Morgunblaðið - 10.12.1987, Page 44

Morgunblaðið - 10.12.1987, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Ljósa- úrvalið er í Raforku RAFORKAHF., Glerárgötu 32, simi 21867 Vandaður karlmannafatnaður í úrvali Leggjum áherslu á góða og örugga þjónustu. Klæðskeraþjónusta. tí errabudin Hafnarstrxti 92 - Sími 96-26708 r/ - Akurliljan Jólafatnaðinn fœrðu hjá okkur. Akurliljan Hafnarstræti 106 - @ 24261 • Vefnaðarvara • Gardínuefni • Gjafavara S^( emman Skipagötu 13, sfmi 23S04 SIEMENS heimilistæki Útvarpsvekjarar í hvítu og svörtu með og án segulbands. Furuvöllum 1, 600 Akureyri Sfmi 96-27788 ÖKUMANNSHÚS VOLVO F7 án húss VOLVO 613 - F88 BEDallargerðir MERC með og án húss SCANIA 111 án húss og margarfleiri gerðir STAALING, Viborg Sími: 9045 6 62 53 00 Telex: 66 264ExdytDK Telefax: 9045 6 62 53 09 Vörður: Grafík í Glugganum GLUGGINN galleri, Glerárgötu 34, opnar sýningu tíu félaga úr íslenskri grafík nk. laugardag, 12. desember. Á sýningnnni verða milli 30 og 40 grafíkverk sem gefa hugmynd um hvað islenskir grafíklistamenn eru að fást við um þessar mundir. Þeir sem sýna eru: Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Björg Þorsteins- dóttir, Daði Guðbjömsson, Guð- mundur Armann Siguijónsson, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrún Eldjám, Valgerður Hauks- dóttir, Þórður Hall og Öm Þorsteins- son. Sem fyrr segir verður sýningin opnuð á laugardaginn kl. 16.00 og stendur til sunnudagsins 20. desem- ber. Glugginn er opinn daglega frá kl. 14.00 til 20.00, en lokað er á mánudögum. Opirm fund- ur um utan- ríkismál í Kaupangi VÖRÐUR, félag ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri, og utanríkismálanefnd SUS halda opinn fund um utanríkismál í félagsaðstöðu Varðar í Kaup- angi. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 13. desember og hefst kl. 14.00. Fundurinn er haldinn í tilefni samkomulags Ronalds Reagan og Míkhaíls Gorbatsjov um eyðingu meðaldrægra og skammdrægra kjamaflauga. Gestur fundarins verður dr. Gunnar Pálsson starfs- maður hjá alþjóðadeild Atlants- hafsbandalagsins í Brussel. Dr. Gunnar mun ijalla um samkomu- lag leiðtogafundarins, áhrif þess á áframhaldandi afvopnunarvið- ræður og bætt samskipti lýðræð- isríkjanna og ráðstjómarríkjanna. Fundarstjóri verður Gunnar Ragnars bæjarfulltrúi. Allt áhugafólk um utanríkismál er vel- komið á fundinn. Fiskmarkaður Norðurlands hef- ur selt 210 tonn fyrir sjö millj. FISKMARKAÐUR Norðurlands hf. hefur selt alls 210 tonn af fiski síðan markaðurinn tók til starfa og er heildarverðmæti um sjö milljónir króna. Fyrsta uppboðið fór fram þann 6. október sl. og að sögn Sigurðar P. Sigmundsson- ar framkvæmdastjóra voru október- og nóvembermánuðir báðir heldur daufir hvað uppboð varðar, en kippur hefur komið i söiuna í desembermánuði. Af þeim 210 tonnum, sem boðin hafa verið upp, er þorskur aðaluppistaðan eða 172 tonn og 21 tonn af ufsa. Annað er samansafn af öðrum tegundum. Seld voru um það bil 50 tonn í Eftir hlákuna um nóttina var engin ummerki að sjá segir Signrður Björnsson lögregluvarðstjóri á OJafsfirði „ÉG HELD að erfiðar aðstæður hafi valdið hvað mestu um útaf- aksturinn í Ólafsfjarðarmúlanum sl. mánudagskvöld þegar ungi pilt- urinn ók fram af veginum. Það var hvasst og þíða, vegnrinn var auður á köflum og svell á milli. Varla er hægt að gera sér grein fyrir því hveraig svona aðstæður virka þegar óhöpp verða,“ sagði Sigurður Björnsson lögregluvarð- stjóri á Ólafsfirði í samtali við Morgunblaðið í gær. Merking vegarins erfið Sigurður sagði að skilti væru sitt- hvorum megin við Múlann sem vöruðu við gijóthruni úr íjallinu, en þau væru út af fyrir sig engan veg- inn nægileg aðvörun. „Það er ákaf- lega erfítt að koma upp þama umferðarmerkingum vegna snjó- þyngsla. Stikur eru á öllum köntum, en þar sem vegurinn er með þeim snjóþyngstu á landinu vilja þær gjaman fara þegar snjómðningstæki moka þama. Hinsvegar hefur vegur- inn ýerið afar vel merktur yfír sumartímann." Tökum mark á öllum ábendingum Sigurður sagði að sjórinn myndi éta bflinn með tímanum enda væri ekkert í hann að sækja. Athugað hefði verið daginn eftir slysið hvort eitthvað heillegt fyndist í bílnum, en ljóst væri að ekkert nýtanlegt væri eftir í bílnum. „Það er með ólíkindum hvemig gmnsemdimar um útafakst- urinn vöknuðu. Maður, sem var á ferð við erfíðar aðstæður í Múlanum seint á mánudagskvöld tók eftir hjól- fömm sem hugsanlega bentu til útafaksturs þó það hafí alls ekki verið augljóst að þama hafí farið bíll út af. Þegar við komum sáum við ekkert athugavert í myrkrinu — aðeins lítið skarð í kantruðningnum. í hlákunni um nóttina hvarf farið og morguninn eftir var engin um- merki að sjá. Annaðhvort var að taka eftir þessu þama eða ekki. Við höfum fengið tilkynningar, sem ekki hafa alltaf reynst á rökum reistar, en við tökum slíkar ábendingar alltaf alvar- lega. Pilturinn liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkra- húss Akureyrar. Hann höfuðkúpu- brotnaði og hlaut auk þess mikla höfuðáverka, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Hann mun vera heldur að hressast, en var samt ekki kominn til fullrar meðvituhdar í gær. Það verður að teljast mildi að ekki skuli hafa farið verr fyrir öku- manninum, en hann mun hafa kastast út úr bílnum áður en bíllinn endasentist niður þverhníptan Ólafs- flarðarmúlann og hafnaði gjörónýtur í fjöruborðinu. október og annað eins í nóvember. Vikuna 30. nóvember til 4. desember fóm fram uppboð alla dagana fímm. Selt var úr fimm bátum, Sjöfn ÞH, Frosta II ÞH, Særúnu EA, Svani EA og Glað HU. Fjórir þeir síðastnefndu höfðu ekki selt áður í gegnum mark- aðinn. í heild vom seld 73,7 tonn af ós- lægðum þorski að verðmæti 2,8 milljónir króna. Meðalverð var 37,98 krónur á hvert kg. Einnig voru seld 0,4 tonn af óslægðri keilu að verð- mæti 5.400 kr. Selt var úr fjórum bátum síðastlið- inn mánudag, Frosta ÞH, Sjöfn ÞH, Særúnu EA og Glað HU. Samtals var um að ræða 29,5 tonn af óslægð- um þorski að verðmæti 930 þúsund krónur. Meðalverð var 31,41 kr. á hvert kg., sem er mun lægra verð en vikuna áður enda um heldur smærri físk að ræða. Seld voru 320 kg af keilu á 4.600 krónur. Á þriðju- dag vom boðin upp sex tonn af óslægðum þorski úr Sjöfn ÞH og á 34,20 meðalverði. Sigurður sagði að stærri vinnsl- umar væm famar að koma meira inn til að kaupa físk en áður og hefði til dæmis Útgerðarfélag Akur- eyringa keypt 50 tonn af markaðnum í byijun desember til að halda vinnsl- unni gangandi. „Stærri vinnslumar geta auðvitað yfírboðið smærri físk- verkenduma þegar vinnslumar em físklausar og nýta þær sér það þegar lítið er orðið um físk. Búast má við minni afla upp úr 20. desember, þó vonir standi til að hægt sé að ná í togarafísk. Tvö banaslys hafa orðið á ná- kvæmlega sama stað og ungi Sauðkrækingurinn fór fram af Múla- veginum auk þess sem önnur farar- tæki hafa farið fram af en ökumenn komist lífs af. „Það er ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvemig óhappið vildi til. Það er um það bil 75 gráðu halli á hlíðinni sem tekur við neðan við veginn og eftir henni taka við 30 til 40 metra háir hamrar þverhntptir niður í sjó svo að bíll, sem fer þama niður, kemur lítið við. Lítið rask er eftir bflinn og samkvæmt athugunum virðist hann hafa komið við hlíðina tvisvar til þrisvar sinnum á leið sinni niður. Afar ólíklegt er að pilturinn hafí komið sér út úr bflnum af sjálfsdáðun — hann hefur örugglega kastast út og öruggt er að enginn maður hefði komist lífs af eftir ferð niður hamrana." Frá slysstað í Olafsfjarðarmúla. Morgunblaðið/GSV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.