Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 79 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Slök vöm þyngri á metunum en góð sókn Heimsmeistararnir skoruðu sigurmarkið ertværsekúndurvoru eftir JUGÓSLAVAR sigruðu íslend- inga með marki á lokasekúndu landsleiks þjóðanna í Höllinni í gærkvöldi. Það tryggði gest- um vorum 28-27 sigur í leik sem sýndi betur en nokkur leik- ur annar, að það getur verið vandasamt að vinna sigur þeg- ar varnarleikur er í molum frá byrjun til enda. Nægir að benda á skorið í leiknum. Þá verður helst að vonast til þess að andstæðingurinn só með enn verri vörn, en þó litlu hafi mun- að í þessu tilviki var því þó ekki að heilsa og tap varð stað- reynd. Ef litið erfram hjá Ijósum punktum og dökkum má svo sem segja að það hafi ekki verið ósanngjarnt að Júgó- slavar sigruðu, ísland vann fyrri leikinn og þessi lið virka ákaflega jöfn að getu. Samt voru sárgrætilegir vendipunkt- ar sem hefðu trúlega snúið leiknum ef þeir hefðu farið á annan veg. Einn slíkur vendipunktur var t.d. þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka, ísland hafði þá eins marks forystu, 26-25 og fékk hraðaupphlaup. Kristján Arason komst í dauðafæri og sveif inn í teig- inn. Fram að því Guðmundur Guðjónsson skrifar hafði júgóslavneski markvörðurinn varla varið skot, en auðvitað valdi hann þetta augnablik til að gera bragarbót. Og svo skoruðu Júgó- slavar auðvitað tvö næstu mörk. Annar vendipunktur var svo síðasta sekúndan. Valdimar hafði jafnað 27-27 með glæsilegu marki úr hom- inu, en eins og ótaloft í þessum leik, sofnaði vömin og minni spá- maður einn læddi sér af bekknum og laumaðist inn á Iinuna. Það voru tvær sekúndur eftir þegar hann fékk knöttinn í dauðafæri, ein eftir þegar hann sveif inn og allt búið þegar hann lenti. Og Júgóslavar fögnuðu sem óðir væm, föðmuðust, kysstust og dönsuðu um allt. Nú hefur verið frá því greint, að vamarleikur íslenska liðsins hafí verið vægast sagt slakur. Sóknar- leikurinn var hins vegar oft og tíðum augnayndi og mörg mark- anna glæsileg þótt einstaka lykil- menn hafí verið mistækir þar eins og annars staðar. Ber hæst frammi- staða Sigurðar Sveinssonar sem fékk kærkomið tækifæri á móti al- mennilegu liði, en í seinni tíð fær hann helst að leika gegn þjóðum sem flokkast undir fallbyssufóður á leikvelli. Sigurður sýndi og sannaði að hann „drífur enn þá“ á markið. Hann skoraði ótrúlega glæsileg mörk, mataði samheija sína með snilldarsendingum og naut sín í hvívetna. Þó lék hann aðeins rúm- Morgunblaðið/Bjarni Sígurður Sveinsson blómstraði þann kafla sem hann fékk að vera með í sókninni. Skoraði glæsileg mörk og lék félaga sína skemmtilega uppi. lega hálfan síðari hálfleik. Sannað- ist þarna það sem allir vissu en flestir hafa gleymt, að það er fátt skemmtilegra í íslenskum hand- knattleik en að sjá Sigurð Sveinsson á góðum degi. Þá var samvinna Ottars Matthiesen við útileikmenn- ina frábær, hann skoraði glæsileg mörk eftir jafn glæsilegar línusend- ingar. Svo má einnig tína til gersamlega skothelda frammistöðu homamannanna Guðmundar Guð- mundssonar og Valdimars Grimssonar, en það mæddi mikið á þeim. Þeir skiluðu sínu frábærlega vei og skoruðu báðir gullmörk eins og þeim einum er lagið. Þetta var ekki dagur Kristjáns Arasonar og Atli var mistækur á köflum. Páll og Sigurður Gunnarsson áttu sína spretti, en minna fór fyrir öðrum leikmönnum. Júgóslavar spiluðu nú betur en í fyrri leiknum, þetta er sterkt lið, um það er engum blöðum að fletta og þótt það hafi vantað nokkur þekkt nöfíi í liðið er þetta lið samt verðugur fulltrúi heimsmeistara Júgóslavíu. Okkar mönnum gekk oft afleitlega að ráða við Sarasevic og raunar áttu hinir og þessir furðu greiða leið að marki Islands. Þarna gat líka að Iíta einn undarlegan, að nafni Kuzmanovski, sem skoraði þijú mörk og öll með uppstökkum Iangt fyrir utan punktalínu. Vörn og markvarlsa var einnig hausverk- ur Júgóslava og þessi leikur hefði getað farið á hvom veginn sem var. Morgunblaðið/Bjami Eiriksson Páll Ólafsson gerði þijú mörk úr jafti mörgum skotum. Hann gerði skemmti- lega hluti að vanda — hér smýgur hann fímlega milli tveggja vamarmanna. Nafn Skot Mörk Varín Yflroöa framhjá í stöng Fengin vfti Útaf í 2 mín Knetti glatað Línusend.sem gefur mark Skota- nýting Einar Þorvarðarson 11 Guðmundur Hrafnkelsson 2 Þorgils Óttar Mathiesen 4 4 3 100% Kristján Arason 8/4 4/3 4/1 2 3 50% Páll Ólafsson 3 3 1 1 Siguröur Gunnarsson 4/1 2 2 1 50% Siguröur Sveinsson 4 4 1 100% Valdimar Grímsson 4 3 1 75% Geir Sveinsson Guðmundur Guömundsson 4 3 1 2 75% Atli Hilmarsson Júlíus Jónasson 1 Jakob Sigurösson ísland—Júgóslavía 27 : 28 Vináttulandsleikur í handknattleik. Laugardalshöll, raiðvikudagur 9. des- eraber 1987. Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 5:5, 5:7, 7:7, 8:8, 8:12, 10:12, 10:14, 11:15, 12:15, 13:16, 14:17, 16:19, 20:20, 21:21, 21:22, 23:22, 24:24, 25:25, 26:26, 26:27, 27:27, 27:28. Mörk íslands: Atli Hilmarsson 4, Þorgils Óttar Matthiesen 4, Sigurður Sveinsson 4, Kristján Arason 4/3, Guð- mundur Guðmundsson 3, Valdemar Grímsson 3, Páll Ólafsson 3, Sigurður Gunnarsson 2/1. Mörk Júgóslaviu: Sarasevic 6, Uz- eirovic 6, Portner 5/3, Kuzmanovski 3, Simeilacic 3, Perkovac 3, Holpert 2. Ahorfendur: 1580. Dómarar: Broman og Eliasen frá Svíþjóð eins og fyrri daginn og komust þeir bærilega frá sínu. Hvaó sögðu þeir? SigurAur Sveinsson „Mér fannst þetta mjög góður leikur sóknariega séð. En vömin var ekki nógu góð. Skapti Við fáum of mörg Hallgrúnsson mörk á okkur af skrifar línunni og þá skora þeir of mikið úr hraðaupphlaupum. Það var ein- skær óheppni að tapa — munaði ipjög litlu. Já, ég var ánægður með sjálfan mig. Það var að duga eða drepast Ég fann fjölina já, — ég geri það þegar ég fæ að fara á hana!“ „Leikurinn einkenndist af þreytu beggja liða. Sóknin var betri en í gær en vömin slakari. Þetta var grátlegt þama í lokin — við sáum hann bara ekki, þann sem skor- aði.“ „Þegar andstæðingur er að kom- ast einn í gegn um vömina á síðustu sekúndum leiks og staðan er jöfn verður að stöðva hann, hvað sem það kostar. Það vora hrikaleg mistök að enginn skyldi stöðva Júgóslavann þaraa S lokin. Menn verða að fóma sér — bijóta á honum þó þeir fái rautt spjaid fyrir vikið.“ „Ég fann mig ekki og fékk mikið af „klafsmörkum* á mig — kom J)á við boltann en náði ekki að veija. En það er vika til steftiu í næstu leiki en ég verð að nota tfmann vel til að ná mér upp aft- ur. Þetta var einn af þeim leikjum þar sem ekkert gekk upp hjá mér og ég reyni að gleyma honum sem fyrst þó það verði erfítt. Það er niðurbijótandi fyrir leikmenn að tapa tveimur leikjum með svo skömmu millibili á síðustu sekún- dunni — fyrst gegn Norðmönnum úti og svo nú. En við verðum að bíta á jaxlinn." „Það er ekki gaman að fá úrslita- markið á sig svona í lokin. Þetta var ægilega klaufalegt. Hann kom inn á og og gleymdist — laumað- ist alla leið í gegn. Grátlegur endir á annars góðum leik. Leikurinn hefur örugglega verið skemmti- legur fyrir áhorfendur, mikill hraði og læti. Vömin var slök, mikið um misskflning milli manna, sérstaklega í seinni hálfleik. Það er hlutur sem þarf að laga á æf- ingum. Við verðum að tala betur saman í vörainnni." „Það var leiðinlegt að tapa þessu. Við áttum að stoppa hann þama í lokin. Talningin f vöminni var vitlaus. En leikurinn var skemmti- legri en sá fyrri. Þeir vora betri en þá. Ég fann mig ekki vel og bað um skiptingu f sókninni — og Siggi Sveins blómstraði sem betur fer. Vömin var góð f gær en ekki nú — við vorum ekki nógu grimmir í fráköstunum. Þá skutu þeir stundum af 12 metra færi, vel fyrir utan punktalínu, og þau skot á markmaðurinn að verja. En það vantar samstarf milli vam- ar og markmanns; um það hvort homið vörnin á að veija tfl að hjálpa markmanninum. Þetta er æfingarairiði sem við verðum að Iaga.“ J6n Hjaltalín WliiQnúimw fomtaAurHSÍ „Ég er ánægður með þetta. Ég tel að landsliðið hafí staðist þessa raun. Liðið hefur leikið marga leiki á skömmum tíma — og það hefur verið mun meira álag á leik- mönnum en verður á ólympíuleik- unum. Það var einmitt ætlun landsliðsnefndar að hafa þetta timabil stíft. í kvöld sáum við ýmis smá mistök bæði í vörn og sókn, tfl dæmis í lokin þegar varð að stöðva manninn sem skoraði sigurmarkið, en ég veit að Bogdan lagfærir þessa hluti fyrir Worid Cup í Svíþjóð og sérstaklega fyrir ólympíuleikana. Liðið æfír nú vel fyrir Suður Kóreu leikina f næstu viku — en þá mætum við snilling- um sem æfa sjö klukkutima á dag allt árið! Markmiðið er að ná góð- um árangri á Worid Cup og í Seoul. Ég vfl bæta því við að ég var mjög ánægður með stuðning áhorfenda hér í kvöld. Það er Ijóst að beinar sjónvarpssendingar frá leikjunum draga nokkuð úr að- sókn, en við verðum að hugsa um alla stuðningsmenn okkar á lands- byggðinni. Það er gífurlegur áhugi á handknattleik um allt land ogéger viss um að 90% þjóðarinn- ar hefur horft á leikina. En f framtíðinni gæti farið svo að við yrðum að fara fram á meiri pen- inga frá sjónvarpinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.