir afgreiðslustúlka. Ný verslun á Reyðarfirði AÐALFUNDUR Samtaka sveit- arféiaga í Vesturlandskjördæmi verður haldinn í Hótel Stykkis- hólmi dagana 27. til 28. nóvem- ber. Á fundinn mæta meðal annarra Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, sem ræðir verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga, og Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra, sem ræðir samgöngumál á Vesturlandi. Fundurinn verður settur á föstu- dag klukkan 10 og sfðan verður kosning fundarstjóra, fundarritara og lq'örbréfanefndar. Að því loknu flytja gestir ávörp og Gunnar Már Kristófersson, formaður stjómar samtakanna, les skýrslu stjómar- innar. Þá les Guðjón Ingvi Stefáns- son skýrslu framkvæmdastjóra, Ragnar Hjörleifsson les skýrslu iðnráðgjafa, Haukur Sveinbjöms- son les skýrslu fræðsluráðs, Þórir ólafsson les skýrslu Fjölbrauta- skóla Vesturlands og Guðjón Ingvi Stefánsson kynnir reikninga og fjárhagsáætlun stjómarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir ávarpar fundargesti á föstudag klukkan 13.30 og ræðir verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Að því loknu flyt- ur Sturla Böðvarsson úttekt nefnd- ar samtakanna og síðan verða almennar umræður um verkaskipt- inguna. Skýrsla kjörbréfanefndar verður lesin klukkan 16 og kosið verður í starfsnefndir fundarins sem taka síðan til starfa. Nefndimar halda áfram störfum klukkan 20.30. Á laugardag hefst fundur klukk- an 9.30 og verða þá samgöngumál á Vesturlandi rædd. Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra flyt- ur ræðu og síðan verða fyrirspumir og umræður. Fyrir svöram sitja auk samgönguráðherra embættismenn frá vegamálastjóra, hafnarmála- stjóra, flugmálastjóra, póst- og símamálastofnun og ferðamála- stjóra. Nefíidir skila áliti og mál verða afgreidd klukkan 13.30 og síðan verða kosningar. Áætluð fundarlok era klukkan 15.30. Reyðarfirði. NÝ fataverslun var opnuð hér á Reyðarfirði föstudaginn 20. nóv- ember. Nafn verslunarinnar er Fataverslun Þjálfa og Röskva. Eigendur verslunarinnar era systumar Jóhanna og Elísabet Benediktsdætur. Þetta er fyrsta verslunin á Reyð- arfirði sem hefur eingöngu fatnað á boðstólum. — Gréta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.