Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 66

Morgunblaðið - 10.12.1987, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KARLOTTA KARLSDÓTTIR, Hvassaleiti 56, (áður Nökkvavogi 54), andaðist í Landspítalanum 8. desember. Einar Ásgeirsson, Ásgeir Einarsson, Elín Eliasardóttir, Sigurveig Einarsdóttir, Þórir Gunnlaugsson, Guðrún Einarsdóttir, Sölvi Egilsson, EinarK. Einarsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Magnús St. Einarsson, Dana Lind Lúthersdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR PÉTURSDÓTTIR BORDENICK frá Stuðlum i Reyðarfiröi, lést þann 7. desember í Greensburg, Pennsylvania, U.S.A. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd vandamanna, Rakel Malmquist, Elsa Magnúsdóttir, Gunnar Magnússon, Sigrún Magnúsdóttir. t Fósturmóðir okkar, JÓRUNN JÓNSDÓTTIR frá Hlíðarenda, Grettisgötu 63, andaðist á öldrunardeild Borgarspítalans þriðjudaginn 8. desember. Gunnvör Gísladóttir, Sigrún Gisladóttir. t GUÐRUN GUÐNADÓTTIR frá Eyjum i Kjós, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 4. desember. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 14. desember kl. 13.30. Andrós Ingibergsson, Sigurður Ingi Andrésson, Soffía Sigurðardóttir, Gunnar Andrésson, Guðbjörg Stefánsdóttir, Einar Andrésson, Hólmfríður Gröndal og barnabörn. t Eiskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og unnusta mín, GUNNHILDUR SIF GYLFADÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni laugardaginn 12. desember kl. 14.00. Þuriður Jónsdóttir, Gylfi Baldursson, Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Lawrence Andrews, Bryndís Halla Gylfadóttir, Baldur Gylfason, Yrsa Þöll Gylfadóttir, Warren Goldblatt. t Frændi okkar, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, Miðsandi, Hvalfjarðarströnd, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 12. desember kl. 14.00. Gísli Magnússon, Jón Magnússon, Jórunn Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ALDNÝJAR MAGNÚSDÓTTUR, Norðurbrún 1, Reykjavík. Örn Árnason, Árni Arnarson, Gunnar Arnarson, Aldís Arnardóttir, Sigríður Árnadóttir, Þórdis Erla Gunnarsdóttir. Erla Jónsdóttir, Borghildur Vigfúsdóttir, Kristbjörg Eyvindsdóttir, Örn Árnason, Hans K. Matthíasson, Orrahóli - Minning Hans Kristján Matthíasson, fyrr- verandi bóndi á Orrahóli í Dala- sýslu, andaðist þriðja þessa mánaðar, eftir erfíð veikindi um nokkurt skeið, annars var hann yfírleitt hraustur maður og frár á fæti. Foreldrar Hans Kristjáns voru Matthías Ólafsson á Orrahóli og kona hans, Pálính Dagsdóttir, sem var dóttir Dags Jónssonar bónda í Litla-Galtardal. Matthías, faðir Hans Kristjáns, var sonur Ólafs Bjömssonar og Ingibjargar Jóns- dóttur í Stóra-Galtardal, en þau fluttust á Fellsströndina norðan úr Hrútafírði. Ólafur, afí Hans Krist- jáns, var talinn góður hagyrðingur og mikill fjörmaður og mun oft hafa verið glatt á hjalla í kring um hann. Matthías og Pálína, foreldrar Hans Kristjáns, hófu sinn búskap í Litlu-Tungu á Fellsströnd, en sú jörð var hálfgert kot út úr Stóru- Tungu, sem ýmist var í eyði eða þar hokrað, eins og kallað var. Þau fluttust síðan að 0rrahólit í sömu sveit, sem talin var stór og góð jörð. Þar áttu þau heima til æviloka. Hans Kristján var næstyngstur 9 bama Matthíasar og Pálínu. Sumt af systkinunum ólst upp hjá vinum og vandamönnum þeirra hjóna, eða fór snemma að heiman. Tvítugur missti Hans Kristján móður sína, en hún andaðist 1921 þá aðeins 58 ára gömul og mun móðurmissirinn hafa markað viss reynsluspor í líf unga mannsins. Eftir lát móður hans, mun Sigríð- ur, systir hans hafa haft forstöðu heimilisins á Orrahóli, fyrst í þijú ár bjó hún þar með föður sínum, en þá voru þeir heima jmgstu bræð- umir, Hans Kristján og Konráð. 1924 tóku þeir bræður við búskapn- um á Orrahóli og stóð Sigríður þá áfram fyrir framan hjá þeim, eins og kallað var í þá daga um ráðskon- ur, eða þar til þeir giftu sig. Hans Kristján og Konráð, bróðir hans, voru hagleiksmenn og góðir smiðir frá náttúrunnar hendi. Eftir að þeir hófu búskap á Orrahóli byggðu þeir þar tveggja hæða stein- hús, sem búið er í ennþá. Húsið formuðu þeir sjálfir og voru yfír- smiðir. Eftir að þeir giftu sig bjuggu þeir þar í sambýli með konur sínar og böm og deildu jörðinni á milli sín. Konur þeirra vom systkinaböm og í mörgu líkar með myndarskap. Hans Kristján giftist Sigríði Halldórsdóttur, dóttur hjónanna Halldórs Guðmundssonar og Ingi- bjargar Sigríðar Jensdóttur í Magnússkógum. Hans Kristján og Sigríður voru gefín saman á hörðum brúðarbekk í stofunni í gamla torfbænum í Magnússkógum. Presturinn sem Minning: Guðrún Ólafsdótt- irfrá Unaðsdal Fædd 3. júlí 1897 Dáin 24. nóvember 1987 Hvar byrjar maður að segja frá ömmu? Líf hennar var svo stórbrot- ið, persónan svo djúp, að fáein orð í minningargrein virðast máttlaus og magnvana, jafnvel þótt maður hefði sama tungutak og amma heit- in. Frá því ég var gutti og svaf fyr- ir ofan hana í innsta herberginu í Unaðsdal, var amma alltaf nálæg. Hún var hin alltumlykjandi rammís- lenska mannúð með rímur og húsganga á hraðbergi, fulltrúi margra alda dyggða og hefða í síbreytilegu æðandi þjóðfélagi nú- tímans. Hún var kona með óreikult gildismat, kona sem vissi hvað sneri raunverulega upp og hvað niður í henni veröld. Það fannst mér að minnsta kosti. Mér, ungum og ráð- villtum háskólastúdent, var íbúðin hennar litla, full af íslenskum þjóð- ararfí, ævinlega öruggt afdrep. Þar var skjól frá hremmingum nútím- ans, þar gat maður sest niður í friði og horft á tilveruna frá öðru sjónar- homi. Já, þar var maður í öruggum höndum og hlýjum; hendur hennar vom alltaf hlýjar, handtakið hlaðið þeim djúpa mannskilningi sem hið langa og oft erfíða líf hennar hafði fært henni. Það eitt sagði meira en mörg orð. Hjá konu sem fæðst hefur í torf- bæ, alið 16 böm í harðbýlli sveit, misst manninn sinn frá þeim og lif- að svo iðn- og tölvubyltingu, hjá slíkri konu er maður lítill og ólærð- ur, sama hvað öllum prófgráðum líður. Samt hafði amma þann eigin- leika að láta öllum líða vel í kringum sig, ungum sem öldnum. Fólk var hennar helsta áhugamál. Henni var því umhugað um að halda hinni feikistóru fjölskyldu sinni saman. Má segja að það hafi verið ærið starf, því afkomendur Guðrúnar og Helga eru nú orðnir hálft annað hundrað. Og allt fram undir það síðasta kunni amma nöfn þeirra allra og gott ef hún mundi ekki afmælisdaga flestra líka. Minni hennar var með ólíkindum. Þannig gat hún rakið ættartölur lengi dags og vísur og spakmæli kunni hún fyrir hvert tækifæri. Ég spyr mig hvernig ég vilji muna eftir ömmu. Ósjálfrátt hættir mér til að leita að tilviki sem lýsi gömlu konunni vel. Auðvitað væri slíkt gróf einföldun á jafn marg- brotinni persónu, sem var svo margt t Ástkær eiginkona min, móðir, fósturdóttir og systir, GUNNHILDUR ÁRNADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 5, Reykjavík, sem andaðist 29. nóvember verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. desember kl. 15.00. Guðbjörn Þorsteinsson, Sigurbjörn Guðbjörnsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, María Árnadóttir, Hörður Árnason, Elisabet Árnadóttir, Bolli Árnason, Vera Björk Einarsdóttir, fris Huld Einarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför, GUÐNÝJAR MARGRÉTAR JÓHANNESDÓTTUR frá Þorgrímsstöðum. Ásbjörn Kristófersson, Sigríður Guðmannsdóttir, Birna Ásbjörnsdóttir. gifti þau var séra Ásgeir Ásgeirs- son, prófastur í Hvammi í Dölum. Brúðkaupið fór ekki fram fyrr en síðla dags, vegna þess að þegar átti að fara að gifta og presturinn var kominn kom það í ljós að tilvon- andi brúðgumi var hvorki skírður né fermdur og óleyfílegt að gifta hann, nema hann færi í Búðardal og keypti sér til þess leyfisbréf hjá sýslumanninum þar, og það tókst. Faðir Hans Kristjáns hafði verið í sértrúarsöfnuði, sem bannaði bæði skím og fermingu, og af þeim ástæðum var Hans Kristján hvorki skírður eða fermdur. Hans Kristján og Sigríður áttu saman fímm böm. Þau eru Matt- hías Páll, starfsmaður á Póststof- unni í Reykjavík; Lára Sigurveig fyrir svo marga. Núna koma nokkr- ar myndir af gömlu konunni upp í hugann. Eg sé hana fyrir mér í íbúðinni í Hátúninu, berandi ýmislegt góð- gæti á borð fyrir okkur Bjössa heitinn. Þar var íslensk gestrisni upp á sitt besta, gestrisni sem maður lærir enn betur að meta eft- ir dvöl erlendis. Það var mér líka sönn unun að hlusta á þau mæðgin- in, svo margvís og vel mælt voru þau. Ég sé ömmu líka koma vestur fyrir rúmum tveimur árum. Ég sé hana sitjandi á veröndinni heima á ísafirði, hlæjandi ásamt henni < Guðrúnu minni. Það var sól þá og amma lék við hvurn sinn fingur. Samt sagðist hún vera að kveðja æskuslóðimar. Það reyndist því miður rétt; hún átti ekki eftir að koma aftur á ísafjörð og í Unaðs- dal. í þessari ferð veiktist hún illa og henni fór að hraka upp frá því. Ég sé ömmu líka á níræðisaf- mælinu sínu á Hótel Sögu síðastliðið sumar. Þar sat hún samánsigin í hjólastól og tók á móti mörgum tugum gesta. Þá gat hún enn bros- að sínu góðlátiega brosi og þrýst hendur hlýlega, jafnvel þótt henni væri orðið síkalt á höndunum. En þótt 'hún segðist þá tilbúin að kveðja, var hún með hugann við ættartalið, sem við höfðum skráð saman í stílabók, þegar ég sá hana síðast. Þeir eru ófáir sem eiga góðar minningar um ömmu. Hún bjó yfir mörgu sem við hin yngri komum aldrei til með að búa yfir. Ég gleðst yfír því sem hún miðlaði mér. Rúnar Helgi Vignisson, Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.