Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Jerúsalem: Sundrunff á zíonistaþingí Jerúsalem. Reuter. TIL mikilla deilna kom i fyrradag á 31. alþjóðaþingi Zíonistahreyf- ingarinnar en það er haldið í Jerúsalem. Höfðu fulltrúar viða af að heimsbyggðinni hörð orð um það, sem þeir kölluðu trúarlega þvingun og pólitíska forsjár- hyggju í ísrael. Heittrúarmenn á þinginu, sem hófst á sunnudag og stendur í fímm daga, brugðust ókvæða við þessum ásökunum og kom til handalögmála þegar þeir kröfðust þess, að æðstu- prestamir ísraelsku yrðu beðnir afsökunar á ummælunum. Gagnrýnendumir kváðust harma einokun gyðingdómsins f trúarlegum efnum í ísrael, tilraunir trúarlegra stjómmálaflokka til að ráða því „hver sé gyðingur" og bannið, sem sett hefur verið í Jerúsalemborg, við öll- um skemmtunum á hvíldardegi gyðinga. „Messíasarstefna í stjóm- málum er bijálæði," sagði Arthur Werzberg, rabbíi og einn af frammá- mönnum fijálslyndra gyðinga í Bandaríkjunum, og var klappað mik- ið fyrir þeim orðum hans. Sagði hann ennfremur, að vildu trúarlegu stjóm- málaflokkamir ekki sýna umburðar- lyndi og raunsæi yrði að skilja alveg á milli ríkisins og trúarinnar. Shimon Peres utanríkisráðherra sat fyrir svömm á þinginu og átti nokkuð f vök að veijast, einkum vegna tilrauna á ísraelskra þinginu til að breyta gildandi lögum um, að allir gyðingar, hvar sem þeir annars búa, geti flust til ísraels og fengið þar ríkisborgararétt. Kvaðst Peres mundu beijast gegn breytingum á lögunum. Bretland: Batman bjargaði morgunsj ónvarpi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TÆKNIMENN við morgunsjón- varp bresku sjónvarpsstöðvarinn- ar ITV hafa verið i verkfalli f tæpar tvær vikur. Einungis hefur verið hægt að senda út teikni- myndir, Batman-myndir og lesnar fréttir. Áhorfendum hefur ekki fækkað. Tæknimenn við óháðu sjónvarps- stöðvamar hafa haft sterk tök á allri vinnslu eftiis. Þeir hafa mjög há laun; allmargir þeirra eru með yfir 60.000 krónur á viku. Það hefur lengi stað- ið til hjá ITV að reyna að þvinga tæknimenn til að samþykkja sveigj- anlegan vinnutíma og skapleg laun. í upphafi þessara átaka fóru tæknimenn í 24 stunda verkfall, vegna þess að þeir vildu ekki sam- þykkja fjölda tæknimanna, sem átti að vinna við sérstakan jólaþátt, þar sem safna átti fé handa fátæku og þurfandi fólki hér í landi. Þegar þeir ætluðu að snúa aftur til vinnu, neit- aði yfírmaður morgunsjónvarpsins að taka þá aftur, nema þeir skrifuðu undir skuldbindingu um að hlýða skipunum yfírmanna sinna. Tækni- menn neituðu því. Stjómendur morgunsjónvarpsins bragðu þá á það ráð að sýna teikni- myndir, Batman-myndir og lesnar fréttir. Það hefur gengið vel og það, sem er merkilegt: áhorfendum hefur ekki fækkað. I siðustu viku horfði að jafnaði tvær og hálf milljón manna á morgunsjónvarp ITV, sem er nán- ast sami áhorfendafjöldi og áður. Yfirmenn segja, að auglýsingum hafi ekki fækkað og hagnaðurinn af rekstrinum hafi aldrei verið meiri. Fréttamenn á morgunsjónvarpinu hafa ekki stutt tæknimenn. Stuðn- ingur við þá annars staðar frá hefur verið hverfandi lítill. Yfírmenn hafa gengið inn í störf tæknimanna. í gærmorgun var svo haldið úti eðlilegri útsendingu í hálftfma til að koma til móts við athugasemdir útvarpsráðs, sem tel- ur, að morgunsjónvarpið fullnægi ekki þeim kvöðum, sem felast í leyfí þess til útsendinga. 1 flMr . .... : ^ - l|PIK!ll®lll iir m Leitað í braki vélarinnar, sem er dreift yfir stórt svæði. Bandaríkin: Reuter Leitað að skammbyssu í braki f lugvélarinnar - alríkislögreglan tekur þátt í rannsókn flugslyssins San Luis Obispo, Kaliforniu. Reuter. RANNSÓKN flugslyssins í Kalifomíu beinist nú að þvi hvort um um glæpsamlegt at- hæfi hafi verið að ræða. Leitað er að skammbyssu í braki vélar- innar. Talið er að karlmaður sem rekinn var úr starfi hjá flugfélaginu hafi ætlað að koma fram hefndum á fyrir- tækinu með þvf að farga sér og vélinni. Richard Bretzing starfsmaður alrikislögreglunnar er yfirmaður rannsóknarinnar á slysinu. Alrik- islögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við bandaríska loftferðaeftirlitið. Hann sagði á blaðamannafundi að ekki væri hægt að ganga framhjá þessum möguleika. „Við munum leita að byssu í brakinu og ef hún er þama finnum við hana,“ sagði Bretzing. Hann neitaði hins vegar að svara spumingu blaðamanna um það hvort víst væri að um morð og sjálfsmorð hefði verið að ræða þegar vélin fórst og 43 með henni. Haft er eftir ónefndum heimild- armönnum að David Burk 35 ára maður sem rekinn var frá móður- fyrirtæki PSA flugfélaginu, sem átti vélina, hafi skilið eftir bréf á heimili sínu þar sem hann sagðist ætla að laumast um borð í vélina með skammbyssu. Hugðist hann myrða Ray Thompson, jrfírmann- inn sem rak hann. Alríkislögregl- an hefur farið heim til Burks en ekki gert þar húsrannsókn. Skömmu áður en vélin fórst tilkynnti flugmaðurinn að hann hefði heyrt skothvelli úr farþega- lými. Oscar Arias forseti Costa Rica er nú kominn til Osló til að taka við friðarverðlaunum Nóbels. Á myndinni sést hann með móður sinni Lillyan Sanchez de Arias, konu sinni Margaritu og tveimur bömum, Sylviu og Oscari Felipe. Arias í Osló Reuter Kína: Stúdentar krefj- ast afsagnar háskólarektors Peking, Reuter. ÁLETRANIR á veggspjöldum hvöttu stúdenta í Peking í gær til að fara i verkfall til að mót- mæla dauða félaga síns á laugar- dag. Námsmenn segja að hann hafi orðið fómarlamb „skrifræð- isins“ i Kína. Einnig var þess krafist að rektor í háskóla i Pek- ing fyrir afburðanemendur segði af sér vegna málsins. Zang Wei lést á sjúkrahúsi í Peking af völdum áverka sem hann hlaut í deilum við hjólreiðaviðgerð- armann á stúdentagarði. Félagar hans segja að læknisaðstoð hafi tafist um nokkrar afdrifarikar mínútur á meðan útkljáð var hvem- ig spitalinn fengi borgað fyrir þjónustu sína. Auk þess hefði að sögn námsmannanna verið hægt að bjarga lífi hans ef aðstæður á garðinum hefðu verið betri. í gær áttu stúdentar fund með Li Lanqing aðstoðarráðherra utanríkisvið- skipta þar sem þeir bára fram kröfur sínar um bættan aðbúnað og minna skrifræði. Að sögn voru viðræðumar vinsamlegar. Nemend- ur í Utanríkisviðskiptaháskólanunv í Peking njóta mikils álits í Kína og eiga þeir að námi loknu greiða leið í eftirsótt embætti á vegum utanríkisráðuneytisins. í gær var 52 ára afmæli stúd- entauppreisnar gegn þáverandi jrfirvöldum. Siðan kommúnistar komust til valda hefur verið haldið upp á afmæli uppreisnarinnar til að minnast mikilvægs áfanga í sögu byltingarinnar í Kína. í gær var einnig 1 árs afmæli stúdentaóeirða í Hefei í austur-Kína sem komu af stað öldu mótmæla vegna skorts á frelsi og lýðræði. í tilkjmningu frá Æskufréttum Kfna, opinberri fréttastofusegir að umræðuhópar hafi starfað í gær til að minnast uppreisnarinnar fyrir 52 áram. Einnig segir að það sé nú í tísku hjá æsku Kína að lesa verk Marx og Leníns. Skjöl frá nýaf- stöðnu 13. flokksþingi kommúnista- flokksins séu nú einnig mjög vinsælt lesefni meðal ungs fólks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.