Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987
Þessar glæsilegu
bækurerutilsöluhjá
Tölvufræðslunni.
Pantanasími 687590.
Jasstónleikar
í Borgarnesi
Jasstríó Steingríms Guð-
mundssonar heldur tónleika í
Hótel Borgarnesi í dag, fimmtu-
dag.
Tónleikamir hefjast um kl.
22.00, en tríóið skipa þeir
Steingrímur Guðmundsson
trommuleikari, Richard Kom bas-
saleikari og Guðmundur Ingólfs-
son píanJóleikari.
Eldaskálinn:
Innréttingar hann-
aðar með tölvubúnaði
Innréttingaverslunin Elda-
skálinn hefur tekið upp nýja
þjónustu fyrir viðskiptavini
sína, þar sem tölvubúnaður er
notaður til að hanna og teikna
upp innréttingar. í fréttatil-
kynningu frá fyrirtækinu segir
að þessi nýjung sé „bylting, sem
etti að leysa mörg vandamál
>g auðvelda fólki val á innrétt-
ngum, þar sem hægt er að sýna
njög nákvæmlega útlit þeirra
>g eins nýtingu á plássi.“
Eldaskálinn selur Invita innrétt-
ngar frá Danmörku, þar sem
•amskonar tölvubúnaður hefur
rerið notaður um skeið með góðum
irangri, að því er segir í fréttatil-
:ynningu Eldaskálans. Tölvufor-
itið, sem notað verður hér, er
lérhannað fyrir Invita og síðan
>ýtt yfir á íslensku, en undirbún-
ngur að notkun þess hérlendis
íefur staðið í rúmlega eitt ár.
Af þeim úrvinnslum, sem bún-
iðurinn annast, má nefna grunn-
>g útlitsteikningar af eldhúsinu.
Peikningar af hveijum vegg fyrir
sig og einnig þrívíddarteikningar.
3ægt er að fá hvaða sjónarhom
sem er og möguleikar eru á að
sýna alla sérsmíði, sem Invita
leggur sérstaka áherslu á. Út-
reikningar á stærðum og verði
fara fram jafnóðum og verða ná-
kvæmari en ella. Reiknað er með,
að í framtíðinni verði Eldaskálinn
Tónleikar í
Casablanca
Hljómsveitin Svart hvítur
draumur heldur tónleika í veit-
ingastaðnum Casablanca við
Skúlagötu í kvöld ásamt hljóm-
sveitunum Daisy Hill Puppy
Farm og Mosa frændi.
Hljómsveitin S.h. draumur hefur
nýverið sent frá sér plötuna Drap
mann með skóflu og væntanleg er
á markað platan Goð. Lög af þess-
um plötum verða kjmnt á tónleikun-
um. Hljómsveitimar Daisy Hill
Puppy Farm og Mosi frændi eru á
meðal þeirra 15 hljómsveita sem
eiga lög á væntanlegri safnkassettu
sem ber heitið Snarl II, og kynna
hljómsveitimar framlag sitt í kvöld
meðal annarra laga. Tónleikamir
heflast kl. 22.00
í beinlínusambandi við móðurtölvu
hjá Invita í Danmörku og munu
þá öll samskipti ganga greiðlega
og afgreiðslufrestur ferður eins
stuttur og frekast er kostur.
(Úr fréttatilkynningu.)
Morgunblaðið/Sverrir
Gunnar Hjálmarsson, söngvari
S.h. draums, á tónleikum í
Menntaskólanum v. Hamrahlíð.
Stekkjarbakki —
-
Miele þvottavélar
á leiðinni!
Síðasta sending uppseld
Næsta sending kemur fyrstu dagana
í desember, en viö höfum sýnishorn
í versluninni, sem við höfum ánægju
af að sýna þér- til þess liggja margar
ástæður.
Einstök Vestur-Þýsk
gæðaframleiðsla
MIELE er að öllu leyti unnin í Vestur-
Þýskalandi úr gæðastáli. Bæði ytri og
innri þvottabelgur er úr ryðfríu stáli í
gegn. Emaleringin er gljábrennd
beint á stálið, sem gerir hana sterk-
ari, hún er vindingsprófuð og gulnar
ekki. Einkauppfinning og einkaleyfi
MIELE verksmiðjanna.
ÖRYGGISLÆSING á þvottaefnis-
hólfinu svo að börnin fari sér ekki að
voða. Öryggisfrárennsli ef straumur
skyldi rofna, svo að hægt sé að tappa
af vélinni og bjarga þvottinum út.
MIELE er sérlega sparneytin, reynd-
ar hönnuð með orkusparnað í huga
og hefur tvö hitaelementi, sem þýðir
minna álag og betri endingu og að
sjálfsögðu er sparnaðarrofi fyrir lítið
magn af þvotti.
Komdu í heimsókn og skoðaðu
MIELE, hún hefur marga aðra góða
kosti, sem við hlökkum til að sýna
þér enda standast þessar gæða-
þvottavélar ströngustu kröfur Þjóð-
verja.
Míele er framtíðareign.
JU JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
43 SUNDABORG • 104 REYKJAVÍK ■ SiMI 688 588
Alfabakki:
Ný tegund
umferðar-
ljósa sett upp
NÝ UMFERÐARUÓS á mótum
Álfabakka og Stekkjarbakka
verða tekin í notkun laugardag-
inn 28. nóvember kl. 14.00. Fram
að þeim tima verða ljósin látin
blikka gulu til að minna ökumenn
á þau.
Umferðarljósin eru umferðar-
stýrð og af fullkomnustu gerð. Það
græna ljós, sem hver stefna fær,
ræðst af umferðarmagni viðkom-
andi stefnu. Undir yfirborði gatna
hafa verið settir umferðarskynjar-
ar. Ef enginn bíll ekur yfír skynjara
tiltekinnar stefnu á tilteknum tíma,
þá er hlaupið yfír þá stefnu, þ.e.
hún fær ekkert grænt ijós. Skipting
græna ljóssins milli stefna getur
því orðið óregluleg, sérstaklega
þegar umferð er lítil.
Sérstök athygli skal vakin á því,
að um leið og hin nýju ljós verða
tekin í notkun verður breyting á
umferðarrétti á gatnamótunum.
Afnumin verður stöðvunarskylda á
Stekkjarbakka gagnvart Álfa-
bakka, en þess í stað verður sett
biðskylda á Álfabakka gagnvart
Stekkjarbakka.
Framangreind gatnamót hafa
verið með mjög háa slysatíðni og
er þess að vænta að þessar ráðstaf-
anir dugi til að bæta hér úr.
(Fréttatilkynning)