Morgunblaðið - 01.12.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 01.12.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 Nýr Alafoss hf. tekur til starfa í dag; Starfsmenn 550 en 140 var sagt upp ÁLAFOSS hf., nýtt ullariðnaðar- fyrirtæki,_ sem orðið er til við samruna Álafoss hf. í Mosfellsbæ og ullariðnaðardeildar Sam- bandsins á Akureyri, tekur til starfa í dag. Aðalstöðvar fyrir- tækisins verða á Akureyri og forstjóri þess verður Jón Sigurð- arson. Starfsmenn fyrirtækisins verða um 550 talsins en um 140 starfsmönnum gömlu fyrirtækj- anna tveggja hefur verið sagt upp störfum vegna samrunans. Um 80 starfsmenn ullariðnaðar- deildar Sambandsins fengu upp- sagnarbréf í gær vegna samrunans. Marta'Aðalsteinsdóttir, sem unnið hefur hjá ullariðnaðardeildinni í þrettán ár, sagði að ljóst væri að eitthvað hefði þurft að gerast í málefnum ullariðnaðarins. Hins vegar hefðu elstu starfsmennimir haldið „að þetta væri eitt vælið í viðbót og ekki kyngt því auðveld- lega að hér væri alvara á ferðinni". Um 60 starfsmenn Álafoss fengu einnig uppsagnarbréf í gær vegna samrunans. Karl M. Jensson er einn þeirra en hann hefur starfað hjá Álafossi í tæp 40 ár. Hann sagði að ekki hefði verið farið eftir starfs- aldri við uppsagnimar en allir, sem sagt var upp, hefðu fengið þriggja mánaða uppsagnarfrest. Sjá frétt um hið nýja fyrirtæki á bls. 47 og samtöl við starfs- fólk á Akureyri á bls. 46. Loðnukvótínn verður aukinn ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka loðnukvótann frá þvi, sem gert var til bráðabirgða við upphaf vertíðar. Síðari rannsóknarleið- angur Haf rannsóknastof nunar hefur gengið vel. Honum lýkur um helgina og stefnt er að fundi með norskum og grænlenzkum rannsóknarmönnum í Reykjavík í næstu viku. Endanlegur kvóti verður þá væntanlega gefinn út. Hjálmar Vilhjálmsson, leiðang- ursstjóri á Bjama Sæmundssyni, sagði í samtali við Morgunblaðið, að yfírstandandi leiðangur hefði gengið vel. Loðnan væri komin á venjulegar slóðir og veður hefði verið ágætt. Svæðið frá Víkurál og austur að Langanesi hefði verið kannað. Mælingar yrðu síðan kann- aðar í Reykjavík í upphafí næstu viku og þá legðu fískifræðingar fram tillögur um heildarkvóta. Eitt skip hafði þegar lokið kvóta sínum og nokkur voru á mörkum Vogahverfi: Maður fletti sig klæðum LÖGREGLU í Reykjavík var í gær tilkynnt að maður hefði flett sig klæðum og verið með ósið- lega tilburði við Vogaskóla. Tilkynningin barst lögreglu kl. 17.10. Þegar lögreglan kom að Vogaskóla skömmu síðar var mað- urinn á bak og burt. þess. Útgerðum skipanna hefur nú verið heimilað að halda veiðum áfram. Alls hafa veiðzt 177.000 tonn frá upphafí vertíðar og hefur veiðin sfðustu sólarhringa verið jöfn og góð. Morgunblaðið/BAR GÆSUNUM GEFIÐ Hafnarfjörður: Bærinn og Flensborg sameinast um útvarps- rekstur BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur ákveðið að reka útvarps- stöð í samvinnu við skólayfirvöld og nemendafélag Flensborgar- skóla og verður stöðin til húsa í skólanum. Sent verður út f tvo klukkutíma á dag. Að sögn Guðmundar Áma Stef- ánssonar, bæjarstjóra, er hér um skólaútvarp að ræða og verður stöð- in notuð við kennslu en félagasam- tökum og einstaklingum verður einnig gefinn kostur á að senda út eigin dagskrá. „Þetta verður vett- vangur bæjarbúa, bæði þeirra sem vilja koma fram í útvarpi og þeirra sem vilja hlusta," sagði Guðmund- ur. Skipað hefur verið útvarpsráð sem mun vinna eftir ákveðinni reglugerð er sett hefur verið um reksturinn. Bæjaryfírvöld leggja fram fé í stofnkostnað en munu ekki sjá um rekstur stöðvarinnar. Einn starfsmaður verður ráðinn að stöðinni í hálft starf til að byija með. íslensk sjónvarpshandrit meðal verðlaunaleikrita í Genf? Gcnf. Frá Elínu Pálmadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. OPINBERLEGA hefur ekki veríð upplýst hvaða 10 sjón- varpshandrít urðu hlutskörpust i „Genf Evrópu“-samkeppninni, sem samtök sjónvarpsstöðva í Evrópu efna nú til í fyrsta skipti hér í Genf. Þótt dómnefnd fagfólks frá 9 löndum, undir formennsku Vigdís- ar Finnbogadóttur, forseta íslands, hafí unnið stíft alla helgina og síðdegis á sunnudag og valið 10 drög að sjónvarpsmyndum úr framlögðum handritum frá 15 löndum, verða úrslit ekki tilkynnt fyrr en á blaðamannafundi á fímmtudag og þá um leið afhent í Grand Theater verðlaun, sem eru rúmar 600 þúsund krónur á hvert handrit. Fyrr verður ekki sagt um örlög handritanna þriggja frá ís- landi, sem ríkisútvarpið lagði fram, þ.e. Steinbam eftir Vilborgu Ein- arsdóttur, Heimkoman eftir Önnu Heiði Oddsdóttur og Michael Dean- ford og Engin spor eftir Viktor Amar Ingólfsson, en ég hefí hlerað að eitt þeirra sé meðal verðlauna- handritanna, sem er mikill heiður, enda samkeppnin mikil, t.d. voru 944 handrit send inn frá Spáni. Handritin tíu sem komast í úrslit verða fullunnin og keppa í formi 50 mínútna sjónvarpsmynda til Grand-prix-verðlauna á árinu 1988. Sérstök samtök Evrópulanda um sjónvarp og menningu voru formlega stofnuð sl. vor í þeim til- gangi að veita annað hvert ár verðlaun í Genf og draga fram efni ungra höfunda. Var Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og fyrrverandi leikhússtjóri, beðin um að veita fyrstu dómnefnd forstöðu og aðrir dómnefndarmenn eru allt fagfólk frá sjónvarpsstöðvunum í 9 löndum Evrópu og í hópnum eru rithöfundar. Var mikil vinna lögð í að leggja grundvöllinn að framtíð- arvinnubrögðum og stefnu. Höfðu allir gefíð handritunum 41 punkt fyrirfram og þá séð hvað kæmi helst til greina er nefndin kom saman til viðræðna. Lofuðu dóm- nefndarmenn. og forstöðumenn Evrópusjónvarpsins, sem frétta- menn hittu í höfuðstöðvum Eurovision, skipulag og stjóm Vigdísar Finnbogadóttur, hún hefði á lýðræðislegan hátt og með festu stýrt dómnefndinni. Þetta er ekki í fyrsta sinni sem hún veitir slíka forystu í menningarmálum því hún var um árabil í menningar- nefnd Norðurlandaráðs og formað- ur þess 1978-80 auk þess sem hún er jafnvíg á bæði tungumálin sem unnið er á hér, frönsku og ensku. Dagurinn í gær hjá forseta ís- lands var helgaður sjónvarpsstöðv- unum. Vigdís heimsótti og sat kvöldverðarboð Evrópusjónvarps- stöðva og heimsækir einnig og situr hádegisverðarboð hjá Sviss- nesk-rómanska sjónvarpinu og hún var í beinni útsendingu í frétta- þætti í Eurovision í hádeginu. í dag, þriðjudag, verður forseti íslands gestur Genfar-kantónu og Genfar-borgar og fer m.a. í heim- sókn í hið fræga klukkusafn og heimsækir aðalleikhúsið, Grand Theater, og í kvöld hefur sendi- herra íslands hjá alþjóðastofnun- um í Genf, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, móttöku í sendi- herrabústaðnum. í dag RiovjjunWn&ií) „Höfum allt að vinna en engu að tapa" Nýtt búvöruverð tekur gildi í dag: Mjólk hækkar um 8% og kindakjöt um 6,5% WEUOÍA: ABNÓR SKORAOI/B 7. BLAÐ B BÚVÖRUR hækka i verði i dag, samkvæmt ákvörðun verðlags- nefndar búvara. Kindalgöt hækkar um 6,5% og mjólk og mjólkurvörur um 7—8%. Stór hluti hækkunarinnar stafar af þeim almennu launahækkunum sem urðu i október. Einn mjólkurlítri (í 1 1 pökkum) hækkar um 3,70 kr. úr 44,20 í 47,90 kr., eða um 8,04%. Einn lítri af tjóma (í pelafemum) hækkar um 20,40 kr., úr 277,60 í 298 krónur, um 7,3%. Eitt kíló af 45% osti hækkar úr 414,40 í 445,80 kr., eða um 7,3%. Kíló af lamba- kjöti í 1. verðflokki, ósundurtekið í heilum skrokkum, hækkar úr 303,40 í 323,20 kr., eða um 6,5%. Meginástæðan fyrir hækkun búvaranna er hækkun launa í verðlagsgrundvelli og vinnslu- stöðvum. Ýmsir aðrir kostnaðar- liðir hækkuðu og einnig hefur það áhrif á útsöluverð að niðurgreiðsl- ur ríkissjóðs hækka ekki og lækka því sem hlutfall af útsöluverðinu. Verðlagsgrundvöllur kúabús hækkaði um 5,84% frá grundvell- inum sem gilt hefur frá september- byijun. Verðlagsgrundvöllur sauðfjárbús hækkaði um 5,63%. Hróðný Sigurðardóttir Jóhann Halldór Pálsson Létust af slysförum HJÓNIN, sem létust f umferð- arslysi á Suðurlandsvegi við Þrengslavegamót á laugardag, hétu Hróðný Sigurðardóttir og Jóhann Halldór Pálsson. Þau voru til heimilis að Dalbæ I í Hrunamannahreppi. Hróðný heitin var 45 ára göm- ul, fædd 17. maí árið 1942. Jóhann Halldór var 51 árs, fædd- ur 7. mars árið 1936. Þau hjón láta eftir sig fjögur böm, 25 ára, 23 ára, 18 ára og 12 ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.