Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 59

Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 59 Félag íslenskra bifreiðaeftirlitsmanna: Mótmælt aðf ör og niðurrifsstarfsemi FÉLAG íslenskra bifreiðaeftir- litsmanna hélt aðalfund sinn þann 10. nóvember. Þar var sam- þykkt ályktun, þar sem félags- menn mótmæla harðlega „þeirri aðför og niðurrifsstarfsemi sem beint hefur verið gegn bifreiða- eftirlitsmönnum og störfum þeirra af stjórnendum á þessu ári,“ eins og segir í ályktuninni. Þá segir enn fremur: „Fundurinn mótmælir harðlega að umferðar- og vegaeftirlit bifreiðaeftirlits- manna var lagt niður á þessu ári og virðist sú stefna stuðla að mik- illi aukningu slysa og óhappa í umferðinni, því slysum í umferðinni hefur flölgað mikið þrátt fyrir stór- átak tryggingarfélaganna til að draga úr slysum. Þá vill fundurinn mótmæla þeirri stefnu að stytta opnunartíma bif- reiðaeftirlitsins á sama tíma og bifreiðaaukning er meiri en nokkru sinni áður og hlýtur það að leiða til þess að biðraðir viðskiptavina í skoðun og annarri afgreiðslu stór- aukist, enda hafa elstu starfsmenn bifreiðaeftirlitsins ekki séð annað eins bifreiða- og umferðaröngþveiti við afgreiðslu sem á þessu ári. Fundurinn vill vekja athygli á því hve hagstæðara sé fyrir þjóðfélagið í heild ef hægt er að fækka slysum í umferðinni og stytta biðtíma við- skiptamanna eftirlitsins, þó svo það kosti nokkrar krónur í yfirvinnu nokkurra starfsmanna.“ í niðurlagi ályktunarinnar er bent á, að nauðsynlegt sé að taka öll umferðarmál til endurskoðunar og sé félagið nú sem fyrr reiðubúið til samstarfs við hvem sem er til að vinna að betri umferð en sé og muni vera á móti allri niðurrifsstarf- semi. Breska rokkhljómsveitin The Swingin’ Blue Jeans. The Swingin’ Blue Jeans leika hér um næstu helgi BRESKU rokkaramir The Swingin’ Blue Jeans koma fram „á sviði týndu kynslóðarinnar" í Hollywood um næstu helgi, 27. og 28. nóvember. Þetta er þeirra þriðja heimsókn til íslands en þeir komu fyrst fram í Austurbæjarbíói 1963. Swingin’ Blue Jeans er ein fárra breskra hljómsveita sem haldið hafa nær óbreyttri skipan frá upphafi. Lögin Hippi hippi shake, Good Golly, Miss Molly, ásamt mörgum bestu rokkurum sjöunda áratugar- ins eru löngu þekkt. (Fréttatilkynning) í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.