Morgunblaðið - 26.11.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987
43
Frumvarp til breytinga á lögum um hlutafélög:
Lágmarksfjöldi stofn-
félaga lækkaður í tvo
JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, mælti í efri deild á þriðjudag
fyrir stjómarfrumvarpi til breytinga á lögum um hlutafélög. Meðal
helstu breytinga sem fmmvarpið gerir ráð fyrir er að fjölda manna
sem þarf til að stofna hlutafélag verði fækkað úr fimm 1 tvo. Þeir
Eyjólfur Konráð Jónsson (S.-Rvk.) og Guðmundur Ágústsson (B.-
Rvk.) tóku einnig til máls um þetta fmmvarp.
Jón -Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði frumvarpið að mestu
leyti vera samhljóða frumvarpi sem
lagt var fram á síðasta þingi en
varð ekki útrætt. Frumvarpið er í
meginatriðum árangur af starfi
nefndar sem viðskiptaráðherra
skipaði í byijun árs 1984 til að
koma með tillögur um nauðsynlegar
breytingar m.a. á hlutafélagalögun-
um.
Ein veigamesta breytingin á lög-
unum sem nefndin gerði tillögu um
er sú að íslensk lög verði samræmd
lögum nágrannalandanna um kröf-
ur að því er varðar fjölda stofnenda
og hluthafa í félögum. Er því lagt
til að lágmarksfjöldi þeirra sem
þarf til þess að stofna hlutafélög
og eiga hlut í slíku félagi lækki úr
fímm í tvo. Þá er einnig lagt til að
stjóm í hlutafélagi megi skipa einn
maður eða tveir ef hluthafar eru
fjórir eða færri en samkvæmt gild-
andi lögum þarf þrjá. Með þessu,
sagði ráðherra, væri stuðlað að
fækkun málamyndahluthafa og þar
með að aukinni hagræðingu við
stofnun hlutafélaga og í rekstri
þeirra.
Þá væri lagt til að lágmarksfjár-
hæð hlutafjár við stofnun hlutafé-
lags verði hækkuð úr 20 þús. í
gildandi lögum í 400 þús. kr. Væri
hér að miklu leyti miðað við láns-
kjaravísitölu en upphæðin hefði
verið óbreytt síðan lögin gengu í
gildi árið 1978. Einnig væri lagt til
að sett yrði i lögin ákvæði sem
bæti stöðu hluthafa þegar stjóm
hefði synjað hluthafa um leyfi til
Jón Baldvin
og Karvel
deila
Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráðherra, mælti í gær
í efri deild fyrir frumvarpi til
staðfestingar á bráðabirðgalög-
um frá í sumar um ráðstafanir
í fjármálum.
Nokkrar orðahnippingar
urðu milli ráðherra og sam-
flokksmanns hans, Karvels
Pálmasonar (A/Vf), en sá
síðamefíidi mælti gegn „matar-
skatti". Taldi Karvel slfkan
skatt lítt veijandi nema viðun-
andi hliðarráðstafanir fylgdu.
Ráðherra sagði hliðarráðstaf-
anir hafa fylgt í bráðabirgða-
lögum frá í sumar, til að rétta
hlut heimila, og þeim yrði betur
fylgt eftir með ráðstöfunum
eftir áramót. Fækkun undan-
þága í söluskatti væri óhjá-
kvæmileg svo fylgja mætti
betur eftir skatteftirliti og
hamla gegn skattsvikum.
Leiðrétting
að selja hlut sinn og er þá gert ráð
fyrir því að hluthafinn geti krafíst
að félagið leysi til sín hlutinn sem
það synjar um sölu á.
Meðal helstu breytinga sem gerð-
ar hefðu verið á frumvarpinu síðan
það var lagt fram á síðasta þingi
er tillaga um heimild til þess að
gefa út hlutabréf án atkvæðisréttar
en slík bréf væru vinsæl víða í við-
skiptalöndum okkar. Ráðherra
sagði að hér þætti rétt að skapa
með lagaákvæðum farveg fyrir nýja
ávöxtunarleið hér á landi til að örva
atvinnulífíð og viðskipti með hluta-
bréf auk þess sem fyrirtæki þyrftu
þá síður að leita eftir innlendu eða
erlendu lánsfé. Þá væri gert ráð
fyrir að mál sem ekki hefðu verið
greind í dagskrá hluthafafundar
mætti ekki taka til úrlausnar á
fundinum nema með samþykki allra
mættra hluthafa, en jafnframt væri
þess krafíst að hinir atkvæðisbæru
fundarmenn sem samþykki veittu
færu með minnst 8A hluta atkvæða
í félaginu.
Eyjólfur Konráð Jónsson
(S.-Rvk.) sagðist ekki vera viss um
að allar þær breytingatillögur sem
lagðar væru til ættu rétt á sér.
Hann fagnaði hins vegar að frum-
varpið skyldi nú vera flutt aftur
með áorðnum breytingum. Lög-
menn hefðu margir um það fjallað
og komið með ýmiss konar ný at-
riði t.d. um það hversu marga
þyrfti til að stofna félag, nú væri
talað um tvo. Sagði hann að á sínum
tíma hefði þeim er fjölluðu um
frumvarpið í fjárhags- og viðskipta-
nefnd þótt gamla reglan alveg
nægja að fímm væru lágmark. Það
væri varla hægt í íslensku tungu-
taki að tala um félag nema
mennimir væm þrír, fjórir eða
fimm. Það myndi ekkert há mönn-
um þó þeir þyrftu að vera fimm,
þetta væri algjört aukaatriði.
Eyjólfur Konráð sagðist aðallega
vilja leggja áherslu á það að nú
yrði unnið að því að fara í gegnum
þessar tillögur af Alþingi og það
athugað hve margar þeirra væm
nýtilegar og hvað væri þar til bóta.
Sumt taldi hann fremur verða til
þess að hamla þessari starfsemi.
Hann hefði haft mikinn áhuga á
þessari starfsemi um langt skeið
og myndi koma með sínar athuga-
semdir í þingnefnd. Við hefðum hér
engin öflug almenningshlutafélög
en það væri gmndvallaratriði fyrir
velmegun og framfömm í þessu
þjóðfélagi og réttlæti og réttri
eignaskiptingu að fjármagn dreifð-
ist meira á meðal landsmanna allra
og að sem flestir gætu orðið þátt-
takendur í meiri háttar félögum.
Guðmundur Ágústsson
(B.-Rvk.) sagði það vera mikla
spumingu hvort þær breytingar
sem fram kæmu í fmmvarpinu
væm þær sem væru mest aðkall-
andi í dag. Hann vildi aðallega
leggja áherslu á þrennt. Það væri
stofnunin í upphafi; að ekki væri
hægt að stofna svokölluð gervifé-
Jón Sigurðsson
herra.
viðskiptaráð-
AIMIMil
lög, félög þar sem jafnvel einn
einstaklingur fengi til liðs við sig
ijóra aðila til að stofna pappírs-
fyrirtæki sem hefði það að megintil-
gangi að takmarka ábyrgð hans.
í öðm lagi hefði honum fundist
áríðandi að athuga mjög vandlega
tilkynningarskyldu til hlutafélaga-
skrár þannig að vel væri fylgst með
því að félög störfuðu eftir lögum
og reglum.
í þriðja lagi hefði hann viljað að
ábyrgð stjómarmanna í hlutafélög-
um yrði aukin, bæði skaðabóta-
ábyrgð og refsiábyrgð, því allt of
oft hefði það komið upp að menn
skýldu sér á bak við hlutafélagalög-
in og formið hlutafélag þegar
eitthvað kæmi upp á. Guðmundur
sagðist ekki telja það til bóta að
fækka hluthöfum þó að í nágranna-
löndunum hefði það orðið ofan á. í
annan stað væri hann fylgjandi því
að hækkuð yrði krafan um stofnfé
þannig að það yrði jafnvel 1 millj.
kr.
Bjór-
inn til
nefndar
Fyrstu umræðu um bjór-
frumvarpið lauk í neðri
deild Alþingis í gær — á
fimmta fundi þingdeildar-
innar um málið. Samþykkt
var með 27 samhljóða at-
kvæðum að visa frum-
varpinu til annarrar
umræðu og með 26 at-
kvæðum að vísa því til
allsherj arnef ndar þing-
deildarinnar.
Frumvarpið gengur nú til
þingnefndar. Síðan þarf það
að ganga í gegn um tvær um-
ræður til viðbótar í þingdeild-
inni, þegar allsheijamefnd
hefur skilað áliti um frum-
varpið til deildarinnar. Loks
þarf það að hljóta afgreiðslu
og samþykki við þijár umræður
í efri deild með og ásamt skoð-
un í þingnefnd.
Flutningsmenn frumvarps-
ins telja að það hafí sætt
málþófí í þingdeildinni, en það
var lagt fram 26. október
síðastliðinn, og verið margsinn-
is á dagskrá til fyrstu umræðu.
Ef að líkum lætur á bjórfmm-
varpið eftir langa og stranga
göngu á þingi áður en það kem-
ur til lokaafgreiðslu.
Gerð verði langtíma-
áætlun um gerð jarðganga
HJÖRLEIFUR Guttormsson
(Abl.-Al.) mælti í gær fyrir til-
lögu til þingsályktunar um
jarðgangaáætlun sem hann
flytur ásamt Steingrími J. Sigf-
ússyni (Abl.-Ne.). Samkvæmt
tillögunni á Alþingi að fela
rikisstjórninni að leggja fyrir
yfirstandandi þing fullmótaða
langtímaáætlun um gerð jarð-
ganga.
Óli Þ. Guðbjartsson (B.-Sl.)
sagði að okkur tækist ekki að
byggja landið allt á viðeigandi
hátt nema samgöngum yrði sinnt
betur en nú væri gert. Hann
hvatti því alla þingmenn til að
veita tillögunni brautargengi.
Steingrímur J. Sigfússon
sagði öll gögn sem þyrftu að
liggja frammi áður en ákvörðun
væri tekin um þetta mál þegar
liggja frammi. Spumingin væri
því hvort menn teldu að marka
ætti stefnu til lengri tíma í þess-
um efnum. Taldi hann menn
yfirleitt vanmeta gildi þess að
hafa góðar samgöngur.
Karvel Pálmason (A.-Vf.)
sagðist sammála tillögunni en
þingmenn almennt gerðu sér ekki
grein fyrir mikilvægi samgangna.
Samgöngur og byggðastefna
væru aftur á móti málaflokkar
sem ekki yrðu skildir að. Lítið
hefði þokast í þessum málum að
undanfömu, að mati þingmanns-
ins,. og ef ekki yrði horfíð frá
núverandi stefnu myndu byggðir
á Vestfjörðum grisjast enn frek-
ar. Þetta hefði löngu átt að gera.
Umræða um læknalög:
Rannsaka þarf útþenslu em-
bættis tryggingayfirlæknis
GUÐMUNDUR Bjamason, heílbrigðis- og tryggingamálaráðherra,
mælti í neðri deild Alþingis á mánudag fyrir frumvarpi til breytinga
á læknalögum. í umræðum um frumvarpið kom m.a. fram nokkur
gagnrýni á embætti yfirtryggingalæknis. Sögðu þau Guðrún Helga-
dóttir (Abl.-Rvk.) og Alexander Stefánsson (F.-VI.) að útþensla þess
hefði verið óeðlÚega mikil og ástæða væri til að rannska það mál.
í frétt á þingsíðu í gær, þar sem
fjallað var um hið svo kallaða
bjórmál, var Óli Þ. Guðbjartsson
sagður vera forseti neðri deUd-
ar. Af þessu tilefni skal það tekið
fram að forseti neðri deildar er
Jón Kristjánsson. Óli Þ. Guð-
bjartsson, sem er fyrri varafor-
seti neðri deildar, var hinsvegar
starfandi forseti þegar þessar
umræður fóru fram.
Guðmundur Bjarnason sagði
þetta mál hafa verið lagt fram á
síðasta þingi en ekki verið afgreitt.
Það væri nú lagt fram á ný með
smávægilegum breytingum. Frum-
varpið væri að mestu leyti í
samræmi við tillögur stjómskipaðr-
ar nefndar er fjallaði hefði um
málið. Það sem hún hefði aðallega
hugað að er lögin vom endurskoðuð
væri reynsla af gildandi læknalög-
um, áhrif tilkomu annarra heil-
brigðisstétta á framkvæmd laganna
og breytingar annarra Norðurlanda
á þeirra læknalögum.
Heilbrigðisráðherra sagði fmm-
varpið hafa fengið stuðning frá
umsagnaraðilum og hefði Læknafé-
lag íslands skorað á ráðuneytið að
leggja það fram að nýju. Einnig
hefði læknadeild Háskóla íslands
lýst yfír stuðningi við fmmvarpið.
Meðal helstu nýjunga sagði ráð-
herra vera nýskipun á mati við
veitingu læknaleyfa. Skýrari
ákvæði um mat á menntun. Ákvæði
um að ef læknanemi starfaði sam-
hliða námi þyrfti það að vera með
fullgildum lækni. Hnitmiðaðri
ákvæði um skyldur lækna og ítar-
legri ákvæði um þagnarskyldu.
Læknalögin ættu nú líka einungis
að taka til lækna en ekki meira og
minna til allra heilbrigðisstétta.
Heilbrigðisráðherra sagði að sér
hefðu borist athugasemdir frá
tryggingayfírlækni og Ríkisendur-
skoðun um að sett yrði í lögin að
tryggingayfírlæknir fengi að skoða
sjúkraskrár lækna vegna krafna um
greiðslu á hendur almannatrygg-
ingum og einnig að hann yrði í
nefnd þeirri er veitti umsögn um
reglur um veitingu læknisvottorða
ásamt landlækni og Læknafélagi
íslands.
Guðrún Helgadóttir (Abl.-
Rvk.) sagði ráðherra þama hafa
kynnt verulega aukin umsvif trygg-
ingalæknisembættisins sem jafnvel
væru andstæð tryggingalögum.
Ekki væri ástæða til að það emb-
ætti hefði hönd í bagga með t.d.
veitingu læknaleyfa og þenja það
meira út en þegar hefði verið gert.
Full ástæða væri til að kanna
hvemig Tryggingastofnun hefði
þanið sig út og þá sérstaklega þessi
deild. Alltaf væri verið að reyna að
stemma stigu við of miklum umsvif-
um einstakra embættismanna.
Guðmundur Bjarnason sagðist
einungis hafa kynnt athugasemd
frá þessum aðilum en ekki breyt-
ingatillögu. Heilbrigðis- og trygg-
inganefnd myndi taka þetta til
skoðunar og athuga hvort það
stangaðist t.d. á við lög. í rökstuðn-
ingi með þessari athugasemd segði
að í samningi Trvggingastofnunar
og læknadeildar Islands væri gert
ráð fyrir að tryggingajrfírlæknir
fengi að skoða sjúkraskrár. Einung-
is væri nú verið að biðja um að það
yrði gert samkvæmt ótvíræðri laga-
heimild.
Alexander Stefánsson (F.-Vl.)
tók undir viðvörun Guðrúnar
Helgadóttur um embætti trygg-
ingalæknis. Það væri löngu tíma-
bært að taka það til endurskoðunar
samkvæmt tryggingalögunum.
Sagði Alexander að embættið hefði
haft alltof víðtæk og gróf afskipti
af viðkvæmum málum.
Einnig tóku til máls þau Kristín
Einarsdóttir (Kvl.-Rvk.) og Ólafur
Þ. Þórðarson (F.-Vf.)