Morgunblaðið - 10.12.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.12.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Imiflutnmgsbann væg- ast sagt afar hæpið - segir iðnaðarráðherra í bréfi til land- búnaðarráðherra um frönsku kartöfhimar FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra hefur ritað Jóni Helgasyni landbúnaðarráðherra bréf þar sem hann harmar að bannaður hafi verið innflutningur á frosnum frönskum kartöflum. Telur hann þá aðgerð vægast sagt afar hæpna, eins og segir í bréfinu. nefndar. Gerir hann athugasemdir við að'þetta mál hafí ekki verið rætt í ráðherranefndinni þótt legið Friðrik er í ráðherranefnd um landbúnaðarmál og fjallar bréf hans um ýmis málefni þeirrar Rafmagnsveita Reykjavíkur: Samið um hækkun við rafmagnseftirlitsmenn rafvirkja á almennum markaði. Einnig hefði samist um að á næsta ári geta eftirlitsmennirnir, hver fyrir sig, gengið úr Starfsmanna- félagi Reykjavíkur og í Félag íslenskra rafvirkja innan Rafiðn- aðarsambandsins, ef þeir óska þess. SAMNINGUR milli Rafmagn- sveitu Reykjavíkur og raf- magnseftirlitsmanna stofnun- arinnar var staðfestur af borgarráði á föstudaginn, og hafa eftirlitsmennimir dregið til baka uppsagnir sínar. Samn- ingurinn felur í sér tveggja launaflokka hækkun, auk þess sem eftirlitsmönnunum verður fijálst að ganga í Rafiðnaðar- sambandið um mitt næsta ár. Átta rafmagnseftirlitsmenn af tólf hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur sögðu störfum sínum lausum frá og með 1. desember sl., og var ástæðan óánægja með kjör, jafn- framt því að þeir vildu fá að ganga úr Starfsmannafélagi Reykjavík- ur, en skrifleg úrsögn þeirra fyrr á árinu var ekki tekin gild af félag- inu. Haukur Pálmason, aðstoðarraf- magnsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að samkomulagið fæli í sér að kjör eftirlitsmannann væru leiðrétt til samræmis við kjör hafi fyrir ósk hans um að nefndin ræddi innflutningsmeðferð á frystu grænmeti. Þegar landbúnaðarráðherra stöðvaði tímabundið áritun inn- flutningsleyfa fyrir franskar kartöflur fól hann innflutnings- nefnd matjurta að kanna sölu og birgðir franskra kartaflna og möguleika innlendu kartöfluverk- smiðjanna. Jafnframt átti nefndin að skila ráðherra tillögum um framhald málsins eftir viku. Sá tími rann út á mánudag. Nefndin kom þá saman til fundar. Fulltrúar innflytjenda í nefndinni lögðu fram bókun þar sem fram kemur sú skoðun þeirra, að franskar kartöfl- ur séu iðnaðarvara en ekki land- búnaðarvara og það sé því ekki á verksviði nefndarinnar að fjalla um innflutning á þeim. Fundi nefndar- innar var frestað um óákveðinn tíma að sögn Sveinbjöms Eyjólfs- sonar, oddamanns nefndarinnar, og sagði hann að það hefði verið gert að ósk fulltrúa innflytjenda. Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Guðmundur Eyjólfsson bóndi á Húsatóftum og nokkrar kýr á beit. Húsatóftir á Skeiðum: Grænfóður- beit á aðventu Gaulverjabæ. KÝR á beit og komið fram í desember. Örugglega fáséð hér á Islandi og jafnvel víðar 2. ársfjórðungur ár: 18,9% kaupmáttaraukn- ing frá sama tíma í fyrra o INNLENT Kaupmáttur launa afgreiðslukarla jókst um rúm 10% á þriggja mánaða tímabili í ár GREITT tímakaup félaga í Alþýðusambandi íslands hækkaði að meðaltali um 38,9% frá öðrum ársfjórðungi 1986 til annars árs- fjórðungs í ár, samkvæmt upplýsingum sem koma fram í nýút- komnu fréttabréfi Kjararannsóknanefndar ASÍ og VSÍ. Á sama tímabili hækkaði framfærsluvísitalan um 16,8% og jókst því kaup- máttur um 18,9% að meðaltali, en þó mjög mismunandi eftir starfsstéttum. stofukvenna um 14,9%. Að meðaltali hefur meðalíjölda vinnustunda þessara stétta fækk- að um 0,2 stundir á viku á þessu tímabili. Hjá verkamönnum fjölgar þeim hins vegar um 0,8 og hjá afgreiðslukörlum um 0,1, en fækk- Þannig hefur kaupmáttur launa verkamanna aukist um 15,5% á þessu tímabili, verkakvenna um 13,5%, iðnaðarmanna um 29,3%, afgreiðslukarla um 16,5%, af- greiðslukvenna um 20,1%, skrif- stofukarla um 20,6% og skrif- ar hjá öðrum, mest hjá iðnaðar- mönnum um 1,4 stundir. Á milli 1. og 2. ársfjórðungs í ár eða milli mánaðanna janúar, febrúar og mars annars vegar og apríl, maí og júní hins vegar hækk- aði greitt tímakaup um liðlega 7,1%. Framfærsluvísitalan hækk- aði um 4,5%, þannig að kaup- máttur jókst að meðaltali um 2,4% milli ársijórðungana. Afgreiðslu- og skrifstofukarlar skera sig úr hvað varðar kaupmáttaraukningu á þessu tímabili, en kaupmáttur launa afgreiðslukarla jókst um 10,8% og skrifstofukarla um 8,4% á sama tíma og kaupmáttur launa skrifstofukvenna rýmaði um 3,6%. í Norður-Evrópu á þessum árstíma. Guðmundur Eyjólfs- son bóndi á Húsatóftum á Skeiðum hefur enn grænfóður handa kúnum sem þær kunna vel að meta. Guðmundur sagði nágrannana hafa sagt við sig í haust að hann mundi aldrei nýta alla þessa beit. Einnig að hann gerði algera vit- leysu að byija svona seint að beita. Tíðarfar hefði hinsvegar verið einstakt og því hefði hann ekki orðið sér til skammar. Hann hafði mikla aðra beit í haust og byijaði að beita fóð- urkálið uppúr réttum. Kálið var hinsvegar það loðið og dijúgt að það dugir enn. Guðmundur sagði hæstu stönglana að sjálfsögðu vera farna að láta á sjá. Þó sást á jaðri beitarinnar, sem er skömmtuð með rafmagnsgirð- ingu, að lágvaxnara kálið var hvanngrænt. Það hafði að hans sögn verið í sprettu allan nóvem- ber. Kýmar sagði hann líka hafa gott af hreyfingunni og þær virt- ust hinar ánægðustu í blíðunni um helgina. — Valdim. G. Tollur í Ólafsfjarðarmúla eftir Tómas Inga Olrich Það hefur komið fram nýverið að jarðgöng undir Hvalfjörð eru arð- bær, það er að segja að sá spamað- ur, sem næst með því að stytta leiðina um 60 km, greiðir upp kostn- aðinn við mannvirkið á 30 árum, svo fremi sem hægt er að reikna með því að mestöll umferðin eigi erindi um jarðgöngin. í tengslum við þessa frétt hefur verið fjallað um önnur göng óbyggð og þá sérstaklega um Olafsijarðar- göngin, sem stjómvöld hafa nú ákveðið að láta grafa og ekki telj- ast arðbær samkvæmt útreikning- um Vegagerðar ríkisins. Leiðari DV þann 3. desember sl. er helgaður þessu málefni. Þar er farið hörðum orðum um hugmyndir um óarðbær jarðgöng, og Ólafsfjarðarmúli þar tilgreindur sérstaklega. Bent er á að þótt til greina komi að láta veg- farendur greiða með vegatolli kostnaðinn að byggingu gangna undir Hvalfjörð, láti enginn maður heilvita sér detta í hug „að reikna út toll í Ólafsfjarðargöngin". Höf- undur notar tækifærið til þess að leggja til að Vegagerð ríkisins verði nefnd Vegagerð þingmanna, þar sem hugmyndir að jarðgöngum í öðrum landshlutum en á Suðvest- urlandi séu í þágu þeirra en ekki þjóðarinnar. Hér kemur fram í hnotskum sú merkilega hugmynd, að fram- kvæmdir á höfuðborgars væði nu séu, eðli sínu samkvæmt, í þágu þjóðarinnar allrar og teljist í sjálfum sér alls ekki kjördæmamál, hvað þá að um málefni höfuðborgarinnar sé hægt að nota það ljóta orð kjör- dæmapot. Þessi skoðun er sett fram af hofmóði og konunglegu sjálfsör- yggi, enda er höfundurinn þjóð- kunnur sælkerakonungur. Á margur matsveinninn um sárt að binda eftir að hafa lent milli tann- anna á þessum leiðarahöfundi. Er sjálfsagt ekki nema maklegt, að menn hljóti fyrir það bágt að vilja grafa Ólafsfírðingum óarðbær göng, ekki síður en fyrir þá ósvinnu að elda vondan graut ofaní við- kvæma menn. Ég ætla þó að gerast svo djarfur að halda því fram að samgöngumál geti varðað fleiri spamaðarþætti en bensíneyðslu og slit á hjólbörðum. Það er að vísu rétt, að engum hef- ur komið til hugar að „reikna vegatoll í Ólafsfjarðargöngin". Hins vegar hefur bæði verið reiknaður tollur í Ólafsfjarðarmúla, lagður á og innheimtur. Sá vegur hefur kost- að fjögur mannslíf. Aðrir hafa hlotið limlestingu eða sloppið með skrám- „Það er þó góð regla að vera sjálfum sér samkvæmur og sæmi- lega réttsýnn, bæði þegar fjallað er um arð- semi og samgöngumál svo að mark sé á tak- andi.“ ur. Flestir Ólafsfírðingar hafa sloppið með skrekkinn. Og svo eru það hinir, sem ekki nota Ólafsíjarð- armúlann, og sleppa billlegast. Það er að sjálfssögðu í þeirra hópi sem til em menn, sem bæði hugsa og skrifa billlega. Ólafsfírðingum er líkt komið og fólki í sjávarplássum víða um þetta land. Þeir standa undir vemlegum hluta af velferð íslendinga. Margir menn hafa orðið til þess að benda á, að erfítt sé að meta að verðleik- um framlag slíkra staða, einkum vegna þess að sjávarútvegur og fiskvinnsla hafí undantekningarlítið verið blóðmjólkaðir atvinnuvegir, sem búa við falsaðar arðsemisfor- sendur. Þessi fölsun fer fram með rangri gengisskráningu. Jafnve! leiðarahöfundur DV áttaði sig á þessu fyrir tæpum tveimur ámm þegar hann benti á, að ofskráning íslensku krónunnar væri notuð til að flytja peninga frá „stóriðju sjáv- arútvegsins" til annarra hagsmuna- aðila í þjóðfélaginu, og að þar með væri homsteini þjóðfélagsins haldið í úlfakreppu. Nú kann að vera að leiðarahöf- undur DV sé jafnvígur á báðar hendur og sú vinstri viti ekki í dag, hvað sú hægri skrifaði í fyrra. Það er þó góð regla að vera sjálfum sér samkvæmur og sæmilega réttsýnn, bæði þegar fjallað er um arðsemi og samgöngumál svo að mark sé á takandi. Áratugum saman hafa útflutn- ingsgreinar — og þá einkum sjávarútvegur — verið þrautpíndar í þágu þjónustu, sem hefur hrann- ast upp á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum áratug öndverðum, þegar þjóðarframleiðsla íslendinga dróst saman, var haldið uppi þenslu í höfuðborginni með erlendum lán- um, á meðan fyrirtæki vesluðust upp á landsbyggðinni, húseignir hmndu í verði og fólk flykktist burt. Nú nýlega hafa lífeyrissjóðir landsmanna allra verið virkjaðir til að bjarga húsnæðismálum á höfuð- borgarsvæðinu, og hafa þessi samskot landsbyggðarinnar verið metin á um einn milljarð. Um dag- inn birtist svo áskomn borgarstjór- ans í Reykjavík til þjóðarinnar um að leysa þau umferðarvandamál, sem fólksstraumurinn til Suðvest- urhomsins hefði haft í för með sér. Að sjálfsögðu er hér ekki um „kjör- dæmapot" að ræða heldur þjóð- félagslegt vandamál, sem samgönguráðherra mun taka á sem slíkum. Byggðaþróun á íslandi er víta- hringur. Þar berast margir í straumrásinni, sem telja sig vera leiðtoga fremur en korktappa. Þá kröfu verður þó að gera til leiðara- höfunda víðlesinna blaða og ráð- herra að þeir geri meira en að fljóta með straumnum. Höfundur er menntaskólakennari og skipaði þriðja sœtiðá fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystrn i síðustu alþingiskosningum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.