Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 10.12.1987, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 59 Bjartmar Guðlaugsson. Bjartmar í Súlnasal BJARTMAR Guðlaugsson mun skemmta gestum í Súlnasal Hótel Sögu næstkomandi laugardags- kvöld. Bjartmar hefur að undanförnu verið mjög í sviðs- ijósinu vegna nýjustu piötu sinnar „í fylgd með fullorðnum“ og hafa lög af þeirri plötu notið mikilla vinsælda síðustu vikurn- ar. Að sögn útgefenda plötunnar hefur hún nú selst í um 10 þús- und eintökum og mun Bjartmar taka á móti gullplötu á Lækjar- torgi á laugardag af því tilefni. Bjartmar hefur áður sent frá sér plötumar „Ef ég mætti ráða“ og „Venjulegur maður", auk þess sem hann söng með félaga sínum Pétri Kristjánssyni á plötunni „Þá sjaldan maður lyftir sér upp“. Lögin „Sum- arliði er fullur", „Hippinn" (Kóte- lettukarl), „Stúdentshúfan", „Týnda kynslóðin“ og „Jámkarl- inn“ hafa öll notið mikilla vinsælda og því viðbúið að höfundurinn muni láta einhver þeirra flakka í Súlna- sal o g að þar verði kyijað hressilega undir með honum á laugardags- kvöldið. (Úr fréttatilkynningu.) Minningar frá Akureyri KVEÐJA frá Akureyri heitir bók Richardt Ryel sem bókaforlag Odds Björnssonar gefur út. rtóVatve í kynningu útgefanda segir; „Richardt Ryel er fæddur á Akur- eyri 1915, fór ungur að fást við verslunarstörf á Akureyri en síðar í Reykjavík og Danmörku, þar sem hann er nú búsettur. Hér skráir hann minningar sínar ffá Akureyri fram yfir seinni heimsstyijöld. Frá- sögn hans er glettin og hlý og hann lýsir mönnum og atburðum á lif- andi hátt. Bókin er $ stóru broti, prýdd fjölda mynda ffá gömlu Ak- ureyri, sem margar em áður óbirtar og gefa þær bókinni verulegt gildi. Þessi bók mun ylja mörgum lesand- anum um hjartarætumar." Prentun og bókband annaðist Prentverk Odds Bjömssonar hf. VELDU &TDK OGHAFÐUALLTÁ HREINU tilOtílB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.