Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Reynsla ráfandi ráðherradætra Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Birgitta H. Halldórsdóttir: Átt- unda fómarlambið. Skáldsaga. Útg. Skjaldborg 1987 Hér er komin fímmta saga Birg- ittu Halldórsdóttur á fjórum árum og augljóst, að þær hafa hlotið náð fyrir augum lesenda. Það kemur út af fyrir sig ekki á óvart, frásagn- argleði Birgittu og fjörugt ímynd- unarafl bætir fyrir ýmislegt sem væri ástæða til að gagnrýna. Og ég fæ ekki betur séð en hugmynda- flug Birgittu sé meira en fyrr, en ekki væri nein goðgá að benda á að einhveijir læsu yfír handritin hennar. Að ekki sé nú talað um prófarkalesturinn, sem er til vansa. En æsileg atburðarásin — fárán- leg og stundum er dálítið fram af manni gengið — er í örstuttu máli á þá leið. að ráðherradóttirin Svala hefur tekið að sér að vera ráðs- kona hjá hópi sérfræðinga frá Orkustofnuninni(hm) sumarlangt uppi í sveit. Sá hópur er undir for- ystu jarðfræðingahjónanna Haf- þórs, mesta gæðablóðs og Rakelar, konu hans, sem reynist ekki við eina fjölina felld. Auk þess er í hópnum hinn gjörvulegi bormaður, Jón, og þá eru þeir þama Bjöm og Bjartur, Krissi og Valdi og Kári. Svala á systur sem heitir Tinna. Og þegar Svala kemur í bæinn í frí er ráðizt á hana, henni er nauðgað og misþyrmt. Tinnu verður mikið um þetta og veltir fyrir sér, hvemig standi á því, að þetta skyldi koma fyrir systurina. Varla átti hún það skilið! Tinna ákveður að taka að sér ráðskonustarfíð, ekki er á hreinu afhveiju henni fínnst það svona nauðsynlegt, þvi að það getur varla verið að einhver úr Orkustofnunar- vinnuflokknum sé viðriðinn nauðgunina. En fljótlega vakna Birgitta Halldórsdóttir grunsemdir hennar, það er fíktað við bremsumar í bflnum, þegar hún er að fara til að kaupa egg hjá Óðni, bónda og glæsimenni, skyldi hann tengjast málinu? Og svo þeg- ar hún fer í mesta sakleysi í sólbað birtist grímuklæddur maður og ætlar annaðhvort að nauðga henni eða hrinda henni í ána, nema hvort- tveggja hafí verið ætlunin. En Jón bjargar henni og þau verða ást- fangin og þar með gengur Rakel af göflunum og skýtur Tinnu í öxlina. Suður í Reykjavík er Svala að rakna úr rotinu, en man ekki enn, hver ódæðismaðurinn var; en óþokkinn skilur að hann verður að þagga niður í henni. Tinna er flutt á spítala með sitt svöðusár og sál- arstríð út af Jóni bormanni. Þær systur stijúka til skiptis og saman af spítulunum og á endanum hefur glæpamaðurinn þær báðar á valdi sínu og þetta hlýtur allt voðalega illa út. En þær systur eru ekki dætur Sigrúnar ráðherrafrúar fyrir ekki neitt. Og láta sig ekki muna um að losa af sér hlekkina, slá óbóta- manninn niður og var kominn tími til. Mér þykir ágæt skemmtun að lesa afþreyingabækur Birgittu og fínnst að ýmsu leyti virðingarvert, að hún reynir svo sem ekkert að látast vera að gera eitthvað annað en einmitt það; að skrifa spennu- bók. En eins og í upphafí sagði, hér hefði mátt vanda betur frá- gang. AÐVÖRUN Vegna væntanlegrar ákvöróunar stjórnvalda um hækkun vörugjalds á heimilistækjum, innréttingum o.fl. I.jan. n.k. viljum vió vekja athygli þeirra sem fyrirhuga slík kaup í nánustu framtíó, aó gera pantanir sem allra fyrst. FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR Meó kveöju LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022 SVÖRTU AUGUN Erik Nerlöe Hin svörtu augu unga sígaun- ans vöktu þrá hennar eftir frelsi — frelsi sem hún hafði lítið kynnst áður. Og Ijúfir tónar fiðlu hans ollu því, að hún ákvað að ílýja burtu með honum. En vissi hún hvert hún var að fiýja? Nei, hún var of ung og reynslulítil til að vita það. Hún skildi ekki að blind ást hennar leiddi hana aðcins út í ófyrirsjáanlegar hættur. TÍNA Eva Steen Hún er ung og fögur og hefur kynnst manni sem hún elskar. Framtíðin blasir við þeim, en örlögin verða til þess að skilja þau. Hún sér sig nauðbeygða til að hverfa úr lífi hans. Með fegurð sinni og miklum hæfileikum sínum á listskautum nær hún langt, en þegar best gengur upp- götvast að hún er haldin banvænum sjúkdómi. Einmitt þá kemur maðurinn sem hún elskar aftur inn í líf hennar. GÓÐI HIRÐIRINN EIse-Marie Nohr Hún hvarf og ekkert fréttist af henni. Loks var hún talin af og álitin dáin. Dag einn birtist hún í sendiráði í Thailandi, aðframkomin og þungt haldin af hitasótt, og mundi ekki hvað hún hét. Með góðri læknishjálp nær hún sér fijótt, og nokkru seinna er hún á leið heim. Hún er full af lífs- þrótti og hlakkar til að sjá aftur manninn, sem hún elskar og hún hafði gifst stuttu áður en hún varð fyrir áfall- inu. En fjögur ár eru langur tími, og maður hennar hafði fyrir löngu talið hana af. ANGELA Theresa Charles Angela Smith sækir um læknisstarf í bænum Whey- stone. Þar ætlar hún einnig að reyna að jafna sig eftir slys, sem hún lenti í, í hreinu sveitalofti og kyrrlátu um- hverfi. Hún fær starfið, en henni er vantreyst sem lækni og litin hornauga sem persóna í fyrstu. En smátt og smátt vinnur hún traust og álit fólks. Angela missti mann sinn og dóttur í bílslysi og líf hennar hefur verið tómlegt síðan slysið varð. En er hún kynnist Mikael Traymond, ró- legum og yfirveguðum lækni, vakna tilfinningar hennar á ný. ÁST OG HAMINGJA Barbara Cartland Aðeins tvær persónur bjargast í land, þegar skipið brotnar í klettunum við strönd Ferrara, ævintýramaðurinn Sir Harvey Drake og hin fagra Paolina Miansfield. Þau voru bæði á leið til Feneyja og faðir Paolinu fórst með skipinu. Sir Harvey Drake stingur upp á því við hana, að hún ferðist með honum sem systir hans áfram til Feneyja. Þar segist hann auðveldlega munu geta fundið ríkan eiginmann handa henni — og um leið ætlar hann að tryggja sína eigin framtíð. Paolina fellst á hugmyndina, og framundan er ævintýralegt og viðburða- ríkt ferðalag. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OIIVERS STEMS SE PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.