Morgunblaðið - 10.12.1987, Page 33

Morgunblaðið - 10.12.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 33 1 sm Lonnft Dfiofl MAtnn sfGjti m Albert Jóhannsson Skemmtilegt yfirlit yfir hestamennsku horfins tíma Rætt við Albert Jóhannsson um við- talsbókina Leiftur liðinna daga 3 geffkeifi Tyffir inibretfi gfleira || Með þessu stórkostlega fyrirkomulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftara og vöruvagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS OG HEILDVERSLUN SSrazsmisr BÍLDSHÖFDA 16 SiMI 6724 44 LEIFTUR liðinna daga nefnist bók sem nýlega kom út hjá Bóka- útgáfunni Hildi. Bókin hefur að geyma viðtöl sem birtust í Hest- innm okkar, timariti Landssam- bands hestamannafélaga, á árunum 1962 til 1981. Þeir sem rætt er við eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á sviði hrossaræktar, hestamennsku eða í félagsstarfi hestamanna. í til- efni af útkomu bókarinnar ræddi Morgunblaðið við Albert Jó- hannsson fyrrum ritsijóra Hestsins okkar, sem sá um útg- áfu bókarinnar. „Það sem fyrir okkur vakti með útgáfu þessarar bókar var að birta viðtöl við hestamenn sem áður hafa birst í tímaritinu Hestinum okkar. Eins og gengur og gerist með tíma- rit, halda menn þeim misjafnlega til haga. Nýir áskrifendur og les- endur bætast við og þegar tímarit hefur komið út í aldarfjórðung hafa þeir ekki aðgang að því sem komið hefur út fyrir þeirra tíð nema að takmörkuðu leyti," sagði Albert. „Viðtölin eru valin með það í huga að mynda heild þannig að út úr lestri bókarinnar fáist skemmti- legt yfirlit yfír hestmennsku horfíns tíma. Hér er rætt við gamla og góða hestamenn sem settu svip sinn á þessa íþrótt fyrr á árum. Nútím- inn hefur lært mikið af þeim og getur lært meira. Ég held að rit- stjórar Hestsins okkar hafa verið fundvísir á menn, sem höfðu virki- lega frá einhveiju að segja. Þessir menn voru í fararbrotti í hesta- mennskunni og einnig í félagsstarfi hestamanna. Þeir segja frá sinni hestamennsku og í viðtölunum koma oft fyrir lýsingar á lands- frægum gæðingum.“ -Nú kemur fram á bókartitli að þetta er fyrsta bindi. Er hugmyndin að gefa út fleiri bækur af þessu tagi? „Það er til efni í fleiri bækur, og það er hugsanlegt að gefín verði út önnur bók, ef þessi gengur vel.“ -Hvemig völduð þið efnið í bók- ina? „Það var í sjálfu sér ekki erfítt að velja efni í bókina eftir að búið var að leggja línur um að þetta skyldi verða viðtalsbók. í raun og veru var ekkert val því engu var sleppt sem féll inn í þennan ramma." -A undanfömum árum hafa kom- ið út bækur með frásögnum hesta- manna. Telur þú viðtöl sem þessi vera vinsælt lesefni? „Ég hef þá trú að þetta efni sé áhugavert fyrir hestamenn. Maður lærir af reynslunni og lærir af sög- unni og eins verða menn margs fróðari ef þeir lesa svona viðtöl", sagði Albert Jóhannsson að lokum. Afnám tolla af innfluttu grænmeti: Ummæli ráðherra á mis- skilningi ingi byggð - segir Bjarni Finnsson „ÞESSI ummæli ráðherrans eru á miklum misskilningi byggð,“ sagði Bjarni Finnsson fulltrúi viðskiptaráðuneytis í nefnd sem fjallar um innflutn- ing grænmetis, blóma og plantna, er Morgunblaðið innti hann álits á ummælum Jóns Helgasonar landbúnaðarráð- herra sem birtist í Morgun- blaðinu á föstudag. Þar segir ráðherra að afnám tolla af inn- fluttu grænmeti þýddi að íslensk garðyrlga yrði þurrkuð út með einu pennastriki. Bjami sagði að það væri á mis- skilningi byggt að tollalækkun á grænmeti geti haft áhrif á stöðu garðyrkjunnar í landinu. Ástæðan fyrir því væri sú að á þeim tíma sem innlend framleiðsla á græn- meti er á markaðinum er í gildi innflutningsbann á viðkomandi grænmetistegund. Því væri ekki um samkeppni við innlenda vöru að ræða og ekki hægt að nota þetta sem rök fyrir því að lækka ekki tolla á grænmeti. „Ég held að annað hvort viti ráðherra hreinlega ekki betur, eða hann fær rangar upplýsingar. Sumir vilja halda því fram að þetta sé áróðursbragð," sagði Bjami. „Hér er verið að veijast því, á fölskum forsendum, að verð inn- fluttu vömnnar lækki með tolla- lækkuninni. Ég held að íslenskir garðyrkju- menn séu hræddir um að ef tollar á grænmeti verði lækkaðir verði verðsamanburður þeim óhagstæð- ur þegar íslenska grænmetið kemur aftur á markað. Að mínu mati þurfa þeir ekkert að óttast vegna þess að gæði íslenska græn- metisins eru mun meiri," sagði Bjami að lokum. Sogur íslenskra kvenna 1879 - 1960 Stórbækur eru mikill hvalreki fyrir bókafólk. Með þeim gefst tækifæri til að eignast margar bækur í einni og á verði einnar. Mál og menning hefur áður gefið út nokkur verka Þórbergs Þórðarsonar í stórbók og nú er komin stórbók með skáldverkum íslenskra kvenna. Þar eru sögur sem allþekktar eru orðnar, en þær eru þó miklu fleiri sem legið hafa í láginni og tímabært var orðið að gefa út á ný. Þetta er sannkölluð stórbók, tæplega 1000 blaðsíður að stærð. ( henni eru prentaðar sex heilar skáldsögur: Gestír eftir Kristínu Sigfúsdóttur, Huldir harmar eftir Henríettu frá Flatey, Arfur eftir Ragnheiði Jónsdóttur, Eitt er það landið eftir Halldóru B. Björnsson, Systumar frá Grænadal eftir Maríu Jóhannsdóttur og Frostnótt í maí eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur og auk þess yfir 20 smásögur. Soffía Auður Birgisdóttir sér um útgáfuna og ritar eftirmála um sagna- skáldskap kvenna sem jafnframt eru drög að kvennabókmenntasögu tímabilsins. Aftast er skrá yfir ritverk höfunda í bókinni. Verð: 2.850, Mál og menning Í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.