Morgunblaðið - 20.12.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
31
landshöfðingjahneyksli komið. En
nú er það skeð. Gamlir og ungir
rófu-veifandi embættis-lúðrarar,
þessi hin dyggu dýrin, henda „þén-
ustusamlegast" á loft hvem þann
hráka, er fram gengur af hinnar
hneyksluðu tignar munni út yfír þá,
er hneyksluninni hafa valdið. Allir
oddborgarar bæjarins eru orðnir
spönn lengri milli nefs og höku af
„réttferðugri forundran", og fregn-
in um þetta flýgur eins og eldur í
sinu .út um allar sveitir. Hví skyldi
„Göngu-Hrólfur" þá þegja? Hví
skyldi hann ekki seðja forvitni
manna og segja fréttimar á bæjun-
um þar sem hann kemur, rétt eins
og hver annar gestur og gangandi?
Síðan birtast í Göngu-Hrólfí hver
af annarri heiftarlegar árásargréin-
ar á landshöfðingja, þar sem Jón
Ólafsson hrúgar saman svæsnum
stóryrðum. Hann talar um lands-
höfðingjagarminn danska, um
dæmafáa ósvífni landshöfðingja,
staðhæfír að landshöfðingi sé ein-
staklega óvandaður maður, sem
beiti rógi til að fá menn setta frá
embætti án dóms og laga, og að í
orðum hans og ummælum sé fæst
satt en flest logið.
Hilmar Finsen stefndi Jóni Ólafs-
Jón Ólafsson, latinuskólapiltur
og ritstjóri Baldurs.
syni fyrir ærumeiðandi ummæli og
krafðist hinna þyngstu refsinga.
Alls höfðaði landshöfðingi þrjú mál
á hendur Jóni, sem haldið hafði
áfram fúkyrðaaustri um hríð og
síst mildað orðbragðið. Lauk málum
þessum í undirrétti á þá lund, að
Jón var í einu þeirra dæmdur í 200
ríkisdala sekt, í öðru í sex mánaða
fangelsi og f hinu þriðja i eins árs
fangelsi. Jafnskjótt og dómamir
voru fallnir hugðist Jón áfrýja mál-
unum til landsyfírréttar. En
skyndilega tekur hann nýja ákvörð-
un. Hann flýr land í annað sinn.
í Ameríku
Eftir landshöfðingjahneykslið
flúði Jón ritstjóri tii Ameríku og
brátt fór hann að láta til sín taka
þar vestra. Grípum aftur niður í
bókinni Ævintýramaður:
Jón Ólafsson tók mörg heljar-
stökk um dagana, og þó að sum
þeirra væru ákveðin í skyndi og að
því er virtist án mikillar fyrir-
hyggju, kom hann jafnan niður á
fætuma og náði ur.drafljótt jafn-
vægýnu, þótt eitthvað hallaðist í
bili. Svo var um hina skjótráðnu
Ameríkufor. í nýrri heimsálfu og
við gjörbreyttar aðstæður gekk Jón
að því með oddi og egg að hasla
sér völl og sækja fram til áhrifa
meðal landa vestra. Er ekki að sjá
að hann væri í neinum beyglum
eftir að til Bandaríkjanna kom.
Hann ræður sig fyrst sem af-
greiðsiumann í pósthúsi, en það er
aðeins hugsað sem bráðabirgðastaf.
Fyrr en varir er hann líka orðinn
hálfgildings blaðamaður. Hann
gengur á fund ritstjóra blaðsins
Skandinaven, sem var eins konar
málgagn Norðurlandamanna
vestra, og semur við hann um að
skrifa í blaðið fréttir frá íslandi og
af íslensku landnámsfólki í
Ameríku. Jafnframt tekur Jón að
AL ASK A.
i.VsiXC
Á LAXUI OS L4XI«.KOS7t M,
AMVT l'NAJt ISLKX/Ci; IT.XI>ri(rtb«L
V M
STOFXUN ISLENZKR.AH NÍLENDU
Mx ol*r*gox,
KiX«IMiW»irn> Mí, * j».
WASHINOTON, D. C,
1875.
Titilsíða Alaskarits Jóns Ólafs-
sonar.
beita sér fyrir því, að stofnað verði
íslendingafélag í Milwaukee, „því
það er óviðunandi", segir hann í
bréfí, „að íslendingar geti ekki
rætt hagsmuna- og áhugamál sín
í félagi". Gerði hann tilraun til
slíkrar félagsstofnunar í ársbyrjun
1874, en varð að fresta þeirri fram-
kvæmd að svo stöddu, taldi hyggi-
legast að láta það bíða sumars,
þegar íslendingar yrðu fjölmenn-
astir í Milwaukee.
Þetta fyrsta ár sitt í Vesturheimi
lagði Jón allt kapp á að ná vaidi á
enskunni. Varð hann á undra-
skömmum tíma prýðilega fær í
málinu, talaði það brátt og ritaði
betur en flestir landar hans vestra.
*
Lögmaðurinn í
Wall Street
Meðal merkismanna, sem Jón
hafði komist í kynni við, var vel
metinn lögfræðingur í New York,
Marston Niels að nafni. Hann hafði
áður verið foringi í bandaríska sjó-
hemum, en rak nú ásamt bróður
sfnum málflutningsskrifstofu í Wall
Street. Marston Niels var íslands-
vinur, og ásamt Willard Fiske og
fleirum beitti hann sér fyrir því
þetta vor, að fé var safnað í Banda-
ríkjunum og bækur keyptar til að
gefa Landsbókasafni í tilefíii þús-
und ára hátíðarinnar.
Framtíð íslendinga hefur án efa
borið mjög á góma í viðræðum Jóns
við Niels, harðindin á íslandi, ófrels-
ið og annað, sem hvatti til vestur-
ferða. Hefur Jón skýrt Niels frá því
áformi íslendinga vestra, að mynda
sérstaka nýlendu. Þá var það, að
Niels benti Jóni á Alaska, sem Ulys-
ses Grant forseti hafði skömmu
áður keypt af Rússum fyrir rúmlega
sjö milljónir dollara. Varð forsetinn
fyrir hörðum árásum stjómarand-
stæðinga fyrir þetta bmðl með
ríkisfjármuni, því að þeir töldu
landið einskis virði. Þótti forsetan-
um því vænt um, ef einhveijir vildu
nytja landið, og mun ekki hafa ta-
lið ólíklegt, að íslendingar væm
réttu mennimir til þess. Hinn 27.
júní ritar Jón Ólafsson vini sínum,
séra Jóni Bjamasyni, á þessa leið:
Reit ég þér ekki síðast, að Mars-
ton Niels, lagamaður f New York
hefði ritað mér í maí og beðið mig
þýða á íslensku lýsing á Alaska,
er hann hugði lagað vel til bústaðar
íslendingum. Ég reit honum aftur,
að ég yrði til þessa búinn og boðinn
ef hann hugsaði sér að fá íslend-
inga til að emigrera til Alaska,
væri nauðsyn að senda hóp íslend-
inga í landaleit. Stutt af að segja,
gegnum hann hef ég útverkað, að
þrír íslendingar fái fría ferð til San
Francisco í Kalifomiu, með jám-
brautunum, að stjómin hafí þar
herskip tilbúið til okkar þjónustu,
er taki við sendimönnum og sigli
með þá til Alaska og þar fram og
aftur eftir vilja voram, svo vér get-
um rannsakað allt landið. Er ekki
þetta glæsilegt? Nú vil ég semja
við kapítalista í New York um að
mynda þegar í haust, er við komum
aftur, ef okkur líst vel á, íslenskt
útflutningsfélag, og senda þá ag-
enta heim og hefja flutning vom
árla. Tilgangurinn er, að fá þama
land sem rúmar margfalt alla ís-
lendinga, hvar þeír geta haldið
tungu og þjóðemi og myndað
íslenska Stat í Bandaríkjunum. ís-
land á að leggjast í eyði, en byggjast
upp nýtt og fíjálst og endurborið í
AJaska... Er það ekki sindrandi
fagurt plan að flytja ísland?
Það er auðfundið, hvað Jón er
ákafur, þegar hann talar um þessar
ráðagerðir. Segist hann halda, að
Alaska sé hentugt land, sem bjóði
upp á mikil tækifæri fyrir íslend-
inga, og hann bætir við: „Flytji
íslendingar þangað, skjótum við
Dönum ref fyrir rass. Væri þá Dön-
um maklega goldin fósturlaun, ef
við legðum land vort í eyði.“
Snörur Bakkusar
Þegar Jón Ólafsson kom í apríl-
mánuði árið áður til Winnipeg, hafði
hann vænst þess að aðalstarf sitt
yrði ritstjóm Lögbergs við hlið Ein-
ars Hjörleifssonar, enda þótt nefnd
hefði verið framkvæmdastjóm
blaðsins jafnhliða. En þegar vestur
kom var hann að eigin sögn nánast
til þess knúinn að taka að sér inn-
heimtu áskrifta og auglýsinga, hafa
með höndum launagreiðslur og aðr-
ar fjárreiður. Nú var það eins og
áður greinir einn veikleiki Jóns
Ólafssonar, að honum var afar
ósýnt um rekstur fyrirtækja og alla
peningaumsýslu. Það var eðli hans,
að láta krónumar skoppa, og því
vom flest þau blöð, sem hann rak
fyrir eigin reikning, einatt á hausn-
um ijárhagslega, þótt útbreiðsla
væri í besta lagi. Þegar Jóni áskotn-
uðust skildingar, var því likast sem
hann lifði i samræmi við orðtak
Brynjólfs Péturssonar Nógir em
andskotans peningamir. Þessa við-
horfs hefur trúlega einnig gætt,
þegar Jón tók við Qárreiðum Lög-
bergs, þar sem nýríkir Vestur-
íslendingar áttu í hlut.
En hér kom einnig annað til.
Eins og fyrr var frá sagt, hafði
gengið á ýmsu í viðskiptum Jóns
Ölafssonar við Bakkus konung, uns
Jón árið 1885 hugðist gera hann
útlægan og gekk í stúku. Eftir að
þangað kom varð Jón allra manna
ákafastur hatursmaður hinna gör-
óttu veiga og öllum öðmm dóm-
harðari um þá sem breyskir
reyndust og féllu á siðferðissvellinu.
Og þegar Jón var á fömm til Vest-
urheims á öndverðu ári 1890, stóð
í ríti Góð-templara:
Reglan hér á landi sér nú á bak
sínum alsnjallasta og einbeittasta
foringja, og sfnum starfhæfasta og
ráðabesta félagsmanni. Bróðir Jón
Ólafsson sagði f svarræðu sinni f
samsætinu, sem stúkan Einingin
hélt honum, að hve víða sem hann
færi um veröldina, þá mundi hann
aldrei svo langt ferðast, að hann
færi út fyrir Regluna. Það vita all-
ir, sem þekkja bróður Jón, að þetta
er af alhuga mælt, og meðal íslend-
inga og annarra reglubrasðra þar
vestra mun nægt verksvið, nóg að
starfa fyrir hann í Reglunnar þarf-
ir. Vér getum eigi annað en óskað
þeim bræðmm vomm fyrir handan
haf og bróður Jóni allrar hamingju.
Vér emm þess fullömggir, að vér
munum enn oft geta glatt oss yfír
dugnaði og framkvæmdum þessa
bróður, og ef til vill notið í mörgu
góðs af Iiðsinni hans, þótt hann sé
kominn í aðra heimsálfu.
Eftir að vestur kom gekk Jón
Ólafsson þegar í eina af stúkum
þeim, sem þá störfuðu í Winnipeg
af hvað mestu fjöri, og áður en við
varð litið var hann kominn þar í
allra fremstu röð. En í ágústmán-
uði 1890 hrasar bróðir Jón, hann
stóðst ekki freistingar Bakkusar og
féll kylliflatur fyrir honum. Jón var
þó áfram í stúkunni, en tók upp
úr þessu að blóta á laun. Hann fer
að lenda á túmm og er endurreistur
nokkmm sinnum, en um það leyti
sem honum er vikið frá ritstjóm
Lögbergs er hann dæmdur úr stúk-
unni fyrir að sinna lítt eða ekkí
ítrekuðum áminningum.
Eins og nærri má geta, hefur
áfengisneysla Jóns síst haft bæt-
andi áhrif á elju hans og reglusemi
við innheimtu og bókhald. Eftir
tæplega eins árs fjármálastjóm
hans á blaðinu, var látin fara fram
endurskoðun á reikningum þess, og
þóttust menn komast að raun um
að nálega 300 dollara vantaði upp
á sjóðinn. Þetta var megintilefni
þess, að Jóni var fyrirvaralaust vik-
ið úr ritstjórastarfi. En eins og
nærri má geta, gekk slíkt ekki þegj-
andi og hljóðalaust. Af minna tilefni
en þessu, var Jóni öndverðum að
mæta. Hann fékk þegar inni í and-
stæðingablaðinu Heimskringlu,
með svæsna árásargrein á Sigtrygg
Jónasson og aðra Lögbergsmenn.
Hét greinin Lygamerðimir, og vom
þeim Sigtryggi ekki vandaðar
kveðjumar. Eins og oftar þegar Jón
átti hendur sínar að verja, hagaði
hann sér í samræmi við kenninguna
að sókn væri besta vömin. Fór hann
þeim orðum um Sigtrygg Jónasson,
að mútuþægari smásál hefði hann
aldrei kynnst og kostaði kapps um
að færa rök að þeirri staðhæfingu.
Hins vegar viðurkenndi Jón, að sér
hefði alltaf verið sámauðugt að
hafa fjárreiður Lögbergs með hönd-
um, enda ósýnt um bókhald.
Viðurkenndi hann og, að sér kynni
að hafa láðst að færa til bókar eina
eða tvær auglýsingar, sem honum
vora greiddar, nánast á fömum
vegi. En um aðdróttanir um vem-
lega sjóðþurrð segir hann:
Þar sem þeir Lögbergs-kumpán-
ar segja, að ég hafi tekið fé til eigin
brúkunar af félagssjóði og engan
staf skrifað fyrir i sumum tilfellum,
þá er það sú helberasta og æm-
lausasta lygi. Ég skuldaði mig fyrir
hveijum peningi sem ég brúkaði
sjálfur af fé Lögbergs.
í löngum og stórorðum greinum,
bar Jón ákaft til baka allar ákæmr
um sjóðþurrð, kvað þær tilbúning
eínan í ofsóknarherferð gegn sér.
Að vísu viðurkenndi hann, að hafa
greitt sér.fyrir fram rúmlega ein
mánaðarlaun upp í kaup sitt, og
féllst á að endurgreiða Lögbergi
um 150 dollara. öllum öðmm ásök-
unum vísaði hann umsvifalaust á
bug.
Eftir því sem deila Jóns við Lög- * •
bergsmenn harðnaði, dróst Einar
Hjörleifsson æ meira inn í átökin,
enda ábyrgðarmaður Lögbergs, en
Jón fékk inni í Heimskringlu. Kom
þar, að Jón réðst með heift á Einar
vin sinn og sagði hann veita óberm-
inu Sigtryggi Jónassyni að málum.
Væri Einar mannleysa, sem léti
Lögbergsdótið segja sér fyrir verk-
um.
Nú var ekki að sökum að spyija.
Þama hófust hin hatrömmustu
svívirðingaskrif milli Jóns og Ein-
ars. Varð viðureign þeirra ákaflega *
hörð og illvíg, og sparaði hvomgur
persónulegan austur. Gætti þar afar
mikilla sárinda á báða bóga, eins
og verða vill þegar óvild kviknar
milli vina og samheija og verður
að fullum fjandskap. Hér verður
látið hjá líða að vítna til þessara
óvirðingarskrifa, þar sem ekki mátti
á milli sjá hvor svæsnari var og
heiftúðugri. Um orðbragðið skal
látið nægja að nefna tvö greina-
heiti: Tuddinn Jón ólafsson; Kirkju-
rottan Einar Hjörleifsson. Báðir
tóku deilur þessar nærri sér, og
Einar þó miklu fremur. Seint mun
hafa gróið alveg um heilt á milli
þeirra, en þó sættust þeir að lokum
og stóðu meðal annars að því í sam-
einingu á efri ámm ásamt tengda-
syni Jóns, Ágústi H. Bjamasyni,
að hleypa nýju tímariti af stokkun-
um.
Mikið var rætt og ritað um mál
þessi öll, bæði vestan hafs og aust-
an. Athyglisverð em ummæli
Valtýs Guðmundssonar í bréfí til
stjúpföður síns í Vesturheimi:
„Hvað Jón ólafsson snertir, þá
hef ég nú í Lögbergi fengið upplýs-
ihgar um hvemig á því stóð að
hann fór frá Lögbergi, og sé ég af
þeim, að ég hef átt kollgátuna, þvf
ég ímyndaði mér strax að orsökin
mundi vera sams konar og þar er
frá skýrt, því Jón hefur aldrei kunn-
að með fé að fara og er mesti trassi.
En eígi að síður sakna ég hans
mikið sem ritstjóra, því þó margt
megi að Jóni fínna, þá verður það
aldrei frá honum tekið, að hann
hefur meiri ritstjómarhæfíleika en
nokkur annar íslendingur, og ég
álít það mikið spursmál, hvort nokk-
ur annar íslendingur yfír höfuð að
tala hefur aðra eins hæfíleika eins
og hann. Hann er næstum jafnvígur
á allt; ég hef oft dáðst að honum
og skal ávallt gera það, þó allir
lasti hann. Annað mál er það, hvort
hann ávallt hefur brúkað sína hæfí-
leika eíns vel og skyldi. En þegar
dæma- skal um það, þá verður mað-
ur líka að lfta á hvemig lffskjör
hans hafa verið, og sérstaklega
hvemig hans opinberi lífsferill byij-
aði, sem hefur háð honum allt lífíð
í gegnum, en framkoma hans þá
var þó sannarlega sprottin af brenn-
andi ættjarðarást. Það bera kvæði
hans frá þeim tíma og allt hans
framferði þá vott um, að það var
ekki nein uppgerð. Ég held að Lög-
berg hljóti að hafa skaða af því að
missa hann sem ritstjóra, en að fá
honum fjármál í hendur var aldrei
skynsamlega ráðið, það vita allir
sem Jón þekkja. Að Einar Hjörleifs- '
son sé mjög nýtur maður sem
ritstjóri efast ég alls ekki um, en
jafnoki Jóns er hann ekki. Best
hefði að minni meiningu verið að
hafa þá báða."
Sögur af þessu tagi em í bókinni
um Jón Ólafsson ritstjóra. Hann var
að mörgu leyti undarleg persóna.
Kannski lifði hann ekki á réttum
tíma: hann var hvatyrtur og stór-
huga umsvifamaður á þeim tfma
þegar flestir kappkostuðu að láta
lítið á sér bera og boðorð dagsins
var að skipta sér ekki af því sem -
manni kemur ekki við. í lok for-
mála bókarinnar um Jón ólafsson
ritstjóra segir höfundurinn, Gils
Guðmundsson:
Margt mátti um Jón Ólafsson
segja, og margt var um hann sagt,
skapgerð hans, skoðanir og athafn-
ir. Dómamir vom misjafnir. En eitt
er víst, hann var sjaldan leiðinlegur. *"