Morgunblaðið - 10.12.1987, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.12.1987, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 LEIÐTOGAFUNDURINN I WASHINGTON Skálað fyrir Gorbatsjov Reuter Ronald Reag-an lyftir þarna glasi fyrir Míkhaii Gorbatsjov i kvöldverðarboði forsetans á þriðju- dag. Eins og sjá má var forsetinn í smóking en Gorbatsjov hélt fast við sovéskar hefðir og kom i dökkum fötum með slifsi til veislunnar. V estur-Þýskaland: Vilja taka vígvallar- vopn með í reikninginn Bonn, Reuter. ALLT stefnir i ágreining milli Vestur-Þjóðveija og banda- manna þeirra í NATO vegna þess að Þjóðverjar krefjast þess að bandalagið tengi saman hefð- bundinn vígbúnað og vígvallar- vopn (flaugar -sem draga skemmra en 500 km) í afvopnun- arviðræðum við Varsjárbanda- lagið. Undanfarið hefur komið fram vilji Atlantshafsbandalagsríkja, sérstaklega Bandaríkjanna og Bret- lands, til að samið verði um fækkun hefðbundinna vopna áður en vígvallarvopn verði tekin fyrir. Til dæmis sagði Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands eftir fundinn með Míkhaíl Gorbatsjov á mánudag: „Ég sé ekki neitt svigrúm fyrir frekari fækkun kjamorku- vopna í Evrópu þangað til tekist hefur að semja um hefðbundin vopn og efnavopn." Bandarísk og bresk stjórnvöld vilja framfylgja samþykkt frá því í Montebello í Kanada árið 1983 um endumýjun vígvallarvopna sem staðsett em í Vestur-Þýskalandi. Stjómmálaskýrendur telja að Vest- ur-Þjóðveijar séu ófúsir að setja upp nýjar og fullkomnari flaugar í stað hinna gömlu einkum með tilliti til almenningsálits heima fyrir þar sem allt sem tengist kjarnorku er mjög óvinsælt. Langdræg kjarnorkuvopn risaveldanna: Deilur um undirmörk ásteytingarsteinninn Washington, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. LÍKLEGT má telja að markverðasta niðurstaða leiðtogafundarins í Washington verði sú að þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi nái um það samkomulagi að fela samningamönnum risaveldanna að finna lausn á ágreiningi ríkjanna varðandi fækkun langdrægra lqamorkuvopna. Til þess að þetta verði unnt munu bæði ríkin þurfa að fallast á verulegar tilslakanir einkum varðandi svonefnd undirmörk eða leyfilega samsetningu kjarnorkuher- aflans sem eftir mun standa. Náist samkomulag um fækkun þessara vopna, ógnvænlegustu gjöreyðingarvopna risaveldanna, verður sá samningur mun mikilvægari en sá sem leiðtogarair undirrituðu á þriðjudag. Leiðtogamir höfðu náð um það munnlegu samkomulagi að stefna að helmings fækkun langdrægra. kjamorkuvopna á fundinum í Reylq'avík er Gorbatsjov setti það óvænt sem skilyrði að Reagan for- seti takmarkaði tilraunir með geimvamir við rannsóknarstofur. Nú virðist sem Sovétmenn séu reiðubún- ir til að fallast á ákveðnar tilslakanir í þessu efni. Gorbatsjov sagði í ræðu er hann flutti í tilefni undirritunar sáttmálans um upprætingu meðal- og skammdrægra kjamorkuvopna að Sovétstjómin væri tilbúin til að fallast á helmingsfækkun lang- drægra kjamorkuvopna gegn þvi að báðir aðilar hétu því að virða hefð- bundna túlkun ABM-sáttmálans frá árinu 1972 um takmarkanir gagneld- flaugakerfa. Ágreiningurinn varð- andi geimvamaáætlun Bandaríkja- manna hefur einkum varðað túlkun þessa samnings og mun það því koma í hlut samningamanna risaveldanna að ná samkomulagi um hvað hugtak- ið „hefðbundin túlkun" merkir í þessu viðfangi. Greinilegt er þó að Sovétmenn leggja ekki jafn mikla áherslu og áður á geimvamaáætlun Reagans forseta. Gennadíj Gerasimov, tals- maður sovéska utanríkisráðuneytis- ins, sagði á blaðamannafundi hér í Washington á dögunum að Sovét- menn teldu áætlunina óframkvæm- anlega. Þeir hefðu hins vegar af því áhyggjur að tilraunir Bandaríkja- manna gætu leitt til þróunar og smíði mun ógnvænlegri vopna en nú þekktust. Mikilvæg tilslökun Ágreingurinn um undirmörk eða hámarks leyfilegan fjölda tiltekinna vopnagerða endurspeglar ólíka sam- setningu kjamorkuherafla risaveld- anna. Bandaríkjaménn hafa lagt á það höfuðáherslu að fækkun lang- drægra kjamorkuvopna taki einkum til landflauga Sovétmanna, en á því sviði njóta Sovétmenn yfirburða. Karlmaður sigrar í keppni um hver líkist Raísu mést Washington, Reuter. HALDIN var keppni um það hver líktist Raísu Gorbatsjovu mest í Washington í gær. Sá sem sigr- aði í keppninni var karimaður. Keppnin fór fram á skemmtistað í Washington og komust færri að en vildu. Þátttakendur í keppninni um það hver líktist Raísu mest voru sex, fjórir þeirra karlmenn. Sigur- vegarinn, Rick Latham, bar úr býtum plastrósir, 100 dollara og 100 rúblur. „Mamma fær hjartaslag þegar hún fréttir þetta," sagði Lat- ham að keppninni lokinni. Yfirvöld ákváðu að horfa framhjá þessum atburði en samþykktu ekki að keppnin yrði haldin. Sovéskur fréttamaður sem var spurður að því hvort hann héldi að frú Gorbatsjova yrði móðguð vegna keppninnar sagði að líklega myndi henni ekki renna í skap. „Hún lætur slíkan fíflaskap ekki trufla sig. Hér er mikið af furðulegu fólki," sagði fréttamaðurinn sovéski. Bandaríkjamenn njóta hins vegar yfirburða á sviði Q'ölda kjamaodda í kafbátaflaugum og langdrægum sprengjuflugvélum. Risaveldin eru sammála um að fækka beri kjama- oddum nokkum veginn um helming þannig að hvort ríkið ráði yfir 6.000 stykkjum. Préttir herma að Banda- ríkjamenn séu nú reiðubúnir til að falla frá kröfum sínum um undir- mörk og séu tilbúnir til að samþykkja að ríkjunum verði í sjálfsvald sett að ráða samsetningu kjamorkuher- aflans eftir að samið hefur verið um helmingsfækkun langdrægra vopna. Ef þetta er rétt er hér um mjög mikilvæga tilslökun að ræða sem kann að flýta fyrir samningum. Sovétmenn vilja takmarka fjölda kjamaodda í bandarískum kafbátum sem hafa gífurlegan fælingarmátt vegna þess að auðvelt er að fela vopnin. Bandarikjamenn hafa á hinn bóginn verulegar áhyggjur af þeim eldflaugum Sovétmanna á landi sem eru hreyfanlegar. Þótt samninga- menn risaveldanna fínni leiðir til að jafna þennan ágreining um undir- mörk verður það gríðarlega viðamik- ið verkefni að semja um eftirlitsá- kvæði hugsanlegs samkomulags þar sem augljóslega verður mjög erfitt að halda uppi eftirliti með hreyfan- legum eldflaugum og kafbátum. Flókið eftirlit Samningurinn um upprætingu meðal- og skammdrægra flauga er meðal annars merkilegur fyrir þær sakir að eftirlitsákvæðin eru sérlega viðamikil og ítarleg. Hins vegar er mun auðveldara að halda uppi eftir- liti ef samið er um algera útrýmingu tiltekinna vopnakerfa en ekki aðeins takmörkun þeirra. Hér í Banda- ríkjunum tala menn um að eftirlits- ákvæði samningsins um meðaldrægu flaugamar geti reynst mikilvægt for- dæmi í frekari viðræðum risaveld- anna. Þá er einnig nefnt að samningurinn sé mjög mikilvægur vegna þess að aldrei áður hafi stór- veldin skipst á svo ítarlegum upplýs- ingum um kjamorkuvopn, sem hljóti að leiða til aukins trausts í viðræðum risaveldanna á flestöllum sviðum. Fullvíst má telja að afdráttarlaus eftirlitsákvæði verði frumkrafan í viðræðum stórveldanna í framtíðinni og að því leyti hafa verið stigin sögu- leg skref hér í Washington. En á hitt ber að líta að viðræður um niður- skurð hins hefðbundna herafla og fækkun tiltekinna kjamorkuvopna; meðaldrægra, skammdrægra, lang- drægra og vígvallarvopna, taka til mjög mismunandi atriða og að- stæðna, sem gera það að verkum að semja þarf sérstaklega um fram- kvæmd eftirlits í hveiju einstöku tilfelli. Ron og Míkhaíl Washington. Reuter. SVO miklir dáleikar era með þeim Ronald Reagan Bandaríkja- forseta og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga, að þeir eru orðnir dús og kalla hvor annan Ron og Míkhail. Að lokinni undirritun samningsins um meðaldrægu eldflaugamar fóru þeir leiðtogamir inn í setustofuna þar sem taka átti myndir af þeim saman. Meðan á því umstangi stóð sagði Reagan „ég heiti Ron að for- nafni“ og „mitt er Míkhaíl" svaraði þá Gorbatsjov að bragði. „Við get- um þá bara notað fomöfnin á einkafundum okkar,“ sagði Reagan og Gorbatsjov tók undir það og sagði: „Það líkar mér vel.“ Eru þessi orðaskipti höfð eftir háttsettum embættismanni í Hvíta húsinu. Á tveimur fyrri fundum þeirra leiðtoganna, í Genf árið 1985 og í - Reykjavík í fyrra, ávörpuðu þeir alltaf hvor annan sem „hr. forseti" og „hr. aðalritari". Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Einkabifreið Gorbatsjovs ekið inn í bílskúr sovézka sendiráðsins í Reykjavík skömmu fyrir Reykjavíkurfundinn í fyrra. Bifreiðin er nú í Washington bandarískum bíladellumönnum til mikillar gleði. Bíll Gorbatsjovs vekur athygli í Washington Washington. Reuter. Bandarískir bíldellumenn era mjög ánægðir með leiðtogafund- inn í Washington. Með heimsókn Mikhails Gorbatsjov gefst kær- komið tækifæri til að kynnast sovézka fyrirmannabílnum Zil, sem er svo keimlík 1965 árgerðini af Cadillac. Gorbatsjov lét fljúga svörtu skot- heldu embættisbifreið sinni til Washington ásamt um 10 slíkum til viðbótar fyrir helztu samstarfsmönn- um sínum og leiðtogum sovézka kommúnistaflokksins. Enda þótt stórar lúxusbifreiðar, límúsínur, séu algengar á götum höf- uðborgar Bandaríkjanna hefur bifí reiðin vakið mikla athygli í Washington, en líklega vildu fáir kaupa bíl af þessu tagi. „Þessi bifreið er ekki flutt út og það er engin eftirspum eftir henni. Við vitum lítið meira en að hún er ekki mjög góð,“ sagði Csaba Csere, ritstjóri bílablaðsins Car and Driver. Bifreiðin er eftirlíking af 1965 ár- gerðinni af Cadillac, með risastóra vél og vegur um 3,2 tonn. Hún er að mestu handsmíðuð og til munu vera nokkur þúsund slíkra. Það eru nær eingöngu fyrirmenn í kommúni- staflokknum og háttsettir embættis- menn, sem hafa aðgang að þessum bílum í Sovétríkjunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.