Morgunblaðið - 20.12.1987, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
47
Akureyringar §ölmenntu á mótið sem fram fór á Húsavlk og settu flölmörg íslandsmet.
Sextán íslandsmet
drengja á Húsavík
Frá
Reyni
Eiríkssyni
áAkureyrí
Sýningarmót í lyftingum var
haldið á Húsavík fyrir
skömmu. Þar kepptu 6 frá Akur-
eyri og 3 úr Armanni í Reykjavík
og voru ails sett 16
íslandsmet drengja
á mótinu.
40 kg. flokkur
Ingólfur H. Sigurðs-
son úr Armanni vakti sérstaka
athygli í þessum flokki. Hann snar-
aði 30 kg og jafnhattaði 40 kg, sem
hvort tveggja er íslandsmet.
48 kg. flokkur
Aðalsteinn Jóhannsson, Akureyri,
snaraði 27,5 kg og jafnhattaði 35
kg. Þetta eru einnig hvort tveggja
íslandsmet.
56 kg flokkur
Birgir Eiríksson, Ármanni, snaraði
27,5' kg og jafnhattaði 46 kg og
Snorri Amaldsson, Akureyri, snar-
aði 40 kg og jafnhattaði 50 kg og
sigraði því í flokknum. Þetta eru
hvort tveggja íslandsmet drengja
hjá Snorra, og reyndar töluverð
bæting á þeim. Birgir setti met í
jafnhendingu á mótinu, lyfti 46
kg., en Snorri sló það stuttu síðar.
60 kg flokkur
Tryggvi Heimisson, Akureyri, snar-
aði 65 kg og_ jafnhattaði 75 kg.
Tryggvi setti íslandsmet drengja í
jafnhendingunni.
75 kg flokkur
Kristján Magnússon, Akureyri,
snaraði 60 kg og jafnhattaði 82,5
kg.
82,5 kg flokkur
Haraldur Ólafsson, Akureyri lyfti
130 kg í snörun og l70 kg í jafn-
hendingu. Formaður Lyftingasam-
bandsins, Ólafur Öm Ólafsson,
keppti einnig í þessum flokki, en
þess má geta að hann er bróðir
Haraldar. Ólafur snaraði 80 kg í
skorun og jafnhattaði 105 kg.
90 kg flokkur
Hermann Snorri Jónsson, Akureyri,
lyfti 70 kg í snörun og 75 í jafn-
hendingu. Þetta eru einnig íslands-
met drengja.
Allir keppendur á mótinu fyrir utan
þá bræður Harald og Ólaf eru til-
tölulega nýbyijaðir æfíngar, hafa
stundað þær í 6-12 mánuði.
Aðalsteinn Jóhannsson
„Hefur bara
gengið vel“
Þrátt fyrir að Aðalsteinn Jó-
hannsson sé aðeins 12 ára
gamall hefur hann æft lyftingar í
eitt ár við góðan orðstír.
„Ég byijaði að æfa eftir að hafa
farið á námskeið hjá Jóni Páli.
Núna æfí ég annan hvom dag en
sleppi alltaf mánudögum úr. Ég var
í karáte en hætti eftir að ég byijaði
í lyftingunum. Það er alveg nóg að
æfa bara lyftingar.
Ég keppti á íslandsmótinu og gekk
bara vel en ég vann minn flokk.
Arangurinn er vissulega mjög mik-
ilvægur því það drífur mann enn
meira áfram við æfingamar. Ég er
ákveðinn í að æfa áfram af krafti
sagði Aðalsteinn.
Draumurinn að verða
jafn góður og Halli
Kristján Magnússon byijaði að
æfa lyftingar fyrir tveimur
mánuðum.
„Ég er eiginlega nýbyijaður, en
áhuginn kviknaði hjá mér eftir að
ég fór á námskeið hjá Jóni Páli sl.
vor. Ég æfi 4 daga í viku og u.þ.b.
2 til 2V2 tíma í senn og fínnst það
ekki mikið. Æfingamar eru mjög
góð áreynsla og svo er félagsskap-
urinn bæði þroskandi og skemmti-
legur.
Nú stefni ég á Unglingameistara-
mótið í vor og einnig íslandsmeist-
aramótið, og fer fljótlega að æfa
eftir sérstöku prógrammi fyrir þau
mót.
Aðstaðan héma hjá okkur er að
verða alltof lítil og fer versnandi
eftir því sem fleiri heQa æfingar,
en við látum það ekki á okkur fá
því þröngt mega sáttir sitja. Ég er
ákveðinn í að taka lyftingamar föst-
um tökum og er draumurinn að
verða eins góður og Halli þjálfari.“
Kristján Magnússon
„Ólympískar
lyftingar
heilluðu mig“
- sagði Einar Brynjólfsson
Hann lyfti grimmt og var auð-
sýnilegt að áhuginn var mikill
hjá Einari Brynjólfssyni, 19 ára, en
blaðamanni tókst að draga hann
afeíðis og lagði fyrir hann nokkrar
spumingar. Fyrst var hann spurður
hvenær hann hefði farið að æfa
lyftingar.
„Ég byijaði í apríl og var bara að
dúlla við þetta í upphafí og lagði
þá stund á kraftlyftingar. Ég skipti
þó fljótt yfir í ólympískar lyftingar
því mér fannst þær mun meira heill-
andi og sé svo sannarlega ekki eftir
því. Því miður gat ég ekki æft mik-
ið í sumar vegna vinnu minnar en
með haustinu fór ég á fullt og æfi
nú af krafti." ,
Hversvegna fórstu að æfa lyfting-
ar?
„Mig langaði að styrkja mig og þá
sérstaklega bakið, en ég hafði verið
slæmur í bakinu um alllangt skeið
og litlar líkur á því að þetta batn-
aði var mér sagt. En sem betur fer
hafa lyftingamar haft góð áhrif á
mig 0g bakverkurinn alveg horfið
eftir að ég byijaði að æfa.
Ég hef keppt á þremur mótum til
Morgunblaðið/Guömundur Svansson
Einar Brynjólfsson.
þessa og borið sigur úr býtum í
mínum flokki á þeim öllum svo ég
get vel við unað hvað árangur varð-
ar, enda er ég ákveðinn í að halda
áfram að æfa eins og mér endist
aldur tíL*
Haraldur Ólafsson Morgunblaðið/ Guðmundur Svansson
Mikill áhugi
- segir Haraldur Ólafsson þjálfari
Haraldur Ólafsson hefur um
árabil veriðeinn fremsti lyft-
ingamaður íslands í
ólympískum iyftingum. Sam-
hiiða æfingum sínum þjálfar
Haraldur nú akureyska lyft-
ingamenn og hefur náð mjög
góðum árangri. Undirritaður
leit inn á æfingu hjá Haraldi
nýverið og spurði hann fyrst
hvenær hann hefði byrjað að
æfa lyftingar.
w
Eg er búinn að vera viðloðandi
lyftingamar síðan 1976, en
ég var þrettán ára þegar ég byij-
aði að æfa. Ég æfði framanaf hér
mHMMM á landi en fór svo
Frá Reyni eitt ár til Svíþjóðar
Eiríkssyni tfl að æfa og
áAkureyn keppa, en því mið-
ur stóðu Svíamir
ekki við gefín loforð og því varð
dvöl mín þar skemmri en gert
hafði verið ráð fyrir í upphafi.
Eftir að ég kom heim hef ég æft
af kappi og einnig fór ég að fást
við að þjálfa héma á Akureyri.
Þegar ég kom heim frá Svíþjóð
var dapurt ástand í ólympískum
lyftingum héma í bænum og um
tíma var ég sá eini sem æfði. En
með tímanum hefur þetta aukist
og eru þeir sem æfa nú orðnir
jafn margir og þegar best lét hér
á árum áður. Þeir sem æfa eru
flestir mjög ungir og eiga framtí-
ðina fyrir sér í íþróttinni, enda
áhuginn mjög mikill. Árangurinn
hjá strákunum hefur verið mjög
góður og á meistaramótinu í fyrra
eignuðumst við fjóra íslands-
meistara.
Eins og ég sagði áður er mikill
áhugi á greininni og fer hann
greinilega vaxandi, en það er allt-
af pláss fyrir fleiri að æfa og
hvet ég alla sem áhuga hafa á
lyftingum til að koma og kynnast
þeim af eigin raun,“ sagði Harald-
ur að lokum.