Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 41
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987
41
sn*t£i Útgefandi mÞIftfetfe Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö.
Hávaðamengun
Hljóðið hefur verið fylgi-
fiskur mannsins frá
örófí alda. Hann lagði eyru
við röddum umhverfis síns,
náttúrunnar. Hann kom sér
upp talmáli til tjáningar í
samskiptum sínum við sam-
ferðarfólkið. Hann þróaði
talmálið í listform, þegar bezt
lét, ljóðlist, leiklist, ræðulist.
Og talandi um hljóð hlýtur
hugurinn að staðnæmast við
hljómlistina. í henni hefur
maðurinn ekki sízt náð langt
í leit sinni að fegurð og full-
komleika.
Þrátt fyrir mikilleik hljóðs-
ins — á vegferð mannsins —
var þagmælskan ein hinna
fomu dyggða. Þögnin var og
vé og griðastaður þar sem
menn vóru einir með sam-
vizku sinni og leituðu svara,
í eigin hugarheimi, við spum-
ingum mannlífsins og per-
sónulegum viðfangsefnum.
Þessi griðastaður þagnarinn-
ar verður æ vandfundnari í
nútíma þjóðfélagi.
Með vaxandi notkun véla
og tækja, sem eru einkenni
samtímans, hefur hávaða-
mengun aukizt ár frá ári.
Hávaðinn segir hér um bil
hvarvetna til sín: i umferð-
inni, á vinnustöðum, á
almennum þjónustustöðum
og á heimilum. Hljóðmengun-
in er ekki sízt í formi tónlistar
og talaðs orðs úr hátölumm
á almannafæri, bæði úr út-
varpi og af segulböndum.
Það er löngu orðið tíma-
bært að staldra við og
hugleiða, hvort ekki þurfí að
spoma við fótum og draga
úr óþarfa hávaða og hljóð-
mengun, sem engin nauðsyn
kallar á. í þessu sambandi
verður að vekja athygli á því
að ýmis ákvæði í lögum og
reglugerðum banna háreysti
og hávaða. Þessi ákvæði eru
á hinn bógin flest komin til
ára sinna og þarfnast endur-
skoðunar, með hliðsjón af
gjörbreyttum þjóðlífsháttum.
Það segir sína sögu, þetta
mál varðandi, að síðastliðinn
sunnudag vóru sett á laggir
Samtök gegn hávaða. Mark-
mið þeirra er að koma af stað
umræðu um hverskyns
óþarfa og heilsuspillandi
hljóðmengun og berjast gegn
henni, að sögn Steingríms
Gauts Kristjánssonar, borg-
ardómara, talsmanns sam-
takanna. í grein um þetta
efni, sem Steingrímur birti
nýlega í Morgunblaðinu, vitn-
ar hann í ákvæði lögreglu-
samþykkta, eldri og nýrri,
sem og laga um hollustu-
hætti og heilbrigðiseftirlit,
sem meðal annars fjalla um
ónæði og truflun frá hátölur-
um og hljómflutningstækjum
á almannafæri.
Sjötta náttúrvemdarþing
1987 skoraði á stjómvöld og
Alþingi að „undirbúa og setja
hið fyrsta heildarlög og regl-
ur til vamar gegn hávaðam-
engun“. Fram hefur verið
lögð tillaga til þingsályktunar
á Alþingi um sama efni, flutt
af sjö alþingsmönnum úr öll-
um þingflokkum. Hún felur í
sér áskomn á ríkisstjómina,
þessefnis, „að láta semja
frumvarp til laga um vamir
gegn hávaða og hljóðmeng-
un“. Það er því ljóst að hávaði
sá, sem gerir hvarvetna vart
við sig í nútímanum, hefur
kallað á allnokkur viðbrögð
til varnar.
í þessum málum, sem öðr-
um, ber að ganga fram með
gát. Ekkert er eðlilegra en
að ungt fólk — raunar ungt
fólk á öllum aldri — hafi svig-
rúm fyrir lífsgleði sína,
meðan hún leitar heilbrigðs
farvegar og veldur ekki öðr-
um skaða. Einstaklingsbund-
ið frelsi og réttindi fólks
verður að virða, meðan það
skaðar ekki aðra, eða fótum
treður sams konar rétt ann-
arra. Þar af leiðir að barátta
gegn hávaðamegnun á al-
mannafæri á fullan rétt á sér.
Sama máli gegnir um opin-
berar þjónustustofnanir, sem
reknar em í umboði sam-
félagsþegnanna. Um hávaða
innan þeirra gildir hið sama
og um hljóðmengun á götum
úti — á almannafæri. Þar
verður að virða almennan
vilja fólks.
Boð og bönn eru að vísu
ekki einhlít í þessu efni frem-
ur en öðrum. En í ljósi
gjörbreyttra þjóðlífshátta,
einkum í þéttbýli, er ekki úr
vegi, að Alþingi taki af skar-
ið með löggjöf um vamir
gegn hávaða og hljóðmeng-
I un.
Snæbjörn Araason, skipstjóri, skyggnist út um gluggann á stýrishúsinu á Pilot. f baksýn era Hrafnseyn
og Bauluhúsaskriður.
Á rækju í Arnarfirði:
„Eina vandamálið
er of mikil veiði“
Valur Björasson, háseti, lítur ánægður yfir aflann. Áttahundruð kíló
í einu kasti og sáralítið af síld og öðru „rusli“.
Bátarnir klára vikukvótann á mettíma
„Við skreppum bara með ykkur inn á fjörðinn þar sem er gott í
sjóinn,“ sagði Snæbjöra Áraason, skipstjóri á rækjubátnum Pilot BA
6, þegar blaðamenn Morgunblaðsins beiddust þess að fá að fara með
honum í róður er þeir vora staddir á Bíldudal fyrir nokkru. Snæbirai
var svo sem sama hvort farið væri á bestu miðin utarlega i firðinum,
eða á lygnari slóðir með tilliti til sjóveikihræðslu Morgunblaðsmanna,
þvi reglurnar sögðu að Snæbjöra mætti aðeins veiða í 21 kassa þann
daginn, og 35 kíló í hvern, þannig að mokveiði var jafnvel verri en
aflaleysi.
Araarfjörðurinn er nú fullur af rækju eftir mörg mögur ár, og það
hefur þurft að takmarka afla rækjubátanna tíu til að árskvótinn klár-
ist ekki allt of snemma og vinnudagurinn í Rækjuveri verði ekki
óhóflega langur.
Við leggjum af stað klukkan
rúmlega níu þegar aðeins er farið
að birta af degi og siglum norður
fyrir Langanes, sem klýfur Amar-
fjörðinn í tvennt. Það er logn og
blíða og ágætt útsýni, bæði út Am-
arfjörðinn og inn að Mjólkárvirkjun
í botni Borgarfjarðar, sem skerst
inn úr Amarfirðinum. Snæbjöm sér
eitthvað á dýptarmælinum og hann
og Valur Bjömsson, háseti, setja
út trollið og hyggjast draga það inn
fjörðinn. „Ég vona bara ykkar
vegna að þetta sé ekki síld,“ segir
Snæbjöm og hlær, en einhver sfld
hefur gengið inn á Amarfjörð og
verið til smávægilegra vandræða
fyrir rælqusjómenn.
Við spjöllum um rækjuna, veðrið
og kvótakerfíð við Snæbjöm á með-
an dregið er, en hann er hinn
hressasti og óhræddur við að láta
skoðanir sínar flakka. „Kvótakerfið
er að gera alla að meðaljónum, það
er að drepa niður fískimennskuna
í íslenskum sjómönnum. Ef þetta
er stefnan á bara að ganga hreint
til verks og gera þetta að allsheijar
samyrkjubúi.“ Snæbjöm er að verða
búinn með vikukvótánn sinn á
rækju og fær þá ekkert borgað fyr-
ir það sem er yfír fyrrgreindum
mörkum, 21 kassa. Honum fínnst
það undarlegt að ráðuneytið og
Rækjuver skuli skammta honum
dagsaflann, en ekki guð almáttug-
ur.
Það er tveimur bátum fleira við
rækjuveiðamar í ár en í fyrra og
vikukvóti bátanna var nýlega færð-
ur úr fímm tonnum niður í fjögur,
að beiðni Rækjuvers og allra rækju-
sjómanna nema Snæbjöms. „Það
er áreiðanlega einsdæmi í íslenskri
fískveiðisögu að menn hafí beðið
yfírvöld um að minnka við sig
aflann," segir Snæbjöm og hlær.
Fjögnrra tíma
mokveiöiferð
Við drögum fram hjá Hrafnseyri
og Laugabóli og emm komnir lang-
leiðina inn í fjarðarbotn þegar
ákveðið er að hífa inn trollið eftir
eins og hálfs tíma hal. Víramir em
togaðir inn að aftan, en trollið er
síðan tekið inn á síðuna og losað
ofan í stóran kassa á dekkinu. Þetta
er ekki sfld, heldur fínasta rækja,
svo Morgunblaðsmenn sleppa með
skrekkinn. Valur háseti hefst þegar
handa við að losa úr kassanum á
dekkinu ofan í litla kassa, sem tekn-
ir vom með í túrinn, og reynt er
að giska á hvað aflinn sé mikill.
Valur og Snæbjöm giska á 15-17
kassa og eftir smáumræður er
ákveðið að kasta ekki aftur, það
taki því ekki að eltast við þessar
fáu rækjur sem vantar upp á dags-
kvótann.
Rækjan er í minna lagi, en engin
smárækja þó, og það er óvenju lítið
af „msli“ innanum — ein og ein
sfld og marhnútur sem Valur hend-
ir útbyrðis um leið og hann setur
rækjuna í kassa. Valur er ánægður
með aflann: „Fyrir nokkram ámm
þótti það gott ef menn fehgu 10
kassa með því að veiða frá 7 um
morguninn til 6 á kvöldin, nú fáum
við 20 kassa og jafnyel meira í einu
kasti.“ Hann heldur áfram að raða
í kassana þótt það gefí á bátinn
þar sem við siglum til hafnar á
Bfldudal, komnir út úr skjólinu á
innfirðinum.
Um tíma lítur út fyrir að þeir
hafi fengið fleiri en 21 kassa; „það
er verst að hafa ekki aflamæli þeg-
ar maður er að draga, það verður
líklega það næsta sem ráðuneytið
sendir manni," segir Snæbjöm. En
viti menn, þegar Valur raðar í
síðustu kassana við bryggjusporð-
inn á Bfldudal kemur í ljós að
kassamir em nákvæmlega 21 —
það er engu líkara en að og Rækju-
ver hafí haft samráð í þetta skiptið.
Við þökkum fyrir þægilega ljögurra
tíma veiðiferð og lítum inn í Rækju-
ver til að fylgjast með hvemig
rækjan er meðhöndluð.
Vikukvótinn lengir ver-
tíðina og hlífir fólkinu
Nafn Bfldudals hefur lengi tengst
matvælavinnslu ýmiss konar; Bfldu--
Ólafur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Rækjuvers: Góð veiði og
gott verð fyrir rækjuna, en ósam-
ræmi í verðflokkun eftir stærð
rækju úr sjó og af færibandinu
veldur því að góðærið skilar sér
betur til bátanna en til vinnslunn-
ar.
Það er rétt orðið verkljóst klukkan tíu að morgni þegar Snæbjöra
og Valur kasta út nótinni innarlega í Arnarfirðinum.
Rækjan á lokastigi vinnslunnar. Búið er að sjóða og pilla hana og hér
er verið að hreinsa síðustu skelplöturnar sem enn kunna að loða við
hana, en eftir það er rækjan tilbúin í salatið.
dalssaltfískur þótti vera sá besti í
heimi á síðustu öld, Bíldudals græn-
ar baunir kannast allir við þó að
þær hafí ekki sést í búðarhillum í
háa herrans tíð, og óþarfí er að fjöl-
yrða um umræður á nýliðnu hausti,
þó að það sé kannski allt annar
handleggur. Rækjuvinnsla hefur
lengi verið á Bfldudal á vegum
Rækjuvers hf. og vinna nú um 30
manns hjá fyrirtækinu, en megnið
af konunum við vinnsluna vinnur
þar þó aðeins hálfan daginn.
„Það má segja að helsta vanda-
málið núna sé að það er alltof mikil
veiði," segir Ólafur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Rækjuvers. Þrátt
fyrir að fjörðurinn sé kjaftfullur af
rækju er ekki tekið á móti meira
en 40 tonnum á viku í Rækjuveri,
enda lítið unnið við að klára heild-
arkvótann fyrir vertíðina — sem er
500 tonn — á sem skemmstum tíma.
„Með því að takmarka aflann er
verið að reyna að jafna nýtingu og
vinnslu á rækjunni,“ segir Ólafur,
„og líka að hlífa fólki við of mikilli
vinnu. Nú er unnið frá 7 á morgn-
ana til 7 á kvöldin í Rækjuveri og
reynt að vinna ekki um helgar."
Rækjustofninn á
mikilli uppleið
Takmörkun á aflakvóta veldur
því að bátamir em enga stund að
veiða upp í hann, eins og við feng-
um að kynnast í veiðitúrnum með
Pilot. „Það er umdeilanlegt að
fjölga bátum frá því sem var,“ seg-
ir Olafur, „en þó að nú sé tveimur
bátum fleira en í fyrra hafa flestir
sjómennimir sætt sig við að skipta
heildarkvótanum hnífjafnt á milli,
og að þurfa að eyða flestum stund-
um í landi.“
Rækjan er sæmilega stór og góð,
að sögn Ólafs, og lítið af smárækju
í aflanum. Hún er hins vegar
hrognafull á þessum tíma árs, og
hörð á henni skelin, og leiðinlegt
að vinna hana þar til eftir áramót.
Verðið á rækjunni er gott, með því
besta sem verið hefur, en það er
ekki samræmi á verðflokkun eftir
stærð á rækju upp úr sjó annarsveg-
ar og unninni rækju hinsvegar.
„Við emm að kaupa rækju á fyrsta
flokks verði og selja hana svo á
annars og þriðja flokks verði út,
vegna þessarrar stærðarflokkun-
ar,“ segir Ólafur „og þannig hefur
hagnaður af rækjuvinnslu skilað sér
beint til útgerðarinnar, en ekki til
vinnslunnar."
„Rækjustofninn í Amarfirði er á
mikilli uppleið eins og þessi veiði
ber með sér,“ segir Ólafur, en hann
vonast, eins og margir aðrir, til að
kvótinn verði aukinn upp í að
minnsta kosti 600 tonn úr 500 tonn-
um. Ef kvótinn verður ekki aukinn
endar vertíðin í byijun febrúar, en
víst er að bæði vinnslan og bátam-
ir gætu hugsað sér að halda áfram
og enginn skortur er á rækjunni.
Grein: Hugi Ólafsson
Myndir: Börkur Arnarson
Líkan af K-byggingu Landspítalans.
K-bygging Landspítala:
Miðstöð hátækni í
læknisfræði á Islandi
eftirDavíðA.
Gunnarsson
K-bygging Landspítalans er sá
þáttur í uppbyggingu Landspítal-
ans sem nú veldur stjómendum
Ríkisspítala vanda. Skýringin er
einföld. í þessari byggingu verður
á næstu áram miðstöð hátækni í
læknisfræði á íslandi. Hátækni
kostar mikla peninga.
Hvert herbergi fullbúið tælq'um
kostar í þessu húsi frá u.þ.b. 10
m.kr. fyrir miðlungs skurðstofu
og upp í amk. 50 m.kr. sem er
kostnaður á geislaheldu birgi fyr-
ir línuhraðal til krabbameinsmeð-
ferðar. Það er þessi bygging og
búnaður sem höfundur þessarar
greinar kallaði hjarta Landspítala
í viðtali við Morgunblaðið 29. nóv-
ember 1980 í tilefni af 50 ára
afmæli Landspítalans. Þá ætluðu
menn að reisa K-bygginguna á 5
ámm. Nú 7 ámm síðar er V3 hluti
byggingarinnar vel fokheldur.
Við eigum vel menntaðar heil-
brigðisstéttir þó skortur sé á
sumum þeirra. Sennilega einna
best menntaða í heiminum. Hvað
tæknina varðar emm við að drag-
ast aftur úr. Allstaðar í hinum
vestræna heimi ryður hátækni í
læknisfræði sér nú meir og meir
til rúms. Það er hátækni sem
gerir okkur kleift kí meira og
ríkara mæli en áður var að greina
og meðhöndla sjúkdóma sem áður
leiddu af sér örkuml, skerta
starfsorku eða jafnvel dauða.
Hátæknin fyrirbyggir þannig oft
ótímabæra örorku.
Auðvitað þurfum við íslending-
ar að leggja höfuðáherslu á
fyrirbyggjandi aðgerðir í formi
fíræðslu, heilsuvemdar og heilsu-
gæslu. Það breytir þó ekki þeirri
staðreynd að hversu skynsömu
lífi sem við lifum þá stöndum við
frammi fyrir margskonar sjúk-
„Það er í K-byggingu
Landspítalans sem
hjarta þessarar þjón-
ustu þarf að slá og í
dag slær það bara á
einum þriðja takti.“
dómum sem tæknin í dag því
miður hefur ekki ráð til að fyrir-
byggja. Meðal þessara sjúkdóma
em hjarta- og æðasjúkdómar,
krabbamein, gigt, sykursýki og
ýmsir geðsjúkdómar svo eitthvað
sé nefnt. Við getum með skjm-
sömu lífemi að einhveiju leyti
dregið úr áhættu af þessum sjúk-
dómum en ekki komið í veg fyrir
þá. Sameiginlegt með öllum þess-
um sjúkdómum er að með
nútímagrejningaraðferðum má
greina þá á byijunarstigi eða með
læknis inngripi bjargað eða lengja
líf eftir að_ sjúkdómurinn er kom-
inn fram. í hópi þeirra yfírmanna
á ríkisspítölunum sem undirritað-
ur hefur einna mest samskipti við
í daglegu starfí em tveir læknar.
Þessir læknar em í hópi þeirra.
manna sem mér sýnist vafalaust
hafa nýtt þekkingu sína og lifað
tiltölulega heilsusamlegu lífí. Báð-
ir þessir mætu menn eiga samt í
dag starfsorku sína hátækni
læknisfræði að þaklca, eins og
margir íbúar þessa lands. Annar
hefur gengist undir hjartaskurð-
aðgerð nú nýlega á Landspítalan-
um og hinn í London áður en
þessar aðgerðir hófust hér á landi.
Störf þessara tveggja vina minna
em reyndar eins og svo margra
okkar álagsstörf og vinnutíminn
oft langur. Þeim hefur því ekki
tekist þrátt fyrir þekkingu sína í
læknisfræði að fyrirbyggja sína
sjúkdóma. Það sýnir okkur hversu
Davíð Á. Gunnarsson
erfítt er að fyrirbyggja jafnvel þó
þekkingin sé fyrir hendi. Ég
minnist hér einungis á hjarta-
skurðlækningar en þær em aðeins
einn þeirra fjölmörgu þátta há-
tækni læknisfræðinnar sem eiga
í framtíðinni að hafa aðsetur í
Kbyggingu Landspítalans. Við
getum ekki fyrirbyggt allt og þvi
þurfum við að hafa þekkingu,
búnað og aðstöðu til að takast á
við vandann. Það er í K-byggingu
Landspítalans sem hjarta þessar-
ar þjónustu þarf að slá og í dag
slær það bara á einum þriðja
takti. Því treysti ég því að þeir
menn sem fara með stjóm fjár-
mála þjóðarinnar taki nú höndum
saman og tryggi fjármuni svo
ljúka megi þessari byggingu á
sem skemmstum tíma.
Höfundur er forstjóri Ríkisspít-
aJanna.
Samstarfsráð verslunarinnar:
Lækkun gjalda skilar lægra verði
í TILEFNI af fyrirhuguðum breytingum á tollum og aðflutnings-
gjöldum um næstu áramót hefur Samstarfsráð verslunarinnar
sent frá sér ályktun þar sem segir að ráðið telji að neytendur
muni að fullu njóta lækkunar aðflutningsgjalda í lægra vöru-
verði. Reynslan hafi sýnt að neytendur njóti lægri kostnaðár
verslunarinnar í lægra verði. Er í því sambandi bent á að tolla-
lækkanirnar í febrúar 1986 hafi skilað sér algjörlega í útsölu-
verði til neytenda.
í ályktuninni segir ennfremur ingar, ómaklegar. Staðreyndin sé
að ráðið telji dylgjur ráðamanna, sú að þrátt fyrir að margar versl-
um að verslunin muni ekki láta anir muni tapa umtalsverðum
neytendur njóta, minni skattlagn- Qárhæðum vegna verðlækkunar á
birgðum um áramótin og að mikil
röskun verði á jólaverslun, hafí
Samstarfsráð verslunarinnar hvatt
til þess að fmmvörðin um tolla og
vörugjald verði afgreidd enda séu
þau almenn framfaramál. Ráðið
telji að fijáls samkeppni og hófleg
skattlagning ásamt heilbrigðu að-
haldi neytenda tryggi lægst
vömverð, góða vöm og þar með
hag almennings.