Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987
37
D
HSt
Kafbáta-
leit í skeija-
garðinum
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins.
SÆNSKI herinn hefur nýlega
fengið tilkynningu frá atarfs-
mönnum herains um að sést hafi
til óþekkts kafbáts í skerjagarð-
inum við Vaxholm, skammt utan
við Stokkhólm. Leit að kafbátn-
um er þegar hafin.
Fyrir fáeinum dögum sáu nokkr-
ir starfsmenn hersins til kafbáts
sem þeir héldu vera sænskan. Sáu
mennimir kafbátinn rétt hjá vopna-
og birgðageymslum strandgæsl-
unnar. Þegar þeir orðuðu þessar
ferðir kafbátsins við samstarfs-
menn hjá hemum, kom í ljós að
enginn sænskur kafbátur var stadd-
ur nærri þessum stað á þeim tíma
sem um ræddi.
Leit að kafbátnum stendur yfir.
Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Sten
Andersson, var harðorður í garð
þeirra sem leyfðu sér að vera með
átroðning innan sænskrar land-
helgi. Eftir fáeina daga skilar Bengt
Gustafsson, yfírhershöfðingi,
skýrslu um kafbátaleit sænska
hersins á þessu ári. Samkvæmt
upplýsingum hans hefur áníðslu
óþekktra kafbáta ekki linnt og hef-
ur herinn meðal annars athugað
hljóðupptökur sem ef til vill geta
gefíð upplýsingar um hverrar þjóðar
þessir óboðnu gestir era.
BODA)
-------J
kosta)
V____J
Bretland:
Kreppa ríkir í heil-
brigðisþj ónustunni
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
MIKILL vandi steðjar nú að heil-
brigðisþjónustu Breta. Hjúkr-
unarf ræðingaskortur veldur því
að loka verður deildum á sjúkra-
húsum og fresta lífnauðsynleg-
um aðgerðum. Forsetar þriggja
læknaskóla hafa gagnrýnt stefnu
stjórnvalda harkalega. í nýju
lagafrumvarpi, sem nú er til
meðferðar hjá neðri málstof-
unni, er kveðið á um, að menn
eigi að borga fyrir augns- og
tannskoðun, og hafa orðið miklar
deilur um það.
Eitt atvik öðram fremur hefur
valdið því, að athygli almennings
hefur beinst að vanda heilbrigðis-
þjónustunnar. Nýfæddur drengur í
Birmingham fæddist með hjarta-
galla og þurfti á aðgerð að halda
til að geta lifað. Aðgerðinni var
frestað fímm sinnum vegna skorts
á hjúkranarfræðingum á gjör-
gæsludeild spítalans, þar sem hann
var til meðferðar. Málið komst í
fjölmiðla og var borið upp í þing-
inu. í sjötta sinn, sem ákveðið var
að ráðast í aðgerðina, var hún fram-
kvæmd. Drengnum heilsaðist vel
og átti að fara heim síðastliðinn
laugardag, en þá lést hann skyndi-
lega nóttina áður.
Skortur á hjúkranarfræðingum
er mjög alvarlegur á sumum svæð-
um, í Birmingham og þar í kring
og í London, svo að dæmi séu
nefnd. Á sumum sjúkrahúsum á
þessum svæðum hefur heilum deild-
um verið lokað, vegna þess að engir
hjúkranarfræðingar fást til starfa.
Yfírvöld hafa undirbúið aðgerðir af
þessu tilefni, en ekki er vitað, hverj-
ar þær verða.
Forsetar þriggja læknaskóla hafa
gagnrýnt stefnu stjómvalda í heil-
brigðismálum mjög harkalega. Þeir
segja, að umönnun sjúklinga hafí
hrakað, þótt starfsfólk geri sitt
besta. Starfsanda hafí hrakað. Nið-
urskurður á fé til heilbrigðisþjón-
ustunnar hafi valdið því, að kennslu
í læknisfræði hafí hrakað. „Þegar
í stað verður að fara fram endur-
skoðun á þjónustu sjúkrahúsanna.
Það verður að fínna viðbótarfé,"
segja þeir.
Breska læknafélagið hefur for-
dæmt tillögur í þinginu um að taka
gjald fyrir augn- og tannskoðun,
en slík þjónusta hefur verið ókeyp-
is. Félagið telur, að gjaldið muni
fæla fólk frá að því að koma til
skoðunar, og þess vegna muni sjúk-
dómar ekki uppgötvast fyrr en of
seint.
Ymsir þingmenn íhaldsflokksins
hafa gagnrýnt þessar tillögur og
sömuleiðis talsmenn Verkamanna-
flokksins. Robin Cook, talsmaður
Verkamannaflokksins í heilbrigðis-
málum, sagði, að stjómin þyrfti að
hafa þykkan skráp til að fara fram
á það í þinginu, að framlög til heil-
brigðismála yrðu lækkuð, þegar
kreppa væri í heilbrigðiskerfínu.
Útsölumarkaðurinn
Á GRETTISGÖTU 16
(áður Bílamarkaðurinn)
Dömuleðurskór frá
Dömuleðurstígvél frá
áður
Dömukápur
Sængurföt frá
Sængur frá
Skíðagallar
Trimmgallar
kr. 300,-
kr. 1.600,-
kr 4.500,-
kr. 1.000,-
kr. 790,-
kr. 1.490,-
kr. 1.900,-
kr. 800,-
Gjafavörur, skartgripir, antik húsgögn.
Tökum myndir af þér og setjum á boli og plaköt.
Úrval af allskonar vörum á
mjög góðu verði.
Geymum greiðslukortasölunótur þangað til i febrúar.
KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST
Opið laugardag frá kl. 10-18
Aðra daga frá kl. 12-19
Sími24544
Svíþjóð:
Bankastræti 10, sími 13122 - Kringlunni, sími 689122