Morgunblaðið - 10.12.1987, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987
75
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
UUkUWAJÉJSUiA
Ráðhúsið:
Mótmæli almenning-s
Til Velvakanda
Gestur Ólafsson arkítekt skrifar
grein í DV hinn 26. nóvember sl.
undir fyrirsögninni: „Auðvitað á að
byggja við Tjömina“. Höfundur
gerir lítið úr mótmælum almennings
við fyrirhugaðar byggingar í borg-
inni, enda hafi fólk almennt ekki
vit á slíkum hlutum. Ég vil mínna
höfund á aðra staðreynd í þessum.
efnum, þar sem mótmæli fólks hafa
komið í veg fyrir stór slys við fyrir-
hugaðar byggingaframkvæmdir í
borginni.
1) Áður hefur verið mótmælt
fyrirhugaðri stór-ráðhúsbyggingu
útí Tjörnina við Vonarstræti og
húsið ekki byggt.
2) Þegar ákveðið var að byggja
seðlabankahús á lóð Thor Jensens-
hússins við Fríkirkjuveg tókst
almenningsálitinu með mótmælum
að forða því að eitt fallegasta hús
borgarinnar yrði rifið og hið fallega
umhverfi yrði gert að svörtu mal-
biki undir bílastæði og byggingu
húss, sem hefði gereyðilagt um-
hverfið.
3) Þá kom almenningur í veg
fyrir það með mótmælum að sami
banki eyðilegði Arnarhólstúnið með
byggingu, sem kom því til leiðar
að húsið var endanlega byggt norð-
an við Arnarhól þar sem Sænska
frystihúsið var, og er nú mikil
borgarprýði og í alla staði vel stað-
sett.
4) Þegar endurbyggja átti hús
við enda Skólavörðustígs og Banka-
strætis og staðsett var langt útí
Skólavörðustíginn eins og gamla
húsið hafði verið, kom
almenningsálitið því til leiðar að
húsið var minnkað og látið fylgja
suð-vestur línu götunar, þannig að
Skólavörðustígur opnaðist að fullu,
bætti umferð og opnaði sýn að
Hallgrímskirkjuturni.
Síams-
köttur
Síamsköttur, eyrnamerktur
R7104, fór að heiman frá sér að
Hávallagötu 13 sl. sunnudag. Þeir
sem hafa orðið varir við hann eru
beðnir að hringja í síma 16537 eða
25010.
í sambandi við samkeppnina og
teikningu að fyrirhuguðu ráðhúsi
við Tjörnina nú, er rangt sem sum-
ir hafa haldið fram, að þar hafí
samkeppnisaðilar lagt til eða sam-
þykkt sérstaklega þennan stað fyrir
húsið. í útboði var þeim aðeins boð-
in þátttaka í að gera uppdrátt að
ráðhúsi á þessum eina stað í borg-
inni.
Ólafur Á. Kristjánsson
Mekkanó er þroskandi leikfang, sem reynir á huga og
hönd. Það ýtir undir hugmyndaflug og sköpunargáfu og
er því kjörið fyrir börn á öllum aldri.
Mekkanó ertil I mörgum stærðum og geröum. Verð frá
kr. 630.-. Póstsendum.
JÓLAUÓS
40 ljósa útiseiía Hvít — Rauð — Blá
Hver sería er 40 ljós og spennubreytir.
Hægt er að nota tvær seríur við hvem spennubreyti.
Yönduð sería og hættulaus.
Samþykkt af Rafmagnseftirliti ríkisins.
Verð: 1 sería og spennubreytir kr. 1.800
— aukasería kr. 900
Rafkaup
Suðurlandsbraut 4
108 Reykjavík
Sfmi 681518
ÚTSÖLUSTAÐIR:
ALLAR HELSTU RAFTÆKJAVERSLANIR
Nú kynnum við Ijúffenga
lambakjötsrétti
í hádeginu á sunnudögum.
SUNNUDAGUR 13ÍDESEMBER
Innbakaður lambavöðvi
með blómkáli, gulrótum og mintsósu
Holts rjómaís
Verð kr. 695,- fyrir fullorðna
og kr. 350,- fyrir börn.
NJÓTIÐ HÁDEGIS í HOLTI
MEÐ ALLRIFJÖLSKYLDUNNI.
BERGSTAÐASTRÆTl 37 — SÍMI 25700
c» 3 A*4-