Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 9 LÍFEYÍiS BREF ARLEGA 1.008.000 kr. SKATTFRJÁLSAR TEKJUR Lífeyrisbréfin eru lífeyrissjóðir ein- staklinganna og fela jafnframt í sér margháttaðar tryggingar, sé þess óskað. Með því að kaupa Lífeyrisbréf Kaupþings h.f. stuðlar þú að öryggi þínu og þinna og átt auk þess vísan vænan eftirlaunasjóð við lok starfs- ævinnar. Með reglubundnum sparn- aði mánaðar- eða ársfjórðungslega tryggirðu þér fjárhagslegt öryggi að ævikvöldi. Lífeyrisbréfin eru alltaf laus til út- borgunar. Spamaður söfnunartími árlegar tekjur í 15 ár 8.000 kr. á mánuði 25 ár 1.008.000.00 SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 3. desember 1987 Einingabréf 1 2.495,- Einingabréf 2 1.4f60,- Einingabréf 3 1.543,- Lífeyrisbréf 1.255,- SS 11.139,- SÍS 18.886,- Lind hf. 10.640,- ' Kópav. 10.791,- KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar • sími 68 69 88 Sölustaður Lífeyrisbréfanna er hjá Kaupþing hf. Skattar og neysluvenjur Nokkrar umræður hafa orðið um breyttar neysluvenjur okkar íslendinga í tilefni af þeirri ákvörðun að leggja 25% söluskatt á fisk, hækka verð á innfluttu grænmeti um 7% og nýjum ávöxtum um 13%. Umræðurnar snúast aðeins öðrum þræði um fjármál, gagnrýnendur benda á, að skattlagning af þessu tagi kunni að hafa áhrif á neysluvenjur fólks. Vakið er máls á því, hvort í því felist manneldisstefna stjórnvalda að leggja söluskatt á fisk. Staldrað er við þessi mál í Staksteinum í dag. Breyttir hættir I öllum nágrannalönd- um okkar og einnig hér á landi á sú stefna i manneldi vaxandi fylgi að fagna, sem mœlir með neyslu á fiski og grsn- meti i stað kjöts. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er þetta stað- reynd. Henni verður ekki breytt með þvi að lækka verð á íslensku dilkakjöti eða standa gegn verð- hækkunum á þvi. Þeim fjölgar sem telja, að fisk- neysla sé hollari fyrir þá en kjötneysla. Þá fær enginn mælt gegn þvi að grænmeti og ávextir eru meðal hins hollasta, sem menn geta neytt. Ár- vekni í þessu efni er meiri en áður og menn þurfa ekki annað en ganga um matvöruversl- anir tíl að sannfærast um, að kaupmenn gera sér grein fyrir þessu. Engu er líkara en þeir, sem lagt hafa mikla vinnu í að breyta reglum um söluskatt, tolla og vörugjöld, hafi litla hug- mynd haft um þetta nema tilgangurinn sé að láta ríkissjóð hagnast & þessum breyttu neyslu- háttum með þvi að hækka fisk nm fjórðung í einu stökki; óhjákvæmi- legt er að siíkt verðstökk hafi áhrif á kaupendur. í grein, sem Jón Gísla- son, formaður Manneld- isfélags íslands, ritar um þetta mál hér i blaðið i gær segir meðal annars: „Það vekur athygli að verð á sykri hækkar að- eins um 13%, þrátt fyrir að verð á sykri sé tvisvar til þrisvar sinnum lægra hér á landi samanborið við önnur Norðurlönd. Ein af forsendum rikis- stjómarinnar er að stuðla að vöruverði, sem standist betur saman- burð við vöruverð i nálægum löndum. Þetta á augljóslega ekki við um sykur, sem íslendingar neyta í miklum mæli, eins og oft hefur verið bent á. Þá vekur ekki síður athygli, að verð á gos- drykkjum og sælgætí mun að öllum líkindum haldast óbreytt eða lækka. Er það stefna rikisstjómarinnar að stuðla að auldnni neyslu gosdrykkja og sælgætis, á kostnað brauðvöm, grænmetis og fisk- afurða? Te\ja verður að svo'sé ekki, heldur sé um að ræða beina afleiðingu tillagna, sem settar em fram i tímaþröng og þvi ekki að vel hugsuðu máli.“ Þessi orð minna á þá staðreynd, að við ákvarð- anir af þvi tagi, sem hér er um að ræða, gleymi fjármála- og skattayfir- völd oft að lita á stefnu og markmið annarra yfirvalda, sem i raun eiga ekki að vera léttvægari en peningasjónarmiðin, þótt buddan ráði liklega úrslitum að lokum. Nýir lífs- hættir Hver sem þróunin verður i sykumeyslu okkar íslendinga (sæl- gætí er aðeins lítill hlutí þess sykurs sem við neyt- um) er hitt ljóst, að hingað hafa borist nýir lífshættir og matarverý- ur, sem stangast nyög á við hefðbundna neyslu- hættí okkar um aldir. Breytíngamar í þessu efni em miklar og margvislegar. Á mið- vikudaginn hirtist til að mynda grein eftir Guðna Rúnar Agnarsson hér i blaðinu, sem fjallaði um antrópófsófa i Sviþjóð og starfsemi þeirra, meðal annars waldorfs-skólana. Þar segir meðal annars: „En hvað er svona sérstakt við waldorfs- skóla? Hvað gerir það að verkum að langir biðlist- ar em við hvem einasta waldorfs-skóla i Svíþjóð? Og nú er svo komið að hið hefðbundna skóla- kerfi er að nokkm farið að biðla til waldorfs- uppeldisfræðinnar um aðstoð við breytingar á skólum ríkisins. Sé hægt að segja það i einni setn- ingu þá vel ég sem segir: „í waldorfs-skóla gengur ekki bara höfuðið i skóla, heldur manneskjan i allri heild sinni.“ Markmiðið er að þroska alla eigin- leika manneskjunnar — og mikið er það gert i gegnum listímar. Nem- andinn er ekki hvattur, eins fljótt og hægt er, til að finna sér og velja lífsstarfið. Nemandinn á að vera viðsýnn, hafa skilning á sjálfum sér og lifinu i allri birtíngu þess. Hann skal þroska og rækta áhuga, þekkingu og kunnáttu á sem fjöl- þættustu sviði. í wald- orfs-skóla liggur engum á að læra að Iesa, reikna eða gera aðrar þær kúnstír sem hingað til hafa verið taldar það mikilvægasta í öllu skóla- starfi. Það er látíð koma frá nemandanum sjálfum löngunin i ákveðin þekk- ingar- og starfssvið fremur en önnur." GLÆSILEGT ÚRVAL PELSINN Kirkjuhvoli simi 20160

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.