Morgunblaðið - 10.12.1987, Qupperneq 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987
Stjörnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Heilsa
Vogarinnar
í dag ætla ég að fjalla um
Vogina (23. sept.—22. okt.)
út frá líkams- og heilsufræði.
Lesendur eru minntir á að
hver maður á sér nokkur
stjömumerki og þvf geta önn-
ur merki einnig haft sitt að
segja hvað varðar heilsuna.
Elftirfarandi getur t.d. einnig
átt við um þá sem hafa Vog
Rísandi eða Tungi í Vog.
Nýrun
Vogin stjómar neðra baki,
nýrum og nýmakerfi. Vogir
eiga því oft í vandræðum með
þessa lfkamshluta og eiga til
áð fá nýmaverki eða nýma-
sjúkdóma.
Fυa
í ágætri bók um stjömuspeki
og heilsufræði, Astrology and
Health, eftir Sheila Geddes,
segir að Vogir þurfi að at-
huga jafnvægið milli sým og
basa í fæðunni.
Góö heilsa
Annars er sagt að Vogin sé
eitt af heilbrigðari merkjum
dýrahringsins. Ástæðan fyrir
því er sú að Vogin er merki
jafnvægislistarinnar og á því
auðvelt með að finna jafn-
vægi í fæðuna. Hún rejmir
a.m.k. iðulega að temja sér
lifnaðarhætti sem taka tillit
til ólíkra þátta, þ.e. gætir
jafnvægis milli sálar og
líkama og einstakra fæðuteg-
unda. Vogin hefur innbyggt
jafnvægisskyn sem hún beitir
jafnvel án þess að vita það
sjálf.
Hiö sálrcena
Þörf Vogarinnar fyrir að vega
og meta getur í einstaka til-
vikum leitt til sálrænna
erfíðleika. Vegna þess hversu
auðvelt hún á með að sjá tvær
hliðar á hveiju máli getur hún
oft ekki gert upp huga sinn
og verður fyrir vikið tauga-
veikluð, óörugg og í einstaka
slæmum tilvikum sálsjúk.
Óréttlceti
Óréttlæti í umhverfi Vogar-
innar getur sett hana útaf
laginu og leitt í sumum tilvik-
um til þess að hún verður
beinlínis líkamlega veik. Það
má segja að hún sé viðkvæm
og verði oft veik ef umhverfið
er ljótt eða henni óhagstætt
á einhvem hátt.
HiÖ œskilega
Vogir þurfa, kannski eins og
aðrir, hreyfingu og einhvetja
líkamsrækt. Er þá talað un
að hópiðkun henti vel, en
ekki einstaklingsgreinar.
Skylmingar eru góð íþrótt
fýrir Vogina, vegna þess að
þar er lögð áhersla á þjálfun
jafnvægis. Gefandi tómstund-
ir (eða vinna) fyrir Vog eru
síðan á listrænum sviðum, þvi
fegutð og listrænt samspil
lita og muna, verka róandi
og gæðandi á skap hennar.
Til að halda góðri heilsu og
hamingju þarf Vogin síðan
að rækta með sér ákveðið
sjálfstæði. Hún er félagslynd
og þarf á öðru fólki að halda,
en þarf eigi að síður að læra
að vera sjálfri sér nóg og
stjóma sjálf eigin lífí. Annars
er hætt við að velferð hennar
verði um of háð duttlungum
annarra. Ef ástarsamband
brotnar, þá brotnar hin ósjálf-
stæða Vog.
Viðkvcem svœÖi
Að lokum ætla ég að telja
upp nokkur svæði líkamans
sem eru viðkvæm hjá Vog-
inni. Mjóhryggur og lendar
(lendagigt), nýru, þvagblaðra
og blöðruvandamál, opin sár
á húð eða slímhúð, sykursýki
(ójafnvægi í briskirtli) og
blöðrumyndun í eggjastokk-
um.
GARPUR
LOttP BR BINU/U DBS/ BNN 1 ÞfS/ei-/c-
UNAny/NNU H?A HAOÐJAXU
HlNU/H H-LA ■
EFne stutta<5öngu Ke/nuZ'
am/h i'v/nnuBubiz eteiza/iu
} /nÚ, HVA£> J
lKoÐ,pa \ k EJiu/tfAÐ
pA&UA Fye/fi>\ VEHH?
pANDAN/,
1 EKKFKrSLöR, Au/MNGJAR.ET/B
I SU/HS 'A /HEBAN FAOefZ ,
HenTT! -S _
-\-- I JDCToW 1
\ Jv \c~'tkóe*)
GRETTIR
SOW.ONk/
TOMMI OG JENNI
UOSKA
KAMNStCI NS VIÐ K.TT- ,
UAA AP <3EJ=A HONVM
/vun. i vipecfr -•
«1
.. K.FS Distf BUlLS
Hw^wwwwwwwwwwwwH^;;n;H!j!j|!!!;;!!jiwwwwwwwwww^wiiiwroi;iiji;;M»w»wwiwHH
aaíaiiiiia.iiiáiinfiYTf'irf
...ítiittK;a.fi.YfKí.rírvltrf'
íimiímíinmíiiiimrv
FERDINAND
SMAFOLK
Ssh, herra ... vaknaðu!
Til hvers?
Erfið spuming, eða hvað?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Lee Hazen er kunnur keppnis-
spilari vestanhafs, sem hefur
spilað í bandariskum toppbrids
í 40 ár. En stundum tekur hann
hokkrar léttar rúbertur með
konu sinni og kunningjum. Og
þaðan er eftirfarandi spil ættað:
Norður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ KG5
¥2
♦ KDG10
♦ ÁG765
Vestur
♦ D2
¥ G654
♦ Á9875
♦ 92
Austur
♦ 876
¥ D10983
♦ 63
♦ D43
Suður
♦ Á10943
¥ÁK7
♦ 42
♦ K108
Hazen var með spil suðurs.
Makker hans í norður hafði
tröllatrú á úrspilshæfni Hazens
og ók honum því í sex spaða
eftir þessum vegi hér:
Vestur Norður Austur Suður
— 1 lauf Pass 1 spaði
2 tiglar Pass 2 hjörtu
2 spaðar Pass 3 lauf
4 grond Pass 5 hjörtu
6 spaðar Pass Pass
Pass
Pass
Pass
Pass
Pass
Vestur kaus að spila út tígul-
ás og meiri tlgii. Austur, sem
reyndar var eiginkona Hazens,
lét sexuna og þristinn. Það leit
út eins og tvíspil og Hazen ákvað
að notfæra sér þá staðreynd til
að staðsetja trompdrottninguna.
Hann spilaði tigli áfram í þriðja
slag!
Austur henti hjarta umhugs-
unarlaust og Hazen hafði komist
að niðurstöðu. Úr því eiginkonan
tímdi ekki að stinga í tígulinn
hlaut hún að eiga spaðadrottn-
inguna. Hann tók því spaðakóng
og lét gosann rúlla yfir til vest-
urs. Einn niður.
„Hvers vegna trompaðirðu
ekki tígulinn?” spurði Hazen
sína heittelskuðu.
„Ég hélt þú kynnir orðið að
taka trompin,“ var svarað um
hæl.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Sevilla á Spáni,
sem fram fór samhliða heims-
meistaraeinvíginu, kom þessi
staða upp í skák júgóslavneska
stórmeistarans Cebalo, sem hafði
hvitt og átti leik, og Santos,
Spáni.
24. Bxg6! fxg6, 25. De4 - Ha7
(25 — Kg7, 26. Dxa8 var auðvitað
vonlaust), 26. Dxg6+ — Kh8, 27.
Dxh6+ — Kg8, 28. Hcl — Bc5,
29. b4 og svartur gafst upp. Röð
efstu manna á mótinu varð þessi:
1. Murey, ísrael 7 V2 v. af 9
mögulegum. 2—5. Sokolov, Sovét-
ríkjunum, Sax, Ungveijalandi,
Hodgson, Englandi og Tallaber-
am, Spáni 7 v. 19 skákmenn hlutu
6 V2 v., þ.ám. stórmeistaramir
Adoijean, Taimanov, Gufeld og
Flear.