Morgunblaðið - 17.01.1988, Page 26

Morgunblaðið - 17.01.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JANÚAR 1988 Pinter er hollur skóli -segir Hjalti Rögnvaldsson, leikari, sem kom heim frá Danmörku, til að leika Lenna í Heimkomunni hjá Pé- leikhúsinu Hjalti Rögnvaldsson, leikari É-LEIKHÚ- SIÐ sýnir um þessar mundir „Heimkom- una,“ eftir Harold Pinter f Gamla biói. Sýningar á þessu vinsæla verki eru aðeins áætlaðar út janúarmánuð, eðaalls um 12 sýningar. Þar kemur til að íslenska óperan þarf á húsnæði sínu að halda. Heimkoman hefur hlotið mikið lof hjá gagnrýnendum og þá ekki bara verkið sjálft, heldur hefur vinna leikara, leikstjóra og annars fagfólks verið rómuð. Það kemur kannski ekki á óvart þegar á það er litið að tveir af okkar bestu leikurum, Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson, fara með veigamikil hlutverk í sýningunni. En fögnuðurinn virðist ekki vera minni yfir Hjalta Rögnvaldssyni, sem um árabil var einhver vinsælasti ung-leikarinn á fjölunum hér á landi, en hvarf svo skyndilega af sjónarsviðinu. Hvers vegna? Hvert? Og hvað hefur maðurínn veríð að gera? „Ég fór út á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí, 1985,“ segir Hjalti. „Flutti til Svíþjóðar. Þar beið ég í kerfinu í tæpt ár eftir að komast f sænskunámskeið, þar til nokkrum vikúm áður en ég fór þaðan með fjölskyldu mína. Ég bjó í Malmö og fékk enga vinnu, en ég lærði sænskuna og ég verð að segja að hún er gullfallegt tungumál. Ég fór í sænskunámskeiðið síðasta mánuðinn sem ég bjó í Malmö. Þetta var viku námskeið, átta tímar á dag. Þessi bið var alveg andstyggileg. Það getur verið ágætt að hvíla sig og hafa lítið að gera, stundum. En þegar maður veit ekki hvenær biðin tekur enda, verður maður óljós mynd af manni. En þetta var mér líka holt. Maður þurfti nú hvíld eftir baráttuna hér á okureyjúnni. Ég var eiginlega orðinn heilsulaus ræfíll hér. Síðasta árið mitt hér heima lék ég eitt . hlutverk í Þjóðleikhúsinu og hefði alls ekki getað leikið meira. Þegar maður er ekki víkingur í sér, en Morgunblaðið/BAR býr innan um eintóma víkinga, þá... finnur maður vanmátt sinn. Það sem mér finnst svo andstyggilegt við þessa okurstefnu er ekki okrið sjálft, heldur auðsveipni og þögn fómarlambanna. Hér segir enginn neitt. Veistu, að þegar eitthvað bjátar á hjá Ðönum fá þeir sér bjór. En það þykir nú bara ljótt hér og þegar eitthvað bjátar á hjá Islendingum, fá þeir sér yfírvinnu. Ég get ekki leikið undir svona álagi og hugsunarhætti - svo ég fór. Eftir dvölina í Svíþjóð flutti ég til Árósa í Danmörku og hef búið þar síðan. Þar hef ég aðallega unnið við garðyrkjustörf hjá borginni, frá því snemma á vorin, fram á haust og svo hef ég passað bömin mín þijú, sem em fimm ára, þriggja og hálfs og eins og hálfs árs. Fljótlega eftir að við komum til Árósa var konan mín kölluð út sem íhlaupamanneskja í _ SinfóníuhljómsveitÁrósa. Það útkall varða ansi langt - entist allan veturinn. Við vinnum aldrei bæði í einu. Við fómm burt.til að athuga hvort ekki væri hægt að lifa svona eðlilegu lífi og það reyndist rétt hjá okkur. Það hefiir tekist. Núna er konan mín heimavinnandi, en ég er að byija að æfa hjá leikhúsi sem heitir „Svalegangen." Stefán Baldursson dvelur hjá þeim um þessar mundir við leikstjóm. Hans sýning verður fmmsýnd í lok janúar, en ég er í næsta stykki á eftir og við hefjum æfingar um miðjan febrúar. Þetta er leikhús sem sækist ekki bara eftir lífi og fjöri. Það sýnir bara þijú leikrit á ári, sem em valin í samráði við leikarana, sem aftur á að vera trygging fyrir því að þeir sinni þessu með hausinn ofan á hálsinum. Leikritið sem ég er í heitir „Sarkofag" og mun þýða Steinkista. Það er eftir austantjaldsmann sem heitir Vladimir Gubarev. Hann hefur verið ritstjóri vísindadeildar Prövdu og honum varð það á að taka eitthvað nærri sér þetta eiturslys í Chemobylstöðinni. Hann skrifaði verkið á mjög stuttum tíma og persónumar em starfsmenn stöðvarinnar sem skiptast á að kasta af sér ábyrgðinni og varpa henni yfir á aðra. Ég vona að þetta verk verði til þess að fleiri fari að finna til ábyrgðar. Og ég vona að það rifjist upp fyrir þessum áhyggjulausu Dönum, sem sjá sýninguna, að eiturský frá Chemobyl var á leið til Danmerkur þegar vindátt breyttist skyndilega, svo þeir sluppu í það skiptið. Þetta leikrit verður sett upp í samvinnu við annað atvinnuleikhús, semer í klukkustundar lestarferð frá Árósum. Sarkofag verður afmælissýning þessara leikhúsa og verður sýnt um alla Danmörku,. þannig að þetta er heils árs vinna. Ég hef heyrt að þetta verk sé nú sýnt í London við miklar vinsældir. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti það, því ég hef engan tíma haft til að fylgjast með leikhúsum í London. Ég hef aðallega verið að læra Norðurlandamálin og kynnast norrænni menningu." En afhverju komstu heim til að leika í Heimkomunni? „Þetta var bara freistandi tilboð, með þeim tímámörkum að ég get verið kominn út 15. febrúar. En fyrst og fremst var það hlutverkið. Það er min skoðun að Lenni í Heimkomunni sé þannig hlutverk að það sé eitthvað að þeim leikara sem ekki langar að kljást við það. Maðurinn er ekkert alltof mikið góðmenni og illmenni eru alltaf áhugaverðari en góðmenni. Þetta er ekki bara skoðun leikarans. Þú sérð að það eru ekki mjög mörg góðmenni sem hafa komist í Söguna, miðað við illmennin. Lenni er slunginn alþýðumaður á villigötum. Svo er þessi stíll höfundar - að gefa ekki allt upp. Þessi elskulegi Pinter gerir þá kröfu, þegar maður hefur svona stuttan æfingatíma, að maður setjist niður og læri hlutverkið eins og páfagaukur, því maður skilur ekki mikið í því, lengi vel. Orðaskipti manna eru þannig að maður getur ekki leyft sér að hugsa alltaf rökrétt. En hann er hollur skóli." En er Pinter ekki að skrifa um dálítið sérkennilegar aðstæður i Heimkomunni? „Jú, jú, það má kannski segja það. Égþekki fólk hér sem segist aldrei ætla að sjá þennan helvítis Pinter - hann hafi svo viðbjóðslegan húmor. Ég get alveg tekið undir þá skoðun að maðurinn sé hálf-ógeðslegur í hugsunarhætti, en hann er ekkert verri en þeir sem maður mætir úti á götu í Reykjavík. Hann skrifar þessar hugsanir bara niður. Mér finnst nú grimmdin hér í íslensku samfélagi vera þvílík, að ekki einu sinni Pinter gæti skrifað um hana. Auðvitað eru alltaf til höfundar sem höggva. Ef fólki finnst Pinter fara illa með persónur sínar, þá er tími til kominn að fólk hætti að sjá Dario Fo, sem lýsir óhugnaðinum úr hinu pólitíska lífi í verkum sínum. Grimmd í ieikverki hittir Morgunblaðið/Sverrir Úr sýningu Pé-Ieikhússins á Heimkomunni. Hjalti Rögnvaldsson í hlutverki Lenna og Ragnheiður Elva Arnardóttir sen: mágkonan Ruth áhorfandann eftir því hvemig hann ■ er sjálfur. Maður veltir því stundum fyrir sér hvort maður geti hugsað sér að leika tiltekið hlutverk vegna þess að það er svo mikil grimmd í því. Svo fer maður að skoða hvort leikverkið sjálft er gott og ef svo er, skiptir það mestu máli. En ég vona að fólk sé ekkert að lesa í Biblíunni áður en það kemur að sjá Heimkomuna. Það er nú líka einu sinni svo, að rétt eins og til eru vondir höfundar og vondir Ieikarar og svo framvegis, þá eru líka til vondir áhorfendur. Ég þekki stóran hóp fólks sem langar í sjálfu sér að sjá þessa sýningu, en innrætingin hér er svo sterk og fólk er uppfullt af innantómu rusli sem það hefur verið matað á eftir það §ölmiðlafyllerí sem hefur gripið um sig, að það kemur ekki. Það veit sem er að það er enginn stuðtónn í þessu. Veistu það, að ég held að ef ekki fari að koma að fjölmiðlatimburmönnum hér, verði útkoman ijöldaframleiðsla á bjánum. Á öllum kaffíhúsum, í verslunum, leigubílum; alls staðar glymja allar þessar útvarpsstöðvar í eyrunum á manni og þær eru allar eins og enginn er að hlusta. Ogþessi yfírgengilegi stuðtónn er farinn að vera áberandi á Stöð 2, til dæmis í 19.19. Ég var að horfa á það um daginn og það var verið að ræða við leikstjóra og tónlistarhöfund „Síldarinnar." Það var svo hræðilegt að horfa upp á þetta, því Helgi Péturs sat þama og sagði fátt, en þessi kvenmaður sem var að spyija þama var í svo miklu stuði, án þess að hafa hugmynd um hvað hún var að tala. Mér er spum, er þetta afleiðing af því að yfirmaður stöðvarinnar er sonur einhvers mesta menningarvinar semþjóðin hefur átt? Lærði þessi maður ekkert í föðurhúsum? Svei mér þá, við getum ekki einu sinni treyst því lengur að góður og traustur bakgrunnur skili sér.“ En svona að lokum Hjalti, þá lékstu hér hjá svokölluðum „stofnanaleikhúsum“ áður en þú fóst út, en ert núna að leika með sjálfstæðum „atvinnuleikhóp." Er einhver munur á því? „Munurinn er kannski helst sá, að leiðindi; kjaftagangur og rógburður, sem koma upp í stofnunum, verða ekki til í svona hóp sem kemur saman til að vinna í stuttan tíma. Annars er saman hvort um er að ræða stofnun eða sjálfstæðan hóp, útkoman er alltaf eins góð eða vond og fólkið sem vinnurþar... En égvil bara hafa nóg af leikhúsi og allavega leikhús. Ég vil að þetta þrífist allt hlið við hlið. Og það er alveg sama í hvemig leikhúsi maður leikur hlutverk eins og Lenna; maður er ekki búinn að vinna, frá fyrsta æfingadegi, fyrr en eftir síðasta framkall á síðustu sýingunni. Og sjálfstæðir atvinnuleikhópar eru nauðsynlegir og óhjákvæmilegir vegna þess að ef leikari eða leikstjóri þarf að eyða hálfri ævinni í að komast inn um þröskuldinn á atvinnuleikhúsi, verður hann bara að fara og setja upp úti í bæ á meðan." Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.