Morgunblaðið - 20.12.1987, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
spurt og svarad
I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI
Persónuafsláttur
Ólafur Gústafsson spyr: Er
persónuafsláttur ekki jafn hjá öll-
um?
Svar: Jú, persónuafsláttur
er hinn sami fyrir alla. Samkvæmt
stjómarfrumvarpi sem nú liggur
fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að
persónuafsláttur verði kr. 14.797
á mánuði frá og með 1. janúar
nk. Hann tekur breytingum. 1.
júlí á staðgreiðsluári í samræmi
við breytingu á lánskjaravísitölu
á tímabilinu desember—júní.
Aukaskattkort
Aðalbjörg Jóhannesdóttir
spyr: Ég er húsmóðir og hef eng-
ar tekjur. Get ég afhent eigin-
manni mínum skattkórtið mitt eða
þarf ég að sækja um aukaskatt-
kort?
Svar: í því tilviki sem maki er
tekjulaus er honum heimilt að
afhenda maka sínum skattkort
sitt til ráðstöfunar. Ekki þarf að
sækja um aukaskattkort.
Barnabætur
Ólafía Leifsdóttir spyr:
Hvemig er greiðslum bamabóta
háttað? Er það rétt skilið að
bamabætur lækki eftirað böm
verða eldri en sjö ára? Eru ein-
hveijar bætur greiddar vegna
unglinga sem eru eldri en 17 ára
og eru í skóla?
Svar: Ifyrir Alþingi liggur
stjómarfrumvarp þar sem gert er
ráð fyrir að bamabætur verði
greiddar út til framfæranda
bama. Skiptast þær jafnt á milli
framfærenda. Ráð er fyrir gert
að útborgun verði ársfjórðungs-
lega. Bamabætur lækka frá og
með fyrsta ársfjórðungi eftir að
bam verður 7 ára. Bamabætur
em greiddar til og með lokum
þess ársijórðungs að 16 ára aldri
er náð.
Uppgjörsaðfer
launagreiðanda
Haildór Jóhannsson spyr:
Launatekjur á árinu 1987 eru
skattfrjálsar og því spyr ég:
Hvemig fer með laun f stað-
greiðslukerfí eftir áramót þegar
greitt er í janúar fyrir eftirvinnu
og aukavinnu í desembermánuði?
Svar: Hér sker úr uppgjörsað-
ferð launagreiðanda. Hafi laun
vegna eftirvinnu og aukavinnu í
desember mánuði 1986 verið talin
með launum skattlausa ársins
1987 verða slík laun vegna des-
embermánaðar 1987 að teljast
með launum ársins 1988. Sam-
kvæmt því verða slík laun háð
staðgreiðslu. Hafí hins vegar
greiðslur vegna eftirvinnu og
aukavinnu í desembermánuði
1986 verið taldar méð launum
þess árs verða slík laun undanþeg-
in staðgreiðslu á árinu 1988.
Nýting- persónuafslátt-
ar
Pétur Steingrímsson spyr:
Ef eiginkonan er húsmóðir og
hefur engar tekjur en eiginmaður
fær sínar tekjur á fáum mánuðum
en hefur ekki tekjur stóran hluta
ársins, hvemig getur þessi maður
notað persónuafslátt sinn þannig
að það nýtist sem best?
Svar: Hafí annað hjóna eða
sambúðaraðila ekki með höndum
launað starf getur það afhent
maka sínum skattkort sitt til af-
'nota. Launagreiðanda er hins
vegar eingöngu heimilt að taka
tillit til 80% af persónuafslætti
maka við ákvörðun á staðgreiðslu
iaunamannsins. Þegar launamað-
ur hefur eigi nýtt nema lítinn
hluta af persónuafslætti sínum
þegar komið er fram yfir mitt
staðgreiðsluár og eigi flutt hann
yfír til maka, er honum heimilt
að sækja um útgáfu skattkorts
sem hefur uppsafnaðan persónu-
afslátt frá ársbyijun staðgreiðslu-
árs til næsta mánaðar á undan
útgáfutima.
Húsnæðisbætur
Sigurður Jóhannsson spyr:
Ég keypti mína fyrstu íbúð árið
1985. A ég rétt á húsnæðisbótum
og ef svo er hversu lengi?
Svar: Sá sem keypti eða byggði
íbúðamúsnæði í fyrsta sinn
1985—1987 getur átt rétt á hús-
næðisbótum ef hann naut ekki
vaxtafrádráttar á þeim árum.
Réttur til húsnæðisbóta varir í sex
ár.
Stjömuleikurinn:
Dregið úr réttum úrlausn
um í beinni
DREGIÐ verður úr réttum úr-
lausnum í Stjömuleiknum í
beinni útsendingu frá Hótel Borg
í dag, í þættinum „í hjarta borg-
arinnar" á milli klukkan 14.00
og 16.00.
Að sögn Björgvins Halldórssonar,
dagskrárstjóra á Stjömunni, skipta
útsendmgu
bréfin með úrlausnum tugum þús-
unda, en á föstudag vom þau yfír
30 þúsund og voru þá enn að ber-
ast og varð að ráða aukfólk í vinnu
til að flokka þau. Vinningur í get-
rauninni er vöruúttekt í tíu verslun-
um að upphæð samtals 500 þúsund
krónum, sem skiptist á milli tveggja
vinningshafa.
Jólasöfnun
Mæðrastyrks-
nefndar
MÆÐRASTYRKSNEFND
Reykjavíkur hefur hafið árlega
jólasöfnun til aðstoðar sjúku og
efnalitlu fólki, og hafa söfnunar-
listar verið sendir til fyrirtækja
og einstaklinga.
Tekið er á móti framlögum og
umsóknum um styrki að Njálsgötu
3 frá kl. 14-18 virka daga, að því
er segir í fréttatilkynningu frá
Mæðrastyrksnefnd. Vill Mæðra-
styrksnefnd jafnframt beina þeim
tilmælum til allra sem fengið hafa
söfnunarlista eða gíróseðla senda
að senda framlög sem fyrst. Póstg-
író söfnunarinnar er 36600-5.
Unnur Jónasdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar (t.v.) og Guðlaug
K. Rúnólfsdóttir, skrifstofumaður á skrifstofu nefndarinnar.
HAUKUR OG ÓLAFUR HF.
VIÐ EIGUM EITTHVAÐ HANDA
ÖLLUM í FJÖLSKYLDUNNI
ÁRMÚLA 32, SÍMI 37700.
Viltu gera góð kaup, t.d. í loftljósum og
jólaseríum hvort sem er úti eða inni. Viltu
kannski jólastjörnu eða engil í gluggann?
Við höfum líka frábært úrval heimilistækja.
Einnig gott úrval rafmagnshandverkfæra.
Þú getur fengið kerti í bílinn þinn, hvort
sem hann er bensín eða díesel. Við höfum
alternatora frá Motorola sjáfum og hinar
heimsfrægu Hobart rafsuður.
VERIÐ VEL KLÆDD UM JÓLIN
Iðunnar-peysur á
dömur,
herra
ogbörn.
Jölapeysurnar á alla
Qölskylduna
Dömublússur og
herraskyrtur frá
OSCAR OF SWEDEN
Dömubuxur, pils
ogbuxnapilsfrá
GARDEUR
íV-Þýskalandi.
/ MX PRJÓNAST0FAN
Uduntv,
Verslunin er opin daglega frá kl. 9-18
23. desemberfrá kl. 9-22
Kreditkortaþjónusta.
Skerjabraut 1 v/Nesveg, Seltjamamesi.