Morgunblaðið - 10.12.1987, Page 47

Morgunblaðið - 10.12.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 47 Vegna ritdóms um Perestrojku VEGNA ritdóms Björns Bjarna- sonar um bókina Perestrojku hefur Heimir Pálsson, sem rit- stýrði þýðingunni, óskað að eftirfarandi komi fram: „Heiti bókarinnar er Perestrojka á öllum þeim málum sem hún hefur verið þýdd á og fylgdum við þar hinum bandarísku þýðendum. Um það er farið að ulmælum höfundar- ins eins og raunar kemur fram í lokaorðum hans og svo hefði að sjálfsögðu einnig verið gert við bók eftir Franklin Roosevelt og hvem annan sem óskað hefði. Vitanlega var heitið stafsett upp á íslensku °g beygt samkvæmt íslenskum venjum. í meginmáli er það þýtt allstaðar þar sem ensku þýðendum- ir höfðu þýtt það og sú þýðing var lögð til grundvallar íslensku útgáf- unni og henni fylgt sem nákvæm- legast. í ritdómi í Morgunblaðinu segir: „Á einum stað stendur: „Hér var ekki lagður meginþungi á fækkun kjamavopna eins og í Salt I og Salt II samningunum heldur á hraða útrýmingu þessara vopna." Hér hlýtur að vera um misskilning í þýðingu að ræða . . . I hinum enska texta segir: „The point at issue was not reductions in nuclear weapons, as it was in the Salt-I and Salt-II agreements, but rather the speedy elimination of these weapons.“ Eins og fram kem- ur af þessu er íslenski textinn nákvæm og orðrétt þýðing hins enska. í rússneska textanum er notað orð sem eðlilegast væri að þýða með „takmarkanir“, ekki „fækkun" og er ábending ritdómara því rétt sé henni beint til banda- rísku þýðendanna en mér þætti slæmt að láta þá ágætu þýðendur sem hér stóðu að verki gjalda mis- taka annarra." Sýningu Leós á Borginni að ljúka VEGNA ófyrirsjáanlegra Aðsókn að sýningunni hefur anna í veisluhöldum á Hótel verið góð og hafa margar mynd- Borg síðustu dagana fyrir jól anna selst. I tilefni af sýningunni lýkur málverkasýningu Leós var ný ljóðabók Leós til sölu og Arnasonar fyrr en ætlað var er hún þegar uppseld en væntan- eða laugardaginn 12. desem- legem 100 eintök af ljóðunum. ber nk. kl. 19.00. radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Góður veitingastaður Höfum fengið til sölumeðferðar mjög góðan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Góð velta. Einnig kemur til greina að leigja veitingastað- inn til lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar veittar á skrifstofunni. Lögmenn, Borgartúni 33, Reykjavík. / Sumarbústaðalönd - beitarlönd Höfum til sölu sumarbústaðalönd ásamt nokkrum beitarlöndum á skipulögðu svæði í um 70 km. fjarlægð frá Reykjavík. Bundið slitlag er að svæðinu (þjóðvegur 1). Um er að ræða 30 sumarbústaðalönd ca 0,8 til 1,0 ha og 10 beitarhólf 5 til 6 ha hver. Nánari upplýsingar veita Guðmundur eða Sigurður Guðmundsson hjá S.G. einingahús- um hf., Selfossi, sími 99-2277. ■|f Byggingalóðir Reykjavíkurborg hefur í hyggju að selja á næstunni lóðirnar Klapparstíg 1 (Völundar- lóð) og Laugaveg 148 (Timburverslun Árna Jónssonar). Þeir sem áhuga hafa á kaupum skulu til- kynna það framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar, Austurstræti 16, skriflega fyrir 18. desember nk. Borgarskipulag, Borgartúni 3, veitir allar upplýs- ingar um lóðastærðir, byggingarmagn o.þ.h. Reykjavík, 7. desember 1987. Borgarstjórinn í Reykjavík. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina september og október er 15. desember nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem van- greitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Fiskiskip til sölu Rúmlega 50 brl. stálbátur. 41 brl. frambyggður stálbátur. Möguleiki á skiptum á 20-30 brl. bát. Skipasalan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, Reykjavik, sími 91-622554, hs. 91-34529. Fiskiskip Höfum til sölumeðferðar nokkur loðnu- og frystiskip af ýmsum stærðum. 149 rúmlesta stálskip 295 rúmlesta skuttogara 230 rúmlesta í skiptum fyrir 140-160 rúm- lesta vertíðarbát. 160 rúmlesta með nýrri vél í skiptum vegna úreldingar. Höfum kaupanda að loðnuskipi með burðar- getu a.m.k. 600 tonn. SKIPASALA-SKIPALEIGA, JÖNAS HARALDSSON/LÖGFR. SiML 29500 Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Auglýsing um innritun nemenda á vorönn 1988 í Bændadeild skólans. • Um er að ræða tveggja ára námsbraut (4 annir) að búfræðiprófi. • Lögð er áhersla á almennt búnaðar- nám en nemendum gefst kostur á vissri sérhæfingu á síðara námsári í formi valgreina. • Góð aðstaða á heimavist. • Helstu inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi og fullnægi lágmarkskröfum um einkunn til inn- göngu í framhaldsskóla. Umsækjandi hafi öðlast nokkra reynslu við landbúnaðarstörf og að jafnaði stundað þau eigi skemur en eitt ár. • Stúdentar og aðrir þeir, sem hugsan- lega geta lokið náminu á einu ári, eru beðnir að hafa samband við skólann sem fyrst. • Skrifleg beiðni um inngöngu ásamt prófskírteinum sendist skólanum fyrir 15. janúar nk. • Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93-71500. • Kennslaá 1.önnhefst26.jan. 1988. Skólastjóri. Ungt par með eins árs barn óskar eftir íbúð sem fyrst. Öruggar mánaðargreiðslur og einhver fyrir- framgreiðsla í boði. Upplýsingar í síma 74258 eftir kl. 19.30. Iðnaðarhúsnæði í Reykjavík óskast Vantar að taka á leigu sem fyrst stöðugt 30-40 fm iðnaðarhúsnæði með hita og raf- magni. Upplýsingar í símum 24439 og 30305. Tannlæknir og hjúkrunarfræðingur óska eftir íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu, helst í Hafnarfirði eða Garðabæ. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Upplýsingar í símum 54903, 656588, 656340. Seltirningar Það verður stórgott jólaglögg á boöstólum hjá okkur I Sjálfstæöls- húsinu nk. laugardag, 12. desember, frá kl. 20-23. Flnar piparkökur og falleg jólalög. Lyftið ykkur upp eftir innkaupin og baksturinn. All- ir velkomnir. Sjálfstæðisfólögin Seltjarnarnesi. Sjálfstæöisfólögin i Hafnarfirði standa fyrir opnu húsi fimmtudaginn 10. des. kl. 20.00 í veitingahúsinu A. Hansen. Á boðstólum verða piparkökur, kaffi og aðrar þær veitingar sem húsið býður upp á. Stjórnir Fram, Þórs, Vorboðans og Stefnis. Akureyringar og nágrannar Afvopnunarsamkomulag austurs og vesturs Sunnudaginn 13. desember kl. 14.00 mun utanrfkismilanefnd SUS og Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna, halda opinn fund um utan- rikismál i fólagsaðstöðu Varðar í Kaupangi við Mýrarveg. Fundarefni: Samskipti austurs og vesturs i Ijósi samkomulags Ron- ald Reagan og Mikhails Gorbasjov um eyðingu meöaldrægra og skammdrægra kjarnaflauga. Gestur fundarins verður dr. Gunnar Pátsson, starfsmaöur hjá Al- þjóðadeild Atlantshafsbandalagsins. Mun Gunnar fjalla um sam- komulag leiðtogafundarins og áhrif þess á áframhaldandi afvopnunarviðræður og bætt samskipti lýðræðisríkjanna og ráö- stjórnar. Fundarstjóri verður Gunnar Ragnar. Allt áhugafólk um utanrfkismál velkomlð. Vörður, FUS, Akureyri. Utanríkismálanefnd SUS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.