Morgunblaðið - 26.11.1987, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987
73
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA
Kovacs skoraði
fjögur mörk
fyrlr Honved
- Espanolhelduráframaðhrellaítali
FYRRI leikirnir í 3. umferð Evr-
ópukeppni félagsliða í knatt-
spyrnu fóru fram í gærkvöldi
og var yfirleitt mjótt á munun-
um. Dortmund, Barcelona og
Honved sigruðu örugglega á
heimavelli, en ekkert lið vann
á útivelli.
Kalman Kovacs var hetja Hon-
ved gegn Panathinaikos og
skoraði fjögur mörk, sem er óvenju-
legt í Evrópukeppni. En þrátt fyrir
mikla yfirburði fengu heimamenn á
sig tvö mörk „og seinni leikurinn
verður erfiður," sagði Bicskei, þjálf-
ari þeirra.
Gary Lineker er farinn að nýta
færin á ný og skoraði tvívegis fyrir
Barcelona gegn Flamurtari Vora
frá Albaníu. Spánveijamir unnu
örugglega 4:1 og ættu að vera ör-
uggir í undanúrslit.
Qott hjá þýsku liðunum
Werder Bremen byijaði með látum
á heimavelli gegn Dynamo Tbilisi
og eftir 17 mínútur höfðu Þjóðveij-
amir Neubarth (3. mín.) og Riedle
(18. mín.) skorað tvö mörk eftir
frábæran undirbúning Norberts
Meiers, besta manns leiksins. En
þeir sofnuðu á verðinum og Sheng-
eliya minnkaði muninn á 20.
mínútu. Eftir það léku Sovétmenn
með níu í vöm, þeir voru sáttir við
úrslitin og þrír þeirra voru bókaðir
fyrir að tefja leikinn. Þjóðveijamir
sóttu stíft til loka án árangurs og
Sovétmenn fengu sín færi, en mörk-
in urðu ekki fleiri. Því er líklegra
að Tbilisi, Evrópumeistarar bikar-
hafa 1981, fari í undanúrslitin að
þessu sinni, en þetta var 50. Evr-
ópuleikur liðsins í Evrópukeppni.
Sigur Dortmund gegn Brugge var
sannfærandi, en Belgamir hafa
sýnt að þeir em erfiðir heim að
sækja. Þar unnu þeir Zenit Len-
ingrad 5:0 og Rauðu Stjömuna 4:0
í fyrstu tveimur umferðunum, þann-
ig að ekki er víst að þijú mörk
Dortmund dugi Þjóðveijunum til
að komast í undanúrslit.
Bayer Leverkusen komst í 2:0, en
Feyenoord gafst ekki upp og tókst
að jafna. Hollendingamir eiga á
brattann að sælq’a í seinni leiknum
og enn eiga þijú þýsk lið möguleika
á að komast áfram.
Scifo lék vel með Inter Mílanó, en það dugði ekki til og liðið gerði 1:1 jafntefli við Espanol á heimavelli. Á myndinni
reynir hann að stöðva Francis, sem er lengst til hægri. v
Lauridsen jafnaöi
Daninn John Lauridsen, sem kom
inná sem varamaður í seinni hálf-
leik, jafnaði fyrir Espanol á 80.
mínútu gegn Inter Mílanó og þar
við sat. Serena skoraði fyrir heima-
menn á 32. mínútu, en þó þeir hefðu
undirtökin og stjórnuðu gangi leiks-
ins, tókst þeim ekki að skora fleiri
mörk hjá Thomas N’Kono, sem
varði vel í marki Espanol. Altobelli
var bestur hjá Inter og Scifo stóð
sig vel, en góður leikur miðjumann-
anna skilaði sér ekki í sókninni.
KNATTSPYRNA / UEFA-KEPPNIN
Úrslit fyrri leikja 3. umferðar Evrópukeppni félagsliða f knattspymu,
sem fram fóru í gærkvöldi.
Honved (Ungveijalandi) — Panathinaikos (Grikklandi) ........5:2
Kovacs (2., 33., 59., 63.), Fodor (víti 24.) — Saravakos (66., 88.)
Áhorfendur: 13.000
Feyenoord (Hollandi) — Bayer Leverkusen(V-Þýskalandi) ......2:2
Been (39.), Hoekstra (44.) — Buncol (20.), Falkenmayer (32.)
Áhorfendun 40.000
Barcelona (Spáni) — Flamurtari Vlora (Albaníu) .............4:1
Ortega (43.), Lineker (54., 59.), Carrasco (55.) — Ruci (viti 70.)
Áhorfendur: 16.000
Guimaraes (Portúgal) — Vitkovice (Tékkóslóvakíu) ...........2K)
Kipulo (60.), Caio Junior (72.)
Áhorfendur:20.000
Inter Mílanó (Ítalíu) — Espanol (Spáni) ....................1:1
Aldo Serena (32.) - John Lauridsen (80.) Áhorfendur: 34.500
Werder Bremen (V-Þýskalandi) — Dynamo Tbilisi (Sovétríkjunum) .2:1
Frank Neubarth (3.), Karl-Heinz Riedle (18.) — Ramaz Shengeliya (20.)
Áhorfendur: 21.000
Verona (Ítalíu) — Sportul Búkarest (Rúmeníu) ...............3:1
Fontolan (25.), Pacione (28.), Elkjær (víti 82.) — Coras (62.)
Áhorfendur: 26.000
Bomssia Dortmund (V-Þýskalandi) — FC Brugge (Belgíu) .......8H)
Frank Mill (12., 64.), Ingo Anderbrugge (77.) Áhorfendur: 52.000
KNATTSPYRNA
Best meinaður
ffáröflunarieikur
George Best var í gær bannað
að halda fjáröflunarleik fyrir
sjálfan sig í Belfast, en þó var
hann búinn aft smala saman
mörgum stórfrægum köppum
til aft leika í úrvalslifti. Norður
írska knattspyrnusambandið
tók beiftni Best fyrir og sam-
þykktl meft 26 atkvæðum gegn
2 aö veita Best ekki heimild
fyrir leiknum. Ástæðan var
stutt og laggóð: „Margir eiga
slíkt mun betur skilið"
m
Ikosningunni kom glöggt í ljós
að George Best uppskar það sem
hann hefur sáð. Talsmaður írska
sambandsins sagði að margoft í
gegn um árin hefði Best ekki mætt
í landsleiki, jafn vel fyrirvaralaust
og hefði borið hinum margvísle-
gustu ástæðum fyrir sig. Svo hefði
hann aðeins leikið 37 landsleiki og
það væri engin spuming að þeir
væm margir sem ættu slíkan
ágóðaleik meira skilið. Pat Jennings
fékk td. slíkan leik á síðasta ári.
Best og umboðsmaður hans vom
sárir og reiðir í gær, sögðu þetta
hneyksli og norður írska sambandið
gerði sér greinilega enga grein fyr-
ir þeim tekjutapa sem það væri að
kalla yfír sig. Bentu þeir á að kapp-
ar á borð við Eusabio, Beckenbauer,
Cruyff, Hoddle og Aitken hefðu
samþykkt að koma til leiks.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA
Haukar kafsigldu Val
HANDBOLTI
Öruggur Vík-
ingssigur
Víkingur sigraði UMFA ör-
ugglega í bikarkeppni HSÍ í
gærkvöldi.Lokatölurnar
urðu 31 -20 eftir að staðan
í hálfleik hafði verið 15-10
fyrirVíking.
eir sem skomðu mörkin
fyrir Víking vom:Sigurður
Gunnarsson 10, Ámi Friðleifs-
son 6, Guðmundur Guðmunds-
son 6, Bjarki Sigurðsson 4,
Einar Jóhannesson 3 og Karl
Þráinsson 2 mörk. Fyrir UMFA
skomðu þessir: Gunnar Guð-
jónsson 8, Láms Sigvaldason
5, Erlendur Davíðsson 3, Viktor
Viktorsson 2, Tryggvi Thor-
steinsson og Steinar Tómasson
eitt hvor.
FYRRI umferð í 1. deildar-
keppni kvenna lauk í gærkvöldi
með leik Hauka og Vals.
Haukaliðið vann mjög sannfær-
andi sigur á Val, sem fyrir
leikinn var f 2. sæti deildarinn-
ar. Leikurinn endaði, 22:15.
Haukastúlkur mættu ákveðnar
til leiks og vom greinilega á
því að spila leikinn til sigurs. Það
sama er ekki hægt að segja um
Valsstúlkurnar. Sig-
Katrín urviljinn ekki fyrir
Fríðríksen hendi hjá þeim að
skrífar þessu sinni!
Valsliðið hafði yfír-
höndina fyrstu mínútur leiksins, en
síðan ekki söguna meir. Hauka-
stúlkur réttu smám saman úr
kútnum og um miðjan fyrri hálfleik
vom þær komnar með góða for-
ystu. Staðan í leikhléi var 10:5 fyrir
Haukum.
í síðarí hálfleik tóku Valsstúlkur
það til bragðs að klippa út tvær
atkvæðamestu stúlkur Hauka, þær
Margréti Theódórsdóttir og Hrafn-
hildi Pálsdóttir. Það gafst ekki vel
og Haukaliðið náði án teljandi erfíð-
leika að auka við forskot sitt.
Leikurinn endaði sem fyrr segir
22:15 fyrir Haukum.
Haukaliðið var mjög ffískt í leikn-
um. Stúlkumar börðust vel , bæði
í vöm og sókn og þá var markvarsl-
an góð hjá Sólveigu Steinþórsdótt-
ur.
Um Valsliðið er fátt gott að segja
eftir þennan leik. Þær virtust á
tímabili í vetur vera til þess líklegar
að vera með í toppbaráttunni, en
miðað við spilamennskuna f gær-
kvöldi eiga þær enn langt í land
með það. Það gekk hvorki né rak
hjá liðinu og engin stóð’ upp úr
meðalmennskunni.
Mðrk HaukiuMargrét Theódðrsdóttir 11/6,
Hrafnhildur Pálsdóttir 6, Inga Kristins-
dottir og Steinunn Þorsteinsdóttir 2 mörk
hvor og Björg Bergsteinsdóttir eitt mark.
Mðrk Vals:Katrfn Friðriksen 4, Kristin
Amþórsdóttir 3, Ema Lúðvfksdóttir 2/2,
Guðrún Kristjánsdóttir, Ásta Sveinsdóttir
og Harpa Sigurðardóttir 2 mörk hver.
KNATTSPYRNA
ClivetilCariisle
Fjórðudeildarliðið Carlisle Un-
ited réði nýjan framkvæmda-
stjóra í gærkvöldi og var það alls
óþekktur kappi sem stöðuna
hreppti. Sá heitir Clive Middleman
og hefur sá verið nánasti aðstoðar-
maður Terry Cooper, gömlu
kempunar, hjá Bristol Rovers og
Bristol City. Middleman tekur við
af Harry Gregg sem var sagt upp
störfum hjá Carlisle eftir afleitt
gengi. Gregg er fyrrum markvörður
hjá Manchester United og Norður^ -
írlandi.
AðaHundir
Aðalfundur knattspymudeildar ÍA
verður haldinn á morgun, laugar-
daginn 28. nóvember og hefst hann
klukkan 13.00. Fundarefni er
venjuleg aðalfundarstörf, en að því
loknu fara fram verðlaunaafhend-
ingar, kjömir knattspymumenn
ársins o.fl. Um kvöldið verður svo
haldin uppskeruhátfð.
Handknattlelksdelld KR
Aðalfundur handknattleiksdeildar
KR verður haldinn þriðjudaginn 1.
desember og hefst klukkan 20 í
félagsheimili KR við Frostaskjól.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
og önnur mál.
BLAK
HK vann
ogtapaði
HK vann Fram 3:1 (10-15,
15-12, 15-3, 15-5) í 1. deild
karla f blaki í gærkvöldi. í 1. deild
kvenna hélt UBK áfram á sigur-
braut og vann HK 3:0 (15-4,15-12,
15-5).