Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 74
* 74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 mmmn „Alitilexgi1. Stattu kyrr þczrsanpú ert ~eQ fafrl £pjaldiá yfirdL hinia vegginn." Ast er. ... að tylla sér á tunglið af vellíðan. TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved •1984 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffírtu Pabbi hefur bersýnilega farið af hjörunum er símareikning- urinn kom um daginn! HÖGNI HREKKVÍSI , fjAKMA KEMUR KARASTINN.1’ AÐ SETJA 'A SIG SVUNTONA." *__ A Bakkusar óminniselfur Kæri Velvakandi. Okkur hryllir við stríði, heims- ófriði og öllu sem því fylgir og setur í rúst. En þegar öllu er á botninn hvolft er það ef til vill áfengið og allt sem því fylgir í allskonar vímu sem hefir lagt fleiri mannslíf í rúst en nokkuð annað. Lúmskasta og ógeðslegasta stríð sem háð er á jörðu. I ljóðaflokki Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds, „Frið- ur á jörðu", er vikið að þessu og þar fer ekki á milli mála að skáldið og hugsjónamaðurinn sér það fyrir sér að friður á jörðu verður ekki meðan þessi víma er óbeisluð. Mig langar til að biðja Velvakanda að birta þessar hugleiðingar eins okkar vinsælasta skálds. Það hefir mikinn boðskap að flytja og þarf að kom- ast til allra til hugleiðinga og vamaðar. Það er svona: Á Bakkusar óminniselfur og eiminn af svefnjurtum helbjarma slær. Við eiturdreggjamar angistin skelfur og eymdin grætur og spillingin hlær. í hveijum dropa þú svipi sér er sorgbitnir vamandi benda þér á gæfuþrot sín er í djúpinu dyljast í dauðans faðmlagi á botninum hyljast ' Þá ætti þér vínbölsins skelfing að skiljast. Og einmitt þú finnur við efli þá að úrkynjan þjóðanna rót þar byijar hún lognhyljum iymskum hjá og lamar smám saman vilja og þrá Á bökkunum gina við glæpabælin og gálgamir, fangelsin, vitfirringshælin. En hann sér von mannkynsins í samtökum þegar þjóðimar rísa upp Akeyrsla Ekið var á stálgráan Volks Wag- en Golf miðvikudaginn 2. desember, milli kl. 17.40 og 18, á bílastæðinu framan við SS búðina í Austurveri við Háaleitisbraut. Við ákeyrsluna dældaðist vinstri hurðin vemlega. Sá sem tjóninu olli hefur sennilega ekki gert sér ljóst hve það er mik- ið. Er viðkomandi ökumaður beðinn að hafa samband við eiganda bílsins í síma 37596 eða slysarannsókna- deild lögreglunnar í síma 11166. og hrista klafann af sér. Verður voldug og sterk. Bjartari heimur, betra líf. Við dámögn fýsnanna er drengilegt stríð af dáðrökkum mannvinum háð og forboðar sjást um sigurtíð þótt sjálfsagt hún komi ekki í bráð. þvi örðug er sóknin í auðvaldsins greip, sem yfir þeim hlífisskjöld ber og þar er að draga við ramman reip sem rangsnúin tískan er. Að upptökum stífla skal elfi þá við áiblik af kærleikans ljósi. Og gott verður komandi öldunum á er allt þetta heimsböl er liðið hjá er mannúðin gróðafíkn gengur frá með göfugu sigurhrósi. Væri nú ekki vel til þess vinn- andi að lesa þessi alvöru erindi við kertaljós komandi jóla og birtu frá boðskap drottins vors Jesú Krists. Það getur aldrei haft annað en góð áhrif. Það er nóg af myrkrinu. Gleðilegar hátíðir og undirbúning allan. Árni Helgason Áhugaverð bók Til Velvakanda. Í öllu því flóði bóka, sem nú kem- ur fram á sjónarsviðið, er ein, sem vert er að fagna sérstaklega. Þar á ég við fyrsta bindi að safni til iðnsögu íslendinga, sem nefnist Eldur í afli. Þar er á skýran og áhugavekjandi hátt sagt frá þróun málmiðnaðar á 19. öld og fyrri hluta þessarar. Nú gætu menn haldið að hér væri þurrt og leiðinlegt fræði- rit á ferð, en það er nú öðru nær. Höfundi bókarinnar — Sumarliða R. ísleifssyni jámsmið og sagn- fræðingi — tekst að gera hana lifandi og oft á tíðum bráðskemmti- lega. Fjöldi mynda prýðir bókina og hafa margar þeirra mikið sögu- legt gildi. Það er ekki á hveijum degi sem vandað rit um sögu einnar undir- stöðuatvinnugreinar þjóðarinnar sér dagsins ljós. Þess vegna er bók- in fagnaðarefni öllum þeim fjöl- mörgu sem starfa við málmiðnað, og ekki síður hinum, sem áhuga hafa á atvinnusögu landsmanna. Þessi merka bók er sú fýrsta í safni til iðnsögu íslendinga. Ef þær sem á eftir koma verða eins góðar og þessi, hefur sannarlega verið unnið þarft starf, sem full ástæða er til að þakka. Ingólfur Sverrisson Víkverji skrifar Hér í blaðinu í gær birtist fréttatilkynning frá skrif- stofu Alþingis um nýbyggingu Alþingis og birtust myndir af húsinu frá ýmsum sjónarhomum. í fréttinni sagði meðal annars: „í skipulagi miðbæjarins er gert ráð fyrir að ný hús myndi hlut- fallslega smáar einingar sem eldri hús einkennast af. Við hönn- unina hefur verið lögð áhersla á að nýbyggingin aðlagi sig að þessu skipulagsmarkmiði, nú fá gönguhliðar nýbyggingarinnar yfirbragð þriggja húsa og það sama gildir um bakhlið bygging- arinnar. Af þessum orsökum hefur stærð byggingar ofanjarð- ar minnkað nokkuð miðað við verðlaunatillögu. Meginhugmyndir keppnistil- lögunnar eru óbreyttar. Þær eru annars vegar yfírbyggt torg og göngugata umlukin af bygging- um til beggja handa. Hins vegar sú hugmjmd að nýbyggingin taki mið af Alþingishúsínu hvað varð- ar hlutföll, uppbyggingu og efnisnotkun. Hæð nýbyggingar- innar er sú sama og Alþingis- af hússins og húseiningar svipaðri stærð.“ Þingmenn, þingflokkar, þing- nefndir, skrifstofa Alþingis, bókasafn, skjalasafn, Alþingistíð- indi, tölvuvinnsla og fréttamenn eiga að fá aðstöðu í þessu nýja húsi Alþingis. Þá verður þar einn- ig mötuneyti. XXX Það verður að segjast eins og er að Víkveija líst illa á þetta nýja hús Alþingis. Víkveiji hefur ekkert á móti nýjum húsum í miðbænum, telur til dæmis ráð- hús við Ijömina borgarprýði. Fyrirhugað hús Alþingis er hins vegar óskapnaður sem ekki er nauðsynlegt að smíða. Vissulega er ekki búið vel að þingmönnum, starfsmönnum Alþingis og blaða- mönnum, en það er hægt að leysa það vandamál með öðrum hætti. í næsta nágrenni við Alþingis- húsið er bygging Pósts og síma, sem gæti hentað Alþingi ágæt- lega. Víkveiji leggur til að það hús verði fremur keypt en að ráðist verði í að reisa nýtt við hlið þinghússins. Nú hefur Hitaveita Suður- nesja keypt hlut ríkisins í Sjóefnavinnslunni. Ríkissjóður léttir af fyrirtækinu skuldum að fjárhæð 530 milljónir króna, sem við skattgreiðendur þurfum að borga. Víkveiji vonar að hitaveit- unni auðnist að rétta hag Sjó- efnavinnslunnar við í samvinnu við aðra aðila. Sjóefnavinnslan var gæluverk- efni stjómmálamanna og eitt dæmi um það að þeir eigi ekki að taka ákvörðun um stofnun og rekstur fyrirtækja. Víkveiji hlustar yfirleitt ekki mikið á útvarp. Þetta hefur þó breyst nokkuð á undanfömum vikum eftir að ný útvarpsstöð, Ljósvakinn, byijaði að senda út. Hljómiistin sem þeir Ljósvaka- menn leika fellur vel að tónlist- arsmekk Víkveija, róleg og þægileg. I ■n ^ r«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.