Morgunblaðið - 20.12.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 20.12.1987, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 7 Borgardómur um ábyrgðarskírteini í lausafjárkaupum: Heimilt að undanþiggja flutnings- og ferðakostnað vegna bilunar Björn Th. Björnsson GENGINN er dómur í Borgar- dómi Reylgavíkur, þar sem reynir á 29. gr. laga um órétt- mæta viðskiptahætti. Samkvæmt ákvæði þessu er því aðeins heim- ilt að gefa út ábyrgðaryfirlýs- Þættir úr sögu myndlistarinnar BÓKAÚTGÁFA Máls og menn- ingar hefur gefið út bókina Aldaslóð eftir Björn Th. Björns- son. Þetta verk er af svipuðum toga og ein af fyrri bókum höf- undarins, Aldateikn. í umsögn útgefanda segir: „Hér rekur Bjöm ýmsa þætti úr sögu myndlistarinnar með hliðsjón af því umhverfi og þeim tíðaranda sem verkin eru sprottin úr. Rætt er um almanakið „Gullnu stundimar" sem talið er eitt af perlum evrópskrar myndlistar við lok gotneska stflsins, hið fræga málverk „Amolfíni og brúður hans" eftir Jan van Eyék, ógnvekjandi myndheim Hierony- musar Bosch í „Dauðasyndunum' sjö“, höggmyndir dagsstundanna eftir Michelangelo og barokkverkin „Dómur Parísar" eftir Rubens, „Batseba" eftir Rembrandt og „Mjólkurstúlkan" eftir Vermeer. Frá 19. öld kynnumst við tilurð tímamótaverks Géricaults, „Flekinn af Medúsa" og hneykslunarhellu Manets, „Morgunverðurinn í skóg- N eytendaf élagið: Skorað á kaup- menn að taka upp tvöfaldar verðmerkingar NEYTENDAFÉLAG Reykjavík- ur og nágrennis hefur skorað á kaupmenn að taka upp tvöfalda merkingu á vörum, um takmark- aðan tíma, vegna fyrirhugaðra breyting á skatta- og tollalögum. Sýni verðmerkingarnar verð vör- unnar fyrir og eftir breytingu. í fréttatilkynningu frá Neytenda- samtökunum segir að þessar lagabreytingar muni hafa I för með sér margvíslegar breytingar á vöru- verði, og því sé nauðsynlegt að gera allt sem dregið gæti úr hugs- anlegum misskilningi og tortryggni. Neytendafélag Reykjavíkur og ná- grennis skorar jafnframt á neytend- ur að fylgjast vel með væntanlegum verðbreytingum, og minnir á reynslu þá sem fékkst af mynt- breytingunni í upphafí áratugarins. inurn". Stórverk Picassos, „Lífíð“ frá 1903, rekur svo lestina. Bjöm fjallar einnig einkar aðgengilega um form myndlistarinnar í köflun- um „Að skoða myndir", „Staða, stefna og hreyfing í myndfleti" og „Sjón og sjónvilla". Aldaslóð er 157 blaðsíður, bæði litmyndir og svarthvítar. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. ingu, að hún kveði á um betri rétt viðtakanda en samkvæmt gildandi Iögum. í dómi Borgar- dóms var ákvæði þetta skýrt þröngri skýringu, þannig að selj- anda hlutar i máli þessu þótti vera heimilt að undanskilja sig ábyrgð á kostnaði vegna flutn- ings bilaðs söluhlutar sem hann bar ábyrgð á samkvæmt ábyrgð- arskírteini, svo og ferðakostnaði kaupanda. Málavextir voru með þeim hætti, að dráttarvél stefnanda af Zetor- gerð var tvívegis send til viðgerðar hjá stefnda, vegna bilunar sem stefndi bar ábyrgð á samkvæmt ábyrgðarskírteini því, sem um kaup aðila gilti. Viðgerð var framkvæmd stefnanda að kostnaðarlausu, en í máli þessu var deilt um hvort stefn- andi ætti rétt á því að fá endur- greiddan úr hendi stefnda útlagðan kostnað við flutning dráttarvélar- , innar á viðgerðarstað. í greindu ábyrgðarskírteini var tekið fram að flutnings- og ferða- kostnaður innanlands vegna vélar, varahluta eða viðgerðarmanna væri undanþeginn greiðsluskyldu. Af hálfu stefnanda var því hins vegar haldið fram að þetta ákvæði væri ógilt þar eð það bryti í bága við 29. gr. laga um verðlag, samkeppn- ishömlur og óréttmæta viðskipta- hætti, þess efnis að yfírlýsingu um ábyrgð megi því aðeins gefa, að ábyrgðaryfirlýsingin veiti viðkom- andi betri rétt en hann á samkvæmt gildandi lögum. Dómarinn í máli þessu, Eggert Óskarsson, tekur þann kost að skýra 29. grein þröngri skýringu. í dómnum segir hann meðal annars að í athugasemdum, sem lagafrum- varpinu fylgi, sé meðal annars að fínna þau ummæli að ákvæðinu sé ætlað það hlutverk að tryggja í lög- ■ um þann lágmarksrétt, sem svari til hinna frávíkjanlegu reglna kaupalaga. „Af athugasemdum þessum verður ráðið, að hér sé eink- um átt við ákvæði 54. gr. laga 39/1922 um ábyrgðartíma vara," segir í dómnum. Bendir dómarinn á þau ummæli flutningsmanns frumvarpsins á Alþingi, þar sem segir að 29. grein leiði til þess að mönnum verði óheimilt að semja um skemmri ábyrgðartíma en kveð- ið sé á um í hinum frávíkjanlegú reglum kaupalaganna. Síðan segir í dómnum: „Lögskýr- ingargögn þessi benda eindregið til þess, að ætlan löggjafans hafí verið sú, að gildissvið 29. gr. laga 56/1978 yrði mun takmarkaðra, en greinin sjálf gefur til kynna sam- kvæmt orðanna hljóðan. Þegar þetta er virt, en einnig það að lagaá- kvæði þetta ber einnig að skýra þröngt, sem einstaka undantekn- ingu frá meginreglunni um samn- ingsfrelsi aðila, þá þykir ekki unnt að fallast á þá meginástæðu stefn- anda, að lagaboð þetta ógildi fyrmefnt ákvæði ábyrgðarskírtein- is, sem undanþiggur stefnda greiðsluskyldu vegna flutnings- og ferðakostnaðar, sem og stefnandi hafí undirgengist. Ber því að hafna aðalkröfu stefnanda um endur- greiðslu flutningskostnaðar." INÖ ÆgiÞHvís- að í land ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, vísaði síðdegis í fyrra- dag báti í land, en hann var á dragnótaveiðum án tilskilinna leyfa. Þyrlan kom að Ægi Jóhannssyni ÞH 212 að veiðum á Kirkjuvogi, út af Reykjanesi. Báturinn, sem er 29 tonn að stærð, reyndist ekki hafa leyfi til veiðanna og var honum því vísað í land. L Nú verður SÖNGUR, GLEÐIOG GAMAN í Broadway með hinum frábæru, landsþekktu og sívinsælu skemmtikröftum sem höfða til landsmanna allra ALS Hljómsveitir Ingimars Eydals ásamt söngvur- unum Þorvaldi Halldórssyni, Erlu Stefáns- dóttur, Helenu Eyjólfsdóttur, Grími Sigurðs- svni og Ingu Eýdal rifja upp lögin A sjó - í sól og sumaryl - O hún er svo sæt - Bjórkjallarann - í fyrsta sinn ég sá þig - Róti raunamæddi o.fl. o.fl. Dansarar frá Dansstúdíói Alice sýna frábæra tilburði við túlkun þessara sígildu laga. Handrit og verkstjóm: Saga Jónsdóttir. Kaffí Yfírmatreiðslumaður: Francois Louis Fons 1 Yfirþjónar: Gísli Guðmundsson - Baldur Sæmundsson Yerð aðeins kr. 4.500,- fyrir ljúffenga hátíðarmáltíð og stórkost- lega skemmtun, hatta, skraut og knöll. Ómar Ragnarsson og Haukur Heiðar flytja gamanmál eins þeim einum er lagið. Hin frábæra hljómsveit Ingimars Eydals leikur fyrir dansi frameftir nóttu. ceADWAy Miða- og borðapantanir í síma 77500 daglega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.