Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 76
PykkvakqjM . Þar vex sem vel er sáð! JMtoiðtiiitfftfrft Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa # SUZUKI FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Egilsstaðir: Hjólbarðar sprungu •í lendingu Egilsstöðum. ÞEGAR Fokkervél Flugleiða var að lenda á Egilsstaðaflugvelli kl. 17:43 í gær, sprakk á báðum hjól- um vélarinnar, vinstra megin. Aldrei stafaði nein hætta af þessu óhappi. Þór Sigurbjömsson flugstjóri sagði að það væri afar sjaldgæft að springi á báðum hjólum sam- tímis í lendingu. Þennan dag hefði ástand Egilsstaðaflugvallar verið óvenjulega gott en hins vegar verið misvindasamt og ætti það ef til vill einhvem þátt í óhappinu. Þegar ^^fréttaritari hitti Þór og áhöfn hans, þau Theodór Blöndal flugmann og Guðrúnu Ólafsdóttur flugfreyju, að máli skömmu eftir óhappið, sátu þau sallaróleg yfír kaffíbolla og biðu viðgerðarmanna að sunnan. Kváðu þau vélina algerlega óskemmda að undanskildum hjólbörðunum. Björn JLoðnuskip dregið í land VARÐSKIP er á leið til Reykjavíkur af loðnumiðunum með loðnuskipið Gullberg VE i togi. Um 30 til 40 klukkustunda sigUng er af miðunum til Reykjavíkur. Gullberg VE, var á leið suður með 600 tonn af loðnu þegar það bilaði norður af Homi. Á sömu slóð- um fékk Gígja VE á sig brotsjó en fór ekki fram á aðstoð. Um 7 vind- stig af suð-vestri voru á loðnumið- unum í gær en lægði þegar á leið. Gólfflísar framleiddar í Bárðardal FYRIRHUGAÐ er að stofna fé- lag um framleiðslu á flísum í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu og eru vélar og mót væntanleg til landsins á næstunni. Hluthafar verða bændur í Bárðardal og verður hlutafé félagsins um 1,5 milljón króna. „Þetta er fyrst og fremst tilraun til að reyna eitthvað nýtt,“ sagði Egill Gústafsson, oddviti á Rauða- felli, en hann fór við annan mann til Belgíu í sumar og kynnti sér framleiðslu hjá flísafyrirtæki þar. Keypt hafa verið sérstök mót frá belgíska fyrirtækinu sem einnig lætur í té formúlu fyrir framleiðsl- una. Meginefni flísanna verður sem- ent og sandur auk annarra efna og verða þær framleiddar í nokkrum litum. Til að byija með verða ein- göngu framleiddar gólfflísar, sem má nýta úti sem inni, en seinna er '^'^feetlunin að framleiða einnig vegg- flísar. „Hér er um tilraunastarfsemi að ræða og er ætlunin að hefja framleiðsluna fyrir áramót," sagði Egill. „Við getum framleitt 50 fer- metra á dag til að byija með en ef vel gengur og Rannsóknastofnun bygKÍngariðnaðarins leggur blessun ^ .sína yfír framleiðsluna, kaupum við fleiri mót.“ Morgunblaðið/Bjami JÓLAHANGIKJÖTIÐ REYKT Rúmlega 200 tonn af hangikjöti eru framleidd árlega. Mest er salan auðvitað fyrir jólin og er háannatíminn hjá reykhúsunum núna, þegar tæpur mánuður er til jóla. Samsvara þessi 200 tonn kjöti af 14 þúsund lömbum. Helmingur hangikjötsins er framleiddur hjá kjötiðnaðar- deild SÍS og var þessi mynd tekin í reykhúsi fyrirtækisins við Rauðarárstíg í gærmorgun. Einar Sigurðsson verkstjóri kveikir undir 700 lærum. Jónas H. Haralz: Vaxtahækk- un veruleg vegna verð- bólgunnar BANKAVEXTIR hafa almennt hækkað í þessum mánuði og er verðbólgan fyrst og fremst ástæðan fyrir hækkuninni, sem er veruleg, að sögn Jónasar H. Haralz bankastjóra Landsbank- ans. Innlánsvextir á sparisjóðsbókum Landsbankans hafa t.d. hækkað frá 1. nóvember sl. úr 19% í 22%, Verzl- unarbankans úr 17% í 20,5%, Samvinnubankans úr 16% í 19%, Alþýðubankans úr 17% í 20% og sparisjóðanna úr 17% í 21,5%. Yfírdráttarvextir tékkareikninga Samvinnubankans hafa hækkað frá 1. nóvember sl. úr 32% í 35%, Al- þýðubankans úr 32% í 35% og sparisjóðanna úr 31,5% í 35%. For- vextir almennra víxla Landsbank- ans hafa hækkað frá 1. nóvember úr 30% í 33%, Verzlunarbankans úr 30% í 33,5%, Samvinnubankans úr 30% f 33%, Alþýðubankans úr 30% í 33% og sparisjóðanna úr 29,5% í 33%. Vextir á almennum skuldabréfum Landsbankans hafa hækkað frá 1. nóvember sl. úr 31% í 35%, Búnaðarbankans úr 33% í 36%, Verzlunarbankans, Sam- vinnubankans, Alþýðubankans og sparisjóðanna úr 31% í 35%. Pörupiltar hleypa úr dekkjum NOKKRIR pörupiltar hafa und- anfarið verið staðnir að þvi að hleypa lofti úr dekkjum bifreiða í Mosfellsbæ. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði hafa mikil brögð verið að því undanfarið að fólk hefur komið að bifreiðum sfnum „á felg- unni“. Hópur unglingspilta virðist hafa stundað að hleypa lofti úr dekkjunum og talið það hina ágæt- ustu skemmtun. Lögreglan hefur hins vegar haft hendur í hári þeirra, svo nú er líklegt að gamanið sé farið að kárna. Long John Silver’s dregur úr kaupum á þorskflökum: Uggvænleg þróun þegar stærsti kaupandinn dregur úr kaupum segir Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater „ÞAÐ ER vissulega uggvænleg þróun, að stærsti kaupandi þorskflaka af okkur skuli ætla að draga úr kaupum á þorsk- flökum og minnka hlutfall þeirra í sölu í veitingahúsum sínum. Hins vegar er staðan sú, að vegna skorts á flökum að heiman er fyrirsjáanlegt að við verðum að draga úr sölu okkar til Long John Silver’s. Það er skortur á gæðaþorskflökum í Bandarikjun- um og hægt að selja mun meira. en við höfum til umráða. Verð- lækkun hefur þegar orðið á kanadískum flökum, en alveg óvíst er að hún hafi áhrif á okk- ar íslenzku gæðaflök. Alla vega koma lækkanir síðast niður á gæðavöru ,“ sagði Magnús Gúst- afsson, forstjóri Coldwater, í samtali við Morgunblaðið. Fiskneyzla hefur farið minnkandi í Bandaríkjunum á þessu ári. Ástæðan er fyrst og fremst verð- hækkanir í kjölfar fískskorts. Meðal annars vegna hækkandi fískverðs og minnkandi hagnaðar hafa veit- ingahúsakeðjumar Long John Silver’s og Shoney’s ákveðið að minnka hlutfall þorskflaka í veit- ingahúsunum og snúa sér að ódýrari tegundum. Um 107.000 tonn af þorskflökum eru seld í Bandaríkjunum árlega. 75.000 tonn eru flutt inn frosin og af því hefur Long John Silver’s keypt um 21.000 tonn á þessu ári. Um helmingur þorskflaka Coldwater er seldur til LJS. Verðhækkun á fslenzkum físki síðan 1984 er um 44% á meðan meðaltalshækkun matvæla hefur verið um 17%. Þess vegna hefur samkeppnin við hamborgarastaði og kjúklingastaði reynst fískrétta- veitingahúsum erfíð og þau leitað eftir ódýrari físki eins og lýsu og aukið kjúklingasölu. Magnús sagði, að reynslan hefði kennt okkur að mesta öryggið í viðskiptum fælist í því að eignast trygga viðskiptavini. Því ættu menn að hugsa sig vel um, þegar slík viðskiptasambönd væru í hættu, því efíðara væri en ella að endurvekja þau fyndist viðskiptavinunum að þeir hefðu verið sviknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.