Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987
Jón Þ. Árnason:
- Lífríki og lífshættir CXXII
Spurningin er: Hvert er upphaf þeirrar speki,
að því betur verði stjómað, þeim mun fleiri,
sem hafí hendur um stjómvöl?
Áratugum áður en grænt varð
tízkulitur á hinu pólitíska flimt-
leikasviði höfðu ýmsir framsýnir
áhugamenn um líf- og náttúru-
vemd hafízt handa og vakið
athygli á afleiðingum, sem nálega
200 ára vélrænt efnahagstrúboð
hafði haft í för með sér. Þó var,
og er, aðaláherzla ætíð lögð á að
leita orsaka og brjóta til mergjar.
Lífvemdarfólk hefír og ávallt
leitazt við að örva til hugsunar
Ulú það, sem óumflýjanlegt yrði,
ef ekki tækist að kæfa ofsatrú á
almætti manneskjunnar yfír nátt-
úruríkinu og lögmálum þess.
Enga lífsvon telur það göfugri og
eiga rétt á sér nema þá, sem rek-
ur rætur í hina óbifanlegu stað-
reynd, að manneskjan hafí alltáf
verið, sé og verði þegn í náttúru-
ríkinu, en ekki herra þess.
Efnahagshyggja ógnar
náttúruvernd
Lífvemdarfólk hefír því alltaf
gert kröfuna um róttæka hugar-
farsbyltingu og afdráttarlaust
afturhvarf frá efnahagshyggju
marxista og markaðsmanna að
meginmáli. M.a. af þeim sökum
hefír það ekki fallizt á að almenn
andúð á brotnum flöskum og
ryðguðum dósum við þjóðvegi,
fjúkandi pappírs- og plastrusli á
víðavangi, ærandi bflaskrölti og
rafknúnu poppglammi á almanna-
færi væri einber hégómi. Það hefír
hins vegar álitið að slík óbeit, ein
og sér, gæti ekki skipt sköpum.
Samt sem áður ber hún umönnun
og ræktarsemi við nánasta um-
hverfí lofsvert vitni, ef og þegar
heiðarlegt hugarfar býr að baki,
og ættu raunar að vera sjálfgefíð
mál.
Lofsvert hlýtur þetta viðhorf
að verða að teljast fyrst og fremst
af þeirri ástæðu, að í óreiðuheimi
efnahagshyggjunnar þykir það
fjarri því að vera sjálfsagt. Þar
er það reyndar talið standa í vegi
framfara og vera þungur baggi á
atvinnurekstri.
Hvort tveggja má til sanns veg-
ar færa, ef viðtekinn skiiningur
mengun og -fordómum svo og
stéttahagsmunum. Þar með hefír
hún aðeins átt spönn ófama til
að gerast bein ógnun við þróttm-
ikið lífríki og heilbrigða lífshætti.
Knýjandi nauðsyn
Eins og af eðli máls leiðir, og
hér að fram hefír lauslega verið
drepið á, skilur hafsjór á milli
vinstrihneigðra umhverfíssam-
taka og lífvemdarfólks. Annað
væri enda óhugsanlegt.
Vinstrisinnar bera sig að von-
um ákaflega illa undan afleiðing-
um áróðurs síns og athafna, en
mega hins vegar ekki til þess
hugsa að hróflað verði við fordóm-
aklastri sínu og heilaspunakerf-
um. Þeir ímynda sér enn, að öll
veraldleg viðfangsefni leysist auð-
hvimleið og hvatvís fyrirbæri í
mannvitsbrekkunni, gæti hann
sér að skaðlausu leitað álits þýzka
hagvísindamannsins Wilhelm
Röpke (f. 1899), sem mér er ekki
kunnugt um, að hafi verið orðaður
við ótímabæra svartsýni. í bók
sinni, „Jenseits von Angebot und
Nachfrage", (Erlenbach-Zúrich
1958), kemst hann þannig að orði:
„Dýpsta kýli menningar okk-
ar hefir búið um sig í hinni
andlegu/trúarlegu kreppu, sem
hefir herpzt í bijósti sérhvers
einstaklings og aðeins verður
sigrazt á í sál einstaklingsins
sjálfs. Um aldarskeið höfum
við, með sífellt örvæntingar-
fyllri hætti, gert tilraun til að
komast af án Guðs og að hefja
manneskjuna, vísindi hennar,
list hennar, tækni hennar og
Guðsfirðarríki hennar, já Guð-
leysisriki hennar í eigin sjálfs-
upphafningu, upp í hásæti
hans.“
í beinu framhaldi af þessu telur
hinn mikilsvirti vísindamaður, að
menn megi vera þess fullvissir,
fengið að njóta sín með mestu
ágætum. Það er leikur, sem felst
í að hafa skipti á fyrirgreiðslu nú
gegn fyrirgreiðslu seinna, og í
þeirri íþrótt er leyfílegt, reyndar
óhjákvæmilegt, að beita nýjustu
auglýsingatækni. „Pólitíkin hefir
drabbast niður á austurlenzkt
skransölutorg," segir dr. Herbert
Gruhl (f. 1921), fyrrverandi sam-
bandsþingsmaður Kristilega
Lýðraeðisflokksins í Vestur-
Þýzkalandi (í bók sinni, „Das
irdische Gleichgewicht", Dússeld-
orf 1982), „þar sem öll brögð og
sálfræðilegar brellur spilafalsar-
ans eru taldar leyfílegar.“
Þegar þjóðir og ríki lúta stjóm-
arfari og stjómskipan, þar sem
þannig er í pottinn búið og jafn-
vel með ennþá ömurlegri hætti,
heyrir engum einsdæmum til, að
vandkvæði, sem öllum em óþægi-
leg á að líta, séu tekin af dagskrá
í bezta bróðemi, eins og venjulegt
er, þegar kosningar vofa yfír. Þá
er aðeins spjallað um það sem er
vinsælt og skoðanakannanir leiða
í ljós að sé áhugavert um stundar-
sakir.
AFTURGANGA
Hagvaxtarapinn missir vitið, þegar vel vegnar; og kjarkinn, þegar á móti blæs.
Uppskera efnahagshyggju
Gagnkvæmar Alræði Billjónir
mútur meðalheimskunnar áfloti
er lagður í orðin framfarir og at-
vinnurekstur, sem nú og Iöngum
áður hafa táknað alla mannlega
starfsemi og mannleg umsvif, er
þaulefla tól og tækifærí til sfvax-
andi eyðslumáttar og hraðteknari
stundargróða án þess að gefa
beri gaum að framfærsluþoli
lands og hafs.
Þó að barátta sundurleitra og
sértækra hópa fyrir umhverfís-
vemd sé yfirleitt góðra gjalda
verð svo langt sem hún nær, þá
er ofætlun að búast við að hún
valdi nema stað- og tímabundnum
umskiptum eins og að framan er
látið að liggja. Ástæðan er áug-
ljós. Athaftiasemin beinist nær
eingöngu að afleiðingaratriðum
og leiðir þess vegna orsakir óhæf-
unnar að mestu hjá sér. Hún er
raunalega oft haldin vandræða-
legum tvíveðrungi eins og allt
annað, sem skortir rótfestu. Bar-
áttan hefír ennfremur víða reynzt
afar viðnámslöt gegn vinstri-
veldlega með tilstuðlan tækninnar
og „réttlátri" skiptingu tekna og
eigna.
Lífvemdarfólk ber sízt á móti
því, að afleiðingar hugsunarleysis
og skammsýni séu víða orðnar
þungbærar eða óbærilegar, og
sums staðar óbætanlegar. Það
bendir auk þess á, að ástand og
horfur séu tvímælalaust uggvæn-
legar og algerlega fordæma-
lausar, og verði brátt óviðráðan-
legar nema til gagnsóknar komi
á grunni gjörbreyttrar lífssýnar
og hugarfars. Það telur m.ö.o.
alla reynsluþekkingu, raunar ver-
aldarsögu okkar aila, hafa stað-
fest óhagganlega, að vitundin
ákvarði og ráði örlögum efnis-
heimsins, en ekki öfugt eins og
markaðsmenn og marxistar hafa
gizkað á — og trúa.
Ef einhver skyldi ætla að fram-
anritað sé einungis ertni af hálfu
einhverra „svartagallsrausara"
eða „heimsendaspámanna" við
að einn góðan veðurdag muni
steypast yfír flest okkar eins og
holskefla það, sem fyrst nú sé
aðeins fáum ljóst. „Þessi örþrifa-
tilraun," bætir hann við, „hefír
skapað heim, þar sem manneskjan
sem andleg/siðferðileg.lífvera fær
ekki þrifízt, en það þýðir blátt
áfram, að hún getur einfaldlega
ekki lifað í honum til lengdar
undir neinum kringumstæðum
þrátt fyrir sjónvarp, bflabrautir,
skemmtiferðalög og þægileg
hfbýli."
Á skransölutorgi
Wilhelm Röpke fjallaði líka eitt
sinn um „listina að múta múgn-
um“. Síðan það var hefír einnig
sú list þróazt með ólíkindum ört
og sífellt nálgazt fullkomnunina
(hér á ég ekki við „the perfect
crime" eins og gefur að skilja).
Lýðræðið hefír orðið að flokka-
ræði eða „samkeppnislýðræði",
þar sem lög markaðarins hafa
Það gerðist ekki fyrst um ára-
mótin 1970/1971 að lífvemdar-
fólk tók að beita sér fyrir
lffsháttabyltingu og gjörtæku aft-
urhvarfí til þaulhugsaðrar
lífsspeki. í baráttu þess hefír höf-
uðáherzla ávallt verið lögð á að
leita og fínna orsakir eins og þeg-
ar er getið, einkum með hliðsjón
af að núlifandi kynslóðir standa
augliti til auglitis við ástand og
úrlausnarefni, sem aldrei fyrr
hafa verið viðfangsefni mann-
kynssögu. Lífvemdarfólk hefír, í
megin atriðum á sama hátt og
Konrad Lorenz, rakið dauðasyndir
mannkyns gegn náttúmríkinu í
heild og margítrekað:
Að umhverfisvemd innan
þröngra og staðbundinna
marka nær ekki lengur nema
ákaflega óverulegum og
skammgóðum árangrí; hnatt-
feðm, hnitmiðuð og frávikalaus
allsherjarstjómun er þvl það,
sem allt veltur á og koma verð-
ur.
Alvörumál
Flestum ábyrgum framrýnum
og yfírleitt öllu raunsýnisfólki ber
nú orðið saman um, að mannkyn-
ið lifí og skrimti við tímaþröng,
sem þegar gefí ærin tile'ni til
örvæntingar. Við stjómvöl erður
hvergi komið auga á fory u, er
megnar að vekja rökstudd .onir
um að takast kunni að bijótast
út úr þessari tímaþröng og nýta
þá möguleika, sem þó enn verða
að teljast vera fyrir hendi til við-
náms.
Þess vegna er brýnt að vekja
enn og aftur athygli á þeirri stað-
reynd, sem lífsnauðsyn býður að
hafa efst í hugum og hjörtum alls
hugsandi fólks, nefnilegaað
ríkjandi heimsástand er án nokk-
urs efa aigeríega fordæmalaust:
1. Aldrei fyrr en nú hefir
móðir jörð haft neitt nálægt
því jafn ógnvænlegan mann-
fjölda á framfæri sínu — og
hann vex um 216.000 líkami á
sólarhring.
2. Aldrei fyrr en nú hefir
sérhver einstaklingur gert
ósvífnari og eigingjarnari kröf-
ur til náttúruauðæfa jarðar.
3. Aldrei fyrr en nú hefir
mannkynið haft vald yfir stór-
virkari tækni til náttúrurán-
skapar — og beitt af
hugsunarsnauðara ofurkappi.
4. Aldrei fyrr en nú hefir
þótt gæfulegt að líða meirihluta
meðalheimskingja að ráða ör-
lögum rikja og þjóða.
5. Aldrei fyrr en nú hafa
herrar heims verið úrræða-
lausari andspænis skyldugum
verkefnum, vitað minna og ver-
ið siðlausari.
6. Aldrei fyrr en nú hefir
tortíming vofað yfir sjálfum
hornsteinum lífríldsins; — loft,
mold og vatn eru þegar úrvinda
af völdum efnahagshyggju,
eina höfuðskepnan, sem ekki
lætur bugast er eldurinn.
Við þetta er ekki út í bláinn
að bæta, að vegna sívaxandi
skýrslnaframleiðslu, óteljandi
álitsgerða nefnda og nefnda-
nefnda, endurreistra þjóð-
hagsspáa á mánaðarfresti og
hinna nær óendanlega mörgu koll-
steypumöguleika, hefír sérhver
ný forspá orðið undanfara sínum
flóknari og illskiljanlegri. Og al-
veg sérstaklega á allrasíðustu
árum hafa fleiri og fleiri þjóð-
hagsspár orðið hreint og beint
hlægilegar. Þess konar spám hef-
ir fíölgað í svipuðu hlutfalli og
efnahagsráðunautum, sem oftast
álíta sér skylt að skila línuritum,
er teiknuð hafa verið eftir for-
skrift „stjómmálamanna" — og
boða þvi stöðugt vaxandi eyðslu-
mátt, meiri „kjarabætur".
Ýms rök hníga í þá átt, að nið-
urstöður hinna flokkslegu vinnu-
bragða muni verða æ fíær
veruleikanum í framtíðinni. Enda
þótt héðan í frá verði unnt að
leggja traustara mat á stöðu mála
og rás tímans af þeirri miskunnar-
lausu ástæðu, að takmörk vaxtar,
sem um aldarfíórðungsskeið hafa
verið sýnileg, eru nú orðin áþreif-
anlegog örlæti jarðar hefír náð
hámarki, þá er óvíst að flokks-
málamenn taki upp þá nýbreytni
að læra af reynsiunni. Líklegast
er að fyrst um sinn a.m.k. verði
haldið áfram að reikna upp og
fram i óbilandi trú á að aukið
peningamagn í umferð þýði vax-
andi auðlegð.
Nú, í upphafí heímskreppu, sem
sennilega verður langvarandi, ef
ekki endalaus, „auðgast" mann-
kynið um nálægt jafnvirði kr.
400.000.000.000 í peningapappír-
um alls kyns á sólarhring eða um
kr. 146.000.000.000.000 - eitt
hundrað fíörutíu og sex billjónir
króna - á árinu 1987.
Samt sem áður kvarta allir um
peningaleysi.