Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
^AIternatorar
gF Startarar
Nýir og/eða verksmiðjuuppgerðir.
Ótal gerðir og tilheyrandi varahlutir.
SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88
Sex leikrit
Shakespeares
ÚT ER komið hjá Almenna
bókafélaginu fimmta bindi af
þýðingum Helga Hálfdanar-
sonar á leikritum Williams
Shakespeare.
í þessu bindi eru leikritin Títus
Andróníkus, Jóhann landlausi,
Herramenn tveir í Verónaborg,
Allt í misgripum, Snegla tamin
og Draumur á Jónsmessunótt.
Þetta bindi er 505 bls. að stærð.
Bókin er unnin í Prentsmiðjunni
Odda hf.
Sagan af
brauðinu
dýra gefin
út á ensku
VAKA-HELGAFELL hefur gefið
út Söguna af brauðinu dýra eftir
Halldór Laxness í enskri þýðingu
Magnúsar Magnússonar. Hefur
hún hloti nafnið „The Bread of
Life“.
Sagan af brauðinu dýra er upp-
haflega úr Innansveitarkroniku, þar
sem hún birtist í tveimur köflum.
Fjallar sagan um stúlkuna hús-
bóndahollu sem lendir í villu á
heiðum uppi með brauðið sem henni
hafði verið trúað fyrir.
Bókin er unnin í Prentsmiðjunni
Odda hf., Reykjavík.
Lönd og lifheimur
atlas
\bók
\góðbók
5.570-
Fæst í bókaverslunum
'•■Wkf
ATLAS AB:
Glæsilegasta
og víðtækasta
uppflettirit sem
komið hefur út
á íslensku um lönd
og lífheim
jarðarinnar.
Verð:
Skáldsaga
eftir Singer
BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur
gefið út skáldsöguna Þrællinn
eftir Isaac Bashevis Singer.
í kynningu frá útefanda segir
m.a.: „Sagan gerist í Póllandi í
umróti gyðingaofsókna sem aðal-
persónan slepppur frá með naum-
indum. En þar með er sögu þrælsins
engan veginn lokið. í afskekktri
fjallabyggð takast kynni með hon-
um og ungri ekkju. Þá hefst barátta
upp á líf og dauða — barátta fyrir
iífi og frelsi en gegn grimmd og
fordómum. Þetta er saga um djúpan
harm og sterkar ástríður.
Af skarpskyggni sinni lýsir Sing-
er baráttu holdsins og andans,
tveggja siða góðs og ills, sem hann
lætur speglast í örlagasögu gyð-
ingsins og kristnu sveitastúlkunnar,
sem í lokin tekur á sig yfirbragð
helgisögu."
Þrællinn er sjötta bókin eftir
Isaac Bashevis Singer sem Setberg
gefur út í íslenskri þýðingu Hjartar
Pálssonar.
fVtavgmi*
í Kaupmannahöfn
fæst
\ BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI