Morgunblaðið - 20.12.1987, Side 46

Morgunblaðið - 20.12.1987, Side 46
»46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / KÖRFUKNATTLEIKUR Kynningarátak Körfubotta- sambandsins í grunnskólum Pálmar Sigurðsson og ívar Webster kynna körfuna Körfuknattleikssamband ís- lands hefur ýtt úr vör kynning- arherferð í grunnskólum til að vekja athygli á körfuboltanum. Til starfsins var fenginn körfu- ^ knattleikskappinn snjalli Pálmar Sigurðsson úr Hauk- um. Honum til aðstoðar er síðan leikmaðurinn hávaxni ívar Webster. Hafa þeir nú heimsótt marga skóla á höfuð- borgarsvœðinu og þegar blaðamaður unglingasíðunnar heimsótti þá voru þeir f Digra- nesskóla f Kópavogi. Andrés Pétursson skrifar Það var grár miðvikudagsmorg- unn en það var ekkert húm í hugum 10 ára bekkjanna í Digra- nesskóla. Þeir áttu nú að fá að fylgjast með og von- andi læra eitthvað af þeim Pálmari og ívari. Spennan jókst frammi í ganginum því inni í sal voru þeir félgamir að undirbúa sýninguna. En svo kom að því að þeir Guðmundur Skúli Stefánsson og Þórir Bergsson íþróttakennarar hleyptu stóðinu inn í sal. Það var grafarþögn er Pálmar bauð alla velkomna og kynnti ívar og sagði síðan hvað þeir ætluðu að Hér sést allur hópurinn í körfuboltakynningunni í Digranesskólanum ásamt þeim Pálmari, Webster, Þóri og Guðmundi Skúla. Morgunblaðið/Þorkell gera í þessum tíma. Óþarfí er að lýsa tímanum í smá atriðum enda gera myndimar það betur en nokk- ur orð. Að sögn þeirra Guðmundar og Þór- is er þetta lofsvert framtak hjá KKÍ og ættu önnur sérsambönd að taka þetta til fyrirmyndar. Krakkamir væm mjög opin fyrir því að ein- hveijir þekktir íþróttamenn kæmu og kynntu íþrótt sína. Pálmar sagði að áhugi hefði verið mjög mikill. Þegar hefðu þeir farið í fíesta skóla í Breiðholti, Árbæ, Hafnarfírði og Kópavogi og daginn eftir var ferð- inni heitið á Hellu. Blaðamaður tekur undir orð íþrótta- kennaranna og greinilegt að krakkamir höfðu gaman af því að láta „atvinnumenn" leiðbeina sér. Góð kynning fyrir körhibottann -segja þeir piltamir Grétar, Rúnarog Garðar eir félagamir Garðar H. Guð- mundsson, Grétar Már Sveins- son og Rúnar Ágústsson vom í efstu sætum keppni í boltaraki. Við spurðum þá hvort þessi kynning hefði kveikt í þeim löngun til að fara að æfa körfubolta. Garðar var ekki frá því að hann myndi prófa það en eins og stendur æfir hann badminton og fótbolta. Hann sagðist vera ánægður að sjá góða leikmenn koma og leiðbeina þeim. Ekki vildi hann þó gera lítið úr íþróttakennumnum í skólanum enda vom þeir á næstu grösum: „Þeir em ágætir," sagði Garðar og brosti. Grétar Már Sveinsson er knár Bliki sem æfir fótbolta og handbolta upp á kraft. Ekki var hann viss um hvort hann myndi fara að æfa körfubolta. Hann sagðist hafa nóg með hinar tvær íþróttimar en hann viðurkenndi að það hefði verið flott að sjá Webster troða tveimur bolt- um í einu ofan í körfuna. Rúnar Ágústsson var sá eini sem sagðist ekki ætla að fara að æfa körfu. Hann er á fullu í fótbolta á sumrin en handbolta og badminton á vetuma. Það sem hann hefur áhuga á að bæta á listann hjá sér er skíði. Miðað við veðrið eins og það er nú er ekki líklegt að það takist fljótlega, viðurkenndi Rúnar fúslega. Sunna Guðmundsdóttir og Valgerður Jónsdóttir. Morgunblaðiö/Þorkell „Ekki líklegt að við náum að troða eins og Webster" Rættvið Sunnu Guðmundsdóttur og Valgerði Jónsdóttur ær stöllur Sunna Guðmunds- dóttir og Valgerður Jónsdóttir vom einar í hópi margra stúlkna sem tóku þátt í körfuboltakynningu Pálmars og ívars. Þær vom nokkuð hressar með kynninguna en sögðust ekki vita hvort þær myndu fara að æfa körfubolta seinna. Sunna æfir fótbolta og handbolta en Valgerður stundar ekki neina íþrótt sem stendur. Hún var áður í fimleikum en hefur nú tekið sér frí frá þeim. Sunna stóð sig með ^mikilli prýði í boltaleiknum og var ein af ijórum sem komust í úrslit í keppninni og eina stelpan. Þegar við spurðum þær hvort þær héldu að þær myndu einhvem tíma geta troðið eins og Webster, svör- uðu þær neitandi og hlógu. „Hann er svo stór,“ sagði Valgerður og Sunna mæltí alvarleg á svipinn: „Það er ekki líklegt að við náum að troða eins og hann." Með þessum orðum stúlknanna kvöddum við þessa hressu krakka í Digranes- skóla og héldum út f vetrarrigning- una. Morgunblaðið/Þorkell Rúnar Ágústsson, Grétar Már Sveinsson og Garðar H. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.