Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987
35
Sala á raforku um sæstreng til Bretlands:
Eg er bjartsýnni en áður
- segir Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar
FULLTRÚAR Landsvirkjunar og Náttúruverndarráðs ræddu sl.
mánudag við ráðgjafa breska fyrirtækisins North Venture Associat-
es sem hefur undanfarið kannað möguleika á kaupum Breta á
raforku frá íslandi um sæstreng. Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði að þessar viðræður hefðu orðið til að auka á
bjartsýni hans á hvað þennan möguleika varðaði. Ráðgjafar North
Venture telja hugsanlegt að íslendingar geti selt Bretum 500 megaw-
atta raforku um sæstreng eftir 5 til 10 ár. Gísli Gislason, fram-
kvæmdastjóri Náttúruvemdarráðs, sagðist reikna með því að samráð
yrði haft við ráðið ef ákveðið yrði að ráðast í sérstakar virkjunar-
framkvæmdir vegna sölu á rafmagni úr landi.
„Þessir menn, sem við ræddum kostur, þegar allt kemur til alls.
við,“ sagði Halldór, „eru ráðgjafar
North Venture Associates á sviði
umhverfis- og orkumála og hafa
unnið lengi á þessu sviði, bæði fyr-
ir þetta fyrirtæki og önnur, og
starfa sem sjálfstæðir ráðgjafar.
Þeir eru í sjálfu sér bjartsýnir á að
kaup Breta á 500 megawatta raf-
orku frá íslandi geti verið fjár-
hagslega hagkvæmur kostur og þá
með frekari aukningu síðar meir í
eitt til tvö þúsund megawött þegar
til lengri tíma er litið. Það er líklegt
að orkuverð fari hækkandi í Bret-
landi og á meginlandi Evrópu og
það gerir þennan möguleika hugs-
anlega raunhæfan eftir svona 5 til
10 ár.
Þeir ætla að láta Landsvirkjun í
té sínar niðurstöður í þessu máli
og væntanlega bjóðast til að vera
Landsvirkjun innan handar við
markaðskönnun, viðræður við orku-
fyrirtæki og stjómvöld í Bretlandi,
ef íslensk stjómvöld vilja á annað
borð fylgja þessu máli frekar eftir.
Þeir ætla að senda okkur skýrslu
um hvaða möguleika við eigum
hvað markaðshliðina snertir. Ég
býst við að við getum fengið þá
skýrslu eftir einn til tvo mánuði.
Með stækkun Búrfellsvirkjunar,
Sultartangavirkjun, Vatnsfells-
virkjun, Fljótsdalsvirkjun og Vill-
inganesvirkjun myndi samtals fást
um 600 megawatta raforka. Ef
farið yrði út í að virkja fyrir svona
orkufrekan möguleika er hins vegar
allt eins víst að vænlegra þætti að
fullvirkja á Þjórsársvæðinu eða
fljótin á Austurlandi. Það er sjálf-
sagt hagkvæmara en að virkja á
fleiri en einum stað á landinu í einu.
Áhug'i North Venture
skiptir ekki sköpum
í sjálfu sér hafa þessar viðræður
okkar orðið til þess að auka á bjart-
sýni okkar frekar en hitt. En það
er ekki hægt að segja að þessi áhugi
North Venture skipti sköpum fyrir
þær hugmyndir sem menn hafa
gert sér hingað til um þessi mál.
Yfirstandandi athugun á því að selja
raforku til annarra landa hófst að
fmmkvæði Landsvirkjunar fyrir u.
þ.b. ári síðan og er nú á lokastigi.
Meðan niðurstöður hennar liggja
ekki fyrir er ekki hægt að tjá sig
um einstök atriði hvað fjárhags-
hliðina snertir. En þessi umræða
eykur að sjálfsögðu tiltrú manna á
því að þetta geti einhvem tíma orð-
ið að raunhæfum möguleika.
Það er svo annað mál hvað mönn-
um þykir þetta vera vænlegur
Það eru flestir þeirrar skoðunar að
orkufrekur iðnaður sé vænlegri en
að flytja rafmagnið beint út. Það
verður að sjálfsögðu meiri verð-
mætasköpun í landinu með orku-
frekum iðnaði og menn myndu því
væntanlega vilja gefa honum for-
gang. En alla vega finnst okkur
ómaksins vert að kanna þennan
möguleika. íslensk stjómvöld ráða
því hversu langt verður gengið í
þessu máli. Við hjá Landsvirkjun
emm einungis með innanhússat-
huganir á því enn sem komið er og
að þeim loknum er það stjóm
Landsvirkjunar að ákveða hvað
gert verður og þá væntanlega í
samráði við iðnaðarráðherra,“ sagði
Halldór.
Ráðgjafar North Venture ræddu
einnig við fulltrúa Náttúmvemdar-
ráðs sl. mánudag. Gísli Gíslason,
framkvæmdastjóri ráðsins, sagði að
ráðgjafamir hefðu spurt um álit
Náttúmvemdarráðs á þeim mögu-
leika að Bretar keyptu raforku frá
íslandi.
„Þetta er að sjálfsögðu allt
óskoðað,“ sagði Gísli. „Menn vita
ekki hvað virkjanir af þeirri stærð-
argráðu, sem ráðgjafamir em að
tala um, hefðu nákvæmlega í för
með sér. Ef íslendingar taka þá
ákvörðun að selja orku úr landi
ætti að vera nægjanlegt svigrúm
til að gera þær athuganir sem gera
þarf áður en ákvarðanir verða tekn-
ar um það hvar virkjað verður.
Stækkun Búrfellsvirkjunar, Sult-
artangavirkjun og Vatnsfellsvirkj-
un hefðu tiltölulega lítil umhverfis-
áhrif. Það hefur verið haft samráð
við okkur um allatilhögun hvað þær
varðar og ég reikna með því að svo
verði einnig í þessu máli, ef menn
meta stöðuna þannig að þetta sé
alvömhugmynd," sagði Gísli.
Ráðgjafar North Venture skoð-
uðu aðstæður á Þjórsársvæðinu á
þriðjudag. Á miðvikudag ræddu
þeir við Friðrik Sophusson, iðnaðar-
ráðherra, fulltrúa Orkustofnunar
og Hafrannsóknastofnunar. Á
fimmtudag skoða þeir aðstæður við
Blönduvirkjun en þeir fara utan á
föstudaginn.
Morgunblaðið/Sverrir
Jón Stefánsson, stjórnandi kórs Langholtskirkju, ásamt einsöngvur-
unum Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Viðari Gunnarssyni og Kristni
Sigmundssyni, með eintök af nýútkomnum geisladisk kórsins.
Kór Langholtskirkju:
Jóhannesarpassía
gefin út á geisladisk
JÓHANNESARPASSÍA eftir Jo-
hann Sebastian Bach er komin
út á 2 geisladiskum í flutningi
kórs Langholtskirkju, kammer-
sveitar og einsöngvara, undir
stjórn Jóns Stefánssonar. Upp-
takan var gerð á tónleikum í
Langholtskirkju 17 apríl sl.
Flytjendur em Ólöf K. Harðar-
dóttir sópran, Solveig M. Björling
alt, Michael Goldthorpe tenór,
Albert Jónsson
SVS og Varðberg:
Afvopmm nið-
urstöður leið-
togafundarins
SAMTöK um vestræna samvinnu
(SVS) og Varðberg halda sameig-
inlegan hádegisfund laugardag-
inn 12. desember í Átthagasal
Hótel Sögu og hefst fundurinn
kl. 12.00.
Umræðuefni fundarins er: Staða
afvopnunarmála og niðurstöður leið-
togafundarins í Washington.
Framsögumaður er Albert Jónsson
stjómmálafræðingur og fram-
kvæmdastjóri Oryggismálanefndar.
Innilegt þakklœti til allra þeirra, sem minntust
mín á 80 ára afmœlinu 1. desember sl. meÖ
heimsóknum, skeytum og gjöfum.
LifiÖ heil.
Finnur Klemensson,
Hóli.
Fáksfélagar
Sýnikennska í jólaskreytingum verður í félags-
heimilinu, fimmtudaginn 10. des. kl. 20.30.
Veitingar: Jólaglögg.
Allir félagar velkomnir.
Kvennadeildin.
Karlmannaföt nýkomin
Einhneppt og tvíhneppt. 10 staerðarnúmer.
Margir litir. Verð kr. 7.500,- og 8.900,-
Föt fyrirliggjandi kr. 3.995,- og 5.500,-
Terylenebuxur nýkomnar, ný snið.
Andrés,
Skólavörðustíg 22,
simi 18250.
GEGN SI4ÐGREIÐSLII
FLUGLEIDIR
Kaupum og seljum hlutabréf Flugleiða gegn
staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 2.400,- fyrir hverjar
1.000,- kr. nafnverðs.
sími Hlutabréfamarkaðurinn hf.
21677 Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík.
Dra uma skart
Kristinn Sigmundsson bassi, Viðar
Gunnarsson bassi, kór og kammer-
sveit Langholtskirkju. Upptakan
var gerð af Ríkisútvarpinu, og tón-
meistari var Bjami Rúnar Bjama-
son. Disknum fylgir bók með texta
passíunnar ásamt umfjöllun um
verkið, höfund þess og flytjenduma
á íslensku, ensku og þýsku. Þýðing
á textum passíunnar, öðmm en
biblíulegum, var í höndum sr,
Kristjáns Vals Ingólfssonar. Disk-
hulstið prýðir mynd úr íslensku
handriti frá 14. öld.
„Lifandi upptaka hefur marga
kosti fram yfir stúdíóupptöku."
sagði Jón Stefánsson kórstjóri.
„Tónleikamir vom teknir upp af
Ríkisútvarpinu með stafrænni
tækni, og sendir út í beinni útsend-
ingu á föstudaginn langa. Tæknileg
vinnsla disksins gerir það að verk-
um að hljómurinn er í hæsta
gæðaflokki, án þess að sú lifandi
stemming, sem aðeins næst á tón-
leikum, tapist.“ Jóhannesarpassían
er aðeins gefin út á geisladiskum,
ekki á hefðbundinni hljómplötu.
Sagði Jón það vera vegna þess að
gæðin væru ekki sambærileg, auk
þess sem geislaspilareign væri orðin
almenn. Hins vegar hygst kórinn
brúa bilið fyrir þá sem ekki eiga
geislaspilara með því að gefa verk-
ið einnig út á snældum á næstunni.
< 3ull og demantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, i
Aðalstræti 7. Sími 11290. J