Morgunblaðið - 26.11.1987, Síða 52

Morgunblaðið - 26.11.1987, Síða 52
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 veltu til ágóða fyrir Rauða kross íslands og söfnuðu rúmlega 1.030 krónum. Þessi krossins 1.340 krónur sem var ágóði af hlutaveltu sem hópurinn jkefndi til. Krakkamir heita Agnes Ástvaldsdóttir, Katla Ástvalds- dóttir, Elísabet Rósa Jóhannsdóttir, Dagný Huld Hinriksdóttir og Guðmundur Ingi Hinriksson. Sunnlenskir sauðfjárbændur funda um fullvirðisrétt FÉLÖG sauðfjárbænda á Suður- landi hafa ákveðið að boða til fundar í Hótel Selfossi um full- virðisrétt í sauðfjárrækt og fleiri hagsmunamál stéttarinnar mánudaginn 30. nóvember. í frétt frá sauðfjárbændafélögun- um á Suðurlandi kemur fram að mörgum bændum gengur illa að viðurkenna réttmæti þess að sauðfjárbændum sé mismunað við úthlutun framleiðsluréttar eftir búsetu og efast um að slikt standist. Meðal annars þess vegna sé fundurinn boðaður. Hefst hann klukkan 21. Framsöguræður flytja Jóhannes Kristjánsson formaður Landsam- taka sauðfjárbænda, Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri land- búnaðarráðuneytisins og Haukur Halldórsson formaður Stéttarsam- bands bænda. Einnig er reiknað með að úthlutunamefndir Búnaðar- sambands Suðurlands geri grein fyrir úthlutun á ónýttum fullvirðis- rétti. Einnig hefur forsætisráð- herra, landbúnaðarráðherra og ijármálaráðherra verið boðið á fundinn, meðal annars til að ræða hugsanlega aðstoð ríkisins við að greiða sauðfjárafurðir frá haustinu að fullu fyrir 15. nóvember eins og kveðið er á um í búvörulögunum. OTDK HUÓMAR BETUR Þessi galvaski hópur á heima í Mosfellsbæ, en þar efndu þau til sameiginlegrar hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða krossinn og söfnuð- ust rúmlega 1.380 krónur. Þau eru á aldrinum 5—7 ára og heita: Halla, Sigurður, Valgeir, Haukur, Jón Gunnar, Jóna Björg, Davíð, Valdís Lára og Hrafnhildur. Sími84590 Mundu að hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrir með kreditkorti Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322. Spáðu í liðin og spilaðu með, nú er til mikils að vinna. í síðustu viku kom enginn seðill fram með tólf réttum. Því margborgar sig að fylgjast með stöðu og styrkleika liðanna einmitt núna. ISLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.