Morgunblaðið - 10.12.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987
27
Miele þvottavél er dýrgripur
-sem endist milli kynslóda
Vestur-þjóðverjar eru þekktir fyrir að vilja
kaupa hluti fyrir lífstíð og krefjast þess að fá
það fyrir peningana sína sem þeim er lofað.
Islendingar eru einnig kröfuharðir og MIELE
þvottavélar mæta kröfum þeirra. Þvottavélarn-
ar eru úr fyrsta flokks gæðastáli, og eru. til
dæmis belgur og tromla úr ryðfríu stáli í gegn.
Hver einasti hlutur vélanna er smíðaður með
endingu í huga og eru þær að öllu leyti
framleiddar í Vestur-Þýskalandi.
Sériega endingargóð emalering
Emaleringin er gljábrennd beint í stálið og
gefur það betri endingu. Auk þess helst þessi
emalering alltaf jafn hvít og vélin er sem ný
eftir áralanga notkun. Mundu eftir að biðja
sölumanninn að leyfa þér að skoða hana að
innan -'því vélin er líka emaleruð að innan.
Emaleringin brotnar ekki því að hún er vind-
ingsprófuð. MIELE hefur einkaleyfi á þessari
sérstöku emaleringu sem er uppfinning
MIELE verksmiðjanna.
Öryggislæsing á þvottaefnis-
hólfinu
Pvottaefnishólfið hefur sérstaka læsingu, svo
að litlir fingur geta ekki náð í þvottaefnið.
Öryggis frárennsli
Ef svo illa vill til að straumur rofnar og vélin er
full af blautum þvotti, hefur MIELE séð við því.
Þú getur auðveldlega tappað vatninu af og
fjarlægt þvottinn úr vélinni.
Frábært stýrikerfi
MIELE þvottavélar þvo einstaklega vel. MIELE
W 784 gerðin hefur tölvustýringu sem tryggir
mikla nákvæmni. Hitastigið bregst ekki og
fullkominn þvottur næst á öllum stillingum,
Hinar gerðirnar sem hafa venjulega skífustiíi-
ingar hafa sömu gæðaeiginleika hvað þvottinn
varðar.
Coltpns MifwmmíronCZ? pre-wish
\, Sp'n>y , | Prc-*vashl y
Qwi^d • I •.
Shwt«5/-f» 0«'ic*t«C3 ’tVocí-t-r.s 'J '—J
ÍSgl Btfflm 1,01 q
Rmse f
CJ I \
Valkerfi Miele W784
MIELE er spameytin
MIELE er hönnuð með orkusparnað í huga,
en sparnaður er hinum þýska neytanda mikils
virði. Tvö hitaelementi eru í vélinni sem þýðir
minna álag og betri orkunýtingu. Að sjálfsögðu
er einnig sparnaðarrofi á vélinni fyrir lítið
magn af þvotti.
MIELE W 784 með sjálfvirka
dslu fyrir mýkingarefni
Þú hellir mýkingarefninu beint í brúsa undir
vélinni sem dælist sjálfvirkt út í þvottinn allt
eftir því hvaða þvottakerfi þú velur.
MIELE er gangþýd,
hljódlát og vindur vel
MIELE malar eins og köttur, það gerir hinn ,
sérlega vandaði frágangur.á mótor og þvotta-
tromlunni, sem snýst með 900-1200 snún-
inga hraða á mínútu. Þvotturinn er einstaklega
vel undinn og kemur vel sléttur út úr vélinni.
Tromlan snýst fram og til baka á hægagangi
milli þess sem hún vindur þvottinn á fullu.
Það er engin hætta á því að vélin dansi polka
á gólfinu hjá þér, því hún vegur 105 kíló.
Tromlan hangir í sérstökum útbúnaði sem
gerir það að verkum að vélin slæst ekki til.
MIELE fellur vel inn I
innréttinguna
MIELE þvottavélin er nett og smekkleg útlits.
Hæðin er 85 cm, dýpt 57 cm og breidd 60 cm.
Sérstakir rammar.gefa fallega umgjörð og
hægt er að fá hurðir sem opnast frá hægri eða
vinstri eftir því sem við á. Hurðina má auðveld-
lega klæða í stíl við innréttinguna.
MIELE þvottavélamar sem
endast milli kynslóda
MIELE endist og endist. Það er þess vegna
sem unga fólkið í Þýskaiandi byrjar oft sinn
„þvottabúskap" með þvottavélinni hennar
ömmu. Gamla vélin þvær ennþá jafnvel og er
ennþá hvít og falleg. En vitanlega eru þær
tölvustýrðu hannaðar eftir nýjustu nútímakröf-
um. Við hlökkum til að sýna þér þessar
hágæða þvottavélar, og sannfæra þig um
yfirburði MIELE!
Miele
er framtíðareign.
TEGUND ÞV0TTA MAGN hAmarks VINDUHRAÐI VATNS ÞÖRF EIGIN ÞYNGD NOTKUNAR STAÐUR
W 757 5KG 1100 ' KALT 105 KG HEIMILI
W756W 5KG 900/1200 KALT/HEITT 105 KG HEIMILI
W 784 5KG 900/1200 KALT 111 KG HEIMILI
W 5406 6KG 1000 KALT/HEITT 114 KG FJÖLBÝLI
r ■ , \ iý. .. í '0
■
Míele
JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
SUNDABORG13-104 REYKJAVlK - SlMI 600 500
fj|
' 'má
wn«««|iSw,
1' f ~ ..-.----—cófroKf ; '
j ý|
• - -
wc ****#»*»#■» !
, > iíl ií i i,i
ua,i,4jjn,i.i„i,.,öiíii i
OsazíslA